Morgunblaðið - 21.03.1964, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ
r
Laugardagur 21. marz 1964
8
☆i
VORSÝNING Þjóðdansafélags
Reykjavíkur verður í Háskóla-
'' bió kl. 2 á sunnudaginn. Þetta
er orðinn fastur liður í
Skemmtanalífi bæjarins, enda
er þetta 13. Vorsýning fé-
lagsins. Það hefur starfað af
miklu kappi í vetur og kennt
hefur verið í mörgum flokkum.
Félagið gengst fyrst og fremst
fyrir kennslu í þjóðdönsum,
eins og nafnið bendir til, bæði
innlendum og erlendum, en auk
þess heldur það uppi kennslu í
gömlu dönsunum.
Félagið hefur það og á stefnu-
skrá sinni að endurvekja gömlu
íslenzku þjóðbúningana og á Vor
100 börn dansa í Háskólabíói
sýningunni gefst kostur á að sjá
sitt hvað á því sviði. Þar verða
dansar frá 12 löndum, islenzku
dansarnir meðtaldir. En .af er-
lendum dönsum verður sýnt
margt nýstárlegt, allt frá Brasi-
líu til Danmerkur, og klæðist
dansfólkið þjóðbúningum við-
kbmandi landa.
Þarna sýna margir flokkar,
börn, unglingar og fullorðnir, en
þátttakendur í sýningunni verða
160, þar af 100 börn.
Kennarar hjá Þjóðdansafélagi
fteykjavíkur hafa verið í vetur
þau Mínvera Jónsdóttir, Helga
Þórarinsdóttir og Svavar Guð-
mundsson. Formaður félagsins
er Dóra Jónsdóttir.
Ástæða er til að minna á í
þessu sambandi, að það var
flokkur frá Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur, sem fór í sýning-
arferð til Noregs í fyrra, tók þátt
í 20. norræna þjóðdansamótinu,
og hlaut mikið lof. OLIVANT,
tímarit Leikarringen í Bonde-
ungdomslaget í Osló, sagði m. a.
um þá heimsókn, að ekki væri
of sterkt tekið til orða, þótt sagt
væri, að þáttur íslendinga í efn-
isskrá mótsins hefði verið með
því bezta, sem þar kom fram.
í þágu atvinnuveganna
FUNDIJR var haldinn í neðri
deild og sameinuðu þingi í
gær. í neðri deild urðu nokkr-
ar umræður um rannsóknir í
þágu atvinnuveganna. í sam-
einuðu þingi var kosið í út-
hlutunarnefnd listamanna-
launa og nokkrar umræður
urðu um stóriðju. Þetta var
síðasti fundur neðri deildar
og sameinaðs þings fyrir
páskahlé, sem gert er ráð fyr-
ir að standi til 1. apríl.
\A
ÍÆ
SÆ217R
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
rnáðherra fylgdi úr hlaði frum-
varpi um rannsóknir í þágu at-
vinnuveganna. Kvað hann frum-
varp um þetta
efni hafa verið
flutt á þinginu
1962 og væri nú
flutt á ný með
litlum þreyting-
um. Rakti hann
að nokkru efni
frumvarpsins og
vitnaði til fyrri
greinargerðar.
Kvað ráðherrann megingallann á
núgildandi lögum hve kröftum
væri dreift og nefndi sem dærni
að 3 aðilar fjölluðu uan þessi
mál innan landbúnaðarins eins.
Með þessum lögum væri ætlað
að sameina kraftana og finna
nýja tekjustofna til iðnaðar og
húsbyggingariðnaðar, er'' næmu
á 3. millj. króna. Skipulagið yrði
nú það að starfandi yrðu 5 sjálf
stæðar stofnanir, hafrannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins, rannsókn
arstofnun landbúnaðarins, rann-
sóknarstofnun iðnaðarins og
rannsóknarstofnun húsibygging-
ariðnaðarins.
Eysteinn Jónsson (F) kvað
fulla þörf hafa verið á lögum
þessum en aukið fé vantaði til
starfsins. Þá lýsti hann undrun
sinni að á skyldi komið nýju inn
heimtukerfi fyrir ekki meiri fjár
öflun en fælist í lögunum.
Einar Olgeirsson (K) gerði
nokkrar athugasemdir við skip-
an stjórna rannsóknarstofnan-
anna.
SALA JARÐAR
Matthías Mathiesen (S) mælti
fyrir frumvarpi um sölu jarðar-
innar Áss í Hafnarfirði, en þeg-
ar er Hafnarfjörður eigandi ó-
ræktaðs lands jarðarinnar.
Einar Olgeirsson (K) kvaðst
vilja benda nefnd þeirri, er fengi
málið til meðferðar á, að setja
inn í lögin að Hafnarfjarðarbær
skyldi óheimilt að selja land
þetta öðrum.
