Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 13
Laugadagur 15. maí 1964 MORCUNBLAÐIB 13 Aukin verðbúiga stór- skaðar ferðamálin — segir Einar Helgason og leggur til að við leitum samvinnu við INIorðurlönd um kynningar- starfið úti í heimi EINAR Helgason er nýtekinn við staríi Hilmars Sigurðssonar sem framkvæmdastjóri innanlands- flugs Flugfélags íslands. Einar er »ð vísu laus við allt, sem sölu- starf heitir, en þar á móti kemur nmsjón hans með daglegum rekstri stöðva félagsins erlendis, þ.e.a.s. hvað snertir afgreiðslu flugvélanna, þjónustu við far- þega og annað þvílíkt. Einar hef- nr starfað hjá Fiugfélaginu i 13 ár, síðast 7 ár sem forstöðumað- ur félagsins í Glasgow. Hann byggði upp starfsemina þar, sem nú er orðin umfangsmikil — og hefur skilað mjög góðum árangri. Mikill fjöldi íslenzkra ferða- manna, sem leið hefur átt um Glasgow undanfarin ár, hefur kynnzt lipurð og dugnaði Einars. — í Bretlandi er mikill fram- tiðarmarkaður fyrir Flugfélagið og aðra, sem vilja flytja ferða- menn til íslands, sagði Einar í viðtali við Mbl. — En þetta er ekki markaður sem vinnst í einu vetfangi, bætti hann við. 1 — Það er ekki nóg að ná fót- íestu á hinum erlenda markaði. Starfið hér heima er langtum mest, alit uppbyggingarstarfið, sem vinna þarf til þess að hægt verði að taka við æ fleiri ferða- mönnum í framtíðinni. En mörg- um finnst litils virði að snúast í kringum ferðafólk — og lítils virði að byggja upp þjónustu og annað, sem til þarf. Menn ættu þó að hafa hugfast, að ísland er á því skeiði, að allt, sem hér verð ur byggt upp til þess að bæta móttöku ferðamanna, er í raun- inni uppbygging landsins. Það kemur landinu í heild að gagni. það er liður í allsherjaruppbygg- ingarstarfi. Auk þess er það þeg- ar orðið ljóst, að þjóðarbúið í heild gæfi haft drjúgar tekjur af ferðamannamóttöku — og í fram- tíðinni gætu þær orðið jafnmikl- ar og tekjur okkar af sumarsild- veiðinni — og ferðamennirnir geta aldrei brugðizt jafnóvænt og síldin hefur gert. Við vikum að starfi hans í Glas gow, en þá miðstöð félagsins hef- ur Einar byggt upp svq til frá upphafi. Sagði hann, að starf sitt þar hefði verið tvíþætt. f fyrsta lagi að kynna fsland og afla Flug félaginu farþega til íslands. í öðru lagi að afla farþega á flug leiðinni Glasgow — Kaupmanna- : höfn. Stór hluti af sölustarfinu þarna sé unninn með aðstoð ferða skrifstofanna, en skrifstofan í Glasgow hefði að staðaldri sam- band við um 80 slíkar skrifstofur í Skotiandi, — Við höfðum ágætum mönn- um á að skipa, skozkur sölumað- ur, Philip Tasker, hefur verið hjá okkur í mörg ár og unnið gott starf. Svo var Ólafur Jónasson. sem nú hefur tekið við skrifstof- unni, einnig í sölustarfinu langan tíma. Um 70—80% af árlegum sumarferðalögum Skota eru seld af ferðaskrifstofunum og íslands- farþegar frá Skotlandi koma í svipuðu hlutfalii frá skrifstofun- um. Sjálfir seljum við minnsta hluta farseðlanna. — Síðustu árin hafa heimsókn- ir Skota hingað vaxið að jafnaði um 20% og þannig mun þetta halda áfram að vaxa á næstunni, ef rétt er á spilunum haldið. En markaðurinn er