Morgunblaðið - 21.03.1964, Qupperneq 15
Laugardagur 21. marz 19C4
MORCUNBLAÐIÐ
15
— Horfur
Framh. á bls. 13.
ekki gert neinar áþreifanlegar
ráðstafanir til þess.
Johnson og hver?
Flestir eru á einu máli um,
að úrslitin í New Hampshire
hafi sýnt — ef þau má að
nokkru marka — að Robert
Kennedy sé sá, sem mestar-
líkur hafi til að verða í fram-
boði til varaforseta, nú í
haust.
Johnson, forseti, hefur hins
vegar lútið að því liggja, að
hann muni neyta þess réttar,
eem forsetaefni hefur, til að
tilnefna varaforsetaefni. —
Greinilegt er, að Johnson er
ekki ánægður með neinar ráð-
stafanir, sem gera honum erf-
itt fyrir, í því sambandi.
Komi til ágreinings milli
Johnsons og Kennedys um val
varaforsetaefnis, kann það að
hafa alvarlegar afleiðingar.
Fáum áhrifamönnum demó-
krata mun dyljast, að Robert
hefur tekið til sín mikið af
fylgi bróður síns, Kennedys,
forseta. Deila við Johnson
kann einnig að hafa mjög ó-
heppileg áhrif á frekari frama
Roberts, því að vel kann svo
að fara, að Johnson verði á-
hrifamesti maður demókrata-
flokksins næstu 8 árin.
Oft hefur verið rætt um
kuldaleg samskipti Roberts
Kennedys og Johnsons, eða
allt frá því 1960. Þá gaus upp
sá kvittur, sem aldrei hefur
verið kveðinn niður, að Rob-
ert hafi lagzt gegn þeirri á-
kvörðun John F. Kennedys að
velja Johnson í embætti vara-
forseta. Er Johnson tók við
embætti í nóvember hófust
enn bollaleggingar um það,
hvort þeim myndi lynda,
Kennedy og honum.
| Sá áróður, sem rekinn var
fyrir Robert Kennedy í New
Hampshire, varð ekki til að
draga úr grunsemdum um erf-
iða samvinnu dómsmálaráð-
herrans og forsetans. Nú fyrir
skemmstu var t.d. stofnað í
Wisconsin-ríki félag manna,
sem vilja stuðla að því, að
Robert Kennedy verði í fram-
boði til forseta, nú í haust.
j Kennedy reyndi að halda
aftur af stuðningsmönnum sín
um, um leið og dregið var úr
sögusögnum um, að deila
standi milli hans og forsetans.
Kennedy beiddist þess af
stuðningsmönnum sínum í
Wisconsin, að þeir færu sér
hægt, en því var synjað. Sjálf-
ur hafði Kennedy þetta að
segja um samband sitt og for-
setans: „Ég hef lesið frásagn-
ir um deilu. Þær eiga ekki við
rök að styðjast. ... Ég ber
mestu virðingu fyrir honum
(forsetanum).... samband
okkar hefur alltaf einkennzt
af vináttu“.
Almennt eru menn ekki trú-
aðir á, að þessi yfirlýsing
verði til þess að binda enda á
sagnir um ósátt forsetans og
dómsmálaráðherrans. Ljóst er,
að báðir eiga sína stuðnings-
menn, sem draga ekki allir dul
á afstöðu sína, og hella þannig
olíu á eldinn.
í. Johnson, forseti, hefur að
vísu í hendi sér að binda enda
á frekari umræður um þetta
mál, með því að láta að því
hggja, að hann ætli sér að út-
nefna Kennedy varaforseta-
efni. Þá leið vill forsetinn þó
ekki fara, að því er haft er
eftir áreiðanlegum heimildum.
j Hann vill vega og meta hvern
þann, sem til greina kemur —
m.a. Hubert Humphrey, Shri-
ver, Stevenson, og e.t.v. fleiri
— og taka endanlega ákvörð-
un, er repúblikanar hafa á-
kveðið frambjóðendur sína.
! Stefna Johnsons, forseta,
virðist vera að forðast hlut-
drægni, um leið og hann legg-
ur áherzlu á að auka fylgi sitt
með aðgerðum heima fyrir.
