Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. júlí 1964 i>aS þurfti ekkert svar við þessu, og það því síður sem hann var farinn að eignast aðdáenaur sjálfur, sem mundu verða von- sviknir, ef hann faeri að binda sig .... Hann sneri sér við og sá ung- frú Holland, sem var að færa sig það. En sleppum því. En aðalat- riðið er, að þú ert farin að verða óþarflega húsbóndaleg yfir mér og það kann é,g ekki við. Yvonne Holland leit á hann rneð hálfluktum augum. Þetta var svipur, sem hún notaði mik- ið í kvikmyndum sínum, til að — Halló, elskan! Þú kemur snemma. Hún settist niður og lagði ann- an fallega fótinn yfir hinn — Kannski þú vildir gefa mér eina sígarettu, ef það er ekki ofmikið ómak. Banyon gekk yfir að legu- bekknum og náði í vindlingana sína. — Er eitthvað að? spurði hann og settist við hliðina á henni. — O, það er víst ekki annað eða meira en ég hefði getað búizt við hjá svona ómerkilegu félagi, Larry. Við hefðum aldrei átf að fara frá Hollywood. — Hvað er það núna? Ekki nógu margar nærmyndir? tllllllillllllllHIIIIIMIIIIIIMIIIIU 7 miHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii) vara menn við eða hræða þá. En því miður þekkti Larry hann óþarflega vel og var orðinn hon- um vanur. — Ertu að gefa í skyn, Larry sæll, að þú ætlir að fara að stinga iTÚg af? spurði hún dræmt og iiugsandi. — Ég veit ekki, hvað þú ert að fara. — Jú, ætli þú hafir ekki hug- mynd um það. Þér er betra að Æ, hættu með þessa fyndni þína. Ég er farin að velta því fyrir mér, hvort þessi Jim Park- er er beinlínis að ofsækja mig, eða hvort það er þessi stelpugopi, sem vinnur hjá honum og ætlar alveg að hníga niður af eintómri aðdáun, þegar hún lítur á hann. — Jill Harrison? Hún er ágæt. Mér lízt vel á hana. vera hreinskilinn, Larry. Ég er ekkert fyrir að láta plata mig. Banyon yppti öxlum og opn- aði vindlingaveskig sitt. — Gott og vel, Yvonne. Ef þú vilt hafa það þannig. Ég býst við, að þú hafir fengið það inn í þitt fallega höfuð, að ég ætli að giftast þér. En ég er bara ekkert sérlega hrifinn af þeirri íyrirætlun, og það er tími til kominn, að þú gerir þér það Ijóst. í einu snarkasti var Yvonne stokkin á fætur. Síðan þeytti nún vindlingaveski Larry frá sér. Hann greip um úlniðina á henni. — Nú er nóg komið! — Já, það heldur þú, kall rninn! En þú þarft víst að hugsa þig um betur. Ég hef haldið þér uppi, Larry Banyon, og ég hef verið kærastan þín í öðru hverju siúðurblaði i öllum Bandaríkj- unum, og vil ekki endurtaka, hvað ég hef verið kölluð í hin- um blöðunum — og allt þín vegna! Og nú ætlarðu að stinga af frá mér rétt eins og þú værir að fara út á næstu sjoppu! Nei, það skal enginn sleppa með að fara þannig með mig! Hún sleit .bendurnar lausar. Banyon hörfaði eitt skref til baka. — Og hvaða gagn ætti að vera að þessu? — Þú þykist kannski ekki vita það? — Jú, ég veit, að þú hefur fengið þá flugu í höfuðið, að við færum að gifta okkur. Við höf um rætt það mál fyrr. Þú ert æst í það, en ég er ekki viss um, að ég sé það — ennþá. Þú þykist vita, að hjónabandið muni varpa einhverjum ljóma á þig. Það kann rétt að vera — það væri engin vanþörf á því. En hvað mig snertir, er ég ekki eins viss. Mínir áhorfendur vilja heldur kátan kvennamann, og því er mér betra að vera laus og liðug- ur. En vitanlega get ég alltaf lát ið sannfærast. — Það er víst þessi sannfær- ing, sem er keypt fyrir peninga. En það er ekki víst, að það gæti gengið. Þú færð ekki grænan eyri hjá mér fyrr en hringurinn er kominn á fingurinn! Sjálfum sér til mestu furðu tókst Larry að stilla skap sitt. — Þetta er ekki þér líkt. — Segðu mér, hvað fór aflaga í kvikmynda verinu í dag? Yvonne Holland settist aftur á legubekkinn. — Eg hitti stúlk- una, sem hefur verið fengin sem varaskeifa fyrir mig. — Nú, nú? Og hvað um það? — Hún er engin venjuleg vara skeifa! Röddin í Yvoenne varð að hrinu. •— Hún er alveg iif- andi eftirmynd mín! — Eg hélt nú, að það væri bara betra, sagði Larry. — Þú ert nú ekki vanur að vera svona heimskur, Larry. Susan Barlow er nákvæmlega eins og ég — ég meina það! Eg hef verið að skoða mig í speglin um. Þeir gætu meira að segja notað hana alveg í staðinn fyrir ALAN MOOBEHEAD —• Já, svaraði Yvonne kulda- lega. Þér gerir það alltaf, ef þær vilja líta á þig. •— Ég hef nú varla talað orð við stúlkuna. — Það vil ég líka ráðleggja þér. Skilurðu það? Banyon stóð upp. Augnaráðið var hvasst og varfærnislegt. — Sjáðu nú til, Yvonne. Mér finnst tími til komin, að þú farir sjálf að skilja, bæði eitt og annað. Ég er að minnsta kóeti ekki að fcvara þér um karlmenn; ef út í það er farið. — Nei, það ættirðu helduf