Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 15
I Fimmtudagur 23. Júl! 1984 MORGU NBLAÐIÐ 15 — Stabreyndir Framh.. ai bls. 13 Eimskip flutti auk þess nokkurt magn fyrir aðra. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur í 21 ár af 22 árum, sem hún hefur starfað, barizt við Eim- skipafélag íslands h.f. um að fá lægri farmgjöld á frosnum fiski. Þessi barátta hefur oft verið hörð. Sem dæmi má nefna, að fyrst voru reiknaðir 80 dollarar í flutningsgjald á lestina á frosn- um fiski til Bandaríkjanna. Nú telur félagið sig geta siglt fyrir 28 dollara. Minna má nú gagn gera. Líklega hefur þó tilkostn- aður við útgerð skipa ekki minnk að á þessu tímabili. Hitt er þó sennilegra, að hvoru tveggja hafi verið og sé jafnöfgafullt. Þá þurftu forráðamenn SH að leita aðstoðar atvinnumálaráðherra til þess að fá þetta 80 dollara flutn- ingsgjald lækkað, ef ekki átti að stofna í hættu bandaríska mark- aðnum. Pétri Magnússyni tókst þá að fá það niður í 60 dollara. Hvað eftir annað komu Jöklar með sínu litla skipi af stað flutn- ingsgjaldalækkun á freðfiski í beinni óþökk Eimskipafélags ís- lands. Fyrir utan að beita sér fyrir beinni flutningsgjaldalækkun hafa Jöklar, sem eru eign allra frystihúsa SH, skilað frystihúsun- um aftur öllum ágóða af rekstri skipanna öll árin nema eitt. Var þessi afsláttur greiddur frystihús unum eftir útflutningi. Skipin hafa að sjálfsögðu verið afskrif- uð, enda gengið úr sér. Nemur þessi upphæð, sem húsunum hef- ur þannig verið endurgreidd af farmgjöldunum, 13 milljónum króna. Það er engin smáfúlga, sem frystihúsin eiga hjá Eim- skipafélagi fslands, ef það hefði haft á sama hátt, því að margfalt meira fiskmagn hefur nú verið flutt með Eimskip á þessu tíma- bili en Jöklaskipunum. Kemst það ekkert í hálfkvisti. En fyrir ári sá Eimskipafélag íslands fram á, að mikill meiri hlutinn af frosna fiskinum yrði íluttur með skipum Jökla og lækkaði mjög mikið flutnings- gjöldin. Var það í fyrsta sinn, sem Eimskipafélag íslands gekk á undan með flutningsgjalda- lækkun. Jöklar töldu sig þó geta eiglt fyrir þetta og lækkuðu ruður í sama. Það var megin- stefna í þessari flutningsgjalda- lækkun Eimskips, að sama flutn- ingsgjald var til allra hafna í Evrópu, sem siglt var með fros- inn fisk til. Þannig var flutnings- gjald hið sama til Eystrasalts- landanna, t. d. alla leið til Rúss- lands, Póllands og til Norður- landanna og Bretlands og Vestur- Þýzkalands, þótt það væri mun styttri leið. En Jöklar ályktuðu sem svo, *ð ef útflutningurinn ætti allur eð vera á sama taxta til allra Evrópuhafna, sem siglt væri til, þá væri eðlilegt að hið sama gilti um heimflutninginn. Jöklar lækkuðu því flutningsgjöldin frá fyrrgreindum Eystrasaltslönd um og Norðurlöndum niður í það eama, sem þau voru frá Vestur- Evrópu og _ Englandi, en Eim- skipafélag fslands hefur nú á annað ár haldið sínum farmgjöld um óbreyttum frá því sem þau voru, eða 50—60% hærri en Jökla. Almenningur borgar brús- ann. En enginn vorkennir neyt- andanum, þótt gula pressan og kommúnistar gráti krókódíla- tárum yfir meðferð frystihús- anna á sjálfum sér, að þau skuli nú ekki hafa samstundis lækk- að og Eimskip datt í hug, að nú væri kominn tími til að rétta Jöklum rothöggið, þegar það lækkaði flutningsgjöldin út á ný fyrir rúmum mánuðL Þau flutningsgjöld, sem voru 1 gildi fyrir þessa nýju lækkun, voru ekki hærri en það, að skip Jökla hefðu rétt verið gerð út hallalaus, enda voru þau fyrir neðan það, sem hægt var að fá erlend leiguskip fyrir á heims- nxarkaðnum og þó með miklu minni þjónustu, lestað á 3—4 höfnum og frí lestun og losun, þar •em Jöklarnir lesta oft á 15—20 Nýtízkulegasta kæliskip isiendinga, m„s. Hofsjökull. 