Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laugadagur 18. maí 1964 milliIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUilHHIiiiiMSllllUllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllliIllllllllllllllllllllltllllllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllHIIIHIIIIIIIIllimKI/illlilllKmillllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllillllltlllllllllllllllllUllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllKlillllllllllillllllilllllllllllllllll s ^ Kveöja til ísland Einar Gerhardsesi, forsætisráðherra: MORGUNBLAÐIÐ hef- ur beðið Einar Gerhard- sen, forsætisráðherra Noregs, að rita grein í blaðið í tilefni af 150 ára afmæli stjórnarskrár Noregs. Grein forsætis- ráðherrans fer hér á H eftir: p Þegar stjórnarskrá Nor- f§ egs varð til fyrir 150 árum, 3 var það á 6 vikna erilsöm- H um fundum í ríkisþinginu 1 að Eiðsvöllum frá 10. apríl 1 til 17. maí 1814. Engu að H síður ber stjórnarskráin jj§ þess ekki merki að hún hafi H verið unnin í flýti. Margir 1 Eiðsvallamanna mættu á j§ fundinum vel undir verk = sín búnir. Þeir höfðu lesið 1 og kynnt sér stjórnarskrár 1 sem sámdar höfðu verið til handa öðrum löndum og einkum sóttu þeir hug- myndir og hvatningu til stjórnarskrár Bandaríkj- anna og stjórnarskrár Frakklands, þeirrar er í gildi var í stjórnarbylting- unni miklu. Margir full- trúa á ríkisþinginu höfðu einnig meðferðis fullunnar st j órnarskrártillögur. Eiðsvallafundinn sóttu ungir menn. Aðeins 5 full- trúar af 112 voru komnir yfir sextugt, en 12 voru undir þrítugu. Á samninga- umræðurnar að Eiðsvöll- um stafar ljóma frelsishug- sjóna æskumannanna og sjálfstæðisfagnaðar og þetta hefur sett svip sinn á ytra búnað og inntak stjórnarskrárinnar. Komið var á fulltrúa- þingstjórn í Noregi með stórþinginu, sem kjósa átti almennpm kosningum og var veitt vald til fjárveit- inga og lagasetningar. Meg inreglur um réttarfarsör- yggi og prentfrelsi voru settar fram í stjórnar- skránni. Það var þjóðin sjálf, sem fyrir tilstilli fulltrúa sinna gaf Noregi stjórnarskrána. Enginn konungur hefur nokkru sinni staðfest hana. Með tilkomu stjórnarskrár- innar skipa Norðmenn sér í hóp þeirra landa ér byggja stjórnskipulag sitt á frelsishugmyndum þeim er fram komu með upplýs- ingarstefnunni í bókmennt um Evrópu á 18 öld. Marg- ar greinar stjórnarskrár- innar hafa verið endur- skoðaðar á þeim 150 árum sem liðin eru síðan 1814 og lýðræðislegt inntak hennar hefur verið aukið og eflt. Á þessum 150 árum hafa samskiptin við grannþjóð- s ir okkar á Norðurlöndum f§ verið mjög mikilvæg. Hvað M tengslum Noregs og ís- f| lands viðvíkur þá á sagn- 3 fræðin þar drjúgan hlut að = máli. Norðmenn standa í = , =3 mikilli þakkarskuld við Is- = lendinga, ekki sízt fyrir 3 sagnaritun sína. Að vísu M hafa Norðmenn einkum = haft mikinn áhuga á ís- §j landi sögualdarinnar en á M síðari árum hefur stórum s aukizt almennur skilning- 1 ur á íslandi nýja tímans, M þróun þess og efnahagá- E horfum. \ Menningarsam- 3 skipti íslands og Noregs = sem verða æ fastmótaðri |j munu stuðla að því að fólki 3 í báðum löndunum verði §j greiðari aðgangur að upp- 1 lýsingum um grannþjó𠧧 sína og þannig styrkja 3 þann samhug sem á sér svo 3 djúpar rætur með þjóðum 3 vorum. 3 Að svo mæltu sendi ég = fyrir tilstilli Morgunblaðs- 1 ins, mínar beztu kveðjur til §§ íslands og íslenzku þjóðar- M innar. § ................................................................11111........1..............................................................1..............................................11111111111...................111111..............................................................1111.....1111......11111...........................................................I........... Ólafur Hansson, m enntaskólakennari: Norsk og íslenzk skapgeri sundurlausir þankar f>Atí er víst ósköp heimskulegt að vera með einhverjar almenh- ar vangaveltur um skapgerð heitla þjóða. í bókarkorni úm Noreg, sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum, var ég að gamni mínu að veita dálítið vöngum yfir því, hvað væri líkt og ólíkt með Norðmönnum og íslending- uim að þessu leyti. Og ég fékk heidur betur orð í eyra fyrir þetta hjá sumum gagnrýnendum. I>eir • töldu það hámark allrar heimsku að ætla sér að finna samnefnara fyrir heilar þjóðir á þessu sviði. Og auðvitað höfðu þeir mikið til síns. máls. Einstak- lingarnir með hverri þjóð eru svo hver öðrum ólíkir, að það verður alltaf meira en lítið vafa samt að tala um allsiherjarein- kenni heilla þjóða. Og þó hafa menn gert þetta í þúsundir ára. Sjálfur Páll postuli segir í einu af bréfum sínum, að Kríteying- ar séu lygnir og latir. Nú á dög- um hefur kínverski rithöfundur- inn