Morgunblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 1
32 sulur og Lesbók 9 farast í fellibyl Michigan, 9. maí (AP) MIKILL fellibylur gekk yfir suðausturhluta Michicgan- ríkis í Bandaríkjunum í dag. Að minnsta kosti 9 menn létu lífið af völdum bylsins og eignatjón nemur milljónum dollara. Margir særðust á svæðinu, sem varð fyrir fellibylnum, og björgunarmenn óttast áð fleiri hafi farizt en vitað er um. George Romney, ríkisstjóri, flaug til bæjarins Chesterfield, en hann varð verst úti. Sagði ríkisstjórinn ljóst, að tjónið af völdum bylsins í þessum bæ ein- um næmi miiljónum. Vitað var um 82 menn, sem lagðir höfðu verið í sjúkrahús vegna meisðlá og 200, sem fengu hjúkrun,. en gátu síðan farið heim til sín, þar sem meiðslin voru smávægileg. Stjórnarskipti í Suður-Koreu • Seoul, 9. maí (NTB) í D A G baðst forsætisráð- herra Suður-Kóreu, Sun Choi, lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sagði Choi ástæðuna vera þá, að hann vildi gefa Park Cung Hee for- seta frjálsar hendur til þess að skipta um rnenn í ráð- herraembættunum. Park samþykkti lausnarbeiðni Choi og skömmu síðar fól hann Chung Kwon, sem verið hafði utanríkisráðherra í stjórn Choi, að mynda nýja stjórn. Hinn nýi forsætisráðherra er 48 ára. Hann hefur verið sendiherra lands sins í Ankara, París og Washington. Hánn tók við embætti utanríkis- ráðherra í desember sl. Nasser, forseti Arabíska Sambandslýðveldisins, fagnar Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, við komu hans til Alexandríu i gær. (Simamynd AP). Egyptar fagna Krúsieff Alexandríu, 9. maí (AP-NTB) NIKITA Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, kom í morgun til Arabíska Sam- bandslýðveldisins, í 16 daga opinbéra heimsókn. Hann steig á land í Alexandríu þar sem Nasser, forseti Egypta- lands, tók á múti honum, en þaðan óku þeir til Kairó. Þetta er í fyrsta skipti, sem Krúsjeff heimsækir Afríkuríki. Fréttamenn segja, að engum erlendum gesti hafi verið fagn að eins innilega og ákaft í Arabiska Sambandslýðveldinu og Krúsjeff. Bera þeir saman móttökurnar, sem Chou En- lai, forsætisráðherra Kina, fékk er hann kom til landsins fyrir nokkrum mánuðum og segja, að þær hafi verið form- legar og kurteislegar, en ekk- ert hafi borið á fögnuðinum og hjartahlýjunni, sem hvar- vetna streymdi á móti Krús- jeff í dag . Öryggisviðbúnaður hefur aldrei verið meiri í Arabíska Sambandslýðveldinu en við komu forsætisráðherra Sovét- ríkjanna. Þó áttu öryggisverð- ir og lögregla fullt í fangi með að halda vegfarendum í skefj- um, er þeir vildu ryðjast að bifreið Krúsjeffs og reyna að taka í hönd hans. Það var varaforseti Ara- bíska Sambandslýðveldisins, sem fyrstur bauð Krúsjeff vel- kominn, en hann hélt til móts við snekkju sovézka forsætis- ráðherrans „Armeníu" út á ytri höfnina í Alexandríu. I fylgdarliði Krúsjeffs eru m.a. Nína kona hans og Andrei Gromyko, utanríkisráðherra. Bátur flutti Krúsjeff til hafn- ar og á hafnarbakkanum beið Nasser forseti og ráðherrar stjórnar hans. Krúsjeff sagði í stuttu ávarpi, sem hann hélt við höfnina, að Sovétríkin bæru mikla virðingu fyrir Arabíska Sambandslýðveldinu og baráttu landsmanna fyrir friði og frelsi, en þeim hefði tekizt að reka nýlendukúgara og heimsvaldasinna af hönd- um sér. Krúsjeff minnti á, að í dag fögnuðu Sovétríkin því. að nítján ár væru liðin frá sigrinum yfir Þýzkalandi. Nasser bauð Krúsjeff vel- kominn með ræðu og sagði m.a., að Krúsjeff va^ri hug- rakkur athafnamaður, sem allt sitt líf hefði barizt fyrir friði í heiminum. íbúar Ara- bíska Sambandslýðveldisins litu á Krúsjeff sem góðan bróður, er hefði reynzt vel á alvörutímum. Nasser lagði á- herzlu á, að afstaða Sovétrikj- anna til alþjóðlegra deilumála hefði vakið traust Arabíska Sambandslýðveldisins. Meðal þeirra staða, sem Krúsjeff heimsækir í Egyptalandi, er Aswan-stifk an og verður hann viðstadd- Framhald á bls. 31. „Guð minn góður. Ég hef verið skotinn," hrópaði flugmaður vélarinnar, sem fórst við San Francisco — Skammbyssa fannst í vélinni Washington 9. maí (AP- NTB) „Guð minn góður! Ég hef verið skotinn.“ Þessi orð flug manns Fairchild F 27 flug- vélarinnar, sem fórst skammt frá San Francisco s.l. fimmtu dag, heyrðust, er segulbands- spóla, sem kastazt hafði frá fiakinu var leikin. Sem kunn- wgt er hrapaði flugvélin til jarðar með þeim afleiðingum að 41 menn létu lífið. Bandaríska sambandslögregl- an (FBI) hefur skýrt frá því að í i'iakinu hafi fundizt skamm- byssa og rannsókn leitt í ljós að úr henni hafi verið skotið sex Bkolium skömimu áður en flug- vélin hrapaði. Lögreglan veit hver farþega vélarinnar átti skammbyssuna, og að sami mað- ur hafi líftryggt sig fyrir 50 þús. dollara (um 2 millj. ísl. kr), skömrnu áður en hann lagði af stað í flugferðina. Fullvíst er talið að maður þessi haifi skotið flugmanninn, en grunur leikur á að hann hafi skotið alla áhöfnina, þrjá menn. Rannsókn þessa atriðis er erfið því að líkin, sem fundust í flaki flugvélarinnar eru mjög illa leik in og enn hefur aðeins fundizt far eftir kúlu í einu þeirra. Komið hefur fram sú tilgáta, að ódæðisverkið í flugvélinni sé liður í umfangsmiklum trygg- ingasvikum. Þetta þykir ólíklegt, en unnið er að rannsóknum. Aðrar tilgótur um ástæðuna til verknaðarins hafa ekki komið iram. I Ytri Njarðvik er í byggingu ný fiskiskipahöfn, sem á að rúma 40—50 fiskiskip og létta á Keflavíkurhöfninni. Þessi mynd er frá hafnarfranikvæmdunum. Fremst sést steyptur botn í eitt kerið og aftar er annað komið í skriðmótin. Milli veggja kersins sést yfir Njarðvíkina til Innri Njarðvíkur. Sjá gretn og fleiri myndir á bls. 8. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.