Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 6
b
MORGUU*LAÐIÐ
r
Laugardagur 21. marz 1964
Verkefni sem bíða íslenzks
iðnaðar eru óþrjútandi
Ræða Gunnars J. Friorikssonar, formanns Félags íslenzkra
iðnrekenda við setningu ársþings iðnrekenda 1964
FRÁ >VÍ að ársþing iðnrek-
enda var haldið í apríl s. 1.,
hafa orðið straumlhvörf í efna-
hagslífi okkar íslendinga.
Á því árslþingi gætti mikillar
bjartsýni um framtíð og afkomu
iðnaðarins. Útlit var fyrir að að-
gerðir ríkisstjórnarinar til þess
að skapa hér frjálsara eínahags-
kerfi líkt og nágrannaþjóðir
okkar búa við, ætluðu að bera
árangur. Ótti manna við, að af-
nám innflutningshafta mundi
auka svo innflutning, að ekki
yrði við neitt ráðið hafði reynzt
ástæðulaus. Eftir að iðnaði og
verzlun hafði að heita má í
meira en áratug verið haldið í
viðjum hafta og opin'berrar ihlut
unar í flestum efnum, var nú
tekið að rofa til og menn fengu
aukið frelsi til reksturs fyrir-
tækja sinna.
En aukig frelsi nær skammt,
og ber ekki þann árangur er
skyldi, ef ekki tekst um leið að
viðhalda jafnvægi í efnahagsmál
um. Fyrir því ætti reynsla liðins
árs að vera sönnun.
Samkvæmt fyrstu áætlunum,
er nú liggja fyrir, mun aukning
þjóðarframleiðslu hafa numið
4-5% og er það nokkru minni
aukning er varð árið 1962. Það
lætur þó nærri að aukning þjóð-
arframleiðslunnar hafi legið
nálasgt því, sem áætlað er í
þjóðhags- og framkvæmdaáætl-
un þeirri, er rikisstjórnin lagði
fram á s .1. vori. Hins vegar
þykir ljóst, að ráðstöfun verð-
mæta hefi orðið mun meiri en
andvirðí þjóðarframleiðslunnar
nam og á ég þar við neyzlu
einkaaðila, fjárfestingu og út-
gjöld hins opinbera. Verðmæta-
ráðstðfunin hefur farið veru-
lega fram úr því, sem gert var
ráð fyrir í þjóðhags og fram-
kvæmdaáætluninni, og þá einik-
um fjárfesting. Afleiðing þess
var óhófleg þennsla innanlands
og verulega aukin eftirspurn
eftir gjaldeyri. Gjaldeyrisstaðan
hélt þrátt fyrir það áfra-m að
batna, en þó aðeins um 161 millj.
kr. á móti 623 millj. kr. árið
1962. Að gjaldeyrisstaðan skuli
þó hafa batnað stafaði hins veg-
ar fyrst og fremst af mikilli not-
kun erlends lánsfjár, en auk þess
reyndist þróun viðskiptakjara
okkar hagstæð þar sem verð-
lag útflutnings mun hafa hækk-
að um 3,8% á móti 2,3% hækkun
á verðlagi innfluttra vara.
Um iðnaðarframleiðsluna er
enniþá lítið hægt að segja. >ó
benda áætla/iir til þess, að heild-
arframleiðsluaukningin hafi orð-
ið hlutfallslega mjög svipuð og
aukning þjóðarframieiðslunnar,
þ. e. 4-5%. Það ber þó að hafa í
huga, að hér er um meðaltals-
aukningu að ræða og að undan-
skilinn er fiskiðnaður og vinnsla
landbúnaðarafurða. í nokkrum
iðngreinum var 'hins vegar um
samdrátt að ræða og benda úr-
taksrannsóknir Hagstofunar á
starfsmannahaldi eindregið til
þess að svo hafi verið m. a. í
skógerð, fatagerð og veiðarfæra-
iðnaði.
Engan' þurfti að undra, að
einhverra ráðstafana var þörf
til þess að draga úr þeirri eftir-
spurnarþennslu, er ríkti og þá
einkum er leið að miðju ári. Var
þá orðinn slíkur skortur á vinnu-
afli, að fyrirsjáanlegt var að
leiða myndi til átaka í kaup-
gjaldsmálum, enda var sú og
raunin. Hinar stórkostlegu launa
hækkanir, sem áttu sér stað
höfðu í för með sér mikla erfið-
leika á sviði verðlagsmála iðn-
fyrirtækja, þar sem erfitt reynd-
ist að fá nauðsynlegar leiðrétt-
ingar á framleiðslukostnaði
viðurkenndar af verðlagsyfir-
völdunum.