I
NÚ er lokið við að rífa gamla
húsið að SuSurgötu 5 og
stendur tréð eitt og yfirgefið
og bíður þess að verða rifið á lóðinni
líka. Myndin var tekin af stæðL
Sv.Þ. fyrir 4 dögum. Þarna
verður gert bíla-
Mikill áhugi á að tunnuverksmiðja
sé rekin í Höfðakaupstað
BRÁÐRAR úrlausnar er nú þörf
í atvinnumálum í Höfðatoaupstað.
Hafa staðarmenn mikinn áhuga
á að þar verði reist og starfrækt
tunnuverksmiðja og benda þeir
á að fyrir hendi séu byggingar
og aðstaða sem nýta megi í
þessu skyni um leið og atvinnu
ástandið á staðnum sé bætt.
16. jan. var haldinn fundur í
Höfðakaupstað um málið. Þor-
finnur Bjarnason oddviti stjórn-
aði honum en mættir voru full-
trúar hreppsnefndarinnar og
Björn Fálsson alþm. svo og all-
margir iðnaðarmenn á staðnum,
sem sérstaklega voru boðaðir á
fundinn. Umræðuefnið var: At-
vinnumál á Skagastiönd.
Oddviti lýsti núverahdi at-
vinnumálum almennt, en gaf að
þvi búnu Birni Pálssyni orðið.
Hann flutti all ýtarlegt yfirlits-
erindi um atvinnumál og lýsti
þingsályktunartillögu er hann á-
samt Gunnari Gíslasyni og Bene-
dikt Gröndal flutti á allþingi í
desemiber s.l., en vannst ekki tími
til að afgreiða fyrir jólafrí, en
verður að sjálfsögðu tekin fyrir
næstu daga. í nefndri tillögu er
gert ráð fyrir að alþingi og ríkis
stjórnin kj'ósi 5 manna nefnd' til
þess að athuga um nýjan iðn-
rekstur í kauptúnum og kaup-
stöðum úti á landi, þar sem ónóg
er atvinna. — Auk fyrrgreindra
manna tóku til máls: Pálmi Sig
urðsson, Björgvin Brynjólfsson,
Guðmundur Lárusson, Ásmundur
Magnússon og Björn Sigurðsson.
Fram komu eftirfarandi tillögur:
A. „Sameiginlegur fundur
hreppsnefndar Höfðahrepps og
iðnaðarmanna á Skagaströnd 16.
janúar 1964, samþykkir að skora
á alla þingmenn Norðurlandskjör
dæmis vestra að vinna að því að
reist verði tunnuverksmiðja á
Skagaströnd." Jafnframt skorar
fundurinn á þingmennina að að-
stoða rekstur einstaklinga og fé-
laga til eflingar iðnaði og at-
vinnuaukningar hér á staðnum
með lánsfjárútvegunum.“ Samþ.
samhljóða.
B. „Fundur í hreppsnefnd
Höfðahrepps haldinn 16. janúar
1964, samlþykkir að skora á al-
þingi að samþykkja framkomna
þingsályktunartillögu um athug-
un á atvinnuástandi kauptúna og
kaupstaða úti á landi, sem flutt
er af Birni Pálssyni, Gunnari
Gíslasyni og Benedikt Gröndal".
Samþykkt samhl.
C. „Fundur hreppsnefndar og
iðnaðarmanna í Höfðalhreppi
skorar á alþingi að samþyk.kija
framkomna tillögu Ragnars Arn-
alds, um rannsóikn á atvinnuá-
standi í Norðurlandskjördæmi
vestra, og vinna að því að koma
á fót atvinnutækjum á hverjum
stað, í samræmi við þá niður-
stöðu, sem þá fæst.“ Samþ. sam-
hljóða.
Greinargerð hreppsnefndar
Höfðahrepps og athugun iðnaðar-
manna, á rekstri tunnuverk-
smiðju yfir vetrarmánuðina á
Skagastrnönd, til þess að forða
staðbundnu atvinnuleysi staðar-
ins er ríkt hefur hér ár eftir
ár og mun ríkja fyrirsjáanlega í
vetur, vegna aflagrests, þar sem
útgerðin verður að flytja til afla
sælli verstöðva að vetrinum.
Tunnuverksmiðja og rekstur
tunnusmiði er aðeins stunduð að
vetrinum, einmitt þann tíma sem
atvinnunnar er mest þörf, og er
því iðnaður sem tekur ekki
vinnuaflið, sjómenn og verka-
menn, frá útgerðinni og fiskiðn-
aðinum sumar- og haustmánuð-
ina. Slikur iðnaður fullnægir að
mestu atvinnuþörfinni. Það er
því álit framanritaðra aðila að
hér mundi tunnuverksmiðj a bezt
henta atvinnuþörfinni, enda til-
tölulega hagstætt að koma þess-
ari grein iðnaðar á framkvæmd,
án mikils kostnaðar, og skal það
mál rakið að nokkru.
