Morgunblaðið - 31.07.1964, Síða 3
^ Föstu'dagur 31A júlí 1964 ^
MORGU N BLAÐID
☆
f GÆRKVÖLDI var .aldinn
að Hótel Sögu fundur til und-
irbúnings stofnunar hlutafé-
lags um byggingu og rekstur
„mótels“, sem lagt var til, að
yrði reist í Hveragerði. —
Gert er ráð fyrir, að hlut-
hafar verði á annað hundr-
að, hlutafé að minnsta kosti
6jö milljónir króna, og má
segja, að fyrirhuguð uppbygg
ing hlutafélagsins grundvall-
■»' v'-
Frá fundinum í gærkvöldi.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
Félag stofnað um
byggingu veitinga -
og gistihúsa
Fyrsti átangi vœntanlega
Hveragerði
'mótel'
ist á hugmyndum um svo-
nefnd almenningshlutafélög.
Samþykkti fundurinn, að fé-
lagið skyldi stofnað og kaus
fimm manna bráðabirgða-
stjórn til að undirbúa fram-
haldsstofnfund, sem haldinn
verður innan nokkurra vikna,
Fram kom á fundinum, að
stefnt er að því, að fram-
kvæmdir hef jist á næsta vori
og „mótelið“ taki til starfa á
árinu 1966.
Eyjólfur Konráð Jónsson, rit-
stjóri, setti fundinn fyrir hönd
fundarboðenda, en auk hans
höfðu einkum unnið að undirbún
ingi málsins Konráð Guðmunds-
son, hótelstjóri, Halldór Blöndal,
veitingamaður, Manfreð Vil-
hjálmsson, arkitekt, Bragi Ein-
arsson, garðyrkjumaður, Styrmir
Gunnarsson, stud. jur., og Hörð-
ur Einarsson, stud. jur.
Samkvæmt drögum að stofn-
samningi félagsins, sem lögð voru
fram á fundinum, er tilgangur fé-
lagsins veitinga- og gistihúsa-
rekstur og fyrirgreiðsla ferða-
manna. Lagt er til, að nafn fé-
lagsins verði Hlað hf.
í setningarræðu sinni gerði
Eyjólfur Konráð Jónsson grein
fyrir því í aðaldráttum, í hverju
fyrirhugaðar samþykktir félags-
ins eru frábrugðnar lögum
íslenzkra hlutafélaga yfirleitt.
Atkvæðisréttur hvers hluthafa er
takmarkaður við 1% af heildar-
hlutafénu. Engar hömlur eru
lagðar á sölu eða veðsetningu
hlutabréfa. Sérstakur háttur er
hafður á við stjórnarkjör, sem
tryggir, að hugsanlegur minni-
hluti í félaginu geti fengið kjör-
inn fulltrúa í stjórn. Strangar
reglur eru um skyldur stjórn-
enda, framkvæmdastjóra og end-
urskoðenda. Tryggt er, að hlut-
hafar geti haft greiðan aðgang að
hluthafaskrá. Gert er ráð fyrir,
að félagið verði rekið fyrir opn-
um tjöldum, og m.a. lagt til, að
blaðamönnum verði heimiluð
seta á hluthafafundum.
Naumast er þó hægt að segja,
að þegar í upphafi verið hér um
að ræða almenningshlutlafélag,
því að sú leið hefur ekki verið
farin að bjóða hlutafé út á al-
mennum markaði. Ekki er gert
ráð fyrir því á fyrsta stigi, að
neinn hluthafi eigi minni blut
en kr. 50.000.00, sem væntanlega
verður heimilað að greiða á allt
að tveim árum. Var þessi leið
farin til þess að í byrjun gerð-
ust ekki aðrir hluthafar en þeir,
sem verulegan áhuga hefðu á
málinu oig væru reiðubúnir til
að hætta nokkru fé í trausti þess,
að um arðvænlegt fyrirtæki geti
verið að ræða. Upphaflega var
gert ráð fyrir, að hlutafé yrði 7
millj. kr., en áhugi hefur verið
það mikill á þátttöku, að í frum-
varpinu að samiþykktum félags-
ins er lagt til, að stjórninni verði
heimilað að hækka hlutaféð í
allt að 10 millj. kr.
