Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ r Fimmtudagur 23. júlí 1964 Útgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjörar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. VÍTI TIL VARNAÐAR egar Hermann Jónasson,^ þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, gekk í ræðustól á Alþingi og sagði af sér fyrir sína hönd og samráðherra sinna, þá var það hann, sem kvað upp dóminn yfir stjórn sinni, vinstri stjórninni. Dóms orð hans var: Ný verðbólgu- alda er skollin yfir, í ríkis- stjórninni er ekki samstaða um nein úrræði. Efnahags- málaráðunautur ríkisstjórnar innar sagði: Við erum að ganga fram af brúninni. Síðan hefur enginn reynt að þakka sér verk vinstri stjórn- arinnar, nema Framsóknar- menn stöku sinnum. Síðan hafa fleiri dómar gengið. Ástandið eftir vinstri stjórnartímabilið, kosningar og viðreisn. í máttlausum tilraunum sínum til þess að narta í Við- reisnarstjórnina hefur Tím- inn undanfarið farið þá leið, að þakka Framsóknarmönn- um umbætur hennar, „þótt aðrir heiti stjórnendur í land- inu“, eins og framsóknarblað- ið á Akureyri orðaði það svo skemmtilega fyrir skömmu. Framsóknarmenn hafa þó rek ið sig á það, að þessar undar- legu röksemdafærslur höfða aðeins til kímnigáfu lands- manna. Tíminn virðist því í gær hafa haft hestaskipti og söðlað aftur yfir á þann klár, sem örmagna fékk hvíld í síð- ustu kosningum. Nú á aftur að reyna að hæla vinstri stjórninni, ef það megi duga í baráttunni gegn núverandi ríkisstjórn. í forustugrein í gær kveðst Tíminn leggja fyrir Mbl. tíu „staðreyndir“ um kosti vinstri stjórnarinnar fram yfir við- reisnina. Spyr blaðið, hvort Mbl. treysti sér til þess að mótmæla þessum „staðreynd- um“. Mbl. treystir sér vissu- lega til þess. Þau atriði, sem þar er á drepið hefur Mbl. oftlega rsptt og fagnar tækifærinu til þess að rifja upp þau skrif. Nú væri fróðlegt að sjá Tímann finna þessum „staðreyndum“ stað. Áróðursmenn Tímans treysta mjög á gleymsku les- enda sinna. Mbl. er bæði ljúft og skylt að verða við áskorun Tímans um að varðveita minn ingu vinstri stjórnarinnar. Blaðið hefur einmitt haldið því fram, að „afrek“ hennar og „staðreyndir“ megi ekki gleymast, því að þar sé víti til varnaðar. LIFIR FRELSIÐ GÓÐU LÍFI ess var minnst í Póllandi í gær, að 20 ár eru síðan oki nazismans var létt af landi og þjóð. Mbl. samfagnar Pólverj- um með þennan dag og þær vonir, sem við hann voru tengdar fyrir tuttugu árum. í Póllandi fögnuðu stjórnar- völd deginum í gær sem 20 ára afmæli sjálfstæðis lands- ins. Því miður er það sjálf- stæði enn sem komið er lítið annað en nafnið tómt. Pólska þjóðin var þekkt fyrir frelsis- þorsta sinn og baráttu. Það voru því mikil vonbrigði, þeg- ar Sovétríkin og rauði herinn bundu Pólland aftur í viðjar, þegar nazisminn hafði verið sigraður. Síðastliðinn áratug hefur Pólland þó þróazt til nokkuð aukins frelsis og ber að fagna því og vona, að sú þróun haldi áfram til fulls |relsis pólsku þjóðarinnar. Dagblaðið Tíminn fjallar um þessi tímamót í forustu- grein í gær og segir haldið upp á sjálfstæði Póllands. Því miður er það ofsagt. Sama blað segir ennfremur, að hinn forni frelsisandi lifi enn góðu lífi í Póllandi. Það er sem betur fer ekki ástæða til þess að ætla að