Morgunblaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. marz 1964 Milljónerar í ljóðum SIGFUS Blönda'hl hefur lifað viðburðaríka ævi. Hann hefur stundað umfangsmikla verzl- un og útgerð hér á landi og erlendis, einkum í Þýzkalandi, og á árunum 1923—1928 var hann aðalræðismaður Þýzka- lands í Reykjavík;. Þegar ég heimsótti hann sl. fimmtudag dró hann fram nokkrar mynd- ir frá heimsókn þýzka her- skipsins Berlín til Reykjavík- ur 1923. Skipstjórinn á Ber- lín átti m.a. það erindi til ís- lands að færa Sigfúsi ein- kennisbúning hans. Þegar Sigfús kom í heimsókn um borð í herskipið, sem lá úti á ytri höfninni, var skotið úr fallbyssum skipsins honum til heiðurs. Slík viðhöfn var á við marga stórkrossa og vakti þó nokkra athygli hér í bæ. En ég fór ekki heim til Sigfúsar til að ræða við hann um þýzka sjóherinn. Ég hafði heyrt að hann hefði ungur að árum kynnzt Eiinari Bene- ditkssyni, skáldi, og starfað í skrifstofu hans í London, og þótti girnilegt til fróðleiks að spyrja hann um þennan jöt- unn í hópi íslenzkra skálda. Þegar ég gekk á fund hans varð mér minnisstæð dálítil saga, sem Þórarinn Björnsson, skólameistari, sagði mér af Einari Benediktssyni, þegar við hittumst á Akureyri fyrir skemmstu. Hann sagði að Einar hefði borið ótakmark- aða virðingu fyrir Benedikt föður sínum, en þó gat hann ekki í eitt skipti orðið honum sammála. Einar sagði Þórarni, að faðir hans hefði sagt við sig: „Mikil ræðumennska er í því fólgin að tala til hjartn- anna, þannig að það komi frá hjarta.“ En Einar svaraði föð- ur sínum og sagði: „Það er meiri ræðumennska, faðir minn, að geta talað til hjartn- anna án þess að það komi frá hjarta.“ Einar Benediktsson þurfti áreiðanlega oft og tíð- um á sinni viðubrðarríku ævi að kunna skil á hvoru tveggja. Þegar ég var seztur inn í stofu hjá Sigfúsi Blöndahl að Víðimýri við Kaplaskjólsveg, spurði ég hvenær hann hefði fyrst kynnzt Einari. Hann svaraði: „Faðir minn, Magnús Blönd- ahl,hafði lært trésmiði í Kaup mannahöfn. Hann var góður vinur Einars og þegar skáldið byggði Dagsbrúnar-prent- smiðjuna, sem stóð sunnan við Glasgow við Vesturgötu, bað hann föður minn að sjá um smíðina. Smíði hússins hófst 1895 eða 1896 og var þá faðir minn orðinn útgerðar- maður í Hafnarfirði, þar sem við bjuggum, en samt tók hann verkið að sér fyrir vin- áttu sakir við skáldið. Þá var ég 11 ára og fór með föður mínum til Reykjavíkur á mánudagsmorgnum og sótti hann aftur á laugardagskvöld- um, og hafði þann starfa allan tímann sem smiði hússins stóð yfir. Við fórum ríðandi og tók ég hest föður míns til baka. í þessum ferðum mínum til Reykjavíkur kynntist ég Ein- ari vel. Hann var mér alltaf mjög góður og stakk oft að mér 5 eða 10 krónum. Maður var óvanur slíkum trakter- ingum í þá daga. Einar var með afbrigðum örlátur á fé, hann var það sem kallað er flott. Ég gæti bezt trúað því, að það hafi verið hægt að kaupa jörð í þá daga fyrir 10 krónur. Þegar ég sá Einar í fyrsta sinn, stóð hann á Glasgow- lóðinni suður undan aðalhús- inu, og sagði við mig: „Kauptu þér eitthvað fyrir þetta, frændi,“ — og rétti mér fimm krónur. En ég sagðist mundu skila mömmu períingunum. „Þú ræður hvað þú gerir við þá,“ sagði hann. Um þetta leyti unnum við Ólafur Proppé við fiskvinnu á stakk- stæðinu á mölinni í Hafnar- firði og fengum 5 aura á tím- ann, unnum stundum 10 tíma á dag og fengum 50 aura, en þá kostaði lítrinn af mjólk 10 —12 aura. Þá vorum við oft á kolaveiðum í Hafnarfjarð- arhöfn og stungum einnig mikið af kola í ósnum við Ós- eyri, og fengum þá grallara rauðsprettur sem við seldum á 2 aura stykkið. Þó urðum við oft að gefa rauðspretturn- ar, því fólk hafði annað hvort ekki efni á að kaupa þær eða vildi ekki.“ „Hvað voruð þið lengi að fara á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur?“ „Þetta var ekki nema klukkutíma reið aðra leiðina. Maður var alltaf á merar- baki og vanur hestum, og þótti mér þessar ferðir síður en svo erfiðar. Þær voru í mínum augum skemmtilegar og tilhlökkunarsamt að hitta Sigfús Blöndahl að heinuli sínu. Orninn er konungur fuglanna — Einar konungur skáldanna. Tryggvi: „Heyrðu góði, hef- uruð talað um þetta við pabba þinn?“ Nokkru síðar á þessum duggarabandsárum mínum sló ég hann um 500 kr. víxil. Það ætlaði ekki að ganga vel. Hann hringdi í föður minn og spurði, hvort það mundi vera óhætt að lána stráknum þetta. Já, hann sagði að það mundi vera, hann skyldi ábyrgjast upphæðina. Þá fékk ég víxil- inn hjá Tryggva og keypti hesta og reiðtygi. 500 krónur í þá daga var gífurleg upp- hæð, eins og þú getur séð á því, að nú kostar góður hest- ur 15—20 þúsund krónur, en þá var hægt að fá ágæta ferða mannahesta fyrir 75—100 krónur. En þetta voru kannski ekki allt gæðingar." „Hafðirðu sæmilegt upp úr þessu?“ „Já, langar ferðir gáfu vel af sér.“ „Minntist Einar nokkurn tíma á Fáka við þig?“ „Nei, ekki svo ég muni. Ég var enn of ungur til að vita hvað bjó innra með honum og komst ekki fyrr en síðar í snertingu við hans stóra geist, eins og Þjóðverja segja. Áður en Sigfús sagði mér frá því, þegar hann vann í skrifstofu Einars í London, rifjaði hann upp nám sitt í Danmörku. Þangað fór hann í verzlunarskóla 1905 og dvaldist þar næsta ár, en fór þá heim og komst til Reykjavíkur eft- ir miklar hrakningar. Laura gamla var lengur á hliðinni en réttum kili,“ sagði hann, „og við lágum til milli Skot- Samtal við Sigfús Blöndahl, stórkaupmann skáldið Einar var ákaflega barngóður. Á þessum árum sá ég hann aðeins með augum unglingsins og gat því ekki dæmt hann sem fullorðinn maður. Hann var gjafmildur og síbrosandi þegar hann hitti mig og yfirleitt skapgóður. Þessum heillandi eiginleikum hans kynntist ég betur síðar, þegar ég vann hjá honum í London frá hausti 1910 til jafnlengdar næsta ár. Við fluttumst til Reykjavík- ur aldamótaárið og faðir minn sneri sér þá óskiptur að tré- smíðinni og byggði fjölda húsa hér í bæ, bæði fyrir Sturlubræður, Ásgeir Sigurðs- son, landshöfðingjann, Gunn- ar Gunnarsson kaupmann og fjölda annarra, sá m.a. um smíði Næpunnar sem enn stendur. Þó meistarar fengju ekki nema 25 eða 30 atira á tímann, efnaðist hann allvel. Ég var settur til náms í Menntaskólann og var þar næstu fjögur ár. Ég man vel eftir Einari á þessum árum. Vinátta okkar hélzt og efldist, þó við ættum auðvitað ekki nein sameiginleg áhugamál, enda aldursmunurinn mikill. Ég var oft boðinn til Katrín- ar, móður hans, og var hann þá þar staddur. Ég held mér sé óhætt að segja að faðir minn og Sturlúbræður hafi verið honum einna hand- gengnastir um þetta leyti. Ein- ar átti fyrirtaks reiðhesta, sem voru miklir gæðingar, og hann talaði mikið við mig um ferðalög, þegar við hittumst heima hjá móður hans. Hann sagði að ekkert jafnaðist á við að ferðast á hestum um öræfi fslands. Hann lýsti þess- um ferðum fyrir mér með fögrum orðum, talaði um foss- ana og jöklana, en þó sér- staklega „þessa heilögu kyrrð og ró á öræfunum," eins og hann komst að orði. Einu sinni sagði hann við mig: „Heyrðu greyið mitt, kanntu nokkurt kvæði eftir mig?“ „Já, ég kann eitt kvæði eftir þig,“ svaraði ég. „Hvaða kvæði er það?“ spurði hann. „Það er Svanurinn." „Kanntu það?“ sagði hann og ljómaði. „Það er eitt af mínum uppá- haldskvæðum." Ég var af- skaplega upp með mér af hrifningu hans. En þá sagði móðir hans. „Það eru mörg kvæði fallegri eftir Einar, Sig- fús minn.“ Hún sá ekki sólina fyrir syni sínum og hann var henni ákaflega góður og nær- gætinn, jafnvel svo að til fyr- irmyndar var. Hún var dálítið blendin kona. Hún var ákaf- lega vinavönd en ég naut góðs af vináttunni við Einar. Hún var gestrisin kona og mér ávallt eins og bezti vinur.“ „Minntist Einar nokkurn tíma á föður sinn?