Morgunblaðið - 31.07.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.1964, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Fostu'dagur 31. JúTf 1964 Samanburöur á tekjuskatti og útsvari eftir gömlu og nýju reglunum HÉR fer á eftir samanburð ur á tekjuskatti og útsvari eftir nýju og gömlu reglun- um. Samanburðurinn er miðaður við lágar tekjur, miðlungstekjur og ríflegar meðaltekjur, þ.e. 50 þús., 60 þús., 80 þús., 100 þús., 120 þús. og 140 þúsund króna tekjur. Nettó- tekjur til skatts f fremsta dálkinum eru tekjuupphæðirnar, þ.e. nettó- tekjur til skatts. Frá þeim er dregið, áður en útsvar er lagt á, útsvar frá fyrra ári, sem miðast við tæpa 13% aukn- ingu á nettótekjum milli ár- anna 1962 og 1963. í saman- burðinum er miðað við álagn- ingarárin 1963 og 1964. í næsta dálki táknar T == tekjuskatt og Ú = útsvar. Þá Hjón 50 þús. 80 þús. 80 þús. 100 þús. 120 þús. 140 þús. gömlu nýju gömlu nýju gömlu regL regl. regl. regl. regL T 0 0 0 0 0 Ú 4300 3900 3700 2100 1500 T 500 0 0 0 0 Ú 6000 5400 5400 3700 3200 T 2500 1500 500 0 0 Ú 9500 9100 8900 6800 6600 T 5500 4000 2500 900 0 Ú 12900 13700 12400 11100 10100 T 9500 8500 5500 2900 1500 Ú 16700 18300 16100 15701 13900 T 14500 14500 9500 680. 4000 Ú 20800 22700 20300 20200 17900 Hjón með 3 börn nýju regl. 0 0 0 1400 0 4400 0 7700 0 12200 1000 16700 er gerður samanburður á tekjuskatti og útsvari einhleyp inga eftir gömlu og nýju regl- unum, síðan á gjöldum hjóna og loks á gjöldum hjóna með 3 börn. „Ingiber Olafsson II" kemur í nótt í NÓTT er væntanlegt til landsins nýtt 250 tonna fiski- skip frá Noregi. Er það „Ingi- ber ólafsson 11“ eign bræðr- anna Jóns og Óskars Ingibers- son í Ytri-Njarðvík, smíðað hjá Ulstein mek. Verksted í Ulsteinvik. Skip þetta hefur vakið tals- verða athygli í Noregi, og mik ið verið um það skrifað i norsk blöð. Mbl. bárust í gær blaðaumsagnir úr „Sunmörs- posten“ og Sunmöre Arbeid- eravis frá 27. og 28. þ. m., og fara hér á eftir nokkur atriði úr þeim. Það er ekkert vafa- mál að þessi nýi 111 feta bát- ur er fjöður í hatt Ul- stein skipasmíðastöðvarinnar og þeirra, sem þar vinna. Bát- urinn er búinn 510 hestafla Caterpillar aðalvél, og vai siglingarhraðinn í reynslu- ferð 11,5 sjómílur. Það er at- hyglisvert að vélin er svo stutt og tekur svo lítið ptóss að lestarrýmið verður mun stærra af þeim sökum. Á skip- ið að bera 2700 hl. I heiíd | sannar skipið það að íslend- ingar fylgjast vel með öllum nýjungum á sviði tækninnar Og báturinn er hreinasta augnayndi að utan sem innan. Gert er ráð fyrir að 12 manna áhöfn verði á skipinu, en rúm er fyrir 14 í eins og tveggja manna klefum. — Með skip- inu kemur Magnulf Ulstein, forstjóri skipasmíðastöðvar- innar, og ætlar hann m. a. að fara á laxveiðar fyrir norðan. Johnson lýsir ánœgju sinni Forsœtisráðherra rœðir við hann um miðjan ágúst Einkaskeyti til Morgunblaðs- ins, Washington, 30. júlí — AP FORSÆTISRÁÐHERRA ís- lands, Bjarni Benediktsson, mun koma til Washington 18. ágúst, og ræðir hann þá við forseta Bandarikjanna Lynd- on B. Johnson. Talsmaður Hvíta hússins skýrði frá því I dag, að John- son, forseti, hefði lýst því yfir, að það væri honum mikil ánægja að endurnýja kunn- ingsskap sinn við Bjarna Benediktsson, sem hann kynnt Ist á sJ. hausti, er Johnson, þá