Morgunblaðið - 08.07.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.1964, Blaðsíða 8
5 MORCUNBLADIÐ Miðvikudagur 8. júlí 1964 í>AÐ er ólíkt saman að jafna taekifærum nútímaskákmeistar- ans og þeirra er ruddu veginn um síðustu aldamót. I>á var lítið um alþjóðaskákmót sem igefið gátu góða æfingu, en í dag eru haldin tugir alþjóðlegra skák- móta á ári hverju með þátttöku mjög öflugra sikákmeistara. Núna tekur það alþjóðlegann stórmeist ara, sem heldur vel á spilunum, e.t.v. 10 ár að tefla jafn margar kappskákir og það tók alla æfina íhjá aldamótameistara. Erida hafa framfarirnar ekki látið á sér standa. Hvítt: W. Uhlmann. Svart: Dely. Kóngs-indversk vörn. / 1. d4. Kftí. 2. c4, c5. 3. d5, d6. 4. Rc3, g6. 5. e4 Bg7. 6. Be2, 0-0. 7. Rf3, e6. Najdorf leikur hér oft 7. — e5, en þá fær staðan allt annað út- lit T.d. 8. Bg5, 'h6. 9. Bh4, a6. 10. Rd2 Dc7. 11. 0-0 ag hvítur hefur örlítið betur. 8. Bg5, exd5. 9. cxd5!? — Uhlmann teflir upp á vinning! Eftir 9. exd5 er staðan afar mein laus og svartur á ekki ýkja er- fitt með að jafna taflið. 9. — Bg4. Skemmtilegri verður staðan eftir 9. — h6. 10. Bh4, b5!?, þar sem svartur fórnar peði fyrir frjálsa stöðu. 10. Rd2 — Þessi leikur er hugsaður sem liður í sókn á miðborðinu. Leikurinn hefur þann kost að losa um peðameirihluta hvíts á kóngsvæng. Önnur frambærileg leið var 10. h3, Bxf3. 11. Bxf3, Rbd7. 12. 0-0. Það sem hvítur hefur biskupaparið. 10. — Bxe2. 11. Dxe2, a6. 12. 0-0 — Uhlmann sér auðvitað að 12. a4 á ekki heima í þessari stöðu. Það væri aðeins vatn á myllu svarts að eiða leiki í slíkar aðgerðir. 12. — Rbd7. 13. 14, He8. 14. Hael, b5. SvArtur verður vitaskuld að rvotfæca sér möguleika sína á drottningarvæng, til þess að vega upp á móti miðborðssókn hvíts. 15. Df3 — Svartur hótaði b4 ásamt h6 og etv. gð og Red5. 15. — c4. 16. Khl, Dc7? Þessi eðlilegi leikur reynist banabiti svarts. Betra var 16. — h«. 17. Bh4, b4. 18. Rdl Hc8 og hvítur á erfitt með að leika e5 að svo stöddu. 17. Bxf6!, Bxf6. 18. e5! — Nú kemur sprengingin sem Dely hélt sig hafa fyrirbyggt með 16. — Dc7. 18. — dxe5. Að vísu veitti 18. — Bg7 meira viðnám. T.d. 19. e6, Rf6. 20. f5 en ekki eru horfurnar sér- lega góðar. 19. fxe5, Bxe5. Eða 19. — Hxeö. 20. d6!, Dd8. 21. Hxe5. 20. Dxf7f, Kh8. 21. Rf3, Hf8. 22. Rxe5! Hfl, 23. Rxf7f, gefið. Eftir 23. — Kg«. 24. He7, hót- «r Rh6 og Hff7. I. R. Jóh. siiiiiiioiitioiiiiooiiiioiiioiiiiiiiiotiiooiooooiHiiiim 1 ÞAÐ er hæglátur maður, lítið S lotinn í herðum, sem oft sést á M ferli við elliheimilið í Kefla- 1 vík. Hann heitir Jón Guð- j§ brandsson og varð sjötugur H fyrst á þorra. Jón er ekki vistmaður á elli ÍE heimilinu Hlévangi í Keflavík, E heldur og fremur faðir þess, S því hann gaf Keflavík hús = elliheimilisins og síðar helm § ing af íbúðarhúsi sínu, þar á S bak við. / í tilefni af 70 ára afmæli =j sínu snéri Jón Guðbrandsson = venjunni Við og gaf Keflavík- E uribæ afmælisgjöf — 150 þús. g krónur — til stofnunar barna H heimilis, svo að hagur beggja E enda ævinnar, æska og elli, E væri betri hagur búinn. Menn sem svo hugsa og H framkvæma, hljóta ag vera S búnir sérstökum hugsanahætti E og góðvild til samborgaranna. " Það varð því að ráði að g _r,æða við Jón um lifsstarf hans E og tilefni þessa höfðingsskap- = ar . Jón Guðbrandsson er hæg- S látur maður og dulur, en þó 19 3 „ Það er vont að fá aurana yf irfær&a til annars lifs" Spjallað við Jón Guðbrandsson í Keílavík má margt læra af lífi hans og starfi. Jón segir sjálfur að líf