Þrátt fyrir það að beinar verð-
lagshömlur séu og hafi verið
strangari hér á landi en þekkist
til í nokkru nágrannalanda
okkar, hafa verðhækkanir orðið
meiri hér en víðast hvar annars
staðar. Af því má ráða, að
ströng verðlagshöft nægja engan
veginn sem trygging fyrir stöð-
ugu verðlagi. Árangur þeirra
hér á landi er 'helzt sá, að þau
hafa valdið fyrirtækjum erfið-
leikum og tjóni og tafið stór-
lega fyrir uppbyggingu iðnaðar-
ins. Bezta trygging fyrir stöð-
ugu verðlagi hlýtur ávallt að
vera sú, að komið sé í veg fyrir
ofþennslu í efnahagslífinu.
Opinber verðlagsákvæði tryggja
það ekki. Fyrir því er 20 ára
reynsla nægileg sönnun, sem
viðurkenna verður með afnámi
verðlagsákvæða I núverandi
mynd.
Fyrstu ráðstafanirnar, sem
gerðar voru til þess að draga úr
ofþennslu efnahagslífsins, voru
þær, að Seðlabankinn hækkaði
verulega yfirdráttarvexti við-
skiptabankanna, jaínframt því,
sem hann hvatti þá til meira
aðhalds í útlánum. Síðan komu
efnahagsráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar í kjölfar kauphækkunar-
innar í desember, með lögum
um ráðstafanir vegna sjávar-
útvegsins o. fl. Þær aðgerðir
minna því miður óþægilega á
tímabilið fyrir 1960.
Með styrkjum og uppbótum á
suma þætti efnahagslífsins, hlýt-
ur eðlilegt jafnvægi að ra9kast
og þróunin verður ekki í sam-
ræmi við lögmál efnahagslífs-
ins. Þetta misræmi kemur mjög
hart niður á ýmsum nýgræðingi
í útflutningsframleiðslu og
einnig þeim iðnaði, sem engar
eða lítillar tollvemdar nýtur,
auk þess sem samkeppnisaðstaða
annars iðnaðar versnar.
Það er ekki af kunnáttu eða
viljaleysi, að ullariðnaður, niður
suða, skipasmíðar eða veiðar-
færaiðnaður, svo augljósustu
dæmin séu nefnd, hafa ekki náð
að vaxa meira en raun ber
vitni. Það verður fyrst og fremst
rakið til þeirrar efnahagsstefnu,
sem fylgt var að meira eða
minna leyti frá því skömmu eftir
stríðslok og til ársins 1960.
Vegna þess hve menn eru
fljótir að gleyrna og ekki er
laust við að þær raddir heyrist,
Gunnar J. Friðriksson
sem innleiða vilja að nýju inn-
flutningshöft og auknar uppbæt-
ur sem lið í lausn þeirra efna-
hagsvandamála, sem við nú
eigum við að etja, þykir mér
rétt að skýra frá niðurstöðum,
sem Norðmaðurinn Haarr kemst
að um áhrif hafta og uppbóta-
tímans á hinn svokallaða toll-
verndaða iðnað.
Niðurstöður sínar dregur hann
m. a. út frá athugun á aukningu
starfsmannahalds í hinum toll-
vernduðu iðngreinum, en á tíma-
bilinu 1947-59 nam aukning
þess 18% á sama tíma sem aukn
ing starfsmannahalds alls iðn-
aðar, að vinnslu landbúnaðar-
afurða og fiskiðnaði meðtöldum,
nam 97%.
Honum er það undrunarefni,
hversu lítil framleiðsluaukningin
hafi orðið, þrátt fyrir það, að
beitt hafi verið í innflutnings-
höftum og aðflutningsgjöld hafi
verið há. Slík stefna hefði átt að
skapa skilyrði til verulegrar
framleiðsluaukningar. Að sú
varð ekki raunin, segir hann að
rekja megi e. t. v. að nokkru
leyti til svæðar markaðsins. En
aðalástæðuna telur hann að
rekja megi til þess að heima-
^ Hver sigrar?
Nú ætla þeir að reyna með
sér, kapparnir, til þess að fá úr
því skorið hver lengst komist á
fimm lítrum af benzíni. Fæst
þá loksins skorið úr því í eitt
skipti fyrir öll hvað eru bílar
og hvað ekki bílar. Nú á dög-
um, þegar enginn sparar neitt
til neins, er ekki ástæða til að
spara benzín fremur en annað
— og það er a.m.k. ekkert „fínt“
að spara. Þeir, sem eru að hugsa
um að kaupa bíl, bíða nú í of-
væni eftir því að fá úr því skor-
ið hvaða tegund eyði mestu
benzíni. Sá bíllinn, sem ekki
kemst upp Hverfisgötu á fimm
lítrum, verður óhjákvæmilega
sigurvegarinn.
Þetta minnir mig annars á
litla benzínsögu:
Einn ágætur maður vestan af
landi ók jeppa sínum úti í sveit
og þar kom, að bíllinn varð
benzínlaus. Komst hann þó
klakklaust að benzínstöð við
þjóðveginn — en sat þar kyrr.
Afgreiðslumaðurinn, sonur
bóndans á bænum, kom til þess
að brynna hinum þyrsta reið-
skjóta — og sagði ökumaður þá:
„Fylla hann, fylla hann“, um
leið og hann þurrkaði af sér
svitann.
