Morgunblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 10. maí 1964 MOKGUNBLAÐIÐ 17 „Þetta væri hægt að «era þejrar í stað ef fé fen^ist til44 Á áfengismálaráðstefnunni sem haldin var fyrir tveim vikum, skiptust menn í fjóra umræðu- hópa. Samkvæmt frásögn Morg- íblaðsins sl. sunnudag var hinn vel þekkti skójamaður Ingimar Jóhannesson framsögumaður fyrsta umræðuhóps, og hefur blaðið orðrétt eftir honum þessi ummæli um bindindisfræðslu í skólum: — — ekki voru umræðunóps- menn á einu máli um það, hvern- ig slík fræðsla færi fram. Kenn- arinn, sem ’íka fræðslu hefði á hendi, mætti ekki vera leiðinleg- ur og óvinsæll meðal nemenda, því að þá mætti búast við öfug- um áhrifum. Gott væri að fá ut- anaðkomandi menn, þekkta á öðr um sviðum, til þess að tala í skól- um. Þetta væri hægt að gera þeg- ar í stað, ef fé fengist til. Um- ferðakennsla kæmi sterklega til greina“. Það, sem sérstaka athygli vek- REYKJAVÍKURBRÉF Laugarci 9. maí ur, er, að gert skuli ráð fyrir, að ekki muni hægt „að fá utanað- komandi menn, þekkta á öðrum sviðum, til þess að tala í skólum“ um bindindismál, nema þeir fái fé fyrir. Skiljanlegt er, að þeir, sem stunda eiga umferðakennslu, þurfi að fá greiðslu fyrir starf sitt. En hvar er þá allur áhuginn fyrir velferð æskunnar og sí- felldar hnútur í garð æskufólks, ef ekki er hægt að fá yfrið marga áhugamenn til að koma í skólana og tala um áfengisbölið nema þeim sé borgað fyrir áhugann? Kennarar gætu raunar skipzt á að fara á milli skóla og fjöldi embættismanna, svo sem lögfræð inga, presta, lækna og margra annarra skroppið þangað í starfs- tíma sínum, og haft af því á- nægju og tilbreytingu án auka- þóknunar. Og ekki mundu um- vandararnir, sem öðru hverju láta í sér heyra í útvarpi og blöð- um, láta á sér standa að skjótast í skólana öðru hverju, þótt þeir fengju ekki borgun fyrir. Eitt- hvað er meira en lítið bogið við. ef ekki er hægt að fá menn til slíks fyrirlestrahalds í skólum nema þeir fái fé til þess þegar í stað! Höfðatölure^Ian Á sínum tíma vildu Framsókn- armenn láta úthluta innflutnings leyfum á nauðsynjavörum til kaupfélaga eftir því, hversu marg ir væru í hverju félagi, og á með- an skömmtunarseðlar voru í gildi eftir því, hversu marga skömmtunarseðla hver verzlun gæti krækt í. Þá var við það mið- að, að kaupfélög mundu hafa sterkari aðstöðu en kaupmenn til að knýja skömmtunarseðla út úr viðskiptamönnum sínum, en um sjálfa höfðatöluregluna horft fram hjá því, að flestir skipta við fleiri en eina verzlun, jafnvel þótt þeir séu í kaupfélagi. Afleiðingin af þessum kröfum Framsóknar hefði orðið sú að hinda menn á verzlunarklafa og skapa í þeim efnum svipað ófrjálsræði og við varð að búa á verstu einokunar- tímum áður fyrri. Þessi áhugi Framsóknar fyrir höfðatölureglu í verzlunarmálum var því furðu- legri sem hún hefur aldi'ei viljað láta hann ráða í þjóðmálum. Þar hefur höfðatala 20. aldar aldrei mátt skera úr, að Framsóknar dómi, heldur hitt, hvernig búsetu var háttað fyrir rúmum 100 ár- um, þegar landinu fyrst var skipt í kiördæmL Fer um þá Það var eftir öðru, að þessir postular réttlætisins skyldu