sitt sé viðburða- og tíðindalaust, það hafi aðeins lengst með hverju árinu og sé nú brátt á enda — hann segist hafa fund- ið ánægju í hverju starfi, sem honum hafi tekizt að leysa vel af hendi, en það sé ekki í frá- sögur færandi, það séu svo margir sem geri það — þú mætir allsstaðar á leið þinni mönnum á borð við mig, sem hafcT bara unnið og á þann hátt tekið þátt í uppbyggingu þess, sem er í dag. — Nei, ég er ekki fæddur í Keflavík, það eru svo margir Keflvíkingar, sem eru það ekki — Ég er Breiðfirðingur í húð og hár, fæddur að Halls stöðum á Fellsströnd 3. febrú ar 1894. Foreldrar mínir voru Kristín Sigríður Halldórsdótt- ir og Guðbrandur Jónsson, þar ólst ég upp og tók síðar við búinu og bjó þar ásamt for- eldrum mínum og síðar einn í 12 ár — Faðir minn var blind ur í 19 ár — Þar var oft erfitt því Hallsstaðir var afskekt harðbalajörð fremst frammi í dal. Sauðfé varð eini búrekst urinn og hlunnindin mór og hrís. Mér varð lítið úr kotinu, þegar ég brá búi, en þó hefur allt lánast vel. — Svo lá leiðjn til Kefla- víkur? — Já. Ég kom hingað 1931, hafði þá verið hér á vertíðum og þekkti svolítið til. Þeir fluttust líka hingað bræður mínir, Björn og Torfi, en Hall- dór komst ekki, hann og Björn eru nú dánir eins og þú veizt. Ég stundaði alla vinnu, sem til féll, bæði á sjó og landi, og mér gekk oftast vel að fá vínnu, þó oft væri þröngt um það. Svo fór ég seinni árin að dútla við smíðar og byggja hús. — Þú hefur kunnað vel við þig í Keflavíkinni og ekki saknað sveitarinnar? — Það þýðir ekkert að sakna þess, sem maður yfir- gefur. í Keflavík hef ég kunn að vel við mig innan um ágæt- isfólk. — Þú hefur tekið þátt í vexti bæjarins með því að byggja hús? — Það getur varla talizt þó ég sé viðriðinn 3 eða 4 hús. — Jú, það hafa orðið miklar breytingar á Keflavík. Þegar ég byggði húsið á Suðurgötu 31, sem nú er í miðbænum, þá var það talið uppi í sveít og ég þurfti að leggja veg yfir móana til að koma bíl að hús- inu. Svo kom þetta smátt og smátt og í stórum stökkum og nú er Suðurgatan löng og mi'k U. — Svo byggðir þú þetta hús sem við erum staddir í, og elli heimilið sem er hér fyrir fram an? — Það var barnaleikur að byggja þessi hús á borð við það fyrsta. Það var erfiðara að komast af á þeim árum — en nú er ég kominn á sveitina og hefi aldrei haft aðrar eins tekjur — þær eru tvöfaldar, svo þú sérð, að það er gott að verða gamall núna. — Byggðirðu húsið á Faxa- braut 15 með það í huga að gefa bænum það fyrir elli- heimili? — Ónei. — Ég hafði aldrei hugsað mér að byggja elli- heimili. Ég varð að byggja þetta hús útaf nokkurskonar lóðaþrætum. Bærinn stækkaði ört og skipulagið breyttist oft, svo að íbúðarhús mitt varð langt frá götu, og þá var mér uppálagt að byggja bílskúr og innkeyrslu, svo ég kæmist að húsinu — en ég hafði aldrei átt annað en hjólbörur, þess- vegna varð ég að kaupa lóð- ina fyrir framan og hefja þar byggingu, til að leysa málið. — Hversvegna datt þér í hug að gefa húsið fyrir elli- heimili? — Ég hugsa að það hafi verið vegna þess að bygging- unni var ekki alveg lokið, nú og svo vantaði þessa stofnun — ég þekkti það af gamalli reynslu. — Nei, ég hefi ekki séð eftir því, allur rekstur og heimilisbragur er svo góður og þetta hefur komið í góðar þarfir. — Svo gafstu helmingin af þínu eigin íbúðarhúsi líka? — Þetta sem ég hefi er nóg fyrir mig, en elliheimilið hafði not fyrir meira húsnæði. — Þú lézt þér þetta ekki nægja, heldur hefurðu nú gef- ið Keflavíkurbæ 150 þúsund krónur