Engu að síður er hér ekki um
stærra félag að ræða en svo, að
einnig af þeirri ástæðu er vafa-
samt, að það geti talizt almenn-
inigshlutafélag, en hugmyndin er
fyrst og fremst að reyna þann
rekstur sem hér er um að ræða,
með því að byggja eitt „módel“.
Ef reksturinn gefur góða raun og
útlit er fyrir, að hann geti skilað
verulegum hagnaði, er gert ráð
fyrir því í fyrirhuguðum sam-
þykktum, að unnt verði að opna
félaigið, bjóða út nýtt hlutafé,
byggja fleiri „módel“ og gera
félagið að almenningshlutafélagi.
Þegar Eyjólfur Konráð hafði
lokið máli sínu, var Geir Hall-
grímsson borgarstjóri kjörinn
fundarstjóri og Hjörtur Torfa-
son hdl. fundarritari.
Konráð Guðmundsson greindi
nokkuð frá hugmyndum um
byggingarframkvæmdir, sem
Manfreð Vilhjálmsson arkitekt
hefur unnið að í samráði við aðra
þá, sem að undirbúningi máls-
ins hafa starfað. Sjálft mótelið
yrði væntanlega byggt í tveim
20 húsa samstæðum. Verða hús-
in sambyggð með sérinngangi og
sérgarði. Verður unnt að aka
beint að hverju húsi um sig.
Einnig yrði komið upp útisund-
laug með ýmiss konar böðum,
nuddi o.þ.h.
í nokkurri fjarlægð frá mót-
elinu er g«rt ráð fyrir allstóru
veitingahúsi, sem yrði tvískipt.
Annarsvegar yrði „kafetería“,
þar sem unnt væri að veita allt
að 50 manns fljóta afgreiðslu, og
yrði hún fyrst og fremst ætluð
þeim, sem eru á hraðferð. Hins
vegar yrði svo veitingasalur fyr-
ir allt að 100 manns, sem veitti
mjög góða þjónustu. í sömu bygg
ingu _ yrði einnig gestamótta'ka
o.fl. í tengslum við þessa bygg-
ingu verður stór skáli, þar sem
koma mætti fyrir ýmiss konar
leiktækjum svo sem bowling,
billiard oig tennis, og yrði skáli
þessi þannig byggður, að hann
mætti ryðja að einhverju leyti
og nota hann sem fundarsal fyr-
ir stærri ráðstefnur. Loks yrði
svo benzínsala og sælgætissala
rekin í sambandi við mótelið.
Gert er ráð fyrir, að rekstur
mótelsins byggist á dvalargest-
um og hinni miklu umferð um
Hveragerði. Greindi Konráð
Guðmundsson frá þvi, að fyrir-
hugað væri að koma upp ýmiss
konar aðstöðu fyrir dvalargesti
til þess að gera þeim dvölina á-
nægjulegri, svo sem sundlaug og
böð, sem áður eru nefnd. Er ætl-
unin, að gestir geti notið ýmiss
konar þjónustu þar, svo sem
heitra og kaldra baða, nudds
o.þ.h. allt að beiftni læknismeð-
ferð, sem ekki er gert ráð fyrir,
að þar verði unnt að fá, a.m.k.
ekki á vegum þessa fyrirtækis
Auk fyrrnefnds leikskála er enn
fremur að því stefnt, að úti verði
komið upp aðstöðu til ýmiss kon
ar leikja t.d. tennis og jafnvel
golf. Að öðru leyti mundi gestun
um veitt tækifæri til þess að
stunda útreiðar, skíðaferðir, veiði
mennsku, gönguferðir, rjúpna-
veiðar, berjatínslu, heimsóknir í
gróðurhús Hveragerðis, ferðir
um Suðurland o.s.frv.