Hér á Skagaströnd eru stórar
geymsluskemmur hjá S.R., sama
og ekkert notaðar yfir veturinn.
Einnig stór skemma sem ekkert
hefur verið notuð þótt smávegis
kæmi af síld, plön fengið að
geyma þar tómtunnur. Þar mundi
hægt með nokkrum endurbótum
á því húsi með samlþ. S.R. að stað
setja vélar tunnuverksmiðjunnar,
og geyma framleiddar tunnur í
hinni stóru mjölskemmu S.R. —
Stofnkostnaður varðandi rekstur
tunnuverksmiðjunnar hér yrði
því aðallega eða að mestu leyti
kaup vélanna, sem talið er að
mundu kosta 2 milljónir. Ekki
er víst að síldin verði alltaf fyr
ir Austurlandinu, en viðtöl ráða
manna um þetta mál, hafa verið
þann veg að þar yrði næsta verk
smiðja reist.
Eins og verið hefur berst mest
magn sildar á land á Austurlandi
þar er því næg atvinna allt árið
í öllurn þorpum og kaupstöðum
við vinnslu síldarinnar og bygg
ingarframkvæmdir í sambandi
við aukna afkastamöguleika. Þar
er því engin þörf á tunnuverk-
smiðju til atvinnuaukningar, —
næg atvinna fyrir og yrði senni-
lega að fú aðkomufólk til að
vinna í henni. Eina sem mælir
með því að staðsetja tunnuverk-
smiðju þar er dreifing -á tunn-
unum og kostnaðurinn við hana,
meðan síldin er fyrir austan,
sem getur breytzt, og þá gæti
svo farið að verksmiðjan væri
eins vel staðsett hér. Sáralftill
munur er' á kostnaði við flutning
á tunnum frá Skagaströnd eða
frá Siglufirði, sem hefur tunnu
verksmiðju, og skapar 40 manns
atvinnu, og er stór liður til þess
að leysa staðbundið atvinnuleysi
þar að vetrinum, sem ógerning-
ur hefur reynzt að leysa annan
veg, alveg eins hér á Skaga-
strönd. Vinnuaflið þarf að vera
fyrir hendi á báðum stöðum, ef
síld og fiskur vill þóknnsamleg-
ast heimsæka staðina, en þegar
það bregst, þarf iðnað sem rek-
inn er að vetrinum á báðum
stöðum og er tunnusmíði. þar
langheppilegast. Tunnur þarf
alltaf að smíða og ekkert þar
um að deila annað en dreifingar-
kostnaðinn, en hann er aldrei
’hægt að dæma fyrirfram verri
héðan, það fer eftir göngum síld
arinnar, sem að vísu eins og er,
er langárstíðabundin ár eftir ár
fyrir Austurlandinu, en var það
t.d. ekki um 30 ára skeið og þau
ár hefði ekki verið talið skyn-
samlegt að hafa tu. nuverksmiðju
á Austurlandi.
í viðræðum hreppsnefndar og
iðnaðarmanna, kom skýrt fram,
það álit að rekstur tunnuverk-
smiðju væri raunhæf lausn að
miklu leyti til frambúðar, en
mjög er þýðingarmikið að finna
þá lausn, heldur en ef út í var-
hugaverða og áhættusamar iðn-
greinar sé farið, svo sem niður-
lagningu sjávarafurða, sem
reynslu vantar í, s/kipasmíði
(dráttarbraut) og fleira, sem
yrði miklu fjárfrekara í stofn-
kostnaði. Skjótlega þarf að gera
eitthvað, því sú þróun er að
verða mjög hættuleg að fólkið
flytur burtu, og húsin standa
auð eftir. Skorað er þvi á þing-
menn kjördæmisins að beita sé
alvarlega fyrir þessu máli sér-
staklega og að rannsókn fari nú
þegar fram á því og mögulegum
framkvæmdum, sem allra fyrst.
Ef vélar væru pantaðar fljótlega
og leyfi fengizt hjá SR fyrir hús-
næði, mætti fara að vinna hér
tunnur meðan verið er að byggja
upp .tunnuverksmiðjuna á Siglu-
firði, að nýju.
