Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 3
Laugadagur 16. maí 1964
MORCU NBLAÐIÐ
3
NÚNA um hvítasunnudagana
gleymast allar pólitískar vær-
ingar í Noregi. I>ví að öll
þjóðin sameinast um 17. mai
1814 og það verk, sem var
unnið á Eiðsvelli þann dag,
og leggst á eitt um, að
heiðra minning „Eiðsvallar-
mannanna", sem skópu stjórn
arskrá Noregs, er fram á
okkar daga hefur verið talin
lýðræðishollasta stjórnarskrá
Norðurlanda. Það var andinn
frá lýðræðishugsjóninni í
París 1791 og frá mannrétt-
indayfirlýsingu Bandaríkj-
anna um líkt leyti sem mótaði
stefnu þess löggjafarfundar,
sem hófst á Eiðsvelli
8—9 apríl 1814. Þá var ein-
ræðisstjórn um öll Norður-
lönd, og þessvegna þótti það
mikið nýmæli, að í stjórnar-
skrárfrumvarpinu, sem sam-
þykkt var 17. maí hljóðaði
1. grein á þessa leið: „Konge-
riget Norgé er et frit, uafhæn
gigt og udeleligt rige. Dets
regeringsform er indskrænket
og arvelig monarkistisk". En
orðið „indskrænket“ —
þ. e. a. s. takmarkað — tákn-
aði mi’kla framför frá því,
sem var þá á Norðurlöndum,
því að þá var konungsvaldið
að heita mátti ótakmarkað.
Þetta eina orð átti eftir að
marka þá afstöðu, sem þjóðar
viljinn hefur jafnan krafist
gagnvart konungsviljanum
alla tíð síðan. Eiðsvallarmenn
irnir kröfðust þingbundinnar
konungsstjórnar, þó hún yrði
ekki raunhæf fyrr en nær 70
árum síðar, er Sverdrup
ruddi þingræðinu braut.
— Hverskonar menn voru
það, sem sömdu og sam-
þykktu stjórnarskrána? Þeir
voru 112 talsins, þar af 54 úr
sveitum, 26 frá bæjarfélögum
og 32 frá her og flota lands-
ins. — En að stétt til voru
59 meðlimir þessa stjórnlaga-
þings embættismenn, 16 voru
kaupsýslumenn en 37 bænd-
ur, eða svo að segja þriðjung-
ur.
Og hversvegna var þetta
stjórnlagaþing eða „riksfor-
samling“, haldið á Eiðsvelli
en ekki í Osló eða t d. í
Niðarósi eða Bergen? Margur
íslenzkur lesandi kynni að
spyrja svo, því að nafnið
Eiðsvöllur er ekki til í ís-
lenzkri sögubók frá fornu. — •
En Eiðsvallaþingi hafa allir
einhver kynni af. Það var
einn af elztu löggjafar- og
þingstöðum Noregs austan-
fjalls, og var háð á Eiðsvelli.
Svo að staðurinn var í raun-
inni sögufrægur, þó að vitan
lega stæði hann ekki jafn
ofarlega í norskri meðvitund
og Þingvöllur gerði í íslenzkri
um likt leyti. Eiðsvöllur er
ekki jafn stór í broti og Þing-
völlur er. Þar er engin Al-
mannagjá og ekkert Lögberg,
því að enginn veit með vissu
hvar í Eiðsvallahreppi hinn
forni þingstaður var. Það eina
sameiginlega með Eiðsvelli og
Þingvelli er, að báðir stað-
irnir eru við vatnsenda. Þing-
völlur við norðurhorn vatns-
ins, en Eiðsvöllur við suður-
enda stærsta vatns í Noregi:
Mjörs. Þarna er blómleg
byggð, sprottin upp af göml-
um jökulurðum, sem skrið-
jökullinn, er forðum fyliti
Guðbrandsdalinn, ók með sér
alla leið norðan úr Dofrafjöll
um. Eiðsvallarmennirnir hafa
þessvegna verið á góðum
stað. þegar þeir töluðu um
að verða „einugir og sterkir“
— „til Dovre faller“ — en
þau orð kjósum við heldur að
þýða með orðunum „meðan
Dofrafjöll standa".
En ein aðalásæðan til þess
Titilsíða rrundval*!«ri"
að stjórnarlagaþingið var
haldið á Eiðsvelli var sú, að
þá var Carsten Tank Anker
eigandi staðarins og rak „Eids
voll verk“, sem stundaði bæði
skógarhögg og járnbræðslu.
Ur Stórþinginu norska
Hann hafði áður verið um-
svifamikill í dönskum fjár-
málum og m. a. verið fram-
kvæmdastjóri Danska-Austur
asíu-félagsins. En frá því
starfi hvarf Anker 1811 og
Fyrsta síða grundvallarlaganna.
.............................................................. ._
tonn * JámrtL •* tSRiartfert*ntt dma« HU
lí'éV.'.V.•.••.'•.'••.•\Vv.\iV.\v-.\•.•.•.'•\\v-\W.• •• vV.'.v.v\'V.V.vv-S•„•.Vv''•.'•.•.'•.••■•.■•■•.■• V.\.v•'■■v.v.'Xv.••XV■••S•.'• e,v\‘.•.'•
settist að á höfuðbóli sínu á
Eiðsvelli. Eflaust hefur hann
verið miklu betri kaupsýslu-
maður en stjórnmálamaður.
En „mikilsháttar maður —
mörgum vilviljaður.1, var
hann. Og þar að auki vildar-
vinur Christians Fredriks
Danaprins, sem langaði til að
verða Noregskonungur og
gerði heiðarlegar tilraunir til
þess — enda varð hann það,
17. maí 1814 — en það stóð
skammt. Og það var stórveld-
unum um að kenna, eins og
oftar. Hinsvegar er ekki sagt,
að það hefði orðið Noregi
nokkur ábati að fá þennan
prins fyrir konung. Hann
varð síðar (1839—48) konung
ur í Danmörku og reyndist að
ýmsu íslendingum vilviljað-
ur, enda hefur það líklega
verið innst í hans eðli.
Hann lofaði Norðmönn-
um öllu góðu og eignaðist
áhrifamikla fylgismenn, þann
stutta tíma sem hann var rik
isstjóri í Noregi, en einmitt
á því tímabili kom ofbeldi
stórveldanna þar til sögunn-
ar. Christian Fredrik var kos-
inn Noregskonungur daginn
áður en stjórnarskráin var
samþykkt, en sú konungstign
stóð ekki nema nokkra mán-
uði. Hann varð að segja af sér
konungsembættinu eftir að
fundur, sem haldinn var i
ágúst 1814 í Moss, samkvæmt
kröfu nýs og sterks manns,
að nafni Bernadotte — fyrr-
verandi hershöfðingja í liði
Napoleons, sem hafði sæmt
þennan stríðsmann sinn mct-
orðum og gert hann að
„greifa af Ponte-Corvo“, en
sá staður er að vísu ekki til
í Frakklandi heldur í ítaliu.
En þessi metorð sýna, að
Napoleon mat Jean Baptiste
Bernadotte mikils, enda var
hann dugmaður í þjónustu
Napoleons, bæði sem her- og
Framhald. á bls. 5