Morgunblaðið - 08.07.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1964, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐÍÐ Miðvikudagur 8. júií 1964 Eiginmaður minn PÁLL ÞORLEIFSSON frá Hjarðarbóli, Eyrarsveit, andaðist að heimili sinu, Grafanesi, 7. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd og að- standenda. Jakobína Jónsdóttir. Bróðir okkar RAGNAR STEFÁNSSON frá Svignaskarði, lézt í Borgarnesi þann 6. þessa mánaðar. z Systkinin. JÚLÍUS JÓNSSON skósmiður, andaðist 6. júlí sl. Þóra Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn bins látna. Faðir okkár, tengdafaðir, afi og langafi GUÐMUNDUR JÓNSSON Hrafnistu, lézt 29. júní sl. — Jarðarförin hefur farið fram. Ásta Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Dagný Wessman, Elof Wessman, Ólafur Guðmundsson, Björg Magnúsdóttir, Jón Guðmundsson, Ágústa Þorsteinsdóttir, Helgi Guðmundsson, Katrín Gunnarsdóttir, EHert Guðmundsson, Sigríður Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTÓFER KRISTÓFERSSON Blönduósi, er andaðist aðfaranótt 5. júlí sl., verður jarðsimginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 11. júlí kl. 2 síðdegis. Dómhildur Jóhannsdóttir, Jóna S. Kristófersdóttir, Skafti Kristófersson, Sverrir Kristófersson, tengdadætur og barnabörn. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu ELÍNAR ÓLAFSDÓTTUR Ránargötu 32, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 9. júlí kl. 2 síðdegis. — Jarðsett verður í kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Hjördís Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Gunnar Jónsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Sverrir Jónsson, og barnabörnin. Útför ÞÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR Leirvogstungu, sem andaðist 2. þ.m. fer fram fimmtudaginn 9. júlí með kveðjuathöfn í Lágafeilskirkju kl. 2. Jarðsett verður að Mosfelli. Aðstandendur. Útför SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Hvoli, fer fram írá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 10:30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Eiginkona og börn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okk- ur samúð og vináttu við andlát móður okkar og tengda- móður ÓLAFAR INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Vaðnesi. Bjarni Pálsson, Þórunn Pálsdóttir, Kjartan Pálsson, Þorgeir G. Guðmundsson. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður míns BRYNJÓLFS BRYNJÓLFSSONAR frá Litlalandi. Vegna mín og vandamanna. María Brynjólfsdóttir. — Hve afvarfegur Framhald af bls. 13 iðieika andstæðinga þeirra. Nú eiga þeir í höggi við kommún- ista í mörgum myndum og á svo margs konar vettvangi. Vaxandi ágreiningur komm- únista skapar öngþveiti, sem vissulega kann að verða þeim að falli sem heimshreyfingu — en kann jafnframt að skapa þann grundvöll, sem heppileg- astur er fyrir byltingar, gripi Vesturveldin ekki til öflugra gagnráðstafana. Ágreiningurinn hefur meðal annars orðið til að efla starfsemi kommúnista um allan helming og sums staðar hefur samkeppnin við Kínverja orðið til þess að Rússar hafa tekið upp harðari stefnu en ella mætti búast við. Til dæmis er vafalaust, að viðkvæmni Rússa fyrir gagnrýni Kínverja hafi verið ein af ástæðunum til stefnu Sovétstjórnarinnar í Kúbumálinu. Hún vildi gjarna sýna, að þar sem Kínverjar væru miklir í munni, væru Rússar aftur á móti menn mik- illa framkvæmda. Menn verða að minnast þess umframt allt, að þótt Sovétstjórnin fylgi til- tölulega varkárri stefnu eru leið togar flokksins mjög óánægðir með þá aðstöðu, sem þeir nú finna sig í. Þeir finna, að það hriktir í stoðum valdaaðstöðu þeirra, og eru vísir til að grípa til róttækra ráðstafana til að reyna að bæta hana. Kínverjar eru hins vegar í aðstöðu tíl að taka hlutunum með nokkru meiri ró, meðan ekki er bein- h'nis á þá ráðizt — og eru þó ákveðnir í að nota til hins ýtr- asta hvert það tækifæri, sem gefst til að kynda undir eldum illinda og skapa öngþveiti. í fáum orðum mætti segja, að heimskommúnisminn, eins og við höfum þekkt hann sið- ustu 47 árin — og þó einkum frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari, sé að deyja út. En þar með er ekki ’ sagt, að hann hverfi. í dauðateygjunum leys- ist hann upp í fleiri eða færri greinar, sem hver um sig getur orðið sár þymir í holdi mann- kyns og valdið miklum óskunda. • Hvernig skal bregðast við? Hvernig eiga Bandaríkja- menn að bregðast við þessu breytta viðhorfi? Fyrst og fremst verða þeir að tryggja, að kommúnistum verði hvergi ágengt á kostnað vest rænna þjóða og gera allt sem unnt er til að hefta framgang hinna ýmsu tegunda kommún- ismans. Stundum heyrist því haldið fram, að Bandaríkja- menn ættu að veita Krúsjeff öflugri stuðning gegn Mao — en í stað þess að taka þær á- hættur, sem slíku fylgdi, væri réttara að leggja sem mesta á- herzlu á mikilvægi þeirrar stefnu sovézka forsætisráðherr- ans, að nú á dögum séu hvers kyns