'höfnum og stundum fleiri og greiða lestun og losun. Þau flutningsgjöld, sem Eimskip býður nú, myndu þýða stórtap á útigerð Jökla, og eru þau þó mjög hagkvæm og langhagkvæmustu skipin hér til þessara flutninga. Ef Jöklar hefðu nú lækkað flutningsgjöldin niður í það, sem Eimskip bauð, hefði félagið því komizt í fjárhagsleg þrot á ör- skömmum tíma, og það var það, sem Eimskipafélag íslands gerði ráð fyrir. Það reiknaði með sömu viðbröigðum Jökla og fyrir ári, þegar það lækkaði flutnings- gjöldin. En stjórendur Jökla sýndu meiri ábyrgðartilfinningu en það, að þeir létu Eimskipafé- lag íslands fara ag stjórna sér, sem hefði leitt á skömmum tíma til þess, að Jöklar hefðu svikið ekki aðeins þá, sem 'höfðu trúað þeim fyrir fé til kaupa á nýjustu skipum þeirra, heldur og frysti- húsin, sem þeir hafa verið brjóst- vörn fyrir öll þessi ár og þau vita af langri reynslu, að þau fá hvern einasta eyri aftur, ef nokk- uð er afganigs, jafnframt því sem hverjum og einum einasta frystihúsaeiganda er ljóst, að það er allt annar tilgangur hjá Eimskip með þessu gylliboði, ef þag verðskuldar ekki annað en óvirðulegra nafn, en að búa í haginn fyrir frystihúsin. Það má segja, að enginn sé annars bróðir í leik, en Eimskipa félag íslands átti að telja það fyrir neðan virðingu sína að nota það, sem kallað er á erlendu máli Dumping eða undirboð, í skiptum sínum við þessa gömlu og góðu viðskiptamenn sína fyrr og síðar. Það hefur ekki tekið steininn í staðinn í sam- bandi við þessi viðskipti. En það má segja, að úti er vináttan, þegar ölið er af könnunni. Þó þurfti það ekki að vera. Nú skal með nokkrum dæmum sýnt, hve óheiðarleg þessi farm- gjaldalækkun Eimskips er. Kæli- skip eru um 50% dýrari í bygg- ingu en venjuleg skip, og vegna einangrunarinnar og kæliútbún- aðar rúma þau um % minna. Flutningsgjöld í kæliskipum eru því mun hærri en venjuleg flutn- ingsgjöld, sjálfsagt ekki óeðli- legt, að þau séu um 50% hærri. En nýju flutningsigjöldin hjá Eimskip á frosnum fiski milli Bandaríkjanna og íslands eru 28 dollarar lestin, en flutnings- gjöldin á kornmat, sem er í ein- um lægstá flokki farmgjalda, eru 25 dollarar. Nýlega hækkaði Eimskip flutningsgjöldin á komi um 106%. En það heyrist ekki bofs í Þjóðviljanum, enda á al- menningur hér í hlut, en ekki frystihúsaeigendur! Annað dæmi, flutningsgjöldin hjá Eimskipafélaigi íslands á síldar- og fiskimjöli til Englands eða vesturstrandar Evrópu eru 96 shillingar pr. lestina. Á slíkri vöru eru einhver lægstu flutn- ingsgjöld frá landinu. Nýju flutningsgjöldin á frosinni síld hjá Eimskip, ekki aðeins til Vestur-Evrópu, heldur alla leið til Rússlands, eru 90 shillingar og á frosnum flökum 100 shill- ingar. Fleiri dæmi skulu ekki nefnd, en þannig er samræmið. Þessi nýja flutningsgjalda- lækkun Éimskipafélags íslands hefur verið tekin inn í verð- lagningu á nýjum fiski, þrátt fyrir það að Jöklar og Samband íslenzkra samvinnufélaga hafa ekki elt þessa vitleysu. Fisk- verðið hefur verið hækkað um 2% til frystihúsanna, og ríkis- sjóður hefur sparað sér þessi 2%, greiðir nú 4% uppbót á fisk- verðið í stað 6% áður. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Frysti'húseigendur í S.H. og Sambandinu eiga það nú við sjálfa sig, hvort þeir lækka flutningsgjaldið eða ekki. Vonandi fá þeir einhverja endur- greiðslu á farmgjöldunum frá skipum Jökla og Jökulfellingu upp í þessa fiskverðshækkun, og þeir vilja áreiðanlega heldur láta sér nægja þá von en viss-. una um, að félag þeirra sé ekki lengur til, ef þeir elta Eimskip út í dauðann. En einhverjum hefði sjálfsagt ekki fundizt ósanngjarnt, að kauphækkanir- ar í vor, sem með launaskatt- inum, tilfærslum, auknu orlofi o. fl. jafngiltu 8,7% kauphækkun 'hjá fiskvinnslunni, mættu flutn- ingsgjaldalækkuninni, en hún væri ekki látin hafa áhrif á fiskverðið til hækkunar, fyrir utan það nú, að farmgjaldalækk- unin er ekki raunhæf, eins og sýnt hefur verið fram á. En athugum hlutverk Jökla í íslenzkum þjóðarbúskap lítið eitt nánar. Jöklar eiga nú 3 nýtízku skip, mjög hentug til síns brúks og bera þar langt af öðrum íslenzkum kæliskipum, sem eru flest sambland af kæli- skipi og venjulegu flutninga- og jafnvel farþegaskipi. Þau myndu því áreiðanlega geta siglt fyrir lægstu hugsanlegu flutnings- gjöld, 'hvort heldur væri í íslands siglingum eða alþjóðasiglingum. Einkum Þjóðviljinn hefur þrá- stagazt á því, að of mikið sé orðið af kæliskipum í eigu ís- lendiniga. Það er eitthvert sálu- hjálparatriði hjá kommúnistum, að það eigi helzt að vera einn aðili, sem annast aðkallandi verk efni, eitt skipafélag, ein kassa- gerð, ein steypustöð o. s. fr. Það fór alveg fram hjá Þjóðviljanum að berjast fyrir einni vinnufata- gerð á sínum tíma, nú eru þær 16. Þeir eru glltaf sjálfum sér samkvæmir þessir einokunarpost ular! Það er ekki ólíkt ástatt fyrir Jöklum og Eimskipafélaginu og Loftleiðum og Flugfélaginu fjuir nokkrum árum, þegar þessi tvö félög voru að berjast um innan- landsflugið og raunar að nokkru leýti um flugið milli íslands og útlanda. Loftleiðir ákváðu þá þrátt fyrir litla reynslu að fara út í hina víðu veröld og reyna þar kraftana í samkeppni við risana. Og þag hefur tekizt vel fram á þennan dag. Hvar stæðu Norðmenn, ef þeir hefðu haft slíka ráðgjafa í sigl ingarmálum sem íslenzku komm únistana, þegar þeir voru að bygigja sinn skipastól langt fram úr þörfum þjóðarinnar, og tekið hefði verið mark á þeim. Nú hafa Norðmenn langsamlega mestar gjaldeyristekjur sínar af hinum mikla skipastól sínum, sem nú klýfur öll heimsins 'höf. Og það er eitt af því fáa í atvinnulífinu, sem hinir vinstri sinnuðu sósíal demókratar, sem farið hafa lengi með völd í Noregi, hafa ekki þorað að hagga við, og þvert móti gefið þeim frjálsar hendur í hvívetna oig styrkt þá með ráð um og dáð eins og íslenzka ríkis stjórnin Loftleiðir. Væri það ekki skemmtileg til hugsun, að Jöklar gætu nú lagt út á sömu braut og gerzt braut ryðjendur ’hér í alþjóðasigling um. Vissulega væri það það og þá gætu sjálfsagt allir verið ánægðir. En það er meiri vandi en vegsemd, því ag eitt víxl- spor getur ekki aðeins valdið miklu fjárhagslegu tjóng heldur líka veikt trúna á, ag þetta sé hægt. Það verður því að þreifa sig áfram í þessum efn- um, og eru Jöklar þegar byrjað- ir á því. Líkur eru fyrir, að eitt af skipum þeirra fari til að byrja með í slíkar siglingar, og þegar Vatnajökull hefur nú verið seldur, ætti heldur að létta undir fótinn fyrir Eimskip og Þjóðviljanum að létta fyrir brjóst inu. Samt fylgir hér bögull skamm rifi. Þótt svo vel tækist nú til, að félagið gæti staðið við skuld bindingar sínar, væri þá nokkur von til þess, að Eimskipafélag íslands fengist til þess að flytj frosinn fisk fyrir 10% lægra flutningsgjald en kartöflur í framtíðinni. Það hefur tekið langan tíma fyrir Jökla að afla sér viðskipta bæði í út- og inn- flutningi og einkum þó í inn flutningi. Það verður ekki gert nema á mörgum árum og með stakri elju og lipurð, þótt hægt sé að brjóta það niður á svip- stundu, hvórt heldur meg dauða dæmdri samkeppni eða með því að hverfa á