ekki ótakmark- aður, heldur ekki áfram að vaxa takmarkalaust, því Skotar eru sjálfir á norðurslóðum og líta gjarnan suður á bóginn alveg eins og við, þegar farið er að hugsa til sumarferðalagsins. — En á síðustu árum hefur ekki verið óhagstætt að vera er- lendur ferðamaður á íslandi. Ef verðlagið heldur hins vegar á- fram að hækka fer svo áður en langt um líður, að straumurinn hingað minnkar. Millistéttarfólk á Bretlandi ferðast mikið. Það fer árlega í sumarferðalag, en það hefur ekki ótakmörkuð fjárráð. Ef hálfs mánaðar siunarferðalag til íslands fer upp úr 100 sterlings pundum, þá höfum við þar með misst samband við stóran hluta af markaðnum. Þannig getur verðbólgan eyðilagt það, sem við höfum verið að byggja upp á undanförnum árum — og kostað til þess töluverðu fé, en langtum meiri fyrirhöfn. — Hingað kemur einkum fólk, sem hefur séráhugamál, fyrst og fremst varðandi hina sérstæðu náttúru landsins. En t.d. Norð- menn hafa af ýmsu að státa, þeg^ ar norðurslóðir komast á dagskrá — og þeir eru harðir í áróðrin- um. Þeir hafa náð mjög góðum árangri og til Noregs er hægt að komast á miklu ódýrari hátt frá Skotlandi en til íslands. Ferða- maður, sem ofbýður verðið á öll- um hlutum hér á fslandi, er alls ekki í neinum vandræðum. Hann fer þá bara til Noregs eða eitt- hvert annað — þar sem margt er að sjá og aurarnir endast betur. — En svo að við snúum okkuf að hinum þætti starfseminnar í Glasgow, þ.e.a.s. flutningunum á milli Glasgow og Kaupmanna- hafnar, þá verður ekki annað sagt en að við höfum staðið all- I vel að vígi fyrstu árin, sem við áttum Viscountana. Flugfélagið var eina félagið, sem flaug beint á milli Glasgow og Hafnar — og er það reyndar enn. En þá var SAS með DC-7C frá Prestwick — og ef flogið var með BEA þurfti að fara um London. Flutn- ingar á þessari leið fóru því fljótt vaxandi hjá Flugfélaginu eftir að við lögðum megináherzlu á að kynna þessar ferðir. — Nú hefur farþegafjöldinn staðið í stað um skeið, bæði vegna þess, að SAS er nú með þotur í förum milli Prestwick og Hafnar — og svo tekur ferðin um Lon- don með SAS eða BEA ekki ýkja langan tíma. Fyrir þá, sem búa I Glasgow og grennd er ferðalagið með Flugfélaginu til Kaupmanna hafnar styttra en hjá hinum, sem þó bjóða hraðfleygari og nýrri flugvélar. — Renfrew flugvöllurinn við Glasgow er í rauninni orðinn allt of lítill fyrir borgina og undan- farin ár hefur mikið verið deilt um það hvort færa eigi allar. flugsamgöngur við borgina til Prestwiek, sem er sem svarar klukkustundar akstri frá Glas- gow — eða byggja nýjan flug völl í stað Renfrew — skarnmt frá borginni . — Eftir miklar deilur, sérfræð ingarannsóknir og ótal álitsgerð- ir varð niðurstaðan sú, að talið var með öllu útilokað að flytja alla starfsemina við Prestwick. BEA, sem árlega fytur þrjú til fjögur hundruð þús. manns til og frá Glasgow taldi slíkan flutning hreinan dauðadóm yfir þessum flutningum. Þetta dæmi er í raun inni hliðstætt því, að allt flug til Reykjavíkur yrði flutt til Kefla- víkur. í stað þess að flytja til Prest- wick var ákveðið að reisa nýjan flugvöll í grennd