til að stofna barna- heimili — þú vilt með því bæta björ beggja enda æfi- skeiðsins — æskunnar og ell- innar — Það var líka þörf fyrir barnaheimili — og eins og þú veizt er svo vont að fá yfir- færslu á þessum aurum til annars lífs — það mundi lenda í eintómu stappi, sem ég er enginn maður til að standa í. — Finnst þér ekki eins og mörgum öðrum æska nútím- ans vilt og spillt? — Ónei — ekki sérlega, en sé svo þá er það ekki hennar einnar sök. Við þeir fullorðnu eigum þar meiri hlut að máli með fordæmi okkar og fram- ferði. Við hefðum verið sízt betri með sömu aðstæðum og ungdómurinn hefur nú — það hafa margir miðaldra mennirnir sýnt. Ég hefi trú á æskunni, hún á eftir að byggja þennan bæ og aðra og halda áfram að vera sóma þjóð — — Svo ætlar bæjarstjórnin að láta gera af þér málverk til að prýða elliheimilið? — Það verður engin prýði af því — það getur ekki orðið nema ljót mynd og ég vor- kenni heimilisfólkinu í Hlé- vangi, sem á að horfa á mynd ina í framtíðinni. — Og Jón fylgir okkur út á tröppurnar á bakhúsinu. Fyrir framan blasir við elliheim- ilið Hlévangur, ljósum prýtt. Jón strýkur sigggrónum höndum um hárlítinn koll- inn og brostir til glugganna. — hsj — 51 IMOOOIIIOIOIHHOHHHOHOIOItOIIMOOOOOIOIHOIOOOIHMHIOIIOIOIIOIOIOOOtlOIIHIOIHHIOIOIHOOHIHHIIOOHOOIOHOIHOHIIHHOHIOmOOIHOOIHHMIHIOIIOHOOOHIIIHOIIHOHHOOOOHIHIOHHHHIMIHHHIHOOOMIOOHIU Dómur um iðnréttindi í HÆSTARÉTTl hefur verið kveðinn upp dúmur i máli, er ákæruvaldið höfðaði geng Hali- dóri Þráni Sigfússyni, rakara fyrir brot á ákvæðum laga um iðju og iðnað, en hann hafði starfrækt rakarastofu hér í borg án þess að hafa til þess tilskilin meistararéttindi. Var þess krafizt, að ákærði yrði dæmdur tii refsingar og- til réttindamissis og ennfremur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir eru í stuttu máli á þá leið, að þ. 18. október 1958 fékk ákærði Halldór Þráinn Sig- fússon útgefið sveinsbréf í rak- araiðn hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík. Frá Þeim tíma og þar til í árslok 1960 stundaði hann aðra vinnu en rakarastörf, en þó kom það fyrir endrum og eins, að hann rakaði eða klippti kunn ingja sína heima hjá ’sér. Með samningi dags. 7. desem- ber 1960, keypti ákærði rakara- stofu að Langholtsvegi 130. Ákærði hóf vinnu á rakarastof- unni í ársbyrjun 1961 og vann þar einn síns liðs, fyrst í stað. Er hann hafði verið kærður fyr- ir þennan rekstur og því máli verið lokið með dómsátt réði hann til sín mann að nafni Guð- jón Mýrdal, en ákærði kveðst hafa haldið, að maður þessi væri fullgildur meistari í rakaraiðn, enda hefði hann rekið rakara- stofu um margra ára skeið- Hefði ákærði eingöngu ráðið hann, af því að hann hélt, að með því yrði bætt fyrir háttsemi þá, sem hann hefði áður fengið sekt fyrir- .. _ .... .... í forsendum að dómi sakadóm* Reykjavíkur, sem staðfestur var í Hæstarétti að efni til, segir svo: Ákærði er ákærður fyrir að hafa gerzt brotiegur við 14. gr. 1. mgr. laga nr. 18 1927, sbr. 2. gr. 1. mgr. nr. 105, 1936, en hún hljóðar svo: „Enginn, hvorki stofnun né einstaklingur má reka iðnað, nema meistari í iðn- inni hafi þar alla verkstjórn á hendi,“ en skv. 13. gr. 1. nr. 18. 1927, sbr. 1. gr- 2- mgr. laga nr. 105, 1936 rekur sá iðnað, „sem ber fjárhagslega ábyrgð á iðnrekstrinum.“ Úrlausnarefnið er því að meta, hvort ákærði verði talinn „reka iðnað“ í merk ingu laganna með starfrækslu rakaraatofu sinnar.“ í dóminum var síðan greint á Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.