erlendan vettvang, Frystihúsununm yrði heldur aldrei þjónað eins og þyrfti, ef skipa Jökla nyti ekki við að meira eða minna leyti. Það er líka hætt við, að það færi eins og með innanlandsflugið, að upp en núverandi skip Jökla. Það er hætt við, að Þjóðviljinn gleymdi að vekja athygli á því, þegar Eimskip hætti að sigla fyrir lágu farmgjöldin og hækkaði þau einn góðan veðurdag, kannske um 106%, eins og á korninu um daginn, og útflutningurinn væri ný farinn að bera hitann og þungann af rekstri skipafélag- anna eins og innflutningurinn hefur verið látinn gera núna í lVz mánuð. S.H. og Kassagerðin. í tíð vinstri stjórnarinnar ræddi S.H. og SÍS um að koma fót kassagerð. Það var nokkurn veginn gengið frá þessum málum. Ekki var vafi á, að fengizt hefði innflutningsleyfi fyrir vélum, xrátt fyrir það að kommúnistar voru þá í stjórninni. Það hefði þá sjálfsagt gleymzt eins og svo mörg önnur góðverk á þeirri tíð að standa vörð um hagsmuni Kristjáns Jóh. Kristjánssonar núverandi eiganda Kassagerðar Reykjavíkur eins og svo dyggi- lega er gert nú. Mikil er samt sú umhyggja nú, og furðar marg- an á, að kommúnistar skuli eiga pá háleitasta hugsjón að standa vörð um einhvern tekjuhæsta og auðugasta mann landsins og það í átökrun við frystihúsin, sem þúsundir manna standa að og tugir þúsunda verkafólks á alla sína afkomu undir. En sjálfsagt gengur þeim kommúnistum eitt- hvað og vafalítið gott til. Áður en lengra var farið, var leitað eftir því við þáverandi eigendur Kassagerðarinnar, hvort þeir vildu selja SH og SÍS kassagerðina. Annar eigandi Kassagerður Reykjavíkur vildi selja, en Kristján Jóh. ekki og notaði sér forkaupsréttinn að 'hlutafénu. og var þar með orðinn einkaeigandi að Kassagerð Reykjavíkur. Af tillitssemi við Kristján Jóh. hætti svo SH á síðustu stundu við að fara í félagsskap við SÍS um nýja kassaigerð, og nú hefur Kristján Jóh. launað fyrir sig með því fyrst og fremst að ausa þá menn miskunnarlaust auri í heilt ár, leynt og ljóst, sem réðu því, að þetta skref var ekki stig- ið, og svo svívirt þau samtök, sem hafa hlaðið undir hann, svo að engin dæmi eru til slíks á íslandi, og gera enn þann dag í dag. Þegar hann hefur verið að láta málgögn sín ræða, hvað kassagerðin kosti hjá SH, hefur hann talið, að það geti vart ver- ið minna en 50—60 millj. króna, og dæmir hann þá sjálfsagt af sínu eigin fyrirtæki, en hann hefur byggt það upp svo til að nýju frá því þeir skildu félag- arnir og reksturinn fluttist úr Skúlagötunni og í nýbyigginguna við Kleppsveg. En þá voru ein- mitt tímamót hjá fyrirtækinu, óheppilegt húsnæði og úreltur vélakostur, sem allt hefur nú verið endurnýjað. Á þessari marglofuðu og glæsilegu verk- smiðju hvíla nú ekki nema rúmar 4 milljónir króna eftir veðmála- bókum Reykjavíkur og auk þess á eigandinn £ 14 ein- hverjum beztu hlutafélögunum i bænum. Það er ágætt að vera kallaður hinn ríki, en það er betra að bera nafn með rentu! Sölumiðstöðin ætlar ekki að byggja kassagerð fyrir neinar 50—60 milljónir. Hún áætlar að kaupa vélar fyrir 8—10 millj. króna og hola sér niður í einu horninu á vöruskemmu sinni, svo sem eins og % af skemm- unni, sem Kristján Jóh. segir, að haldi hvorki vindi né vatni, og hefur ljósmyndari gulu preas- unnar læðzt eins og þjófur á nóttu inn í til þess ag ljósmynda herlegheitin. Þetta hefur nú samt dugað sem pakkhús fyrir Krist- ján Jóh. árum saman. Hann hefur getað ekið framleiðslu sinni þangað jafnóðum og hún kom úr hans splunkunýju vélum og fallega verksmiðjuhúsL sem er eins og fægður tinkoppur Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.