við borgina. Heitir sá Abbotsinch og verður tilbúinn til notkunar eftir tvö ár. Svona fara þeir að í Skotlandi — og hvað okkur hér snertir er ég hræddur um að flutningur flugsins til Keflavíkur mundi stórlama alla okkar flugstarf- semi. Veðurfarið er óstöðugra hér en nokkurs staðar annars staðar — þar sem ég þekki til. Ég held, að ógemingur ýrði að reka innanlandsflugið þaðan. — Það er stöðugt vandamál í innanlandsfluginu hjá okkur að halda áætlun. Veðurfarið er óútreiknanlegt og fólk hefur vanizt þessu, er hætt að reikna með brottför og komutíma „á slaginu". Þetta getur svo valdið því, að ekki er hægt að halda áætlun, þegar veður leyfir loks- ins. — En stundvísin er okkur ekki í blóð borin. Ef til vill er það m. a. veðurlagið, sem því hefur valdið. Hér er svo margt óútreiknanlegt. Við hjá Flug- félaginu höfum mikinn áhuga á að gera okkar til að bæta úr þessu — og í utanlandsfluginu hefur þetta komizt í allgott lag. Óstundvísi þar getur líka orðið afdrifarík fyrir farþegana. Seinkun flugvélar ag morgni héðan til útlanda getur valdið því, að farþegi missir af annarri flugvél, sem hann ætlaði að halda áfram með lengra. Hann verður þá e. t. v. að biða lengi eftir fari., fram á næsta dag. Þá skapast vandræði í sambandi við hótelin. Strandaglópurinn verður að fá inni þar sem hann er strandaður. en lætur ekki sjá sig á hinum staðnum — þar sem hann átti pantað hótel. Já. það er geysimikilvægt atriði að vera stundvis og láta allt ganga snurðulaust. — En það, sem mér er efst í huga, þegar ég er spurður um reynzlu mína ytra — og þann dóm, sem ég dreg af henni — það er kynningarstarfið. Lítil von er til þess að við getum nokkru sinni gerzt hálfdrætting- ar á við útlenda hvað þetta snertir, einfaldlega vegna þess að áróðurinn er svo fjárfrekur. Það er hrein óvera, sem við höf- um varið til þessara mála, en Flugfélagið hefur samt lagt mik- ið af mörkum miðag vð stærð sína. Hér þarf nýtt átak — og hið opinbera mætti gjarnan eiga þar einhvern hlut að mál. Slíkt þykir sjálfsagt meðal nágranna- 'þjóðanna — og er ekki venjan að leita fordæmis þar? En þrátt fyrir að við veitum mikíu fé á okkar mælikvarða til þessarar starfsemi yrðum við áfram smáir í samkeppninni. sem stöðugt fer harðnandi. Við þurftum að leita samvinnu við hin Norðurlöndin. Þau hafa samvinnu á þessu sviði sín á milli víða um heim. Við þyrftum að gerast aðilar þar að. Það væri hægkvæmt í öllu til- liti, við höfum ekki efni á að reka jafnvíðtæka kynningar- starfsemi og þyrfti — einir. Ég hvet ráðamenn hér með til að athuga þennan möguleika. „Skeldýrafána íslands I — Samloku í sj«“ eftir Ingimar Óskarsson er komin út í nýrri útgáfu. Segir frá öllum skeljategundum, er fundist hafa við ís- land. 108 myndir. Fróðleg, skemmtileg, gagnleg. Verð: kr. 147.70. BÓKAÚTGÁFAN ASÓR, Pósthólf 84, Reykjávík. Fyrir sumarið Ljósmyndavelar við allra hæfi VITORET VITO „CLR“ BESSAMATIC VESTUR ÞYZK FRAMLEIÐS LA TRYGGIR GÆÐIN. EINKAUMBOÐ: SÖLUUMBOÐ: SVEIIMIM BJÖRIMSSON & CO. GARÐASTRÆTI 35 — REYKJAVÍK. GEVAFOTO HF. LÆKJARTORGI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.