Morgunblaðið - 08.07.1964, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 8. júlí 1964
MORCU NBLAÐIÐ
23
Búnaðarbankinn opn-
ar útibú í Stykkishólmi
Siðastliðinn miðvikudagr var
opnað útibú Búnaðarbanka ís-
lands í Stykkishólmi. Útibúið
yfirtekur jafnframt starfsemi
Sparisjóðs Stykkishólms.
í tilefni þessa var haldið hóf
s.l. laugardag í Stykkishólmi og
þangað boðið ýmsum mönnum
víðsvegar úr sýslunni og alls
voru gestir 60—70 talsins.
Frá bankans hálfu komu frá
Reykjavík Stefán Hilmarsson
bankastjóri, Guðmundur Hjartar-
son bankaráö&maður og Trygigvi
Pétursson fulltrúi. Þá komu og
úr Dölum þeir Friðjón Þórðar-
son bankaráðsmaður og Ásgeir
Bjarnason varabankaráðsmaður.
Friðjón Þórðarson stjórnaði
hófinu, en aðalræður fluttu Stef-
án Hilmarsson, fyrir hönd bank-
ans, og séra Sigurður Ó. Lárus-
son fyrir hönd sparisjóðsins. Auk
þeirra tóku margir aðrir til máls.
Menn vestur þar hyggja gott
til samstarfs við hið nýja banka-
útibú um leið og þeir þakka
merkt og gott starf sparisjóðs-
ins.
Hóf þetta var í alla staði hið
ánægjulegasta
Bankastjóri hins nýja útibús er
Ólafur Guðmundsson, fyrrv.,
sveitarstjóri og meðstarfsmaður
hans Jóhann Rafnsson, sem um
langt skeið hefir starfað við
sparisjóðinn.
Banikinn er í hinum gömlu
húsakynnum sparisjóðsins, en
hyggur á úrbætur í þessu efni.
Höfrungur III. landaði
stærsta síldarfarminum
Raufarhöfn 7. júlí.
SÍLDARVERKSMIÐJAN hér hef
ir nú tekið á móti alls 162 þús-
und málum til bræðslu. Hér á
Raufarhöfn hefir nú verið saltað
í 9:315 tunnur. Söltunarstöðin
Óðinn er hæst með 2000 tunnur,
þá Hafsilfur með 1800 og þriðja
er Borgir með 1400 tunnur.
Á sama tíma í fyrra hafði
verksmiðjan tekið á móti 73 þús-
und málum og söltun var þá um
— Flugfélagið
Framh. af bls. 24
inni DC 3 gat s.l. sunnudag flutt
30 farþega frá Rergen til Sörvaag.
Um þetta segja flugyfirvöldin
dönsku: — Það eru gerðar ná-
kvæmlega sömu kröfur til þessa
félags eins og til Fiugfélags ís-
lands. Enn fremur segja þau að
auk þessa, fljúgi danska flugfé-
lagið Soanfly til Færeyja, og geti
það náð flugtaki á hinum stutta
velli í Færeyjum þar sem það
noti fjögurra hreyfla vél en ekki
tveggja hreyfla eins og DC 3 vél
arnar séu.
Kröfur þær, sem nú eru gerðar
þýða að fjöldi farþega til Bergen
og Kaupmannahafnar frá Færeyj
um færist úr 20—22 í 15, en til
Glasgow úr 23 í '16. Þessi far-
þegafjöldi þýðir stórtap á ferð-
unum. Flugfélag íslands á þegar
pantanir í 20 fullsetnar flugferð-
ir, segir enn fremur í fyrrgreind
um skeytum.
