Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 6
ð MORGU N BLAÐIÐ r Flmmtudagur 23. Júlí 1904 Flugdagtir í Eyia- firði á sunnudag Sviffluga lendir d íþróttavellinum d Akureyri d laugardag Akureyri 22. júlí. NÆSTKOMANDI sunnudaff verð ar haldinn Flugdagur á Mel gerðismelum í Eyjafirði. Þar verður sýnt svifflug, vélflug og ýmiskonar útbúnaður til leitar «i? björgunar. Að þessum degi standa Flugbjörgunarsveitin á Akureyri, Svifflugfélag Akur- eyrar og Flugskóli Tryggva Helgasonar. Laugardaginn 25. júlí kl. 2 e.h. er fyrirhugað að dreifa auglýs- ingum úr flugvél, yfir bæinn og gildir hver auglýsing sem happ- draettismiði. Vinningar í því happdrætti eru 18 flugmódel, gefin af þeim, er með þá hluti verzla á Akureyri. Dregið verður á Melgerðismelum að aflofcnum sýningum á sunnudag og haldið áfram þangað til að öll módelin eru útgengin. Kl. 6 e,h. á laugardag verður sviffluga dregin inn yfir bæinn og iendir hún á fþróttavellinum. Um kvöldið verður síðan dans- leikur í Sjálfstæðishúsinu og gilda aðgöngumiðarnir einnig, sem happdrættismiðar og verð- ur dregið á miðnætti um flugfar Akureyri-Reykjavík-Akureyri og hringflug með svifflugu. Á sunnudag hefjast sýningar á Melgerðismelum kl. 2 e,h. og gefist þá mönnum kostur á að kynnast ýmsum atriðum varð- andi svif- og vélflug og ennfrem- ur öllum útbúnaði flugbjörgunar sveitarinnar. Aðgangur verður kr. 26,00 fyrir fullorðna og kr. 10,00 fyrir börn. Heitar pylsur, gosdrykkir o. fl. verða til sölu á staðnum. Flugdeginum lýkur síðan með dansleik að Hótel K.E.A. um kvöldið, og gilda þeir aðgöngumiðar, sém happdrættis- miðar, þar sem keppt verður um fjóra hringflugsfarmiða, með Norðurflugi og dregið verður á miðnætti. Ferðaskrifstofan Lönd og leiðir hf mun skipuleggja ferðir í sambandi við sýninguna á Melgerðismelum. Flugbjörgunarsveitin á Akur- eyri er félagsskapur um 70 sjálf- boðaliða, sem tekið hafa á sig Iþá kvöð, að vera ávallt reiðu- búnir til leitar og björgunar þeg- ar á þarf að halda. Sveitinni hefir tekizt, með mikilli vinnu ýmissa meðlima sinna og fjár- framlögum og öðrum stuðningi frá einstaklingum, ríki og bæ, — að komast yfir nokkurn úbbúnað, sem mönnum gefst nú kostur á að sjá á sunnudaginn. Svifflugfélag Akureyrar er fremur fámennur félagsskapur mjög áhugasamra ungra manna. Hann stendur ölhim opinn frá 14 ára aldri og mun ekki síður vera heppileg íþrótt fyrir eldri menn, eða svo þykir að minnsta kosti frændum vorum á hinum Norðurlöndunum, en þar mun ekki óalgengt að menn allt að áttræðu stundi svifflug. Flugskóli Tryggva Helgasonar tekur við nemendum er þeir hafa náð 17 ára aldri. Flugskólinn hefir tveim kennsluvélum á að skipa og stunda hann nú tíu nem endur. Nokkrir íerðalangranna við broctförina. Lúðrasveit Reykjavlkur heimsækir Færeyjar UM KLUKKAN 1« á þriðjudag lagði Lúðrasveit Reykjavíkur af stað til Færeyja með tveim flug vélum frá Flugfélagi íslands. Ferðin er farin í boði Bæjar- stjórn Þórshafnar og Hafnar Hornorkester, sem hingað kom 1 fyrrasumar í boði Lúðrasveitar Reykjavíkur. Lúðrasveitin mun leika i