Morgunblaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 31
t
MORGU N BLAÐIÐ
31
Sunnudagur 22. marz 1964
Steinar Guðmunds-
son — Minning
LAUGARDAGINN 14. marz s.l.,
lézt Steinar Guðmundsson eftir
stutta sjúkdómslegu hér á Lands
spítalanum. Verður útför hans
gerð á morgun, mánudag.
Fæddur var hann í Stykkis-
hólmi hinn 10. júlí 1907. Foreldr
ar hans voru hjónin Guðrún
Einarsdóttir, ættuð frá Ártúni í
Rangárvallasýslu (d. 1924) og
Guðmundur Jónsson frá Narf-
eyri í Snæfellsnessýslu (d. 1942).
Stóðu að Steinari traustir stofn-
ar, og var fólk hans í báðar
aettir vel kunnugt hagleiksfólk.
Þegar á mjög ung, aldri fór
Steinar að vinna fyrh sér, svo
sem venja var í hein. ahögum
hans. Var hann með afb.úgðum
duglegur til allrar vinnu, —
stundaði sjóróðra og flutninga á
sjó. Að verzlunarstörfum vann
hann einnig um skeið í Stykkis-
hólmi, en þar var Guðmundur
faðir hans kaupfélagsstjóri, hafði
útgerð og stundaði auk þess
smiðar.
Hjá föður sínum lærði Stein-
ar trésmíði, og lauk siðar Iðn-
skólaprófi í R'eykjavík í þeirri
grein. Rak þá fyrst trésmíða-
verkstæði í Stykkishólmi og
kenndi þá jafnframt ungum tré-
smiðaefnum iðn sína. Lagði
Steinar gjörva hönd á alla smíði.
t. d. eru bátar þeir, er hann
m. a. smíðaði í Stykkishólmi,
sagðir hafa verið auðþekktir á
góðu handbragði hans.
Árið 1937 hélt hann út til Sví-
þjóðar til náms í húsagerðarlist
við tækniskólann í Stockholm.
Er það fjögurra ára nám, en
hann lauk því á tveim og hálfu
ári fyrir sérstakan dugnað, og
xneð góðum árangri.
Eftir heimkomu frá námi rak
Steinar sjálfstæða teiknistofu í
Reykjavík, en réðist til Húsa-
meistara ríkisins 1953, og starf-
aði þar síðan, mest að einu sér-
stöku verkefni, — byggingu
Kennaraskóla íslands, — allt til
þess tíma, er hann var kvaddur
burtu.
Þegar ég tók við störfum
Húsameistara ríkisins árið 1954,
hófust kynni okkar Steinars Guð
mundssonar, og kynntist ég hon
um síðan náið sem samstarfs-
manni, og eftir að þau kynni
urðu meiri, sem góðum og traust
um vinL
Leiðrétting
í NIÐURLAGSERINDI á kvæði
þvi, er ég sendi yður í gær, mun
hafa misritast Möðrudals í stað
Möðruvalla. Þetta óskast leið-
rétt.
Jökull Pétursson.
Steinar Guðmundsson var
mikill mannkostamaður, og far-
sæll í því starfi er hann hafði
valið sér, enda góðum hæfileik-
um til þess gæddur. Samvizku-
semi hans og árvekni var ein-
stæð. Hæverzka og fágun í dag-
fari öllu var honum í blóð bor-
in, en lét þó hvergi hlut sinn
þar sem hann hélt sig rétt gera.
í starfi að teiknivinnu við
hús Kennaraskólans kynntist ég
Steinari fyrst og fremst. Tók
verkefni það hug hans allan og
sál. Tókst honum áður en hann
var burtu kvaddur, að sjá ár-
angur þeirra starfa sinna og iðju
semi, er skólinn var tekinn í
notkun á s.l. ári, þó ekki væn
að fullu lokið, — en framhaldið
hafði honum einnig hlotnast að
móta á þann.veg, að nafn hans
mun öðrum fremur tengt þeirri
byggingu, og bera meistaralegu
handbragði hans lof um ókomin
ár.
