Morgunblaðið - 21.03.1964, Page 13
L,augardagur 2f. rnarr 1964
MORCUNBLAÐIÐ
13
Horfur í bandarískum stjórnmálum
BANDARÍSK stjórnmál
eru mjög á dagskrá um
þessar mundir. í haust
verður gengið til forseta-
og þingkosninga þar í landi
og fara þær fram 3. nóvem-
ber.
Fyrir skemmstu voru
fyrstu undankosningar
vestra haldnar í New
Hampshire. Þótt þar sé
ekki um stórt kjördæmi að
ræða, beindist athygli
mjög að úrslitum þar, m.a.
vegna þess, að þar var um
fyrstu prófraun þeirra
manna að ræða, sem mest
hafa haft sig í frammi í
stjórnmálabaráttunni und-
anfarið.
Sérstaklega beindist at-
hyglin að repúblikönum,
en margir stefna að því að
komast í forsetaframboð
fyrir flokkinn. Úrslit í
fyrstu aukakosningunum
benda til þess, að tíðinda
sé að vænta næstu mánuði
úr þeirri átt.
Nokkur .átök eiga sér
einnig stað í röðum demó-
krata, þótt fullvíst sé talið,
að Johnson, forseti, verði í
framboði. Hitt ríkir óvissa
um, hver verði í framboði
til varaforseta. Hér fer á
eftir grein, þýdd og endur-
sögð, um stjórnmálaástand
og horfur vestra nú.
Bandaríska stórblaðið „The
New York Times“ telur að-
stöðu helztu leiðtoga répúblik-
ana þessa, eftir úrslitin í kosn-
ingunum í New Hampshire:
Goldwater — Virtist uppr
haflega eiga sterka aðstöðu,
en hefur tapað.
Lodge — Hefur aukizt fylgi,
en það kann að vera meira nú
en síðar.
Nixon — Harður keppi-
nautur; kann. að fá tækifæri
síðar.
Rockefeller — Hefur lagt
sig mikið fram, en er ekki
talinn mjög sigurstranglegur.
Scranton — Hefur farið sér
hægt, en rétt er þó að gefa
honum nánari gætur.
Flestir stjórnmálafréttarit-
arar eru á einu máli um, að
útlitið sé í höfuðdráttum, eins
og að ofan greinir. Kosning-
arnar í New Hampshire leiddu
í ljós, að Goldwater, öldunga-
deildarþingmaður, og Rocke-
feller, ríkisstjóri, áttu ekki
því fylgi að fagna, sem talið
var. Hins vegar vegnaði
Lodge, sendiherra, þar vel, og
sömuleiðis Nixon, þótt hvor-
ugur þeirra væri í kjöri. Er
úrslitin voru kunngerð, voru
flestir- stjórnmálafréttaritarar
á þeirri skoðun, að aðstaða
þeirra þriggja, sem við sögu
komu, og ekki voru í kjöri,
þ.e. Lodge, Nixon og Scranton,
væri sterkust.
í hópi demókrata ríkti meiri
ró óg festa. Helzta spurningin
er, hvort Robert Kennedy,
dómsmálaráðherra, verður í
framboði til varaforseta. —
Kennedy hafði beiðzt þess af
stuðningsmönnum sínum, að
þeir beittu sér ekki um of,
a.m.k., fyrir New Hampshire-
kosningarnar. Venjan er, að
forsetaefni hvors flokks róði
mestu um, hvern hann vill fá
tilnefndan í framboð til vara-
forseta. Sú barátta, sem
stuðningsmenn dómsmálaráð-
herrans héldu uppi, olli nokkr
um óróa í Hvíta húsinu. Lítill
vafi, ef nokkur, leiþur hins
vegar á því, að Johnson, for-
seti verður í framboði til for-
seta, við kosningarnar í nóv-
ember.
Fyrsta prófraunin
íbúar New Hampshire eru
um 600.000, eða álíka margir
og íbúar Boston. Ríkið á 14
fulltrúa á landsþingi repú-
blikana, og 20 á demókrata-
þinginu. Heildartala fulltrúa,
á hvoru þingi fyrir sig, er rúm
lega 1000. Þrátt fyrir það, hve
hlutdeild ríkisins er lítil,
vöktu undankosningarnar ný-
verið þjóðarathygli. Þrjú
stærstu sjónvarpsfyrirtæki
Bandaríkjanna, auk hóps er-
lendra og innlendra fréttarit-
ljós, að stuðningsmenn Henry
Cabot Lodge héldu uppi mikl-
um áróðri. Sama gerðu stuðn-
ingsmenn Nixons. Hvorugur
þeirra var þó á skrá.