Sör- vogi á Vogar, en halda að því Hiaut tveggja ára fangelsi í GÆRDAG var upp kveðinn í Sakadómi Reykjavíkur dómur í máli manns þess, sem 19. apríl sl. varð barni sínu að bana á Hellissandi, með því að sveifla því í kringum sig. Skall höf- uð barnsins í vegg, og beið það þegar bana. Maðurinn, sem að þessu var valdur, var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi, en til frádráttar kemur varðhald hans frá 20. apríl sl. — Dóminn kvað upp Logi Einarsson, yfir- sakadómari. Líður sæmilega Akranesi, 22. júlí: — AÐALGEIRI Halldórssyni, leið sæmilega í gær, frétti ég, og mátti þá byrja að hreyfa sig til í rúminu. Honum leið þá þetta bezt eftir að hann meiddist í verk- smiðjunnL — Oddur. búnu til Þórshafnar. í Þórshöfn verða haldnir tvennir innitón- leikar, á fimmtudags- og föstu- dagskvöld. Um helgina verður Lúðrasveitin i Klakksvík en kemur í byrjun næstu viku aftur til Þórshafnar, þar sem hún leik ur á Ólafsvökunni, sem hefst 28. júlL Á Ólafsvökudag leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á aðal- torgi Þórshafnar. Lúðrasveitin héldu heimleiðis 3. ágúst. Auk þeirra hljómleika, sem þegar eru nefndir, mun verða leikið í Vest manna, Kvivik og á fleiri stöð- um. Þátttakendur I Færeyjaförinni á vegum Lúðrasveitar Reykja- víkur eru 44, þar af þrjátiu hljóð færaleikarar. Fararstjórar 1 ferðinni eru Ottó Jónsson, Friðfinnur Ólafs- son og Helgi Sæmundsson, stjórn andi er Páll Pampichler Pálsson en formaður Lúðrasveítar Reykjavíkur er Björn Guðjóns- son. Vegna þoku í Færeyjum lentu báðar flugvélarnar á Egilsstöð- um og voru þar um nóttina. Síðdegis í gær var svo gert ráð fyrir að hópurinn fljúgi svo til Færeyj a. Lýðskólamenn á Aki^evri Akureyri 21. júit HINGAÐ til bæjarins komu I gærkvöldi 47 nemendur norr- æria lýðskólans landleiðina austan frá Egilsstöðum. Med þeim 1 för var forstöðumaður skólans, Arne Hyldkrog frá Skjæren á Jótlandi. Hópurina gistir í heimavist M.A í morgun skoðuðu gestirnir verksmiður SÍS og hlýddu á fyrirlestur Páls H. Jónssonar fræðslustjóra SÍS um sarrv- vinnuhreyfinguna á ísiandi og sérstaklega um starfsemi hemv- ar hér á Akureyri. Bæjarstjórn Akureyrar bauð öllum hópnum til ihádegisverð- ar í Skíðaihótelinu þar sem Jó- hann Þorkelsson héraðslæknir fluttd erindi um Akureyrarbæ, sogu hans og atvinnulíf. Bftir hádegi var súkkulaði- verksmiðjan Linda heim- sótt og síðan farið í minjasafnið og Lystigarðimn. Norrænu gestimir fengu hið fegursta veður í dag, sólskin og sunnanvind og hiti komst í 24 stig. — Sverrir. Skotin í kaf ef þau finnasl í fyrradag tilkynnti Landhelg- isgæzlan um tundurdufl á reki norður af Grímsey. Blaðið sneri sér til forstjóra Landhelgisgæzl- unnar og spurðist fyrir um hvað verða myndi um dufl þetta. — Ef eitthvert af skipum okk- ar verður duflsins vart, verður það skotið í kaf. Hins vegar er það ekki alla jafna að duflin önnist aftur, þótt nákvæmlega séu staðsett, nema skipin, sem finna þau, biði þar til varðskip kemur á vettvang. Helga Helga- déttir frá Flögu í MINNINGARGREININNT um Helgu Helgadóttur frá Flögu í