Morgunblaðið - 11.04.1964, Side 28

Morgunblaðið - 11.04.1964, Side 28
!§MH LC KTROUJX UMBOÐIÐ IAVOAVE0I U sími 21800 82. tbl. — Laugardagur 11. apríl 1964 Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, ræðir skipulagsmálin í hópi blaðamanna og borgartulltrúa í gær. (Ljósm. Mbl.: Ol. K. M.) Heildarskipulag Stór-Reykja- víkur skýrt í frumdráttum Kflíðað víð 1509ooo ibúa 1983 - Reykjavík taki 37,ooo manns af fólksfjölguninni GEIR Hallgrímsson, borgar- stjóri, og forráðamenn skipu- lagsmála Reykjavíkur boðuðu blaðamenn á sinn fund í gær í tilefni ákvarðana, sem tekn- ar hafa verið um skipulagið. Á fundum, sem haldnir voru í Reykjavík 2.—6. apríl sl. um þesi mál, og þátt tóku í ráðu- nautar borgarinnar um skipu lagsmálin, jafnt innlendir sem erlendir, var samþykkt að leggja til við borgarráð, að það féllist á ákveðin frum- atr’ði skipulagsins. Borgarráð samþvkkti á fundi sínum á þriðjudag að falast fyrir sitt leyti á þessi atriði, og að unn- ið yrði áfram að skipulagsmál um Reykjavíkur á grundvelli þessa. Var þetta samþykkt samhljóða að öðru leyti en því, að Guðmundur Vigfús- son (K) skilaði séráliti um skipulag Miðbæjarins, og Björn Guðmundsson (F) tók ekki afstöðu til E-liðs í bréfi borgarverkfræðings um mál- in. — Hér fer á eftir S heild bréf borgarverkfræðings, Gústafs E. Páissoaar, til borgarráðs: „Á fundum, sem haidnir voru í Reykjavík dagana 2.—6. þ. m. um heiidarskipulag Reykjavík- jur, þar sem voru viðstaddir inn- lendir og erlendir ráðunautar borgarstjórnar, varð samkomu- lag um það að mæla með við borg arráð, að það féllist á eftirfar- andi atriði og heimilaði fyrir sitt leyti að unnið verði áfram að skipulagsmálum Reykjavíkur á grundvelli þeirra ákvarðanna. A. Samþykkt var í höfuðatrið- um, að þær forsendur um fram- tíðarstaðsetnir.gu byggðarinnar, sem er að finna í „Forklarende noter til de forenede bymodell- er“ frá marz 1964, séu notaðar sem grundvöllur að frekari vinnu við umferðarkönnunina og heild- arskipulagið. Þær forsendur hafa verið ræddar ítarlega við Geir Hallgrímsson borgarstjóra, Gísla Halldórsson borgarfulltrúa, skipulagsmenn Reykjavikurborg ar og skipulagsnefnd ríkisins. Forsendurnar hafa fyrr verið kynntar borgarráði, og voru enn fremur skýrðar með kortum og myndum af Sven Sommer arkitekt á fundi borgarráðs þ. 3. apríl. B. Á fundi þ. 3. apríl gaf And ers Nyvig verkfræðingur yfirlit yfir fyrstu niðurstöðurnar af um ferðarkönnunni. Þar var sýnt hvernig bifreiðaumferðin mundi verða árið 1963 á aðalæðunum í hugsuðu gatnahverfi, sem kall að hefur verið „sameinaða gatna kerfið“, ef gengið væri út írá því að allir reitir borgarinnar þró- uðust ekki nema að því lág- marki, sem menn geta hugsað sér nú. Það þýðir, að umferðin mun þó í raun og veru verða enn meiri ai tveim ástæðum: 1. af því að sumum götunum mun mega sleppa sem aðalæð um úr þessu kerfi, 2. af því að þróun að hugsuðu lágmarki mun ekki verða sam tímis í öllum reitum. Meðat annars vegna niður- stöðu umferðarkönnunarinnar var samþykkt í borgarráði að hyggja frekari vinnu við heild- arskipulagið, að því er varðar Miðbæinn og Austurbæinn, á safni hinna lægstu þróunartalna (að meðtöldum „jöfnunartöl- um“). Þær tölur lýsa þróun, sem sam kvæmt raunhæfu mati mun ekki verða hægt að komast hjá i þess um borgarhlutum. Þróun að vissu marki er jafn framt æskileg til þess að ein- stakir borgarhlutar fái á sig full- nægjandi heildarsvip. Að stærð- argráðu samsvarar þróunin því, sem gert hefur verið ráð fyrir í nýrri áætlun um