árásaraðgerðir í senn hættulegar og tilgangslausar. Jafnframt skiptir það öllu máli að takast megi að brjóta á bak aftur árásaraðgerðir og framgang kommúnista í S-Viet- nam og Laos. Þar er ekki aðeins um að ræða að sporna við frek- ari landvinningum þeirra held- ur eru átökin þar prófraun á vilja og getu Bandarikjanna til baráttu gegn kommúnistum, hvar í heiminum sem er. Banda ríkjastjórn lítur sjálf þeim aug um á málið og það gera komm- únistar sér fyllilega ljóst og leggja því meiri áherzlu á nauð syn þess að bera af þeim sigur- orð á þessum slóðum. I Suður-Ameríku verða Bandaríkjamenn einnig að vera vel á verði — og þar er það Castro-isminn, sem er einskon- ar afsprengi stefnu Mao Tse- tungs, sem líklegastur er til á- hrifa. Og hið ótrygga ástand í mörgum ríkja S-Ameríku er hinn ákjósanlegasti jarðvegur fyrir kommúníska starfsemi. Hlutverk Bandaríkjanna í S- Ameríku er ljóst. Þau verða að leggja allt kapp á þjóðfélags- og efnahagslegar endurbætur, berj ast gegn þeim glundroða, sem starfsemi Castro-sinna nærist á. Jafnframt verður Bandaríkja- stjórn að vera viðbúin að beita öllum sínum áhrifamætti til að hindra að kommúnistar taki völd í einhverjum ríkja Suður- Ameríku, því að ein kommún- Kveðjuathöfn um föður okkar,- tengdaföður og afa STEFÁN JÓNASSON fró Húki, Miðfirði, sem andaðist að Vífilstöðum 4. júlí sl., fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. júlí kl. 3 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Jónas Stefánsson, Kristmann Stefánsson, Helga Stefánsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ása Stefánsdóttir, Sveinn Jóhannesson, Unnur Sveinsdóttir. Alúðar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa MAGNÚSAR JÓNSSONAR er lézt 23. júní síðastliðinn. Ólafur S. Magnússon, Gerda Magnússon og börn, Sólveig J. Magnúsdóttir, Guðmundur Eyjólfsson og börn. Aiúðar bakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur minnar MARGRÉTAR METÚSALEMSDÓTTUR Kirkjuteig 5. Fyrir hönd ættingja og vina. Helga Methúsalemsdóttir. Innilegar þakkii fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður,-ömmu og systur DOROTHEU PROPPÉ Ragnar Sigurðsson, Kristrún Nielsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Ása Helga Ragnarsdóttir, Andrés Ragnarsson, Fríða Stefánsson. istastjórn í viðbót gæti leitt til keðjuverkunar, er örðugt yrði, að sporna gegn. Þá verður Bandaríkjastjórn að halda fast við þá stefnu, að kommúnísk stjórn á Kúbu sé með öllu óþolandi og gera það, sem unnt er, til að veikja óhrif hennar utan Kúbu og innan. —- Kúba er einkar viðkvæmt atriði í deilum Rússa og Kínverja. Gæti fall stjómar Castros orðið Rússum afdrifaríkt, svo að þeir eru vísir til að veita honum á- fram öflugan stuðning. Þeir hafa hafa þegar gert tilraun til að koma þar upp eldflaugastöð, er nota mætti til árása á Banda- ríkin — og þótt fyrsta tilraunin hafi farið út um þúfur, er ekki þar með sagt, að þeir séu af baki dottnir. Meðal annarra staða, þar sem komið gæti til alvarlegra átaka við kommúnista má nefna Berlínar- og Þýzkalandsmáiin yfirleitt og er aldrei að vita til hvaða ráða Sovétstjórninni dett ur í hug að grípa til að fá vilja sínum framgengt þar. Bandaríkjastjórn og Vestur- veldin yfirleitt verða að hafa hugfast að mestu sigra sína hafa kommúnistar fremur unnið vegna veikleika og andvara- ieysis andstæðinganna en vegna eigin styrkleika. Því er þeim nauðsynlegt að vera á verði og halda styrk sínum óskertum. Þeir verða að vinna að einingu og eflingu áhrifamáttar hins frjálsa heims. Þeir verða að beita sér fyrir því að jafna hið breiða bil milli auðugra þjóða og þeirra, sem skemmra eru á veg komnár. Þeir verða að gæta þess að veita þjóðernishreyfing- um heima fyrir í heppilegan far veg og heillavænlega framþró- un hins frjálsa heims. Og stefna þeirra verður að vera sveigjan- ieg. Þau verða að vera viðbúin- að hagnýta sér sérhverja hreyf- ingu einstakra ríkja — hvort sem um er að ræða Sovétríkin, eitthvert A-Evrópuríkjanna eða jafnvel Kína — í átt til stefnu, er samrýmzt gæti stefnu og markmiðum Vesturveldanna, þó að því tilskildu, að slíkt stuðli ekki beint eða óbeint að út- breiðsiu kommúnismans. Vest- urveldin verða að geta hagað stefnu sinni eftir aðstæðum hverju sinni. Þau verða að vera fús til að koma til móts við sér- hverja tilhneigingu kommún- istaríkjanna til betra samkomu- lags, en jafnframt viðbúin að beita öllu afli sínu gegn fram- gangi kommúnismans á kostn- að Vesturveldanna. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum óýrara að auglýsa i Morgunblaöinu en öðrum blöðum. BÍLA & BENZÍNSALAN VlTATOKGl - SlMl - 23900 Simea Ariane ’63, einkabiil. Ekinn 13 þús. km. Rambler Classic ’62 og ’64. Renault R 8 ’63. Hvítur. Volkswagen ’60 og ’61 og fleiri árgerðir. Ford ’57, tveggja dyra. Ford ’55. Fallegur og góður. Chevrolet 55, mjög glæsilegur Volvo ’55 station. Góður. Við seljum bilana. 23-900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.