frelsisandinn hafi dáið út með þjóðinni og sýnir það bezt þær góðu móttökur, sem Robert Kennedy fékk þar í landi fyrir skömmu. Pólskir stúdentar, mennta- og lista- menn hafa einnig oft sýnt það í verki, að þeir vilja „opna vesturgluggann“, en þeir eiga ekki hægt um vík, þar sem eru boð og bönn hinna komm- únísku valdhafa. Þegar Tím- inn segir frelsisandann í Pól- landi lifa góðu lífi, þá er það annað tveggja: Röng ályktun eða kommúnískt mat á því, hve mikið frelsi sé hæfilegt til þess að það lifi „góðu“ lífi. GAGNKVÆM KYNNI ÞJÓÐA IJordómar og misskilningur er helzta undirrót ófriðar og sundurþykkju um leið og kynning og vinskapur eflir friðsamlega sambúð og víð- sýni. Mbl. átti í vfkunni samtal við víðförlan ferðalang. Hann sagði m.a.: „Ferðalög milli landa myndi Auðæfi hafa HIN geysimiklu heimshöf virð ast vera algerlega gagnslaus eða því sem næst, en í raun- inni eru þau full af fjársjóð- um, sem með ví.sindalegum rannsóknum væri hægt að færa sér í nyt með svo mikl- um ágóða, að jafnvel djörf- ustu kauphallargróðabrallar- ar gætu ekki látið sig dreyma um það. Á þessa staðhæfingu er lögð rík áherzla í 200 blaðsíðna skýrslu, sem var til umræðu í júní á þriðju ráðstefnu al- þjóðlegu hafrannsóknarnefnd- arinnar í UNESCO-bygging- unni í París. Skýrslan fjallar um hinn almenna, vísinda- lega grundvöll allþjóðlegra hafrannsókna, og hún er sam- in af vísindanefnd um haf- rannsóknir, sem starfar undir stjórn alþjóðaráðs vísindafé- laga. Þau tæki sem á næst.u tutt- ugu árum verða notuð til haf- rannsókna munu gefa ágóða sem er fjórum til fimm sinn- um meiri en væru peningarn- ir lagðir í banka með vöxtum sem næmu tíu af hundraði ár- lega, sagði dr. Roger Revelle frá háskólanum í Kaliforníu, þegar hann lagði fram skýrsl- una. Þessa staðhæfingu má styðja nokkrum dæmum. Með því að tvöfalda fisk- veiðar í heiminum mundu rannsóknirnar skapa aukin heims- nna efnahagsverðmæti, sem næmu 15 til 20 milljörðum dollara árlega. Með því' að kanna hvernig haf og andrúmsloft hafa áhrif á veðúrfar mundi haffræðingurinn stuðla að áreiðanlegum veðurspám langt fram í timann. Það mundi hafa í för með sér 5—10 milljarða dollara sparn- að árlega í ýmsum starfs- greinum, allt frá byggingar- iðnaði til þeirra atvinnuvega sem byggjíist á sumarleyfis- gestum. Strendur þær, sem huldust vatni þegar yfirborð hafsins hækkaði í lok ísaldar hafa reynzt auðugar að málmum. Úti fyrir ströndum Suður- Afríku hafa til dæmis fundizt í hafsbotninum fimm sinnum fleiri demantar á þvert tonn af dreggjum en í námunum á landi. Skip hefur nú verið sett til að vinna demanta fyrir utan mynni Orange- fljótsins, og framleiðslan nem ur 15.000 dollurum á dag. Ef hafdýrafræðingar gætu unnið bug á skeldýrum og öðrum lífverum, sem eyði- leggja skipsskrokka, mundu skipaeigendur geta sparað sér 300 milljónir dollara árlega. Ef hægt væri að gera eitthvað í sambandi við flóðbylgjur, væri árlega hægt að koma í veg fyrir eignatjón sem nem- ur um 200 milljónum dollara. Vilja ekki sjá Sinatra Beirut, Libanon, 17. júlí, AP, NTB. BANDARÍSKA söngvaranum og kvikmyndaleikaranum Frank Sinatra hefur verið meinuð landvist í Líbanon og er gefið að sö'k að hann styðji málstað ísraels óg leggi hon- um lið fjárhagslega. Samkvæmt