I tilefni þessara frétta sneri
Morgunblaðið sér í gærkvöldi til
taLsmanns F. í. varðandi Færeyja
flug, Jóhanns Gíslasonar, og
sagði hann að Flugfélagið gæti
ekkert við fyrrgreindum kröfum
sagt. Það yrði að fara eftir þeim
reglum, sem Danir settu. Þeir
hefðu frá upphafi gefið til kynna
að eftir þeim yrði að fara. Hins
vegar hefði Flugfélagið vonast til
að þeir myndu fallast á að regl-
ur þær, sem gilda á íslandi yrðu
einnig látnar gilda í Færeyjum,
en reglur um hámarksþunga flug
véla er mismunandi í hinum
ýmsu löndum. T.d. er hámarks-
(þungi DC 3 12.700 kg. í Bret-
landi, 12.500 kg. hér á íslandi, en
ekki nema 12.200 kg. í Danmörku
og svipaður i Noregi. Norðmenn
hafa hins vegar fallizt á að ís-
lenzku reglumar giltu hjá ?eim
fyri.r íslenzkar flugvélar og hafa
því heimilað flug til Bergen með
fyrrgreindum hámarksþunga.
— Flugvöllurinn í Færeyjum
leyfir ekki fullan hámarkslþunga,
en það breytir miklu hvort hann
er færður til samræmis við.braut
arlengd úr 12.500 kg. eða úr 12.
200 kg. eins og Danir gera kröfu
td.
Aðstæður á hverjum tíma ráða
því svo að sjálfsögðu hver há-
marksiþunginn er og fer það bæði
eftir vindstöðu og hitastigi, auk
brautarlengdar.
Auðvitað orsakar þetta stór-
tap fyrir Flugfélagið og um fram
hald Færeyjaflugs er ekkert frek
ar að segja á þessu stigi, sagði
Jóhann að lokum.
það bil að byrja á þessum tíma.
í gær landaðr Höfrungur III.
hér 2000 málum og er það mesti
síldarafli, sem eitt skip hefir
komið með hmgað til síldarverk
smiðjunnar i einni ferð.
Hér er nú geysimargt fólk,
einkum kvenfólk og munu 10
konur á móti hverjum einum
karlmanni á staðnum. Söltunar-
stöðvarnar eiga kost á fleira
starfsfólki, en þær geta notfært
sér. — E.J.
Hótaði lagskonu
sinni kana
Raufarhöfr. 7.' júlL
ÞAÐ skeði hér aðfaranótt s.l.
föstudag að ósætti kom kom upp
milli 17 ára pilts og jafngamallar
stúlku, sem hér höfðu tekið sér
saman herbergi á leigu, en ekki
eru opinberlega trúlofuð, þótt
kærustupar teljist. Pilturinn mun
ekki heill á geðsmununum og
hefir verið á geðveikrahæli í 3
ár. Telpan mun einnig vangefin.
Afbrýðiskast hafði gripið pilt-
inn og hafði hann hótað stúlk-
unni að drepa hana, en hún
komst út um glugga og maður
í næsta húsi gat hjálpað henni
niður. Ekki meiddist stúlkan, en
læknir gaf henni róandi lyf.
Næsta.dag kom lögreglan í Húsa-
vík og flutti manninn til Reykja-
víkur, en lögregla Raufarhafnar
var fjarstödd vegna ferða Philips
prins um Mývatnssveit. Hér eru
í sumar 3 lögregluiþjónar úr
Reýkjavík.
í landlegum er hér talsvert u.m
hávaða og róstur og var svo síð-
ustu nótt, en ekki þykja það frá-
sagnarverðir atburðir svo algeng
ir eru þeir.
14 farast í
s
Chamonix, 7. júlí (AP-NTB)
í DAG létu 14 menn lífið, er snjó
flóð féll á þá. í frönsku Ölpunum.
Meðal þeirra var franski skíða-
kappinn, Charies Bozon, heims-
meistari i svigi 1962 og fjórir
kennarar við skóla, sem útskrifar
löggilta fjallaleiðsögumenn. Niu
voru nemendur skólans.
Slysið varð á fjallinu Agiuille
Verte, sem er rúmlega 4,100 m.
á hæð.
— Aðalfundur KEA
Framhald af bls. 12
voru endurkosnir í stjórn félags-
ins til þriggja ára.
