Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. marz 1964 — Verkefni Framhald af bls. 6 fjárfestingarlánasjóði iandbún- aðar og sjávarútvegs, með því að ríkissjóður hækki framiag sitt úr 2 millj. kr. til jafns við það framiag, sem innheimt er af iðhaðinum með iðnlánasjóðs- gjaidi . Bkiki verður án aivarlegra af- leiðiraga dregið skyndilega úr rekstri iðnaðarfyrirtæikja. Sá samdráttur, sem átt hefur sér stað á undanförnum mánuð- um í útiánastarfsemi bankanna á sama tíaria og framleiðslu- kostnaður hefur farið stórhækk- andi, hefur komið mjög hart niðux á iðnfyrirtækjum og vald- t Móðir okkar Jóhanna Þorgrímsdóttir Freyjugötu 34 andaðist föstudaginn 20. þessa mánaðar. Hólmfríður Pálsdóttir, Lárus Pálsson. Móðir okkar og fósturmóðir KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Mikiubraut 72 andaðíst á Landakotsspítala 19. þ.m. — Jarðarförin hef- ur verið ákveðin mánudaginn 23. marz kL 1,30 e.h. frá Fossvogskirkju. Sveina Egilsdóttir, Egill Egi'lsson, Gunnlaugur Egilsson, Aðalheiður Armann. Útför bróður okkar STEINARS GUÐMUNDSSONj»r» frá Stykkishólmi, fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 23. uuuz og hefst kl. 10,30 f.h. — Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd systkinanna. Kristján Guðmundsson. Sonur minn og bróðir JÓN SVAN KARLSSON skipstjóri frá Stokkseyri verður jarðsunginn 21. marz. — Húskveðja verður frá heimili hans A-götu 8, Þorlákshöfn, kl. 12 f.h. — Jarð- sett verður frá Stokkseyrarkirkju kl. 2,30 e.h. — Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Siysavarnafélag íslands. Sesselja Jónsdóttir og systkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og fósturmóður HÓLMFRÍÐAR GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Mávahlíð. Klemens Jónsson, Steinólfur Jóhannesson. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litlu dóttur minnar ELLÝAR HALLDÓRU ELÍASDÓTTUR frá Þórshöfn. Aðalheiður Sigtryggsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okk- ar og tengdaföður HALLDÓRS R. GUNNARSSONAR Steinunn Gunnarsson, Rútur Halldórsson, Brynjólfur H. Haildórsson, Guðrún St. H. Dodsworth, John Brian Dodsworth. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall BJARGAR BJÖRGÚLFSDÓTTUR Hafnarfirði. Hjörleifur Gunnarsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Asgeir Long, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Gunnarsson, Ada Litvak Gunnarsson, Björgúlfur Gunnarsson, Ásta Lúðvíksdóttir, Geir Gunnarsson, Nanna Friðgeirsdóttir, Hjörtur Gunnarsson, bamahörn og systkini. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður og afa ÁRNA TEITSSONAR Hverfisgötu 40, Hafnarfirði. Gróa Árnadóttir, Páll Ingimarsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Árni Pálsson. ið alvarlegum erfiðleíkum í rekstri þeirra. Hefur hann einn- ig stuðlað að því að veikja sam- keppnisaðstöðuna gagnvart er- lendum keppinautum. Þó heim- ilt sé fyrir iðnfyrirtæki að taka allt að 90 daga vörukaupa- lán við kaup á 'hráefnum er- lendis, þó er það jafnan fallið í gjalddaga áður en úr hráefninu hefur verið unnin markaðsvara. Sé fullunnin iðnaðarvara