F.h. hreppsnefndar og
iðnaðarmanna Skagastr.
Þorfinnur Bjarnason.
Hver er réttur neytenda?
NÚTÍMA þjóðfélag, sem við telj-
um okkur heyra til, leitast við að
skapa þegnum sínum betri lífs-
kjör og aukna þjónustu. Þessir
hagsmunir hafa verið aðalbar-
áttumál stjórnmálaflokka í þró-
un seinni tíma þjóðfélaga og al-
menningur, hvar sem er í heim-
inum, gerir sífellt auknar kröfur
fyrir bættum lífskjörum, meiri
þægindum og betri þjónustu.
Hér í okkar litla þjóðfélagi er
hinsvegar verið að stíga spor í
öfuga átt og lífsþægindin afnum-
in með nýútgefinni samþykkt
borgarráðs, sem mun taka gildi
1. apríl næstkomandi. Hlutur
hins almenna neytanda er bor-
inn fyrir borð, og margra ára
velmetin þjónusta tekin af neyt-
endum með opinberri ráðstöfun,
sem komin er til vegna innbyrðis
deilu og óánægju innan kaup-
mannastéttarinnar.
Þann 1. apríl verða kvöldsölu-
kaupmenn að leggja niður
margra ára þjónustu við almenn-
ing og loka verzlunarstöðum sín-
um á venjulegum lokunartíma
verzlana. Þessi kvöð nær til
allra söluturna og flestra veit-
ingastaða bæjarins, sem annazt
hafa ýmis konar vörusölu til al-
mennings. Flestir kvöldsölukaup-
menn og veitingamenn hafa lagt
í mikinn tilkostnað vegna at-
vinnureksturs síns, til þess að
veita almenningi viðunandi þjón-
ustu að kvöldlagi.
Með þessari samþykkt er ekki
einungis gengið á rétt neytenda
í heild og atvinnufrelsi viðkom-
andi aðilja, heldur ráðast borgar-
yfirvöld inn á hættulegar braut-
ir, þar sem gefið er fordæmi fyr-
ir því að hægt sé fyrirvaralaust
að skerða atvinnurétt einnar
stéttar. Geta þá ekki aðrar at-
vinnustéttir átt von á svipaðri
atvinnuskerðingu?
í 5. og 11. grein samþykktar-
innar er tilgreint, að undanþágur
megi veita í vissum tilfellum,
samkvæmt tillögum lögreglu-
stjóra og heilbrigðisnefndar, og
má sala þá einungis fara fram um
söluop. Vöruvali er einnig þröng-
ur stakkur skorinn. Slíkir verzl-
unarhættir yrðu stirðir og mjög
hvimleiðir í veðurfari eins og
okkar og ekki til þess að auka á
hreinlæti á götum úti. Fyrir slíkt
kvöldleyfi þarf kaupmaður að
greiða 10.000 kr. á ári, að auki.
Til þess að koma í veg fyrir slíka
öfugþróun og til þess að gæta
rétíar síns, liggur ekki annað fyr-
ir neytendum og kvöldsölukaup-
mönnum, en að taka höndum sam
an og láta undirskriftalista liggja
frammi fyrir almenningi í öllum
kvöldsölustöðum, sem áskorun til
borgarráðs um að fella sam-
þykktina úr gildi, og láta neyt-
endur halda áfram að njóta þeirr
ar þjónustu, sem kvöldverzlanir
hafa hingað til veitt þeim.
Sigurjón Ragnarsson.
Studdir til
Islandsfarar
í NORRÆNU menningarmála-
nefndinni kom fyrir 2—3 árum
fram tillaga um að senda h\>p
jarðfræðinga og landfræðinga
árlega til íslands, bæði náms-
menn og vísindamenn frá Norð
urlöndum. Á fjárlögunum dönsku
fyrir næsta fjárhagsár er gert
ráð fyrir 10.700 kr. fjárveitingu
i þessu skyni; 30 þús. sænskum
kr. á fjárlögum Svía, en Norð-
menn munu einnig ætla að
leggja til fé til þessa af heildar-
fjárveitingu norska ríkisins til
norrænnar samvinnu. Ekki er
víst að af leiðangri verði á þessu
ári.
Aðstæður þykja hvergi betri en
á íslandi til rannsókna fyrir jarð
fræðinga og landfræðinga og
var lagt til í tillögunni að ísl.
jarðfræðingur yrði fenginn til
að veita leiðangrinum forstöðu.