Uppdrættir þeir að Kennara-
skóla íslands einni höfuðbygg-
ingu þjóðarinnar er frá hendi
Steinars kom, hafa með réttu
vakið mikla athygli hér á landi,
og jafnt þar sem sýndir hafa
verið erlendis. Án þess að kastað
sé rýrð á aðra, er óhætt að full
yrða að engin bygging hérlendis
mun hafa verið jafn vel og sam-
vizkusamlega unnin í tæknileg-
um frágangi, allt niður í smæstu
atriði.
Þótt Steinar Guðmundsson
hafi ýmsar aðrar byggingar gert
og unnið á stuttum starfsferli,
— allar með sömu fágun góðs og
öruggs fagmanns, — þá er og
verður Kennaraskólinn vegleg-
asta táknið um störf hans.
Ábyrgðartilfinning Steinars var
með þeim hætti, að hann taldi
sig lítt mega unna sér hvíldar
frá störfum, og lagði oft saman
nótt og dag til þess sem bezt
að geta þjónað því hlutverki, er
honum var falið, og hann gerður
ábyrgur fyrir. Ætlaði hann sér
þar stundum um of, og sleit það
kröftum hans fyrir tímann.
Það er stórt skarð fyrir skildi
er svo hæfur starfskraftur hverf
ur fyrir aldur fram úr fámennri
sveit þeirra, er helgað hafa líf
sitt og starf byggingarlistinni,
með þjóð, sem á margan hátt
er í deiglunni á því sviði.
Störf Steinars Guðmundsson-
ar voru öðrum til fyrirmyndar,
samvizkusemin til eftirbreytni
og drengskapur eðli hans.
Hann vann landi sínu og þjóð
á kyrrlátan hátt það bezta er
hann mátti, og þar var í hug
hans hið bezta ekki nógu gott.
Slíkra er gott að minnast, en
hjá starfsfélögum Steinars er
LEIKFELAG Kopav sýnir í Kópavogsbíói um þessar mundir
þai naleikritið „Húsið í skóginum" eftir Anne Cath.—Vestly. Leik-
ritið fjallar um atburði i lífi fjölskyldunnar í skóginum, þeirra
mömmu, pabba, ömmu og krakkanna átta, að ógleymdum Öla Al-
exander. En ævintýrin um þessa yndislegu fjölskyldu og Óla Alex
ander kannast mörg börn við úr barnatímum útvarpsins. Myndin
sýnir ömmuna (Auði Jónsdóttur berja braskarana (Áma Kára-
eon og Karl Sæmundsson), þegar þeix komu eitt sitt óboðnir í
heimsokn.
Aímælishandbolti
KR á sunnudag
vandfyllt það skarð, er hann
skilur eftir í þeirra hóp.
Eigi má sköpum renna.
Hinn horfni bróðir og félagi mun
þó eiga sess í hugum okkar, sem
með honum störfuðu, og áttum
þess kost að eignast að vini.
Mannkosta hans og hæfileika
munum við minnast þótt leiðir
skilji um sinn.
Systkinum Steinars Guð-
mundssonar og öðrum ástvinum
vottum við einlæga samúð.
Hörður Bjarnason.
— Við skulum . . .
Framh. af bls. 3
irnar. Eftir þriggja daga heim-
sókn sneri hreppstjóri heim
sannfærður um, að hér væri um
yfirnáttúrlega og óskýranlegu at-
burði að ræða, en engan drauga-
leikara af þessum heimi. Var og
vottfest af ýmsum mektarmönn-
um, að hér væri um algjörlega
óskýranlega atbruði að ræða,
enda hafa þeir ekki verið skýrð-
ir enn þann dag í dag. Þar sem
engin vera sást, Sem líkleg væri
til að hafa yfirumsjón með þess-
um kynlegu reimleikum, þá
minna þeir allmikið á reimleik-
ana á Saurum.
Þannig hefur oltið á ýmsu og
miður góðu um hátterni drauga
fyrr á tíð. Vonandi veldur
draugagangurinn á Saurum ekki
tilfinnanlegu tjóni, hvorki á
mönnum, skepnum né verðmæt-
um munum og veldur engum
truflunum á samskiptum hjóna.