nú fyrir skemmstu rísa upp á Al- þingi og kvarta undan því, að á þá væri hallað í fréttalestri út- varpsins úr forystugreinum dag- blaðanna í Rvík og frásögn af þingfundum í kvöldfréttum. Þótt þeir hæfu sjálfir þessar umræð- ur, kom skjótlega í ljós, að þeir voru margklofnir í málinu. Skúli Guðmundsson og Eysteinn Jóns- son voru sammála um, að rang- látt væri að skýra frá forystu- greinum úr tveimur blöðum sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum úr því að hinir flokkarn- ir þrír nytu einungis stuðnings eins blaðs hver. Þórarinn Þórar- insson viðurkenndi hinsvegar, að ef lesa ætti upp forystugreinar dagblaðanna, væri ekki hægt að hafa annan hátt á en þann, sem nú er, einfaldlega af því, að dag- blöðin eru fimm en ekki fjögur. Skúli Guðmundsson vildi láta banna þennan lestur, ef málsvar- ar allra flokka fengju ekki jafn- an tíma. Eysteinn Jónsson vildi ekki taka undir kröfur Skúla um. að lestrinum yrði hætt, þó að hann að öðru leyti væri sam- mála sínum nöldrandi flokks- bróður. Þórarinn Þórarinsson viðui'kenndi, að hann hefði sjálf- ur verið sammála tillögunni um að taka upp þennan fréttalestur og að Sjálfstæðismenn hefðu þar sízt haft forystu, eins og Eysteinn Jónsson hafði gefið í skyn. Gisli Guðmundsson lagði aftur á móti aðaláherzlu á að kvarta undan kvlödfréttalestri útvarpsins af því, sem gerist á þingfundum. Enda þótt hann væri sýnu hóf- samlegri í kvörtunum en þeir Skúli og Eysteinn, leyndi sér ekki, að óþyrmilega fer um þá alla þegar þeir þurfa að hlusta á hlutlausar frásagnir af mál- flutningi allra flokka og dag- blaða. Þeim skilst, að ef satt er frá sagt hljóta þeir ætíð að fara halloka. Tala mest o£ oftast Samanburður á frásögnum af þingfundum og forystugreinum dagblaða ætti að gera Framsókn- armönnurrt ljóst, að ef segja á frá forystugreinum á annað borð verður að rekja þær eins og þær eru og úr því að dagblöðin eru fimm að segja frá þeim öllum, alveg eins og ef segja skal ítar- lega frá því, sem á fundi gerist, verður að rekja hverjir töluðu, þótt þeir séu mismargir úr flokki og e. t. v. enginn frá einhverjum. Framsóknarmenn tata svo margir og mikið á Alþingi, að ætla mætti, að þeir yndu því vel að frá umræðum væri sagt. Raunin er þó öll önn- ur. Þeir heyra sjálfir, að mál- flutningur þeirra hefur litlar sig- urhorfur, ef þeir njóta hvoi'ki for réttinda né einokunar. „Hi’ýs Iiu<*ur við kröfu^erðarstefn- iinni á hendur ölluin - nema siálfum sér.44 I Alþvðumanninum birtist hinn 30. apríl sl. viðtal við Jóhann Brynjólfsson, verkamann á Ak- ureyri. f viðtalinu er fyrst vikið að mági Jóhanns. sem býr að Öxnafelli í Eyjafirði og konu hans. Síðan segir: „ — Já, segir Jóhann, og í þeirra munni þekkist ekki volið og bölmóðurinn. sem nú er verið að esna uop í bændum. Þau eru ekki bar í flokki að heimta allt af öllum. -— Þér finnst of mikið af slíku’ — Já. mér hrís hugur við kröfugerðarstefnunni á hendur öllum — nema sjálfum sér. — Ef eitt árið er erfiðara í þessu bygeð arlagi eða sjávarpTássi en annað þá eru heimtaðar þessar eða hin- ar hjálparaðgerðir frá ríkinu. Er íslenzka þrekið. að bíta á jaxlinn