Langan tíma tók að ná sam-
an öllum atkvæðunum, er kos-
ið hafði verið, enda víða þung-
fært í ríkinu. Úrslitin urðu
þessi:
Lodge 33.007 35.7%
Goldwater 20.692 22.4%
Rockefeller 19.504 21.1%
Nixon 15.587 16.9%
Samkeppnin var engin
meðal demókrata, þótt stuðn-
ingsmenn Kennedys héldu
uppi baráttu fyrir hann, utan
skrár. Sú barátta þótti sumum
demókrötum óviðeigandi, og
töldu hana geta verið óheppi-
lega fyrir Johnson, forseta,
sérstaklega, ef Kennedy fengi
fleiri atkvæði en forsetinn. Úr
Framboðsefni repúblikana
, Úrslitin í New Hampshire
hafa valdið miklum heilabrot-
um um það, hver muni verða
í framboði fyrir repúblikana.
Ýmsir sérfræðingar hafa talið
aðstöðu Goldwaters og Rocke-
fellers. gjörbreytta. Þó sé
a.m.k. ekki á þessu stigi máls-
ins, hægt að segja, að Lodge
hafi borið þá slíku ofurliði, að
þeir eigi sér ekki viðreisnar
von. Lítill vafi er þó talinn á
því, að báðir eigi þeir á bratt-
ann að sækja, meir en áður.
Ummæli Goldwaters um úr-
slitin voru þau, að honum hlyti
að „hafa mistekizt einhvers
staðar“. Almennt álit þeirra,
sem um þetta mál hafa fjall-
að í ræðu og riti, er þó, að ó-
sigur hans eigi ekki rætur sín-
ar að rekja til „mistaka".
Astæðan sé sú, að kjósendur
Goldwater — Rockefeller (voru á skrá)
■*
Scranton — Nixon — Lodge — (ekki á skrá)
ara þyrptust til, og var engu
líkara, en örlög alþjóðar væru
undir úrslitunum komin. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að
hér var um fyrstu raunveru-
legu prófraunina að ræða;
verið var að leggja spurningar
fyrir kjósendur, í fyrsta skipti
á kosningaárinu.
Goldwater og Rockefeller
höfðu báðir háð harða baráttu
í New Hampshire, og varið
þar miklu fé. Sumir segja um
200 þús. dölum hvor, þ.e. hálfri
níundu millj. ísl. króna. Báðir
vildu sýna leiðtogum og áhrifa
mönnum repúblikana fram á,
svo að ekki yrði um villzt, að
einn maður — og einn aðeins
— kæmi til greina: Goldwater
hugðist sanna, að þjóðin ósk-
aði eftir því afbrigði íhalds-
stefnu, sem hann hefur barizt
fyrir; Rockefeller, að hans
stefna, þ.e. hægfara, íhalds-
söm stefna njóti fylgis — og
e.t.v. umfram allt, að skilnað-
ur hans og gifting hefðu ekki
svipt hann fyrra fylgi.
Allt fram til þess, að kjós-
endur gengu að kjörborðinu,
leit út fyrir, að þeir hefðu að-
eins milli þeirra tveggja að
velja. Aðrir, sem á skrá voru,
Margaret Chase Smith, öld-
ungadeildarþingmaður, Har-
old E. Stassen og Norman Le-
Page voru ekki taldir skæðir
keppinautar. Undir lok bar-
áttunnar kom hins vegar í
slitin voru þau, að Johnson
fékk 29.317 atkv., en Kennedy
25,094.
Skömmu eftir að úrslitin í
New Hampshire voru kunn,
hélt Rockefeller til Kaliforníu,
en þar hefur hann hafið bar-
áttuna, fyrir aukakosningarn-
ar, sem fram fara 2. júní.
Goldwater hélt til Arizona,
heimaríkis síns. Þar dvaldist
hann í 2 daga, en nú er hann
einnig í Kaliforníu.
Viðbrögð Nixons urðu þau,
að hann ákvað að bæta við
þann þrönga hóp stjórnmála-
ráðgjafa, sem hann hefur í
þjónustu sinni. Þá hefur hann
nýlega haldið ræðu í New
York, þar sem hann gagnrýndi
harðlega stefnu Johnsons í ut-
anríkismálum. Þau telur Nix-
on munu verða aðalkosninga-
málið vestra, á hausti kom-
anda.
Scranton, sem kaus að koma
hvergi nærri í New Hamp-
shire, hefur ekki tekið neina
nýja afstöðu, í ljósi úrslitanna.
Hins vegar er ljóst, að hann
mun gefa kost á sér, fari á-
hrifamenn flokksins þess á
leit við hann.
Fátt eit.t hefur heyrzt frá
Lodge, sendiherra í S-Viet-
nam. Hann á erfitt með að
taka beinan þátt í stjórn-
málabaráttunni heima fyrir.
Þar verða aðrir að berjast fyr-
ir hann, a.m.k. enn þá.
telji stefnu hans sundurlausa,
jafnvel óskiljanlega á köflum.
Goldwater hefur aftur á móti
lýst því yfir, að hann muni
ekki „endurskoða afstöðu
sína“. Því kann hann að eiga
erfitt með að afla sér aukins
fylgis, ef sú skoðun er á rök-
um reist, að stéfnu hans sé um
fylgisleysi að kenna.
