Morgunblaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 6
MORCUNBLADID e Sunnudagur 22. marz 1964 Alþjórclegi veðurfræðidagurinn 1964: A Urkoman og vatn- • X » | •• X • • io a Joromni Vökvunarkerfi í Engrlandi. SUMARIÐ 1960 ákvað Alþjóða- veðurfræðistofnunin að veður- stofur skyldu árlega verja af- mælisdegi stofnunarinnar 23. marz til kynningarstarfsemi. Einhverjum kynni að virðast að veðurstofur þyrftu allra stofn- ana sízt á sérstökum kynningar- degi að halda, þar sem veður- fréttir hljómi í eyrum allra manna oft á dag. En hér kem- ur tvennt til. í fyrsta lagi byggj- ast veðurspárnar sjálfar og all- ar framfarir í þeim á mjög um- fangsmiklul starfi, og í öðru lagi getur veðurfræðin lagt sitt hvað annað af mörkum en daglega veðurspá. Jafnframt þvi sem Alþjóða- veðurstofnunin ákvað að halda afmælisdag sinn hátíðlegan með þessum hætti var ákveðið að deg- inum skyldi hverju sinni varið til þess að kynna einhvern sér- stakan þátt veðurfræðinnar og þau beinu not, sem af henni megi hafa. Að þessu sinni munu veður- stofur um allar Jarðir þannig ræða um úrkomu og vatnið í jörðu og á. Alþjóðaveðurfræðistofnunin sjálf hefur á margvíslegan hátt stuðlað að auknum úrkomu- og vatnsrannsóknum. Hún hefur leitazt við að samræma mæliað- ferðir, haldið námskeið um mæli tækni og útreikninga og veitt beina aðstoð við rannsóknir á tilteknum svæðum. Það er sjálfsagt auðskilið hverjum manni, að þar sem úr- koma er af skornum skammti og rækta þarf heita og þurra jörð sem hungraðar þjóðir byggja, er nákvæm þekking á öllu tiltæku vatni mikilvæg og öll aðstoð Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar dýrmæt. Einnig mun tæpast þurfa að benda á nauðsyn þess að sem öruggust vitneskja liggi fyrir um há- marksafrennsli og flóðahættu, þar sem stíflugarðar eru reistir vegna vatnsvirkjana. Stórslys síðustu ára erlendis eru næg á- minning í því efni. Hitt mun mönnum eflaust þykja öllu vafa- samara að aukin þekking á úr- komu á íslandi verði beint látin í askana eða kunni að afstýra slysum. Sé nánar að'gætt má þó fljót- lega finna dæmi þess, að betra sé að vita sem fyllst skil á úr- komunni og duttlungum hennar áður en ráðizt er í framkvæmd- ir, einnig hér á landi. Raforkuverin okkar eru með- al dýrustu mannvirkja hér, og hvort það mikla fjármagn og sú mikla vinna, sem í sameiningu skapa þessi mannvirki, bera full- an ávöxt er m.a. undir því kom- ið, að þeir sem ábyrgð bera á framkvæmdinni kunni sem bezt skil á öllu háttalagi vatnsins, sem virkja skal, en því ræður veðrið og þá fyrst og fremst úr- koman að verulegu leyti. Afrennsli og úrkoma haldast í hendur og gildir það ekki ein- ungis um yfirborðsvatn heldur einnig neðanjarðarrennsli, Jafn- vel þegar verkfræðingar reyna að áætla mesta stöðugt rennsli úr borholum á tilteknum svæð- um, t.d. Reykjavikursyæðinu, verður úrkoman fyrsta rannsókn arefnið. Þar sem menn gera tæp- ast ráð fyrir að vatn verði til í iðrum jarðar að neinu ráði, er ekki hægt að vænta þess að úr jörðu fáist annað vatn en það, íem fallið hefur á hana um lengri eða skemmri tima, og ekki runnið burt á yfirborðinu eða gufað upp. Eigi að breyta um búskapar- hætti að einhverju leyti, t.d. byggja á rætkun nýrra nytja- jurta, gera menn sér ljóst, að þekking á hitaskilyrðum er höf- uðnauðsyn, en síður munu menn hugleiða þátt úrkomunnar eða telja fullvíst að af henni höfum við þó alltaf nóg. Bændur norð- an lands a.m.k. munu þó æði oft hafa orðið ílla fyrir barðinu á vorþurrkum, sená kippt hafa úr gróðri. Þeir, sem hyggðu á víð- tæka rætkun verðmætra nytja- jutra, hefðu væntanlega hag af því, ef hægt væri að segja þeim með sem mestri nákvæmni hvar eru mestar líkur á þurrkum og hve langan tíma verði að gera ráð fyrir að þeir geti varað. Þess háttar upplýsingar koma að gagni við staðarval og mat á því hvort e.t.v. bæri að leggja í kostnað við vökvunarkerfi. Rannsóknir í þessu skyni eru enn litlar sem engar, en þó má ■jf Bara fjórir NÚ ERU þeir búnir að vígja enn einn barinn í Hótel Sögu. í gær birtist mynd af hús- stjórninni þar sem hún fram- kvæmdi vígsluna við kringlótt borð. Það var upplýst í þessu tilefni, að vínbarirnir að Hótel Sögu eru enn ekki nema fjórir talsins og finnst mér furðulegur seinagangur á framkvæmdum. Hins vegar legg ég til að næsti bar Vferði settur upp í gufu- baðstofunni í kjallaranum — og kallaður t. d. Gufubar, eða „Kjallarinn!