DIPLOMATISK SAMSKIPTI
VIÐ KÍNA
Einar Olgeirsson (K) mælti
fyrir þáltill. í Sþ. um skipti á
diplómatiskum fulltrúum við
kínverska alþýðulýðveldið. Benti
lýðveldið.
hann á, að þar
byggi nú um lk
mannkyns og
tekið hefði ver-
ið upp diplómat
iskt samband
við Japan. Þá
hefðu öll Norður
löndin að und-
anskyldu íslandi
samband við
UMRÆÐUR UM STÓRIÐJU
Eysteinn Jónsson (F) mælti
fyrir þáltill. um
stórvirkjunar og
stóriðjumál. —
Kvað hann nauð
syn að sett
yrðu lög um
hverja einstaka
slíka framkv.
og sérsamninga.
Þá kvað hann
nauðsyn að gæta
jafnvægis byggðarinnar í sam-
bandi við væntanlegar stóriðju-
framkvæmdir.
LúSvík Jósefsson (K) tók und
ir nauðsyn var-
færni í þessum
málum. Kvað
hann íslenaka at
vinnuvegi hafa
verið vanmetna
í þessu sam-
bandi, en flokks
menn hans væru
ekki á móti stór
yðju svo fremi
sem fjármagn okkar leyfði og
eðlileg þróun krefði.
MÁLINU VAR FRESTAÐ
ÞINGHLÉ.
í lok fundar ávarpaöi forseti
Sameinaðs þings, Birgir Finns-
son, þingmenn og árnaði þeim
góðrar heimferðar og gleðilegra
páska, en þetta var síðasti fund
ur þingsins fyrir páskahátíð.
Eysteinn Jónsson þakkaði fyrir
hönd þingmanna og óskaði for-
seta gleðilegrar pásikahátíðar. —
Þing menn risu úr .sætum og
tóku undir árnaðaróskirnar.
Vélstjóra og háseta
vantar á netabát. — Upplýsingar í Fiski-
miðstöðinni h.f. — Sími 13560 og 17857.
Alfred Brendel
feikur mónudag
á vegum Tón-
listurfélugsins
AUSTURRÍSKI píanóleikarinn
Alfred Brendel heldur tónleika i
Austurbæjarbíói n.k. mánudags-
og þriðjudagskvöld fyrir styrkt-
arfélaga Tónlistarfélagsins.
Á efnisskránni eru þessi verk:
Fantasía í c-moll og Duport-tiI»
brigðin eftir Mozart, Sónata í c-
moll op. 111 eftir Beethoven,
Elegie eftir Busoni, Bagatella,
Unstern og Csardas Macabre eft-
ir Franz Liszt og loks Wander-
er-fantasían eftir Schubert.
Alfred Brendel er fæddur 1
Wiesenberg í Máhren en er af
austurrískum ættum. Hann er
aðeins 33 ára gamall, en hefur
þegar haldið marga tónleika víða
um heim, í flestum Vestur-Ev-
rópulöndum, Suður-Afríku, Mið-
og Suður-Ameríku og nú kem-
ur hann hingað úr annari tón-
leikaför sinni um Bandaríkin, en
þar hefur hann verið síðustu 7
vikurnar og haldið 14 tónleika
og hlotið sérstaklega góða dóma
gagnrýnenda. Hann er búsettur
í Vínarborg.
Síðastliðið fimmtudagskvöld
lék Brendel með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, Píanókonsert nr. 4,
eftir Beethoven og var honum
framúrskarandi vel fagnað af
áheyrendum.
Ánægjulegur
ufmælisfagnoð-
ur Hvutur
MÁNUDAGINN 16. marz s.L,
hélt Sjálfstæðiskvennafélagið
Hvöt 27. afmælisfagnað sinn, er
hófst með sameiginlegu borð-
haldi kl. 7V& e.h., í Sjálfstæðis-
húsinu.
Formaður félagsins frk. María
Maack setti hófið og stjórnaði
því.
Meðan setið var undir borð-
um voru sungin og spiluð ætt-
jarðarljóð og minni flutt.
Frú Auður Auðuns alþingis-
maður minntist Hvatar og Sjálf-
stæðisflokksins, frú Ragnhildur
Helgadóttir f.v. alþingismaður
minntist ættjarðarinnar og frú
Gróa Pétursdóttir borgarfull-
trúi minntist Reykjavíkur. Öll
voru minni þessi vel og skemmti
lega flutt.
Þá las Guðrún Aradóttir
prófessorsfrú, með miklum ágæt
um nokkur ljóð eftir Davíð skáld
Stefánsson.
Eftir að borð höfðu verið upp
tekin var dans stiginn og Ómar
Ragnarsson skemmti með gam-
anvísnasöng.
Hófi þessu lauk kl. 1 e.m.,
eftir góða og ánægjulega
skemmtun.