Miðbæinn, sem unnin hefur verið af sérstökum samstarfshópi, og í annarri nýrri áætlun um Austurbæinn, sem unnið hefur verið að í teikni- stofu skipulags Reykjavíkur. Að því er Miðbæinn snertir, munu þessar ráðagerðir svara til þess að fram að 1983 geti orð- ið þar nærri því tvöföldun á gólf fleti verzlana og skrifstofa. í Aust urbænum svara þær til þess að fram til 1983 geti flötur verzl- ana aukizt um 50%, en flötur skrifstofa tvöfaldazt. Framh. á bls. 27 Níu höfðu opið NOICKRAR vérzlanir auglýstu 1 gær, að opið yrði til kl. 22 um kvöldið. Munu eigendur þeirra hafa talið, að skv. hinni nýju reglugerð væri þeim það heimilt. Hins vegar taldi stjórn Verzlun- armannafdlags Reykjavíkur það óheimilt, þar eð reglugerðin væri ekki einhlít. Samningar VR við Kaupmannasamtök fslands kæmu í veg fyrir, að hægt væri að lengja afgreiðslutímann frá kl. 19 til 22. Stjórn Kí mun hafa verið á sama máli. f gærkvöldi fóru eftirlitsmenn frá VR á milli verzlana í borg- inni. Fundu þeir níu verzlanir opnar. Sagði skrifstofustjóri VR, Magnús L. Sveinsson, Morgun- blaðinu í gærkvöldi, að i flestum tilvikum hefði verið opið af misskilningi, þar sem kaupmenn hefðu talið reglugerðina einhlita. Á öllum níu stöðunum var lokað samstundis. Upplýsingar vantar MILLI kl. hálfsjö og sjö á fimmtudagskvöld var ekið á Landrover-jeppa, sem stóð á bif- reiðastæði við Hverfisgötu 34, hjá Vegfóðraranum. Hafði bíl greinilega verið ekið aftur á bak frá jeppanum, en krækzt í aftur- brettið, beyglað það og rifið. — Þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu veitt um málið, eru vin- samlega beðnir að hafa sam- band við umferðardeild rann- sóknarlögreglunnar í sima 2 11 08. Gert ráð fyrir óbreyttum Rvíkurflugvelli næstu ár A BLAÐAMANNAFUNDI um skipulagsmál Reykjavíkur í gær, sagði Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, að vinna að skipulaginu hefði miðazt m. a. við að gert væri ráð fyrir að næstu árin yrði Reykjavíkurflugvöllur starfrækt- ur fyrir innanlandsflug, en sam- tímis hefði einnig verið gert ráð fyrir hversu flugvallarsvæðið yrði notað, ef starfsemi legðist þar niður. Borgarstjóri sagði, að kæmi til þess, að flugvöllurinn yrði lagð- ur niður, yrði svæðið m. a. not- að sem útivistarsvæði borgarbúa í sambandi við slík ráðgerð svæði við Öskjuhlíð og Nauthóls- vík. Um Nauthólsvík sagði borg- arstjóri að í at'hugi’.n væri skipu- lagning veitingastaða o.s.frv. þar tengd útilífi. Þá væri ráð fyrir því gert, ef svo bæri undir, að ýmsar opin- berar byggingar, m. a. í sam- bandi við Háskólann, yrðu nærri Háskólabyggingunni sjálfri, og auk þess væri ráðgert á svæðinu ffcúðahverfi fyrir 15—20 þúsund manns. Hinsvegar sagði tærgar- stjóri, að við athuganir hefði fram komið, að flugvöllurinn væri svo nauðsynlegur Reykja- vík vegna innanlandsflugsins, að ekki væri gert ráð fyrir því, að hann legðist niður næstu árin. Borgarstjóri sagði að síðustu varðandi þetta mal, að áður en skipulag yrði gert varðandi þetta svæði, yrði athugað hvaða á'hrif umferð frá því hefði á skipulag borgarinnar í heildL Manet- myndarinnar er enn leitað RANNSÓKN heldur enn áfram á hvarfi málverksins Konumynd, eftir hinn heimsfræga franska im- pressionista Edouard Man- et, en J»ví var fyrir nokkru stolið af heimili Gunnars Guðjónssonar, skipamiðl- ara, er hann dvaldist er- lendis ásamt fjölskyldu sinni. Þetta málverk hins franska meistara mun v«ra hið verðmætasta í eigu ís- lendings að því er bezt er vitað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.