Vatnsdal, sem birtist 1 blaðinu á þriðjudag, féll niður fæðingar- dagur hennar og dánardægur. Hún var fædd 4. október 1880, en dáin 12. júlí 1964. • SKAÐABÆTUR Verzlunarmannahelgin er í vændum. Það er bráðum kom- inn ágúst og enn ekki komið sumar, hér sumnanlands am.k. Undanfarna daga hefur verið hálfgerð hitabeltisblíða fyrir norðan. Kunningi minn, sem kom frá Akureyri í fyrrakvöld sagði, að hann hefði sjaldan eða aldrei lifað slíica blíðu á Islandi. Við hér syðra getum því mið ur ekki sagt svipaða sögu, því segja má, að varla hafi stytt upp síðan á 17. júnL Þetta ætl- ar að verða óþurrkasumar. Veð urfarið má a.m.k. batna mik- ið í ágúst, ef við eigum að flá viðunandi skaðabætur vegna veðráttunnar síðan um miðjan júnL • SLÆMUR SAMAN- BURÐUR Hitt er annað mál, að hér norður við heimskautsbaug er alltaf alla veðra von. Það vit- um við. Og við getum í raun- inni ekiki gert neina sérstak- ar kröfur til blíðviðris og hlýju. En einihvern veginn höfðum við haft það á til- finningunni, að munurinn á vetri og sumri yrði meiri en raun hefur orðið á. Sumarið er afburðalélegt, þegar það er borið saman við hinn fá- dæma hlýja vetur. Og okkur, sem vön erum vetrarhörkum, finnst munur á sumri og vetri eiga að vera meiri en hann er núna. • MEB HAUSGATI Já, og svo kemur verz'un- armannahelgin. Sem betur fer er það ekki lengur í tízku að drekka sig útúr fullan á al- mannafærL Fólk státar ekki lengur af mikilli drykkju. Al- menningsálitið fordæmir drykkjulætin 1 Þórsmörk og annars staðar. Nú er reynt að gera ráðstafanir til þess að hafa hemil á svörtu sauðunum, sem fara „til þess að njóta náttúrunnar“ en sjá svo ekki mun á degi og nóttu vegna ölvunar. Með þessu fólki ætti að senda sveit vaskra manna, sem tæki þá, sem ekki haga sér sómasamlega, og setti í poka. í þessu skyni ætti að gera sérstaka poka með haus- gati svo að allir fengju að líta ásjónu poka-mannanna. Það væri vel viðeigandi að taum- laus „sport“-drykkja endaði í poka á almannafæri. Það yrði nefnilega ekki mikið „srport" í þyí að dúsa þar og láta benda á sig. • VERKEFNIN ÓTÆMANDI En ráðstafanir sem þessar yrðu hins vegar aldrei neia allsherjar lausn á vandamál- inu. Galdurinn er að leiða un.g lingana inn á aðrar brautir og það er fyrst og fremst verk- efni foreldra og uppalenda, Lífleg og dugandi forysta I iþrótta- og æskulýðsfélögura gæti líka gert meira en flest annað. Verkefni íþróttafélags ætti ekki að vera það eitt að hjálpa einum og einum tii •þess að stökkva svo og sv® langt eða sjá um þjálfun spretthlaupara og knattspyrnu manna. Slík félög ættu að safna til sín sem stærstura hópi æskumanna, gangast fyr- ir fjallaferðum, lengri og skemmri ferðalögum, ódýrum ferðum, en þroskandi. Verk- efnin eru óteljandi. Þetta er auðvitað hægar sagt en gert —og er auðvit- að mjög erfitt meðan íþrótta- garparnir sjálfir, „stjörnurnar** gefa ekki gott fordæmi — svo ekki sé meira sagt. 8¥0f BOSCH KÆLISKÁPAR Yá 4t4—8tá cub.fet. Ennfremur FRYSTIKISTUR Söluumboð HÚSPRÝÐI h.f. Sími 20440 og 20441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.