AKUREYRI
NÆSTKOMANDI mánudags-
kvöld kl. 20.30 efnir Vörður, FUS
á Akureyri, til kvöldráðstefnu
um bæjarmál Akureyrar í Sjálf-
stæðishúsinu uppi.
Frummælandí verður Gísli
Jónsson menntaskólakennari, en
Stefán Stefánsson, bæjarverk-
fræðingur, mætir á fundinum og
svarar fyrirspurnum.
Varðarfélagar eru hvattir til
að fjölmenna og taka með sér
nýja félaga.
Á sunnudagskvöld hefst af-
mælismót K.R. í handknattleik.
Mótið fer fram að Hálogalandi
og hefst kl. 8:15.
Þátt taka 8 meistaraflokkslið
karla, Reykjavíkurfélögin 7 og
F.H. Keppt verður eftir Monrad-
kerfi, 3 umferðir, eða alls 12 leik-
ir. Eftir 1. umferð dragast saman
— Úrkoman
Framhald af 6. síðu.
Húnavatnssýslu er einnig mjög
þurrt og svo mun einnig vera í
Eyjafirði og Skagafirði, en það-
an skortir mælingar.
Úrkoman getur verið mjög
breytileg á litlu svæði og Veður-
stofan hefur tekið sér fyrir hend-
ur að kanna sérstaklega ná-
grenni Reykjavíkur og Suðvest-
urlandið, en það svæði er auð-
veldast viðureignar fyrir fálið-
aða stofnun, því að ekki þarf
langt að fara.
Athugun á Reykjavíkursvæð-
inu leiðir í ljós að úrkoman vex
mjög ört eftir því sem fjær dreg-
ur sjónum en nær fjöllúnum.
Þannig er fast að helmingi meiri
úrkoma í Heiðmörk en í Reykja-
vík sjálfri. Á Suðurlandsundir-
lendinu hefur verið starfrækt all-
þétt stöðvanet frá 1960, og við höf
um rekið okkur á þá staðreynd,
að sé ferðazt með ströndinni frá
Eyrarbakka austur að Hólmum í
Landeyjum, byrjar ferðalagið
með rösklega 1300 mm úrkomu,
en síðan liggur leiðin gegnum
mun þurrari svæði, í Gaulverja-
bæjarhreppi og Þykkvabæ austur
undir Bergþórshvol, en þar reynd
ist úrsútkoma innan við 1000 mm.
Síðan eykst hún aftur og er orð-
in um 1200 mm á Hólmum í Aust
ur-Landeyjum.
Þetta eru nokkrar einfaldar
upplýsingar, sem fá má af mæl-
ingum þeirra 104 manna, sem á
hverjum morgni ganga út að
regnmælinum, hella því sem
dropað hefur í mælinn í mæli-
glas og standa í því að bræða
snjó þegar svo ber undir. En það
má nýta það efni, sem þeir þann-
ig afla til mun meiri rannsókna,
og nú á næstunni mun Veður-
stofunni bætast góður liðsauki
við alla úrvinnslu, þar sem raf-
eindareiknivélar verða tiltækar
bæði við Háskólann og hjá
Skýrsluvélum ríkisins og Reykja-
víkurborgar. Væntanlega getur
Veðurstofan því á næstu árum
látið landsmönnum í té margvís-
legan fróðleik um úrkomu og
vatnsforða, bæði hagnýtan fróð-
leik og þann fróðleik, sem menn
vilja afla sér í hreinni þekking-
arleit. (Frá Veðurstofunni)
liðin, sem sigra, cg einnig liðin,
sem tapa.
1 1. umferð leika saman:
Í.R. — Valur
Ármann — Fram
Þróttur — Víkingur
F.H. — K.R.
Og að ioknum þessum leikjum
leika saman þau lið, sem hafa
tapað. Síðari hluti mótsins fer
fram á þriðjudagskvöld og leika
þá sigurvegarnir saman, og síðan
fer fram 3. umferðin og þar á
meðal úrslitaleikurinn.