“ Draugar Fyrirbrigðin að Saurum nyrðra halda nú ekki aðeins vöku fyrir heimilisfólkinu á staðnum, heldur fjölda fólks úti um allt land. Ýmsir eru nefnilega komnir að þeirri niðurstöðu, að þesar jarðhrær- ingar — og e. t. v. einnig hrær- ingamar við Djúp, séu alls ekki úrlausnarefni fyrir dr. Sigurð Þórarinsson, heldur Þorberg Þórðarson og aðra draugasér- fræðinga. Eitt blaðanna mun hafa gert sérstakar ráðstafanir benda rætkunarmönnum í ná- grenni Akureyrar á, að þar er meðalúrkoman i maí aðeins 15 mm, og þó að sá mánuður yrði þar úrkomulaus með öllu væri það ekki einsdæmi. Með vaxandi tækni og vax- andi landnámi nytjagróðurs fara mjög vaxandi fyrirspurnir til Veðurstofunnar um það við hverju megi búast af veðrinu, á tilteknum svæðum. Því miður verður Veðurstofan æði oft að svara sem svo, að við fyrirspurn- inni, sé ekki hægt að gefa svo ítarlegt svar sem skyldi, þar sem engar mælingar hafi verið gerð- ar á því svæði sem um er spurt. Á þetta ekki sízt við um úrkom- una, sem er breytilegri eftir stað- háttum, en flestir aðrir þættir veðurlagsins. Á síðustu árum hefur Veður- stofan þó getað fjölgað úrkomu- mælistöðvum í byggð verulega og eru þær nú alls 104 og á nokkrum stöðum á hálendinu standa stórir úrkomugeymar, sem mælt er í a.m.k. einu sinni á ári. En til þess að hægt sé að byggja yerúlega á úrkomumæl- ingum, þurfa þær að hafa farið fram um nokkurt árabil á hverj- um stað. Þess vegna þyrfti Veð- urstofan að vera forspá, ekki að- eins um veðrið á morgun, heldur einnig um þörf landsmanna á veðurfræðilegum upplýsingum, t.d. 10 ár fram í tímann, og hún þyrfti einnig að hafa nauðsyn- legan mannafla og fjárráð til þess að riða stöðvanet sitt nægj- anlega þétt fyrir framtíðarnot. til að ná sambandi við draug- inn að Saurum, en sá er talinn erlendur að uppruna. Hafði fréttamaðurinn túlk með sér norður, en ekki hefur vitnazt hve vel þeim hefur orðið ágengt. Beið fréttamaður draugsins í fyrrinótt ásamt túlki sínum — og sennilega hafa þeir líka verið á vakt í nótt. Mun hafa verið ráðgert að halda draugnum „partý“ ef hann birtist um miðnættið. Meira sjónvarp Og hér kemur loks eitt sjón- varpsbréfið. íslendingar eru sagðir pennalatir, þegar þeir þurfa að senda kunningjum og vinum kveðju, eða láta vita af sér — hvor þeir eru lífs eða liðnir. En sem betur fer virðast lesendur Mbl. ekki jafnlatir að skrifa Velvakanda — og nú á ég bréf um sjónvarpið, sem fylla mundu heila bók. Bréfin eru bara öll svo keimlík, að sú bók yrði sennilega lítið les- in — nema þá af þeim, sem þurfa alltaf að „drepa tímann“ með einhverju. Og svo sannar- lega yrði sú lesning niðurdrep- andi. En hér kemur bréfið: Aldrei hef ég misst álit á jafn langa framtíð og ennþá erfiðara að sannfæra yfirvöld um að taka beri mark á slíkum spám, og Veð urstofan verður því að verulegu leyti að byggja auknar rannsókn- ir á viðurkenningu fjárveitinga- valda á því, að þekkingarleit veð urfræðinnar þurfi ekki alltaf að takmarkast beint við það hag- nýta, fremur en aðrar rannsókn- ir náttúrufræðinga. Við viljum t.d. gjarnan vita um hæðir fjalla, þó að flugsamgöng- ur séu ekki hafðar í huga, og við viljum mæla dýpt stöðuvatna, þó að ekki sé verið að leita að virkj- anlegu vatnsmagni. Og Veður- stofan hefur m.a. fullan hug á að gera sem bezta grein fyrir úr- komunni í landinu. í því