flutt inn með sama gjaldfresti þá hefur andvirði hennar hins veg- ar í flestum tilfellum skilað sér áður en lánsfresturinn renn- ur út. Alvarlegast er þó ástandið fyrir fjárvana iðnað, sem keppa þarf við erlenda framleiðslu, er fæst með allt að 7 ára lánum. Þegar þetta er haft í huga, verður að telja fulla þörf á að Seðlabankinn beiti sér fyrir aukinni fyrirgreiðslu við iðn- aðinn hvag lánsfé snertir, bæði innlent og erlent m. a. með rýmk un heimilda til töku vörukaupa- lána, og að gerðar verði ráð- stafanir til þess að framkvæmd verði viljayfirlýsing Aiþingis um endurkaup 'hráefna- og afurða- víx'la iðnaðarins í fullu jafn- rétti við sjávarútveg og land- búnað. Af opinberri hálfu hefur verið gefið í skyn, að fjárfestirag iðn- aðar og verzlunar eigi drjúgan 'þátt í þeirri þennslu, er ríkt hefur í byggingariðnaði. Það þarf engan að undra, þótt veru- leg aukning ætti sér stað á byggiragu iðnaðarhúsnæðis, eftir að næstum algjört bann á bygg- ingu slíks húsnæðis hafði rikt á annan áratug. Með tilliti til þess og hinnar miklu þarfar fyrir aukið iðnaðarhúsnæði, mætti þó frekar segja, að því miður hefði geta iðnaðarins til þess að ráðast í nauðsynlegar bygiging- ar verið of takmörkuð í saman- burði við fjárfestingar opin- berra aðila og annarra atvinnu- vega. Frumskilyrði þess, að 'hægt sé að beita fyllstu hagkvæmni og hagræðingu í rekstri iðnfyrir- tækja er, að hentugt og nægilegt húsnæði sé fyrir hendi. Hömlur á iðnaðarbyggingum um árafoil og ógreiður aðgangur að láns- fé, foafa orðið þess valdandi að þorri iðnfyrirtækja býr við alls- endis ófullnægjandi foúsakost. Þá fyrst er mótazt hefur nægi- Jegur ökilningur á þörf iðnaðar- ins fyrir stóraukið lánsfé kemur að því, að skilyrði skapazt fyrir 'því að iðnaðurinn geti farið að hagnýta sér í auknum mæli þá reynslu og þekkingu sem fengizt hefur hér heima og eriendis í hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Betri og aukin nýting tækja, skipulag húsnæðis og vinnu- svæðis, bætt vinnuibrögð og vinnuskilyrði stuðla að aukinni og ódýrari framleiðslu. Það ber iþví að fagna þvi að gerð hefur verið áætlun um opinberan stuðning við atvinnusamtök vegna hagræðingarstarfsemi og hefur fé verið veitt til þess i fjárlögum. Nauðsyn á vel þjálfuðu iðn- verkafólki og verkstjórum fer einnig ört vaxandi eftir því sem meiri kröfur erú gerðar til iðnaðarframleiðslunnar og ber því brýna nauðsyn til að skipu- lagi verði komið á þjálfun þess. í því sambandi væri mjög at- 'hugandi hvort I. M. S. í. gæti tekið að sér skipulag slikrar þjálfunar og væri þá eðlilegt að fjárveiting til þeirrar stofn- unar verði verulega aukin. Ann- ar miklvægur þáttur í þjálfun iðnverkafólks gæti verið í því fólgin að koma efnilegum starfs- mönnum til þjálfunar um tak- markaðan tíma hjá hliðstæðum erlendum fyrirtækjum. Meðan Framleiðnistofnun starfaði hafði I. M. S. í. fyrirgreiðslu á þessu sviði en síðan hún hætti störf- um, hefur þessi háttur í starf- sesmi I. M. S. í. lagzt niður. Ekki mun vera auðvelt að koma slíku á, en gegnum þau tengsl sem ihaía skapazt milli iðnrekenda- félaga Norðurlanda og tengsla