— Reykjavikurbréf
Framh. af bls. 17
áhrif á tekjuskiptinguna, sem
stefnt er að.“
Á þetta hefur raunar oft verið
bent áður, en þá í stjórnmála-
deiium og því jafnharðan verið
mótm: ’t. Nú ex þetta staðfest
af þeim, sem gerzt má vita eftir
að hafa kynnt sér öll gögn betur
en nokkur annar hefur átt kost
á. Bezt er að játa að hér er eng-
um einum um að kenna. Hin sí-
felda pólitíska togstreita ínnan
verkalýðsfélaganna á ríkan hlut
að máli. Ekki tjáir að neita því,
að vandræðin hafa vaxið af því
að á íslandi eru sterk innan
verkalýðshreyfingarinnar þau
öfl sem tekizt hefur að mestu að
kveða niður hjá næstu frænd-
þjóðum okkar á Norðurlöndum.
Engu að síður er viðleitnin þar
hin sama, eins og sézt af því,
þegar Aksel Larsen var nýlega
borið á brýn í danska þjóðþing-
inu að hann ynni að því að
skapa þá óvissu og atvinnuleysi,
sem hann ætlaði sér pólitískt að
lifa á. Það var þessi sami Aksel
Larsen og þennan vitnisburð
fékk hjá þeim, sem bezt þekktu
til vinnubragða hans, er lét sig
hafa það á Norðurlandaþingi ný-
lega að gefa í skyn, að á íslandi
væru kjarnorkuvopn. Sálufélag-
ið milli hans og þeirra, sem mest
klifa á kjarnorkuvopnum hér á
landi, leynir sér ekki.
Þóttust komnir í
feitt
Þjóðviljinn þóttist kominn f
feitt á dögunum, þegar birt var
yfirlýsing 60 þjóðkunnra ágætis-
manna gegn sjónvarpi á íslandi.
Rétt er þó að gera sér grein fyrir
þeim himinvíða mun, sem er á
afstöðu sextíu-menninganna og
áróðursmanna „gegn-her-í-
landi“.
Hinir síðartöldu hafa einnig
æ ofan í æ verið að burðast með
áskoranir og yfirlýsingar. Þeir
hafa gengið bæ frá bæ, hérað úr
héraði, en eftirtekjan orðið svo
rýr, að þeir gugunuðu sjálfir á
öllu saman og urðu sér einungis
til aðhláturs og háðungar. For-
ystumenn hinnar nýju áskorun-
ar hafa fundið, að þeir mundu
einungis spilla málstað sínum
með því að leita nokkurs stuðn-
ings hjá þessu ólánsliði. Því lær
dómsríkara er fyrir þá að sjá,
að hinir einu, sem taka mála-
leitan þeirra með fögnuði eru
þeir, sem ætlunin var að sneiða
hjá. Það, sem helzt hann varast
vann, varð þó að koma yfir
hann, sannast hér ennþá einu
sinni. En ekki má málefnið
gjalda óheppilegra fylgismanna
né við því gína, einungis af því
að það á góða formælendur. Það
verður að meta og skoða eftir
eigin verðleikum. Þá er mest að
marka hvað þeir segja, sem
sjálfir hafa fylgzt með því, sem
í sjónvarpinu birtist. Þess vegna
er eðlilegt að spurt sé: Hversu
margir hinna ágætu sextíu-menn
inga hafa sjálfir sjónvarp eða
fylgjast að staðaldri með þvi?
Enginn getur af viti dæmt um
það, sem hann ekki þekkir.
Sjóstanga —
Veiðiferðir
Á vegum Sjóstangaðveiðifélagsins
verða tvær veiðiferðir farnar um Páskana (Skírdag
og II. í Páskum) með mb. Goðanesinu (ex Gautur).
Fyrri ferðin fullbókuð, en nokkur pláss laus í þeirri
seinni. — Upplýsingar í síma 15605.
Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir og tengdafaðir
EYJÓLFUR GUÐBRANDSSON
verður jarðsettuT þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 1,30 frá
Fossvogskirkju. Blóm vinsamlega afþöklcuð.
Herdís Sigurðardóttir,
Málfríður Eyjólfsdóttir, Eðvald Gunnlaugsson,
Sigurrós Eyjólfsdóttir, Gunngeir Pétursson,
Sigríður Eyjólfsdóttir, Þorvaldur Fahning,
Eyjólfur Halldórsson, Elsa Sigurðardóttir.