úrskurðl ráð- herrafundar mun einnig vera bönnuð sala og sýning á. kvik- myndum, grammófónplötum og segulbandsupptökum með Sinatra. Að sögn Associated Press mun þó um þessar mundir verið að sýna í Beirut kvik- mynd sem Sinatra leikur L Ráðstefna um afbrot í heiminum Ráðstefna Sívaxandi áhyggjur vegna afbrota, bæði fullorðinna og unglinga, ekki aðeins í hinum þróuðu löndum, heldur einnig í vanlþróuðum löndum hin seinni ár, eru orsök þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa ný- lega boðið 120 ríkjum til ráð- stefnu í Stokkhólmi dagana 9.—18. ágúst 1985, þar sem rætt verður um tálmun af- brota og meðferð lögbrjóta. Er hér um að ræða þriðju ráðstefnu sinnar tegundar. Hin fýrsta var haldin í Genf 1955 og önnur í Lundúnum 1960. í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna, sem birt var 1963 og fjallaði um félagsmálaástand- ið í heiminum, er bent á, að margar iðnaðarfþjóðir hafi sí- vaxandi áhyggjur af afbrota- hneigðinni, bæði meðal full- orðinna pg unglinga, hvort sem um sé að ræða raun- verulega aukningu á afbrot- um eða meiri viðkvæmni yfir- valdanna gagnvart þessu vandamáli. Torsten Eriksson forstjóri sænsku fangelsanna, sem er sérlegur ráðgjafi fram- kvæmdatjóra Saméinuðu þjóð anna á þessum vettvangi, hef- ur bent á það í skýrslu, að vaxandi afbrot geti að veru- legu leyti grafið undan þeim efnahágslegu framförum sem eiga sér stað. Reynslan sýnir, að í kjölfar efnahagsþróunar- innar koma aukin afbrot, séu ekki gerðar raunhæfar varúð- arráðstafanir í tæka tið. ég telja bezta ráðið til þess að eyða úlfúð og illindum þjóða í millum. Þekkir þú eina þjóð ferðu ekki að berjast við hana. Maður berst ekki við vini sína. Með ferðalögum og gagnkvæmri kynningu þjóða í milli verður friðurinn bezt tryggður. Framtíð heimsins er áreiðanlega tengd ferðalögum á einn eða annan hátt“. Það eru mikil sannindi í ummælum hins erlenda ferða langs. Með bættum samgöng- um hefur heimurinn minnk- að og ferðalög almennings aukizt að mun. Persónuleg kynni almennings á erlend- um þjóðum og siðum víkka sjóndeildarhringinn og eyða tortryggni. Aukin persónuleg kynni af erlendum þjóðum eru ekki sízt gagnleg fyrir afskekkt ríki sem ísland. Ferðalög ís- lendinga til útlanda og kynni af erlendum ferðamönnum hér heima fyrir efla nýjar ÞÚFUM 18. j'úlí. — Eins og áður hefur yerið getið var ráðin sér- stök grenjaskytta, Gísli Krist- jánsson, við innanvert Djúpið á þessu vori. Nú er veiði þessari lokið og voru unnin dýr bæði fullorðnar tófur og yrðlingar, í Reykjafjarðarhreppi 36 á sjö grenjum og í Nauteyrarhreppi 14 dýr á tveimur grenjum, sam- tals 50 dýr. Sést af þessu hve hugmyndir og auka þekkingu á öðrum þjóðum. Slík þekk- ing er bezt til þess fallin að stýra almenningsálitinu á samskiptum íslands við önn- ur ríki. mikig er um tófur hér. Nú er góður þurrkur hér og er byrjað að hirða töðu og er mikið orðið laust af heyi, enda gras- vöxtur orðinn góður. Mikill ferðamannastraumur er um héraðið. Byrjað er á bygg- ingu brúar á Morillu í KaldalónL Vegaflokkur vinnur nú að við- haldi, en áformað er að unnið verði að nýbyggingu inn með Skötufirði síðar í sumar. — P.P. 50 dýr unnin við innan- vert ísafjarðardjúp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.