ekki að bera við, ef allt á að fara vel. Ég ætti nú annars hægt með ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum óýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Nú voru síðustu klukkustund- ir hins pólitíska undirbúnings, sem óðast að líða. Snemma morg- uns, 6. nóvember lét Polkovni- kov skera á símalínurnar til Smolny, og tryggar hersveitir reyndu að umkringja prentsmiðj ur bolsjevikablaðanna. Beitiskip inu Aurora, sem jafnan hafði þótt miðlungi tryggt, var skipað að sigla út á rúmsjó, út úr Nevu. Liðsforingjaefni frá Oranienbaum og aðrar sveitir, sem taldar voru tryggar, fengu skipun um að sækja inn í borgina. En bolsje- víkarnir voru engin lömb að leika sér við. Rauðliðar stóðu vörð við prentsmiðjurnar, og brátt komu bolsjevíkablöðin út með æsilegum áskorunum um að hefjast handa. í Smolny höfðu Trotsky og herbyltingarnefndin enn samband, og straumur ögr- andi skipan var sendur út til setuliðanna: Aurora skyldi ekki hreyfa sig, sveitirnar, sem höfðu verið kallaðar til að koma inn í borgina til stjórnarinnar, skyldu vera kyrrar þar sem þær voru komnar, og sjálft Petrogradsetu liðið skyldi vera tilbúið til árás- ar. Einnig voru send boð til Kron stadt, þar sem sjóliðarnir voru hvattir til að koma til höfuð- borgarinnar tafarlaust. Nú var allt í uppnámi og á ring ulreið, þar eð hershöfðingjarnir hvorum megin þóttust hafa völd in yfir sama herflokknum eða flotadeildinni, og enginn gat enn séð, hvorir yrðu yfirsterkari. All an þennan dag (6. nóvember) var rólegt á strætunum, en það var óhugnanleg ró, og í Mariinsky- höllinni, þar sem forþingið hafði setið á fundi síðan kl. 1 e.h., gerðu fulltrúarnir enga tilraun til að leyna ótta sínum. Kerensky hafði sett fundinn með því að lýsa yfir „uppreistarástandi", og merkja Lenin „ríkisglæpamann". Sem sönnun fyrir sekt bolsjevík anna las hann fyrir þingheimi siðustu skipun frá „herbyltingar nefndinni“ í Smolny. Þar stóð: „Petrogradsovéti fulltrúa verka manna og hermanna er ógnað. Vér skipum hersveitunum að bú- ast þegar til bardaga og bíða frekari skipana. Öll töf og vaa- ræksla verður talin landráð og svik við byltinguna". Þetta var bersýnilega bylting, en eftir því sem umræðum var haldið áfram varð það æ ljósara, að þingheimur var andvígur vald beitingu af hálfu stjórnarinnar. Fulltrúana langaði ekkert í borg arastyrjöld, en trúðu enn, að eitt hvað annað ráð væri fyrir hendi. Dan, mensjevíkaforinginn, stakk upp á eftirtektarverðri lausn: hann gaf beinlínis í skyn, að hægt væri að kæfa niður byltinguna með því að taka upp stefnu bol- sjevíka, eða að minnsta kosti þann þátt hennar, þar sem heimt aðir voru tafarlausir friðarsamn ingar við Þýzkaland og Austur- ríki. Umræðurnar drógust langt fram á nótt, en árangur varð enginn. í Smolny voru bolsjevíkarnir að ganga frá lokaráðagerðum sínum. Hverjum foringja var fengið sitt hlutverk: einn átti að gæta járnbrautarverkamannanna, KALLI KÚREKI —X~ Teiknari; J. MORA <— Kalli! Komdu hérna, fljótt! — Það var verið að hringja neðan úr bænum! Bankinn hefur verið rændur og Newts lögreglustjóri er ekki í bænum! „ — Hver var það? Hvernig leit hann út? — Það sá hann enginn! Hann rot- aði bankamanninn, sem fékk snert af heilahristing! — Gamli minn! Þið farið til bæj- arins strax, þú og Litli-Bjór og reyn- ið að ná í allar þær fréttir sem þið getið! — Við sem vorum að koma! Jæja þá, komdu strákur! annar sjá um matvæli, þriðji um póst- og símamenn o.s.frv. Sendiboði var sendur til bolsje- víkanna í Moskvu, til að biðja þá að samræma framkvæmdir sínar við höfuðborgina — en eng um öðrum bolsjevíkaforingja var leyft að fara út úr húsinu. Skila- boð komu frá Lenin, með loka- hvatningu til framkvæmda. Hann skrifaði: „Það verður að vera full komlega gengið frá öllu í kvöld eða nótt“. Undir miðnætti kom hann sjálfur til Smolny. Fyrst vildu verðirnir ekki hleypa hon um inn — hann var dulbúinn með skítugt bindi, sem hann hafði vafið um höfuð sér og með úrelt bolsjevíka-vegabréf, — en að lok um tókst honum samt að sleppa inn, og alla leið inn í herbergið þar sem Trotsky var við vinnu sína. Ameríski blaðamaðurinn, John Reed hefur gefið oss merkilega lýsingu á þessum ókyrrðardög- um í Petrograd. í bók sinni, „tíu dagar, sem skóku heiminn“, hef ur hann, betur en nokkur annar gefið oss hugmynd um, hvernig Borgarnes FERÐAFÓLK í Borgarnest skal á það bent að Morgun- blaðið er hægt að kaupa f anddyri hótelsins, svo og í benzínsölu Shell við Brák- arbraut. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í iausasölu, um söluop eftir lokunartima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.