í árslok 1963 voru félagsmenn
KEA 5342. — Fastráðið starfsfólk
um 430 manns. Launagreiðslur
til fastra starfsmanna og laus-
ráðinna námu alls um 60 millj
Stofnsjóður félagsmanna var í
árslok kr. 27.5 millj. en greiðslur
úr sjóðnum á árinu urðu 595 þús.
krónur.
Peningafölsun í Dan-
mörku fyrr og nú
Skrifstofustjóri í dönskum banka athugar hvort seðill sé falskur með aðstoð kvarzljóss.
<f
ákveðið að reyna að falsa 10
krónu seðla.
OF MIKIÐ KAMPAVÍN
Þeir félagar komu sér sam-
an um, að ljósprentarinn og
steinprentarinn skyldu sjá um
hina tæknilegu hlið málsins,
en skraddarinn átti að koma
peningunum í umferð. Þjóð-
bankinn komst fljótlega að
því, að falskir peningar væru
í umferð. Þess vegna þorði
skraddarinn ekki að skipta
þeim í verzlunum. Honum
hugkvæmdist að halda heldur
dýrlegar kampavínsveizlur, og
þegar sjón gestanna var farin
að óskýrast, skipti hann á 10
krónu seðlum sínum og inni-
haldinu úr veskjum gestanna.
En það var kampavínið, sem
felldi skraddarann á hans
eigin bragði. Hann hafði verið
algjör bindindismaður áður en
hann varð ríkur, en nú steig
hinn göfugi drykkur honum
svo til höfuðs, að hann fór að
strá um sig 10 krónu seðlum,
sem enn voru ekki orðnir þurr
ir, og þar með fór fyrirtækið
út um þúfur.
Þetta var síðasta peninga-
fölsun að einhverju marki í
Danmörku áður en 100 krónu
seðlarnir komu fram í dags-
ljósið um daginn.
Hagskýrslur Interpol sýna,
að það boigar sig ekki að
leggja fyrir sig peningafölsun
nú á dögum. í langflestum til-
fellum hafa þau mál verið
upplýst, og það oft vegna
furðulegustu hluta. í Man-
chester var t.d. einn falsari
gripinn vegna þess að hann
hafði í einhverju sjálfsánægju
kasti skrifað undir pundsseðl-
ana með viðurnefni sínu —
Mikki Mús, og í Ósló notaði
ungur maður fornafn kærustu
sinnar, Sonju, í stað nafns
bankastjóra Þjóðbankans.
EINS og getið hefur verið um
hér í blaðinu hefur fundizt
talsvert magn af fölsuðum
100 krónu seðlum dönskum í
Danmörku og Svíþjóð. Nýj-
ustu fréttir herma, að orðið
hafi vart við þessa fölsku
seðia víðar. Interpol, er tekur
að sér öll mál sem þetta, hef-
ur aðvarað lögregluna í 72
löndum, að hafa sérstakt eftir-
lit með öllum dönskum 100
krónu seðlum, sem fara í gegn
um bankana.
Aðeins hefur orðið vart við
þessa fölsku seðla í fjórum
löndum, þ.e.a.s. í Ðanmörku,
Svíþjóð og nú síðast í Vestur-
Þýzkaiandi og Mallorca. — í
þremur fyrstnefndu löndunum
hefur ekkert fundizt, sem
gæti bent til uppruna þessara
seðla, en á Mallorca eru að-
eins einn karlmaður og ein
kona, sem hafa komið seðlun-
um í umferð. Par þetta hefur
enn ekki fundizt, en lýsingar
eru til af þeim.
Peningafölsun hefur þekkzt
allan þann tíma, sem peningar
hafa verið slegnir, það er frá
því löngu fyrir Krists burð.
Fyrsta peningafölsun í Dan-
mörku og jafnframt alvarleg-
asta mál sinnar tegundar þar
í landi átti sér stað árið 1777
á Jótlandi. Svo mikið magn
falskra peningaseðla var sett
í umferð, að fólk missti allt á-
lit á seðlum og heimtaði, að
fá að greiða með gullpening-
um. Málið leystist fyrir tilvilj-
un og myntfalsararnir þrír
fengu harðan dóm, einn þeirra
dauðarefsingu, en hinir tveir
lífstíðarfangelsi.