varaforseti, kom í heimsókn til íslands. Oscor A. Boram sjötupur í GÆR varð sjötugur einn af merkustu lögvísindamönnum á Norðurlöndum, dr. Oscar A. Bor- um, prófessor við Kaupmanna- hafnarháskóla. Borum er mörgum íslending- um að góðu kunnur, því að kennslubækur eftir hann hafa verið notaðar hér við Háskóla ís- lands um nokkurt árabil, og hinigað hefur hann komið oftar en einu sinni. í tilefni afmælisins kom út í gær mikið afmælisrit, sem hon- um er helgað. í því eru ritgerðir um lögfræðileg efni, einkum sér- svið hans, sifja- erfða og per- sónurétt og a'lþjóðlegan einka- málarétt. Ein íslenzk ritgerð er í ritinu. Hún er eftir Ármann Snævarr, rektor Háskóla íslands, og fjallar um erfðalögin íslenzku frá 1962 og norrænt samstarf á sviði erfðalöggjafar. Heillaóskalisti fylgir ritinu, og er þar m.a. skráð nöfn 30—40 íslenzkra iögfræðinga. Loftleiðir fluttar á Keflavíkurflugvöll f GÆRMORGUN voru tvær flug- vélar Loftleiða afgreiddar í síð- asta sinn á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni frá New York austúr um haf. í gær var svo öll fluig- þjónuáta félagsins flutt suður á Keflavttkurflugvöll, en Reykja- víkurflugvöllur verður framveg- is aðeins notaður sem varaflug- völlur fyrir fiugvélar Loftleiða. Eins og áður hefur komið framv hafa Loftleiðir tekið við rekstri flugvallarhótelsins á Keflavíkur- flugvelli og fara þar nú fram ýmar breytimgar á húsakynnum. Farþegar Loftleiða úr Reykja- vík verða fluttir ókeypis suður á Keflavíkurflug völl frá aif- greiðslunni á Reykjavíkurflug- Eldflaugarskotinu frestað Reynt aftur á miðnætti í nótt ELHFLAUGARSKOTI Frakka af Mýrdalssandi var frestað í gærkvöldi aðallega vegna óhag- stæðs veðurskilyrða. Á miðnætti í nótt á að re.vna að skjóta eld- flauginni á loft. Upphaflega átti að skjóta flaug inni upp á miðnætti sl. nótt, en í igærdag var því frestað þar til kl. eitt í nótt. Veður var misgott eystra í gær, oftast rigning eða súld, en rofaði til á milli. Búizt var við því, að svipað veður yrði í nótt sem leið, og átti þá að nota tækifærið, þegar rofaði til, og senda flaugina á loft. Margir lögðu leið sína austur á sanda í gærkvöldi, til þess að sjá skotið Á annað hundrað bílar úr Reykjavík einni voru þarna með fólk. KL hálftólf vax ioftbelgur með veðurathugartæki sendur á loft, en tækin biluðu. Þegar klukk an var fimmtán mínútur yfir miðnætti, 45 mínútum áður en sjóta átti var ákveðið að hætta við skotið. Var það aðallega vegna slæmra veðurskilyrða og eins vegna hins, að engar upp- lýsingar fengust frá tækjum í loftibelgnum um veðrið í háloft- unum. Ákveðið var að reyna aftur á miðnætti aðfaranótt laug dags. í mæstu viku ætla Frakkar að skjóta annarri eldflaug á loft Segulmælir bilaði í henni, en Frakkarnir búast við að hafa lökið viðgerð á honum eftir helg ina. Verður henni þá skotið á loft eins fljótt og unnt er eftir heigina, eða í fyrsta Lagi á þriðju dag. f raæstu viku telja Frakkarn ir skilyrði í háloftunum til rann- sókna á Van Allens-beitinu mjög hagkvæm. Aðalverktakar malbika HAFNARFTRÐI — Á fundi bæjarstjórnar mú í vikunni, skýrði bæjarstjórinn, Hafsteinn Baldvinsson, frá samningsvið- ræðum við íslenzka aðalverktaka um að þeir taki að sér malbikun Reykjavíkurvegar og Arnar- hrauns. Undirbúningur er þegar hafinn, en verktakar munu hefja starf eftir helgina. — Er ætlunin að verkinu verði lc/kið í sept.