Morgunblaðið - 23.07.1964, Qupperneq 17
Fimmtudagur 23. júlí 1964
MORCUNBLAÐIÐ
17
á sl. ári 1.280 millj. króna og
heildarútflutningur frystihús-
anna miklu meira, ef saltfiskur,
skreið og fl. er meðtalið. Frá
miðju ári 1962 til miðs árs 1963
hafði þó kaup hækkað um 30%,
og um síðustu áramót bættist svo
við 15% kaupphækkunin. Á sama
tíma hækkaði fiskverð um 12%.
Það er ekki verið að telja eftir,
að frystihúsin tóku á sig þessa
fisk- og kauphækkun svo til
bótalaust, en þegar hver sem er,
þykist þess umkominn að núa
frystihúsunum því um nasir, að
þau séu styrkþegar og þurfaling-
ar, og þá sjálfsagt vegna þessara
43 millj. króna, mætti hann gjarn
an hugleiða hlutverk frystihús-
anna í þjóðfélaginu nokkru nán-
ar, áður en hann við hefur hin
stóru orð. Góð afkoma frystihús-
anna ætti að geta boðið heim
betri launum til handa því verka
fólki, sem vinnur í húsunum. En
hvað segir reynslan um afkomu
frystihúsanna. Eitt frystihúsið á
fætur öðru fer undir hamarinn
eða fyrri eigendur selja, af því
að þeir voru orðnir uppgefnir.
Fé rentar sig áreiðanlega £ dag
ekki í neinu verr en í frystihúsa-
rekstri nema þá togaraútgerð.
Það væri sannarlega ömurlegt, ef
frystihúsanna biði sama hlut-
skipti og togaranna, lenda eitt á
fætur öðru hjá ríki eða bönkum,
sem neyðast svo til að leigja þau
fyrir verð, sem er eilítið brot af
vöxtunum af því fé, sem fór tii
að byggja þau.
Það er ekki víst, að þjóðin í
heild, sem á hvað mest undir því,
að frystihúsin séu rekin með
blóma, geri sér grein fyrir þessu,
þegar blöðin með stanzlausum
áróðri á frystihúsin eru að reyna
að snúa almenningsálitinu í land-
inu gegn þeim. Enginn ber af
þeim blak, svo að við þau á eins
og segir í Hávamálum:
Hrörnar þöll,
sús stendr þorpi á,
hlýrat börkr né barr.
svá es maðr,
sás mangi ann,
hvat skal hann lengi lifa?
Einar Sigurðssoa.
— Staðreyndir
Framhald af bls. 15
utast sem innst, eitthvað annað
en lekahrip Sölumiðstöðvarinnar.
En þótt hér sé aðeins að ræða
iim lítið brot af því, sem verk-
•miðja Kristjáns Jóh. er, þá
gerir samt verkfræðingur sá, sem
gerði áætlun um öskjugerð SH
ráð fyrir, að hún skili 20%
nettó ágóða á ári, eða 5 milljón-
um króna eftir að afskriftir hafa
farið fram. Talar þetta sínu máli
um skjótan uppgantg Kassagerð-
ar Reykjavíkur og Kristján Jóh„
eftir að hann var orðinn einka-
eigandi. Nú er ekki volað og
vælt í Þjóðviljanum, að frysti-
húsin eigi að sitja við þann eld-
inn, sem bezt brennur, eins og
þegar verið er að tönglast á
hinum lágu farmgjöldum Eim-
skips. En kannske viðbrögð
Kristjáns Jóh. verði þau sömu
©g Eimskips, og hann lækki nú
©skjuveriðið um 33y3% í haust,
þegar litla krílið hjá S.H. tekur
til starfa, og hækki um leið ytri
kassana, sem S.H. getur ekki
framleitt, um 100%.
SH og þjóðfélagiff
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
er ekki félag eins eða neins stjórn
málaflokks, ekki einu sinni á-
kveðins rekstrarforms. Þar skipa
menn stjórn, sem eru í öllum
stjórnmálaflokkum landsins,
meira að segja kommúnistar. Þar
eru fyrirtæki með öllum rekstrar
formum, sem þekkjast hér á
landi, einkafyrirtæki, hlutafélög,
samvinnufélög, bæjarfyrirtæki og
ríkisfyrirtæki. Engu að síður er
hún mótvægi, þó í litlu sé, á
móti hinum risavöxnu fyrirtækj-
um samvinnumanna. Það væri
því eðlilegt, að búast þaðan við
hörðustu árásunum, en svo er þó
ekki.
Það er látið liggja að því, að
það sé almenningur, sem heldur
frystihúsunum uppi, af því að
ríkisstjórnin lætur frystihúsin fá
43 millj. króna á þessu ári til að
bæta þeim 15% kauphækkunina
um sl. áramót. Frystihúsin fram-
leiða nú ekki minna en Vz af öll-
um útflutningi þjóðarinnar og
veita fleira fólki atvinnu en nokk
ur önnur atvinnugrein í landinu.
Utflutningur frosinna vara nam
BIFREIÐARSTJORI
óskast nu þfgar til blaðaútkeyrslu.
HÍ«r«unX>Taí'ib
T I M P S O
Austurstræti 10
fHelgarferð í Kerlingafjöll
og á Hveravelli
Lagt verður upp í ferðina kl. 2 e. h. nk. laugardag úr Valhöll v/Suðurgötu.
Þátttakendur taki með sér tjöld og nesti, en heitir drykkir verða veittir.
Verð farmiða kr. 250.00. Pantanir (í síma 17100) óskast sóttar fyrir föstudags-
kvöld á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins v/Austurvöli.
HEIMDALLUR F.U.S.
R E N AU LT 4L
sameinar kosti þriggja bíla
ódýr — sterkur — sparneytinn
■ýt RENAULT 4L er hentugur í smásendiferðir og tilvalinn fyr-
ir iðnaðarmenn og verzlanir.
'k RENAULT 4L er ágætur ferðabíli fyrir fjölskylduna.
RENAULT 4L er tilvalinn bíll fyrir bændur og aðra þá, sem
í dreifbýlinu búa.
Því trúir enginn, nema sá sem hefir
reynl það, hve Renault 4L er hentug-
ur, þægilegur, sparneytinn og lipur
til allra nota.
RENAULT ER RÉTTI BÍLLINN
Lítið á Renault 4L í Lækjargötu 4 eða leitið nánari upplýsinga
um hann. Renault 4L kostar aðeins kr. 128.000,00.
Árgerð 1965 er á leið til landsins.
Columbus hf.
Lækjargötu 4. — Símar 22116 og 22118.