Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 15
Laugadagur 18. maí 1964
MOOfí IIN Ql AÐIB
15
— Stjórnarskráin
/50 ára
Framhald af bls. 5
Kaupmannahafnar í júní til
þess að reka á eftir Friðrik
VI. og láta hann standa við
orð sín. Hann hafði sem sé
afsalað norska konungsdæm-
inu í hendur Svíakonungs. Og
í júlí var afráðið að láta
vopnin tala. Svíar höfðu nær
tvöfalt meira lið og réðust
inn í Noreg og tóku Frekriks
stad 4. ágúst. Tveim dögum
síðar var gert vopnahlé og
farið að semja um deilumál
í Moss. Um miðjan mánuðinn
var samið um 3 vikna vopna-
hlé. Þar var ákveðið að Krist
ján Friðrik skyldi kveða sam
an „ekstraordinært Stórþing“
ekki síðar en í október. Og
10. okt. lagði hann niður völd
in, og hvarf til Danmerkur í
xnánaðarlokin. En 2ö árum
síðar varð hann konungur
Dana.
— En sættir tókust við
Bernadottana. Riddarlíkneski
Karls Johans stendur fyrir
framan konungshöllina í
Osló — og frægasta stræti
höfuðborgarinnar heitir Karl
Johansgata.
Og örlögin höguðu því svo,
að ST ári eftir 1814 settist
danskur prins á konugsstól
í Noregi. Það var í anda Eiðs
vallarmanna frá 1814.
Rithöfundur til
Svíþjóðar
UM mörg undanfarin ár hafa
samvinnufélögin sænsku boðið
íslenzkum rithöfundi árlega til
þriggja vikna dvalar að „Vár
GSrd í Saltsjöbaden, og hafa rit-
höfundafélögin tvö hér á landi
skipzt á um að þiggja boðin.
Nú í ár féll í hlut Rithöfunda-
félags íslands að senda fulltrúa
sinn þangað, og varð fyrir val-
inu skáldkonan Sigríður Einars
frá Munaðarnesi, sem farin er
utan nú fyrir skömmu.
Áheit á kirkj una
i Höfðakaupstað
FRÁ UPPHAFI kristins siðar á
íslandi hefur staðið kirkja á
Spákonufelli á Skagaströnd. En
þar bjó Þórdís spákona, er krist
in var, og fóstraði upp fyrsta
íslenzka kristniboðann, Þorvald
hinn víðförla. Kirkjan á Spá-
konufelli átti óvenju marga
verndardýrlinga, þvi hún var
helguð hinum heilaga krossi, og
guðsmóðir, Maríu, Þorláki bisk-
upi helga, Jóhannesi postula og
Ólafi konungi. Kirkja þessi var
oft vel búin, og bar vott þess
þeir mestu gripir, sem nú prýða
hina nýju kirkju, er reist var
í Höfðakáupstað. En ér fólki
fjölgaði mjög í Höfðakaupstað
og kirkjuhúsið Var orðið gamalt
á Spákonufelli, var reist ný
kirkja í Höfðakaupstað 1928, en
kirkjugarðurinn er enn á Felli,
og mun svo verða um langan ald
ur. Kirkja sú, sem er arftaki
Spákonufellskirkju, er úr steini,
en er orðin of lítil, enda hefur
íbúatala meira en tvöfaldazt.
Kirkjan í Höfðakaupstað hefur
erft ástsæld hinnar gömlu Spá-
konufellskirkju og orðið vel til
áheita á síðustu árum. Hafa
henni borizt sem áheit kr. 6.785,00
auk þess gaf Árni Sveinsson^ til
minningar um konu sína, Ingi-
björgu Þorkelsdóttur, kirkju og
kirkjugarði kr. 10.500,00.
Á árinú 1963 hafa kirkjunni
borizt þessi áheit: Frá H.S. kr.
100,00, J.Ó.Í kr. 1000,00, B.J. kr.
3.000,00, J.S.P. kr. 100,00, J.J. kr.
100,00, H.K. kr. 200,00, og S.G.
kr. 100,00. Samtals á þessu ári
kr. 4.600,00.
Hefur því kirkjunni borizt í á-
heitum og gjöfum á undanförn-
um árum alls kr. 21.885,00. Fær
i ir hér með sóknarnefnd kirkj-
unnar öllum þessum gefendum
hugheilar þakkir og árnaðarósk
ir sínar um blessunarríka fram-
AÐEINS
KR.
REYKJAVÍK -NEW YORK-REYKJAVÍK
Nú er ekki dýrara að fljúga fil New York en margra
sfórborga Norður-Evrópu.
Það kosfar ekki nema 7613 krónur (án söluskaffs) að
fara til New York og aftur fil Reykjavíkur ef ferðasf er
með 21 dags fargjaldakjörum Loftleiða.
Það er ekki dýrara að dvelja í Bandarikjunum en ýms-
um löndum Evrópu.
•
Það kosfar ekki nema 99 dali að aka um gervöll Banda-
ríkin með Greyhound og Continenfal Trailways lang-
ferðabifreiðum og má ferðasf ófakmarkað í 99 daga.
Þretfán bandarísk flugfélög bjóða sameiginlega ófak-
markaðar flugferðir í 15 daga fyrir aðeins 100 dali
eða 45 daga ófakmarkað fiug fyrir 200 dali.
i New York verður heimssýningin opin í allt sumar.
Þúsundir Yesfur-íslendinga munu hitfasf að Gimli 3.
ágúsf í sumar og allan ársins hring er íslendingum vei
fagnað í öllum byggðum frænda sinna í Yesturheimi,
Óvíða er jafn fagurt og fjölbreytilegf landslag og í
Bandaríkjunum.
Sums sfaðar er þar sumarveðráffa allf árið.
Vegna alls þessa er nú mjög freisfandi að ferðasf með
Loffleiðum tii Bandaríkjanna.
•
Þægilegar hraðferðir heiman oq heim.
Loftleiðis landa milli.
■V'