skyni er um þessar mund- ir verið að vinna að gerð úr- komukorts, sem á að sýna úr- komumagn í meðalárferði um allt land, og eru þá notaðar allar tiltækar, nýjar og gamlar, mæl- mörgum mönnum á jafn skömm um tíma og þegar ég las áskor- un hinna frægu 60 varðandi sjónvarp. Þegar ég fór svo að velta fyrir mér hverju einstöku nafni skýrðist málið betur, þar sem ég sá að allstór hluti hóps- ins hafði hagsmuna að gæta, en önnur nöfn varð ég þó að heim- færa sem „snobba“, sem væri boðið að fljóta með slíkum stór nöfnum. Á þar við einkum þá yngri menn sem undirskrifuðu þetta merka plagg og hafa ef- laust síðan fengið sína útreið. Eflaust hafa margir hinir eldri þá haft velsæmd þjóðar sinnar fyrir augum, en þó ekki athug- að sitt mál nógu vel. Einna mest álit hafði ég þó haft á dr. Alexander Jóhannessyni, fyrrv. háskólarektor (og núverandi stj órnarformanns Háskólabíós). Dr. Alexander segir í grein í Mbl. 19. þ. m.: „Munurinn er sá, að Keflavíkurútvarpið er sniðið fyrir hermenn er gegna her- skyldu á fslandi, og eingöngu samið þeim til skemmtunar og fróðleiks. En íslenzkt sjónvarp verður ætlað íslendingum ein- um, o. s. frv., o. s. frv.“ Hér held ég fyrst að dr. Alexander meini Keflavíkursjónvarpið en ingar. Kort þetta á að geta gefið allörugga hugmynd um úrkomu í flestum byggðum. Á hálendinu er hins vegar við lítið að styðj- ast af beinum mælingum, en mælingar Raforkumálaskrifstof- unnar á rennsli í ám veita góðan stuðning. Suðausturlandið er úr- komusamasti hluti landsins. Þar rignir 1700—2000 mm* víðast hvar, og á stöku stað jafnvel enn- þá meira. í Vík í Mýrdal er meðalúrkoma 2256 mm og hefur sá staður um langt árabil verið úrkomusamasti mælistaður okk- ar, en nú síðustu árin hafa á- hugasamir ábúendur á Kvískerj- um komið til liðs við Veðurstof- una og slegið met Víkur, því að þar virðist meðalúrkoman vera um 3500 mm. Sé haldið norður fyrir Vatnajökul, skiptir gersam- lega um og er þar komið á þurr- asta svæði landsins. Efst í Bárð- ardal á Mýri, er meðalúrkoma aðeins 365 mm. Innst í dölum i Framhald á bls. 31. öllum almenningi í Bandaríkj- unum. Ég vil fullyrða að eng- inn þáttur í allri dagskránni er saminn sérstaklega og ein- göngu fyrir bandaríska herinn. Heldur eru allir þættirnir ætl- aðir fyrst og fremst hinum al- menna borgara en síðan seldir hernum með vægu verði eða jafnvel gefnir til sýningar fyrir bandaríska hermenn, stadda víðsvegar um heim. Margir af þessum þáttum eru keyptir dýr- um dómum af öðrum þjóðum til sýningar, mætti þar taka eitt, „Perry Mason“, sem sýndur er á öllum Norðurlöndum og víð- ar. Þar næst lýsir dr. Alexander heimsókn sinni á bandarískt heimili og lýsir hvar öll fjöl- skyldan sat saman fyrir framan sjónvarpstækið heilt kvöld og horfði á nauðaómerkilegt efni, svo sem íþróttir o. fl. Hvað seg- ir dr. Alexander um þær myndir sem Háskólabíó bíður okkur upp á? Þær eru allflestar ó- merkilegar, nema þá kannski að undanskildri einni frábærri íslenzkri menningarkvikmynd. Síðar í grein dr. Alexandera segir hann orðrétt: „Öll bar- átta þjóðarinnar í rúm 100 ár hefur snúizt um að ráða voru eigin lífi sjálfir". Þarna kemur mergur málsins! Sem frjáls maður í frjálsu þjóðfélagi mótmæli ég harðlega allri skerðingu á persónulegu frelsi — hver sem tilgangurinn er og hvað góður sem meining- in er á bak við það. Ég vil ráða hvort ég eyði mínum tómstund- um í kvikmyndahúsum, á skemriitistöðum, við lestur eða að lokum við sjónvarp. Ég tel mig ekki þurfa menntamenn til þess að kenria mér' það. —■ Sjónvarpseigandi. j En það er erfitt að spá fyrir ekki útvarpið sé sniðið fyrir hermenn og sýnir þetta glögg- lega að hann hefur alls ekki kynnt sér efni sjónvarpsdag- skrárinnar. Sú dagskrá er alls ekki sniðin fyrir neinn her, heldur er þar boðið upp á al- menna þætti, sem sýndir eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.