I. M. S. í. við hliðstæðar erlendar stofnanir ætti að vera hægt að koma þessu í krirag. Hin hraða tækniþróun gerir kröfur til þess að iðnaðurinn fylgist vel með öiium nýjungum í vísindum og tækni, er snerta þann iðnað sem hér er rekin eða ætla mætti að möguiegt væri að reka hér. TD þess þarf víðtækar rann- sóknir og leiðbeiningar. Að þessu leyti hefur aðstaða iðnaðarins verið mun lakari en bæði sjávarútvegs og landbúnaðar. í þágu þessara atvinnuvega er rekin víðtæk rannsóknar og fræðslustarfsemi en um þá rann- sóknarstofnun, sem kennd er við iðnað er varla hægt að segja að hún sé í nokikrum raunhæfum tengslum við iðnaðinn enda árangurinn eftir því. Á þessu verður hið bráðasta að ráða bót. Það blýtur að vera okkur fagnaðarefni ef veruiegur skrið- ur kemst á iðnvæðingu íslands við það að ráðizt verði í að reisa hér nokkur stóriðnaðarfyrir- tæki og þá ekki sízt það ag það gerir okkur mögulegt að ráðast í stórvirkjanir sem tryggja muni öllum iðnaði nóg rafmagn á hag- kvæmu verði. Ef skammsýni og annarleg pólitisk sjónarmið verða ekki til þess að hindra eða tefja framgang þeirra áætlana sem á döfinni eru um stóriðnað á íslandi. Hin aukna tækni'kunn- átta og verkmenning sem flyzt inn í landið auk áhrifa til jafn- vægis á efnahagslífið, mun skapa ákjósaraleg skilyrði til þróunar fyrir fjölþættan iðnað. Um fjármögnun þess stóriðn- aðar, sem rætt hefur verið um tel ég auðsynlegt eins og málum er háttað að stuðzt sé við erlent fjármagn og samvinna sé höfð við erlend fyrirtæki. Það verður einnig ag teljast sjálfsagt að al- menningi hér á landi verði gef- inn kostur á að kaupa hluti í þess um fyrirtækjum, en forðast það að um hrein ríkisfyrirtæki verði að ræða, þar eð slíkt mnndi ekki Iryggja nægilega, að fyrirtæki þessi yrðu látin starfa á eðlileg- um efnaihagsgrund'velli. Ég hef hér að framan aðeins drepið á nokkur verkefni og vandamál á sviðd iðnaðarins. Astæða hefði verið til að minn- ast á fleiri mál, svo sem tolla- mál og skattamál svo nokkur séu nefnd, en það verður ekki gert að þessu sinni. Hins vegar muniu nefndium þingsins verða falið að ræða nánar ýmis vandamál iðn- aðiariras og skila um þau tillög- um. Verkefni sem bíða íslenzks iðn aðar eru óþrjótandi og fjöl- breytni í fraimleiðslu eykst stöð- ugt. Eái iðnaðurinn aðstöðu og tækifæri til þess að glíma við viðfansefnin mun hann ekki breðast því foiutverki að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og stuðla að bættum lífskjörum. Húsbyggjendur Iðnaðarmenn Eftirtaldar vörur flytjum við út frá PÓLLANDI: Söguð FURA og GRENI Söguð EIK „ALPEX“ spónapötur „ALPEX“ harðtex „ALPEX“ trétex „ALPEX“ hörplötur „HIPAN“ spónlagðar spónaplötur Gœðavara — Samkeppnisfœrt verð Allar nánari upplýsingar veitir umboðsmaður vor: t ^ r ^ Asbjörn Olafsson hf. Grettisgötu 2. — Reykjavík. Einkaútflytjendur: Foreign Trade Enterprice. Warszawa, Plac 3 Krzyzy 18, P.O. Box 101, Poland. Telex 81221. — Símnefni: HAZAPAGED, WARSZAWA. KROSSVIÐUR GABOON-PLÖTUR LIGNOFOL-PLÖTUR EIKAR- og BEYKI PARKET EIKAR-MOSAIK PARKET EIKAR- og BEYKI GÓLFBORÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.