En skyndilega veitti ökumað-
ur því athygli, að þetta var
Shell-benzín. Sem betur fer
hafði afgreiðslumaðurinn ekki
látið dropa á bílinn — og öku-
maður sagði því: „Nei, takk —■
nei, takk — ekki Shell-benzín“.
Svo spurði hann hve langt
væri til næstu ESSO-stöðvar.
Þrettán kílómetrar var svarið.
Þá settist ökumaðurinn upp í
bíl sinn og sagði: „Þangað ek
ég benzínlaus frekar en að taka
Shell-benzin“.
Þá vandast málið
Hingað kom kona ein, sem
kvartaði yfir afgreiðslu í brauð
búðum. Sagðist hún hafa hætt
viðskiptum við fjórar brauð-
búðir á skömmum tíma vegna
ónógs hreinlætis. Hefði hún orð
ið vitni að því, að afgreiðslu-
stúlkur hefðu hnerrað og hóst-
að í lófann og haldið áfram að
afgreiða brauð án þess að þvo
sér. Þetta fannst henni ekki
nógu gott — og ég er á sama
máli.
Þess vegna er rétt að vekja
athygli allra á vatninu í krön-
unum og hve mikil þægindi það
annars pr að eeta bvGfíÍð sér
markaðsiðnaðurinn hafi starfað
við mörg erfið skilyrði flest árin
eftir síðari heimsstyrjöldina.
Það sem einkum hefur staðið
honum fyrir þrifum álítur hann
vera, að stefnan í efnahagsmái-
unum hafi ekki miðazt við að
efla þennan iðnað. Helztu þætt-
ina, telur hann vera skort á
hráefnum, vélum og tækjum
vegna innflutningshafta, enn-
fremur lánsfjárskort, verðlags-
höft og stefnuna í skattamálurru
Fyrir okkur sem stundum iðn-
rekstur á þessum árum eru
þetta engin ný sannindi en hins
vegar er mikilvægt að hafa þetta
staðfest af óvilhollum sérfræð-
ingi.
Mér þótti rétt að fara nokkr-
um orðum um áhrif uppbóta-
kerfisins á þróun iðnaðarins.
vegna þess að nú hefur að nokk-
ru leyti enn verið farið inn á þá
braut í lausn efna'hagsvanda-
málanna. Þorri þeirra, sem við
iðnað fást, er þeirrar skoðunar,
að sú leið sé þróun iðnaðarin3
skaðleg og að eina raunhæfa
lausnin sé, að aðeins sé eitt
gengi á krónunni og það sé rétt
skráð. Þá aðeins skapast skilyrði
fyrir fjölbreyttari útflutningi
og réttur mælikvarði á það,
hvers iðnaðurinn er megnugur.
Þótt mikið hafi áunnizt I
lánsfjármálum iðnaðarins með
setningu nýrra laga Um Iðnlána-
sjóð á síðasta ári, og áframhald-
andi lántökum hans af P. L.-480
fé, þarf enn að gera stórt átak
á sviði lánsfjármála. Geta Inð-
lánasjóðsins til að sinna þörf-
um iðnaðarins fyrir fjárfestingar
lán er enn svo takmörkuð að
fyrirsjáanlegt er, að með nú-
verandi vexti hans og þrátt fyrir
gjald það, sem innheimt er til
hans af iðnaðinum, munu líða
mörg ár, þar til hann getur
gegnt því hlutverki að sinna
brýnustu lánaþörfinni svo að
nokkru nemi, að ekki sé talað
um að lána 60% af andvirði
byggingakostnaðar eins og lög
hans heimila.
Iðnlánasjóður þarf því að
stórauka umráðafé sitt með
auknum lántökum svo sem lög
hans gera ráð fyrir. Það verður
ennfremur að teljast eðlilegt, að
sjóðurinn njóti jafnréttis á við
Framh. á bls. 14.
um hendurnar þegar manni
dettur í hug.
En svo eru það þeir, sem
aldrei dettur neitt í hug. Þá
vandast nú málið maður minn.
Soraya — „íslands-
vinur“?
Jæja, nú er í ljós komið, að
Soraya, fyrrum keisaradrottn-
ing, er með víkingablóð í æð-
um. Er nú skammt stórra
högga í milli, því það upplýstist
í blaðaviðtali á dögunum, að
mexíkanski sendiherrann i
• Ósló hefði eitthvað af íslenzku
blóði í sínum æðum — og því
til sönnunar sagði hann í blaða-
viðtalinu, að einn af forfeðrum
hans hefði endur fyrir löngu
étið íslending.
Tengsl Sorayu við íslendinga
munu hins vegar vera með öðr-
um hætti, en fagna ber hvoru
tveggja. En það ber aftur á
móti að harma, að enn hefur
ekki borizt frá Sorayu nein yfir
lýsing, sem gefið gæti til kynna,
að hún væri „sannur íslands-
vinur“.