— okt. — G.E. velli, sem flytur á næstunni í vesturhluta nýja skrifstofuhúss- ins. Eiga farþegar að mæta á Reykjavíkurflugvelli 90 mínút- um fyrir þrotbför flugvélar, en 45 mínútum fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli. Góð aflabrögð hjá Sauðárkróks- bátum Sauðárkróki, 30. júlí. TOGSKIPIB Skagfirðingur kom af veiðum í nótt með oa. 60—70 tonn, bæði þork og karfa. Afli snurpuveiðabátanna er dá- góður, oig einnig er hann að glæð- ast hjá smábátum á línu, svo að atvinna er næg á Sauóárkróiki eins og er. —Jón. Utanrílcisráðherra í cpinbera heimsókn til Itforegs OSLÓ, 30. júlí (AP). GUÐMUNDUR t Guðmundsson, utanríkisráðherra, fer í opinbera heimsókn ásamt konu sinni, frú Rósu Ingólfsdóttur, til Noregs dagana 9. — 15. ágúst. Var þetta tilkynnt í norska utanrikisráðu- neytinu í dag. Utanríkisráðherra kemur til Osló kl. 12.30 sunnudagimn 9. ágúst með flugvél. Fyrsta dag- imn er engin opinber dagskrá. Ráðherrann mun búa í Grand Hotel. Hin opinbera heimsókn hefet á mánudag, með því að Guðmund ur í. Guðmundsson gengur á fund Halvards Lange, norska utanríkisráðherrans, sem nú gegnir jafnframt starfum for- sætisráðherra, og forseta Stór- þingsins, Nils Langhelle. Utanríkisráðherra mun leggja blómsveig við minnismerki fall- inna, norskra hermanna í Akurs- húsi. Einnig mun hann heim- sækja norsku tækni- og vísinda- rannsóknarstofnunina, áður en hann gengur á fund Ólafs N oregskonungs. Eftir áheyrnina hjá kommgi, býður konungur til hádegisverð- ar í konungshöllinni til heiðurs gestinum. Síðar um daginn verður utan- ríkisráðherra staddur í norska utanríkismálaáðuneytinu, þar sem stjómmálalegar viðræður fara fram. Síðan mætir ráðherr- ann á blaðamannafundi. Um kvöldið býðu ríkisstjórnin til kvöldverðar í Akurshúskast- ala. Þriðjudagima lb júií heim- sækir ráðherra radíóverksmiðju Simonsens, sem m. a. er þekkt fyrir framleiðslu tækja fyrir fiskiskip. Síðan býður Hans G. Andersen, sendiherra, til hádeg- isverðar. Um kvöldið flýgur ráð- herra til Álasunds og snæðir kvöldverð í boði borgarstjórmar. Á miðvikudag heimsækir ráð- herra Spelkavik skósmíðafyrri- tækið og Stokke húsgagnaverk- stæðið, áður en hann heimsækir fjallakofa (Fjellstue), borgar- bókasafnið og höfuðkirkjuraa. Oscar Larsen, ræðismaður ís- lands í Álasundi, býður til kvöld- verðar, en síðan heldur ráðherra til Olden, þar sem hann verður um nóttina. Næsta dag verður farið í ökuferð eftir Noregs- strönd og haldið til Björgvinjar. Þar heimsækir ráðherra föstu- daginn 14. ágúst fiskveiðisafníð. fiskasafnið, Hákonarhöllina og gamla bæinn. Eftir hádegisverð verður ekið um borgina, farið 1 verzlunarskóla, nýbyggingar skoðaðar og að lokum haldið til Troidhaugen, þar sem tónskáld- ið Edward Grieg bjó. Borgar- stjórn Björgvinjar býður til kvöldverðar. Á laugardag fer ráðherrann meðfram suður- ströndinni á loftkoddaskipinu Vingþór (Vingtor) til Stafang- urs. Frá Stafangri flýgur ráð- herrann síðan til Osló. Þá um kvöldið kl. 17.20 flýgur hann til Stokkhólms. — Halvard Lange, Hans G. Andersen og Jóhaa Cappelen, sendiherra Norð- manna á íslandi, verða með Guð- mundi f. Guðmumdssyni á ferð haras um vesturströndiraa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.