Þessi dómur varð til þess,
að enginn þorði að falsa pen-
inga í Danmörku í mörg ár.
Það var ekki fyrr en árið 1802,
að mikilvægt peningafölsunar-
mál reis upp þar. Nú liðu
nokkur ár, þar sem peninga-
falsarar stunduðu iðju sína í
smáum og stórum stfl. Mót-
leikur ríkissfjórnarinnar gegn
þessu skaðræðislega „einstakl-
ingsframtaki'* var að draga
peningamálin saman og stofna
ríkisbanka, hinn núverandi
Þjóðbanka Danmerkur, árið
1818.
En þessar ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar urðu ekki eins
áhrifaríkar í fyrstu og ætlazt
var til.
rátt fyrir þungar refsingar,
sem lágu við peningafölsun
breiddust stórar fjárupphæðir
um landið. Á næstu fáum ár-
um höfðu náðst ekki færri en
49 peningafalsarar, sem föls-
uðu í stórum stíl, og u.þ.b. 100
aðrir, sem fölsuðu peninga að-
eins til heimilisnota. Þá skeði
það, sem batt endahnútinn á
stórfelldar falsanir í Dan-
mörku, Kampavínsmálið svo-
nefnda. Það var árið 1903.
Ljósprentari nokkur hafði, á-
samt steinprentara og skradd-
ara, sem hafði farið á höfuðið
Stirð tíð við
Breiðafjörð
Stykkishólmi, 7. júlí.
TÍÐIN hefur verið heldur stirð
hér við Breiðafjörð að undan-
förnu, rigningar og kuldagjóstur
hafa þar skipzt á. Sérstaklega hef
ur veður brugðizt undanfarnar
helgar og fólk því ekki fengið
eins mikið út úr ferðalögum sín-
um og æskilegt hefur verið. Það
hefur auðvitað búizt við sólskini,
en á það hefur viljað bresta. —
Mikill ferðamannastraumur hef
ur verið hér að undanförnu, sem
eðlilegt er, þar sem Snæfellsnes-
ið hefur jafnan verið talið með
fegurstu stöðum landsins, svo að
ekki sé dýpra í árinni tekið.
Tveir bátar eru gerðir út á síld
veiðar héðan, Otur og -Þórsnes.
Nokkrir trillubátar og þilfarsbát-
ar hafa stundað héðan handfæra-
veiðar í vor og hefur aflinn
glæðst undanfarið og einn bátur,
Straumnesið, fengið upp í 17 lest-
ir eftir tvo sólarhringa.
Sláttur er víða byrjaður og er
grasspretta í meðallagi.
Leikfélag Reykjavíkur kom
hingað í Stykkishólm í seinustu
viku og sýndi sjónleikinn Sunnu-
dagur í New York fyrir fullu
húsi og við prýðilegar móttökur.
Urðu margir frá að hverfa. Hef-
ur félagið að undanförnu sýnt
sjónleikinn í öllum kauptúnum
hér á Nesinu og við ágætar við-
tökur.
Mikið er nú hér um byggingar-
vinnu og nokkur ibúðarhús í
smíðum.
Unnið er nú af fullum krafti
við byggingu hinnar nýju dráttar
brautar í Skipavík við Stykkis-
hólm og miðar verkinu vel á-
fram. Verkstjóri er Sveinn Jóns-
son. — Fréttaritari.
Akranesi 7 júlí.
35 laxar, meðalþyngd 12 pund,
sá stærsti 13 punda, veiddust á
þrjár stengur á tveimur dögum
norður í Blöndu, miðvikudag og
fimmtudag 1. og 2. júlí. Veiði-
mennirnir, sem voru héðan,
sögðu veðrið hafa verið dásanv-
legt. — Oddur.