Rockefeller hefur sagt, að
úrslitin séu þess greinilegt
merki, að hann sé sífellt að
auka við fylgi sitt. Hann hafi
lagt út í fylgisbaráttuna nær
fylgislaus, og því hafi hann
raunverulega staðið sig mjög
vel í New Hampshire. Stjórn-
málasérfræðingar munu þó al-
mennt telja, að Rockefeller
hafi ekki tekizt að sanna það,
sem hann fyrst og fremst
þurfti með, að einkamál hans
hafi ekki gert hann óhlutgeng--
an.
Niðurstaða stjórnmálasér-
fræðinganna er á þann veg, að
úrslitin í New Hampshire
tákni sigur „skynsamlegrar
framfarastefnu" yfir „öfga-
stefnum". Þessi túlkun getur
á engan hátt talizt sigur fyrir
Rockefeller, því að fjöldi
þeirra atkvæðamanna, sem
fylgja „skynsamlegri fram-
farastefnu“, er mikill.
Sigur Goldwaters eða Rocke
fellers í undankosningunum í
Oregon-ríki, 15. maí, gæti gef-
ið byr undir báða vængi. Ekk-
ert hefur enn komið fram,
sem bendir til þess, að þeim
hafi vaxið fylgi.
Fylgi Lodge hefur verið
nokkur ráðgáta. Hlaut hann
svo mörg atkvæði, vegna þess,
að hann er ættaður frá grann-"
ríkinu Nýja-Englandi? Menn
eru yfirleitt á þeirri skoðun,
að ekki sé mark takandi á
Lodge, fyrr en hann hafi
eýnt og sannað í undankosn-
ingum annars staðar, að hann
njóti almenns fylgis repúblik-
ana um land allt.
Ætli Lodge sér að taka þátt
í kosningabaráttunni af al-
vöru, þarf hann að hrista af
sér það orð, sem hann fékk á
sig í kosningunum 1960, er
hann var varaforsetaefni
flokksins. Margir áhrifamenn
í hópi repúblikana telja, að
Lodge hafi þá staðið sig illa,
og því sé ekki rétt að veita
honum stuðning nú.
Mesta vandamál Lodge nú
er, hvort hann eigi að segja af
sér embætti sendiherra Banda
ríkjanna í S-Vietnam. Margt
kemur þar til, og ekki sízt, að
S-Vietnam á nú í erfiðri bar-
áttu við kommúnista. Sumir
telja jafnvel, að hlutverk
Lodge í þeirri baráttu eigi eft-
ir að segja til sín í kosninga-
baráttunni heima fyrir. Marg-
ir stuðnmgsmenn hans eru
sagðir á þeirri skoðun, og því
hljóti að koma að því, að hann
verði að segja af sér. Sjálfur
sagði Lodge fyrir skemmstu,
að hann hefði ekkert slíkt í
hyggju, en svo kann þó að
fara, að hánn verði að gera
það.
Nixon er talinn hafa ástæðu
til að vera ánægður með úr-
slitin í New Hampshire. Að-
staða hans er talin hafa batn-
að álíka mikið og aðstaða Gold
waters og Rockefellers versn-
aði. Bent hefur verið á, að
fylgi hans verði að teljast at-
hyglisvert, því að stuðnings-
menn hans hafi ekki lagt sig
mjög fram. Er það í fullu sam-
ræmi við afstöðu Nixons
sjálfs, en hann hefur ekki vilj
að, enn a.m.k., taka fullan þátt
í kosningabaráttunni, þótt
hann hafi atls ekki dregið sig
alveg í hlé, eða lýst því yfir,
að hann muni ekki gefa kost
á sér.
Óhætt virðist þó að full-
yrða, að Nixon telji sig enn
góðan baráttumann, þrátt fyr-
ir ósigurinn gegn Kennedy
1960, og ósigurinn í ríkisstjóra
kosningunum í Kaliforníu. í
síðustu viku sagði Nixon: „Það
er enginn maður í þessu landi,
sem getur haldið uppi áhrifa-
meiri baráttu gegn Johnson,
en ég“.
Scranton, ríkisstjóri í Pen-
sylvania, hafði bannað stuðn-
ingsmönnum sínum í New
Hampshire að reka áróður.
Samt lýsti einn þeirra því yf-
ir, er úrslitin urðu kunn, að
Scranton hefði unnið. Afstað-
an virðist sú, í hópi þeirra, er
hann styðja, að úrslitin sýni,
að repúblikanar séu að leita
að öðrum en Goldwater og
Rockefeller, og sá maður
verði að lokum Scranton. Þó
finnst mörgum erfitt að skilja,
hvers vegna Scranton sé lík-
legri maður til að leysa Gold-
water og Rockefeller af hólmi,
en t.d. Lodge eða Nixon. Að
vísu hefur Scranton aldrei beð
ið ósigur á borð við þá, sem
þeir hafa beðið, en hann er
heldur ekki eins þjóðkunnur
maður. Hafi hann í hyggju að
ráða bót á því, hefur hann enn
Framh. á bls. 15
(II