Lin Jutang búið til eins konar stærðfræðiformúlur um skapgerðareinkenni ýmissa þjóða. Þetta eru auðvitað allt saman ákaflega hæpin yísindi. Menn bíta sig í aliskonar slggorð á þessu sviði, t.d hvað-Skotar séu nízkir, Frakkar ástleitnir, Suður- Evrópumenn æstir í skapi o. s. frv. Þessi slagorð eru áreiðan- lega . ekki í samræmi við veru- leikann nema að mjög takmörk- uðu leyti. Mér hefur ekki virzt, að Skotar séu neitt nízkari en gengur og gerist, að minnsta kosti eru margir þeirra hinir mestu höfðingjar heim að sækja, Og þetta með æsinginn í Suður- Evrópumönnum er áreiðanlega heldur engin algiid regla. Ég minnist þess ekki að hafa séð öllu rólegra fólk en allan þorra manna á Spáni. Ég get ekki bét- ur séð en að íslendingum sé öilu tamara að tala með handapati og alls konar fettum og brett- um en Spánverjum. Um Sikiley- inga og aðra Suður-ítali er reynd ar allt aðra sögu að segja, þeir koma nokkurn veginn heim við hinar almennu skoðanir um suð- rænt fólk og þess æsilega hátt- erni. En þrátt fyrir mörg slagorð og miklar ýkjur á þessu sviði get ég ekki með öllu fallizt á það, að enginn fótur sé fyrir þeirri skoðun, að munur sé á þjóðum að því er skapgerðareinkenni snertir. Ég á bágt með að trúa því, að neinn íslendingur, sem dvalizt hefur langdvölum með 'framandi þjóðum geti fallizt á þetta. Þetta er hlutur, sem menn finna á sér, þó að oft sé ekki auðvelt að gera ljósa grein fyrir því í orðum. Og ég held að við íslendingar gerum okkur ljós- ari grein fyrir okkar séríslenzku einkennum, þegar við virðum fyrir okkur hóp íslendinga með erlendu baksviði heldur en við gerum hér heima. Jæja, þó að það sé líklega ósköp fáfengilegt að vera að tala um þjóðaein- kenni ætla ég að rabba svolítið um það, hvernig Norðmenn komu mér fyrir sjónir í langri við- kynningu. Ég dvaldist í Noregi í rúm fjögur ár, oftast á stúdentagarði, þar sem saman voru komnir stúdentar úr öllum héruðum Noregs. Flestir þeirra voru úr al- þýðustétt, synir bænda, verka- manna, sjómanna eða lægri em- bættismanna. Úr eiginlegri yfir- stétt voru þarna engir, yfirstétt- arstúdentarnir bjuggu mest á hinum fína stúdentagarði á Blindern. Ég var ekki búinn að vera marga daga þarna á stúdentagarð inura, þegar ég tók eftir því, að allstór hópur Norðmannanna var miklu framari og fljótteknari en við eigum að venjast af íslend- ingum, að minnsta kosti af ís- lendingum eins og þeir voru fyrir rúmum þrjátíu árum. í þessum hópi voru menn, sem voru eins og þær ættu í manni hvert bein eftir eins eða tveggja daga viðkynningu. Og þeir voru miklu margmáili um sína hagi en við íslendingar eigum að venjast af lítt kunnugu fólki. Fyrr en varði voru þeir búnir að segja alla sína ævisögu, jafnvel ástasorgir. Að vísu eru svona Islendingar líka til, en þeir eru áreiðanlega hlutfallslega miklu færri, að minnsta kosti voru þeir það í þann tíð. Þetta einlæga og opinskáa fas fór dálítið í taug- arnar á sumum af okkur íslend- ingum fyrst í stað. Okkur fannst svona hreinskilni barnaleg og allt að því smekklaus. Það, sem við segjum ekki nema örfáum út- völdum vinum, sögðu Norð- mennirnir öllum heiminum, eins og það væri sjálfsagður hlutur. Og stundum þótti okkur hrein- skilni Norðmannanna koma fram sem hlálegt mont og grobb. Þeir voru ekkert að draga fjöður yfir það, sem þeim fannst þeir hafa gert vel í lífinu. Hjá mörgum þeirra var þetta ekkert venju- legt mont, heldur aðeins hrein- skiinir á þessu sviði eins og öðr- um. Og þegar maður fór að venjast þessu var það satt að segja miklu viðkunnanlegra en laundrýldni og uppgerðarlítillæti margra íslendinga. Ég veitti því síðar athygli, að mikill hluti hinna opinskáu og fljótteknu Norðmanna voru úr Austur-Nor- egi. En það vaí stór hópur, sem var öðruvísi. Þar voru ekki á ferðinni fljótteknir menn, sem voru orðnir góðkunningjar eftir eins dags viðkynningu. Þetta voru hægir og hljóðlátir menn, sem gáfu sig lítið að náungan- um. Stundum lifðu þeir og hrærðust í hópi tveggja eða þriggja vina, það var þeirra heimur. Og þetta var falleg vin- átta, raunveruleg vinátta. í Nor- egi vita menn, hvað vinátta þýð- ir, ævilöng og einlæg vi'nátta, sem er snar þáttur í lífi manns- ins. Vitum við íslendingar, hvað slíkt er? Við eigum nóg af kunn- ingjum, en vini, það heyrir und- antekningunum til. Reyndar þarf ekki annað erí bera saman norskar og íslenzkar bókmennt- ir til að sjá það, hversu miklu mikilvægari þáttur vináttan er í lífi Norðmannsins en íslendings- ins. — En fyrir utan menn hinna fáu og góðu vina var þarna einn hópur enn, 'mennirnir, sem fóru emförum. Þeir voru furðu marg- ir, Auðvitað þekkjum við slíka menn hér hjá okkur, en það var fleira af þeim þarna. Þetta voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.