Manfreð Vilhjálmsson arkitekt
gaf sð lokinni ræðu Konráðs
Guðmundssonar ýmsar nánari
skýringar á þeim hugmyndum
um byggingarframkvæmdir, sem
að hefur verið unnið.
Eyjólfur Konráð Jónsson gerði
þessu næst grein fyrir drögum að
stofnsamningi og samiþykktum
félagsins. Auk þeírra atriða, sem
þegar hefur verið getið, vöktu
athygli ákvæði þess efnis, að fé-
laginu skyldi einungis um stund-
arsakir heimilt að eiga eigið
hlutafé allt að 10%, en stjórn
félagsins skuli gera ráðstafanir
til að losa félagið sem fyrst
heilbrigðan hátt við það hlutf.
fé sem eðlilegt væri talið að
kaupa í félaginu sjálfu — og að
aldrei megi nota atkvæði þau,
sem fylgja hlutum, er félagið
kynni að eiga sjálft. Er gert rað
fyrir, að síðastnefnda ákvæðinu
sé óheimilt að breyta.
Eftir talsverðar umræður fund
armanna um málefni hins fyrir-
hugaða félags, samþykkti fund'
urinn að tillögu fundarboðenda
að kallaður skyldi saman fram
naldsstofnfundur innan nokkurra
vikna til þess að ganga endan-
lega frá stofnun félagsins og lög
um þess. Var kosin fimm manna
bráðabirgðastjórn auk eins vara.
manns til þess að undirbúa fund-
inn. í stjórnina voru kjörnir
Konráð Guðmundsson, Halldór
Gröndal, Bragi Einarsson, Styrm
ir Gunnarsson og Steingrímur
Hermannsson. Til vara: Hörður
Einarsson.
Gjaldahæstu fyrir-
tæki í Reykjavík
HER fer á eftir listi yfir þau
lyrirtæki i kjuvik, sem greioa
hæstu opinberu gjöldin. Gjöldin
eru lögð saman, en þau eru tekju
baattur, slysatryggingargjald,
e.gnarskattur, lífeyristryggingar-
gjald, kirkjugarðsgjald, tekjuút-
svar, atvinnuleysistryggingar-
sjóðsgjald, eignaútsvar, aðstöðu-
gjald og iðnlánasjóðsgjald. — Að
sjálfsögðu greiða ekki öll fyrir
tækin öll þessi gjöld.
Loftleiðir 29.444.849
SÍS 12.502.617
Eimskipafélag íslands 5.475.230
Olíufélagið 5.453.603
Kassagerð Reykjavíkur 4.249.649
Olíuverzlun íslands 4.211.700
Heildverzlunin Hekla 3.236.004
Slippfélagið 2.510.742
Eggert Kristjáns-
son & Co. 2.313.190
Vélsmiðjan Héðinn 2.237.741
Jöklar 2.031.446
Hamar . 1.
Verksmiðjan Vífilfell 1
Sláturfélag Suðurlands 1
Verzlun O. Ellingsen 1.
Egill Vilhjálmsson 1,
S j óvátry ggingarf élag
íslands 1,
Gunnar Ásgeirsson hf. 1
Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson hf. 1
Garðar Gíslason hf. 1
Ofnasmiðjan 1
Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjan 1
Ó. Johnson & Kaaber hf. 1.