og duea, þótt svrti um skeið í ál- inn. alveg að hverfa okkur? Nú er dugnaðurinn einn sá og jöfn- uðurinn helztur að hrifsa sem mest til sín. hvað sem náungan- um og heildinni Iíður“. Hér er hressilega til orða tekið og með þeim hætti að minnis- stætt verður. Að bví er bændur varðar, þá er bað raunar engin nýjung, að þéttbýlismenn sjái auð í þeirra garði og telji kvart- anir þeirra ástæðulausan bölmóð Eftirtektarverðara er. að ýmsum bændum sjálfum ofbýður nú bar- lómurinn, sem uppi er hafður í atvinnuskyni á þeirra vegum, einmitt á þeim tímum þegar bú- skapur stendur með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Ymsir myndárbændur telja þann áróður nú nánast hafa snúizt upp í at- vinnuróg. En Jóhann Brynjólfs- son talar ekki um bændabarlóm- inn einan heldur segir berum orð um, að sér hrjósi hugur við kröfu gerðarstefnunni á hendur öllum — nema sjálfum sér. — Flestir fást til að viðurkenna, að aðrir geri of miklar kröfur. Þeir eru því miður allt of fáir, sem viður- kenna, að kröfugerð hefur hel- tekið allt þjóðfélagið. þeirra eig- in málsvara ekki síður en ann- arra. „K jósum okkar stjórnir til að stiórna44 Viðtalinu við Jóhann lýkur með þessum orðum: „Annars er það skoðun mín að núverandi rikisstjórn verði t,kki ásökuð fyrir harðýðgi í kaup- gjaldsmálum, svo sem ýmsir ffera. Hitt lít ég áhyggiuaugum, að hún — sem fleiri ríkisstjórnir undan henni — hefur hopað á hæli frá því. sem hún hefur talið rétt að gera og hún ætlaði að gera. Hún hefur hopað á hæli fvrir kröfu- gerðarstefnunni, heimtufrekj- unni. og þetta er lýðræði okkar hættulegt og hindrar bróttmikla stjórnarstefnu. Við kjósum okk- ur stjórnir til að stiórna en ekk; til að slá undan beim, sem við höfum ekki treyst fyrir stýris- taumunum". Allt eru þetta orð að sönnu börf áminning til beirra. sem henni er beint að. Undansláttar- stéfna horfir aldrei til góðs. Hitt verður að viðurkenna. að stund- um er nauðsvnlegt að rifa segl og sigla milli skers og báru. Ekki ómælisverð- ur dráttur Sumir ámæTa stjórninni fyrir að hafa átt hlut að kaupgjalds- samningunum í desember í vet- ur og segja. að bá hefði átt að lögfesta kaupbindingarlögin. sem geymd höfðu verið frá 9. nóvem- ber og áttu eihungis eftir loka- afgreiðsTu í efri dedd. Þá er þess ekki gætt. að lagafrumvaroi þessu var einungis ætlað að afla frests á meðan kannað væri til hlítar. hvort unnt væri að koma samningum á, enda var því aldrei ætlað lengra gildi en til áramóta. Nú náðust samningar oe var þá þvðing laganna brottu fallin. Annað mál er, að samn- ingarnir voru allt annars eðlis en ríkisstjórnin hafði lagt .til og hTutu að leiða til mikils vaxtar verðbólgunnar. Héðan af hefur það einungis sögulega þýðingu. hvort unnt hefði verið að fá aðra þjóðhollari Tausn. Ur því, sem komið var og er, verður að taka afleiðingunum. Stjórnin gerði það með lögunum um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, er sam- þykkt voru um mánaðamótin janúar/febrúar, og lýsti því þá að bíða yrði átekta til að sjá hver framþróunin yrði. Hinir gildu gjaTdeyrissjóðir, sem tekizt hafði að safna, gerðu þá bið mögulega. Hún