“ „Já, það gerði hann oft þegar við vorum seinna sam- an í London. Hann var ákaf- lega hrifinn af honum, mér er nær að halda að hann hafi litið á hann eins og guðlega veru. Hann fylgdi fast póli- tískri stefnu hans og fannst honum oft gert rangt til. Benedikt er mælskasti maður sem ég hef hlustað á. Ungur að árum heyrði ég hann flytja ræðu í þinginu og þótti hann bera af öllum öðrum í ræðu- mennsku." „En Einar, var hann ekki líka mælskur?“ „Mér þótti hann ekki eins mælskur og faðir hans, en samt gneistaði af honum, þeg- ar honum hitnaði í hamsi. Ég heyrði hann halda ræðu í Iðnó þegar hann bauð sig fram til Alþingis. Salurinn var troðfullur og illt að fá aðgang, en þó tókst mér að smeygja mér inn, og ég gat hlustað á alla frambjóðend- urna, Einar, Jón Jensson og Tryggva Gunnarsson. Einar var lang mælskastur og 'hafði auðvitað mest áhrif á mig, Tryggvi naut líklega mestrar virðingar, enda feteraður af Reykvíkingum. Hann var merkur maður og bankastjóri ofan á allt annað. Það gat nú komið að gagni, þegar kosn- ingarnar voru opinberar og fólk kaus upphátt, eins og þá tíðkaðist. Ýmsir sem höfðu lofað að kjósa aðra en Tryggva fyrir kosningar misstu kjarkinn á kjörstað. Ég kynntist Tryggva síðar, hann var indæll maður. Hann tók mér vel, þegar ég kom til hans í bankann og fór fram á aðstoð. Þegar ég var í Menntaskólanum og fram til ársins 1906 fylgdi ég ferða- mönnum, keypti hesta og reið- tygi og sótti Englendinga og Þjóðverja niður í skipin og fór með þá um landið, til dæmis eina fræga ferð aust- ur á firði fyrir Vilhjálm Stef- ánsson. Það var 1902, ef ég man rétt. Ég hafði dagkaup og fékk auk þess eina krónu á dag fyrir hestinn, en stund- um ekki nema 75 aura, og 50 aura á reiðverin, auk drykkju peninga, en útlendingarnir voru misjafnleg örlátir á þá. Ég seldi flesta hestana aftur á haustin að loknum ferðalög- unum, en sumum hélt ég þó og lét fóðra þá fyrir mig. Ég átti mest'12 hesta. Fyrsti víx- illinn sem ég fékk hjá Tryggva hljóðaði upp á 50 krónur og þótti sæmilegt í þá daga. Faðir minn hafði ekki skrifaði á víxilinn. Þá sagði lands og Færeyja í 70 klukku- stundir. Mér datt ekki í hug að við kæmumst heilir í höfn úr þeirri tvísýnu ferð. Káet- urnar fylltust af sjó, svo við urðum að flytja okkur úr neðri kojunum upp í þær efri. Öldurnar voru fjallháar. Kapteinn Ásberg sagði, að þetta væri eitt versta veður sem hannhefði lent í. En Laura gamla gaf sig ekki og hún skilaði okkur heim, þó við þyrftum að liggja til í þrjá sólarhringa. Við fórum fram hjá Vestmannaeyjum og Ás- berg vissi ekki hvar við vor- um staddir. Um borð í skipinu var lóðs frá Stokkseyri og góður sjómaður, mig minnir hann hafi heitið_ Sturlaugur. Hann sagði við Ásberg. „Við erum komnir fram hjá Vest- mannaeyjum, og erum nú við Eldey.“ „Það er ómögulegt," sagði Ásberg, en sneri samt skipinu við og sigldi til Vest- mannaeyja. Ferðinni lauk svo með því, að hann setti niður blindþoku út af Garðskaga, en húri var hátíð hjá því sem áður var. Jón Ólafsson skrif- aði eitthvað um þessa ferð og sagði að hún sannaði, hvað dönsku skipin væru léleg. En ég er samt viss um, að Laura gamla stóð sig eins vel og nú gerist. Ásberg var góður karl. Hann sigldi árum saman til íslands. Ég fór svo aftur um haustið til Kaupmannahafnar og fékk fulltrúastöðu hjá fyrirtækinu Chr. Fr. Nielsen & Co. í Kaup- mannahöfn og starfaði tvö ár hjá því, bæði hér heima og í Kaupmannahöfn. Síðan var ég þrjú ár hér heima, en var þá sendur til Einars. Faðir minn sagði Einari að mig langaði til að læra ensku og spurði, hvort hann vildi ekki taka við mér. „Jú, ég er nú hræddur um það,“ sagði Einar. „Mig vantar mann sem kann þýzku og dönsku." Faðir minn sagði að kaupið skipti ekki miklu máli, en ég yrði þó að lifa sómasamelgu lífi. Fyrst fékk Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.