heíur og síður en svo verið Tátin ónotuð. I þjóð- félaginu hefur skapazt það and- rúmsloft, að allir tala nú af meiri skilningi en nokkru sinni fyrr um nauðsyn þess að stöðva verð- bólguna og taka upp nýja starfs- hætti í kaupgjaldsstreitunni. Allir haí a liag aí að semja Raunar heyrast stundum radd- ir er segja: Það er þýðingarlaust að reyna að~ ná samningum við núverandi foringja verkalýðs- hreyfingarinnar. Það er svo oft áður búið að sýna sig, að fyrir þeim vakir ekki neitt annað en valdabarátta. Þeir vilja nú ein- ungis skapa sjálfum sér vígstöðu til að geta kennt öðrum um ef illa fe Þessu til sönnunar er vitnað til ummæla Hannibals Valdimarssonar í Borgarnesi, þeg ar kosningaúrslitin urðu kunn á sl. sumri, og ótaT margs annars, sem við hefur borið að undan- förnu. Með þessum hugsunar- hætti verður skammt komizt. ÖIL- um getur hlaupið kapp í kinn og enginn er undanþeginn þeim mannlega eiginleika að skjátlast öðru hverju. Allur almenningur og þá ekki sízt hinir lægst Taun- uðu hafa nú svo augljósa hags- muni af stöðvun verðbólgunnar, að það væri fullkomin~blinda og algert glapræði, ef þeir, sem ein- mitt fara með umboð hinna lak- ast settu, gerðu sér ekki grein fyrir, hvað í húfi er. Á sinn veg vilja þessir umboðsmenn skjól- stæðingum sínum veT, enda mundu þeir ekki njóta trausts þeirra til frambúðar nema þeim takist að telja þeim trú um að þeir beri í raun og veru hag þeirra fyrir brjósti. Þegar á svo miklu veltur sem nú, má ekki gera ráð fyrir því að óreyndu, að nokkur bregðist því trausti sem á hanri er sett. allra sízt þegar þeir, sem traustið veita. eru hinir verst settu, er sizt mega við nýj- um skakkaföllum. Ætla verður sér næprnn tíma Víst er, að enginn. sem ttl þekkir, telur, að tímabært hefði verið að leita samninga um verð- bólgustöðvun. fvrr en einmitt um þessar mundir. Af vmsum ástæð- um var enginn aðili reiðubúinn til alvarlegra viðræðna fyrr en einmitt nú. Allir töldu sér nauð- synlegt að sjá hver framvindan vrði, enda var ekki fyrr hægt að dæma um hverra úrræða væri þörf. Ákvörðun kjaradóms um mánaðamótin marz/apríl hafði úrslitaþýðingu og hefur haft mik il áhrif til að skaoa bau skilyrði fyrir samningsumleitunum. sem nú virðast fyrir hendi. En þó að menn játi allt þetta, þá verður einnig að viðurkenna, að þvílíkir samningar sem nú standa fyrir dyrum, hljóta að krefiast tölu- verðs tíma. Nú hgfa liðið vikur. sem farið hafa í forrrdegan undir- búning og könnunarviðræður. Ef að líkum lætur og ekki breytist frá því sem verið hefur hljóta sjálfir samningarnir að taka all- langan tíma. Ef einhver aðili leit- ast með valdbeitingu við að knýja fram lausn fvrr en eðti- legar samningaumleitanir hafa fram farið og nægur tími gefist fyrir alla aðila til að átta sig á málum. þá bendir það til þess, að lítt hafi hugur fvlgt máli þegar samningar voru hafnir. Vonandi verður framþróunin ekki sú, að neinar slíkar ásakanir þurfi uppi að hafa. Nú liggur svo mikið við. að allir verða í góðri trú að ganga til samninga með fullum vilja á að finna þá lausn, sem þjóðarheill krefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.