Togaraafgreiðslan 1
Ræsir 1
Mjólkursamsalan 1
Stálsmiðjan
Lýsi hf
Byggingafélagið Brú
Flugfélag íslands
Mjólkurfélag R.-víkur
Almeinna byggingafélagið
720.817
.694.560
625.719
577.419
383.957
323.802
301.577
231.028
.151.674
137.031
108.951
070.508
065.161
.029.091
.022.512
979.562
948.297
925.461
916.499
912.304
887.150
Véltækni hf 881.188
Sölumiðstöð hraðfrysth. 877.661
Kr. Kristjánsson hf 852.286
Nói hf 833.933
Steypustöðin 816.561
Hótel Borg 813.954
Ásbjörn Ólafsson hf 786.152
Sindri 749.760
Hótel Saga 744.390
Austurver 706.559
KRON 689.701
Trésm. Sveins M. Sveinss. 670.352
Silli & Valdi 655.549
ísl.-erl. verzlunarfélagið 653.341
Kaffibrennsla
Ó. Johnson & Kaaber 645.575
Þórscafé 624.087
Dráttarvélar 624.016
Kristján Ó. Skagfjörð hf 605.466
H. Benediktsson hf 591.276
Bergur Lárusson hf 557.123
Egill Guttormsson heildv. 553.545
Sanitas hf 549.408
Framhald á bls. 23
STAKSTEIMAR
Gjaldeyrisstaðan
hefur batnað
Nýlega ritaði Gylfi Þ. Gíslason,
viðskiptamálaráðherra, grein í
Alþýðublaðið, þar sem hann ræð
ir um blekkingar Framsóknar-
manna um gjaldeyrismál. Hann
segir m.a.:
,Vilji menn gera sér grein fyr
ir árangri þeirrar stefnu í efna-
hagsmálum, sem fylgt er á nokkr
urra ára skeiði, þá á auðvitað
ekki að bera saman gjaldeyris-
stöðu eða erlendar skuldir um
einhver tvenn áramót, nema
ástandið geti talizt sambærilegt.
en engan veginn er víst að svo
sé, eins og t.d. kemur glöggt
fram, ef borin eru saman árslok-
in 1958 og 1963. Réttari mynd
fæst með samanburði á breyting-
um á gjaldeyrisstöðu og lántöku
á þeim tímabilum, sem menn
vilja bera saman. Tölur eru ttl
um fyrstu 4 árin, síðan breytt var
um stefnu í efnahagsmálum,
þ.ekjs. árin 1960 til ‘63. Á þess-
um árum hefur gjaldeyrisstaða
bankanna batnað um 1455 millj.
króna. Lántökur til lengri tíma
en eins árs hafa numið 675 millj.
króna og tekin hafa verið stutt
vörukaupalán tii allt að eins árs
að upphæð 441 millj. kr. Ef lán-
tökurnar eru dregnar frá bata
gjaldeyrisstöðunnar hefur heild-
arstaðan gagnvart útlöndum á
þessu fjögurra ára tímabili batn-
að um 339 millj. kr.“
Seig á ógæfuhliðina á
vinstri stjórnartímanum
„Ef til samanburðar er tekið
fjögurra ára tímabilið 1955 tíl
’58, kemur í ijós að gjaldeyris-
staðan versnaði á þessu timabili
um 407 millj. kr. Lántökur tíl
lengri tíma en eins árs námu
1177 millj. kr. Ekki var þá leyft
að taka stutt vöVukaupalán er-
iendis. Eitthvað hefur eflaust
kveðið að slíku, en engar skýrsl-
ur eru til um þær lántökur.
Heildarstaðan gagnvart útlönd-
um versnaði því á árunum
1955-1958 um 1548 millj kr. Það
var einmitt þessi þróun, sem
gerði stefnubreytinguna 1960
bráðnauðsynlega.
Hinn mikli greiðsluhaili þess-
ara ára hefur oft verið afsakað-
ur með miklum innflutningi
framleiðslutækja og mikilli fjár-
festingu. Hér er þó um rangar
staðhæfingar að ræða, á árunum
1955 til ’58 nam innflutningur
skipa og flugvéla 778 millj.
króna, en á • árunum 1960-’63
hefur hann numið 1446 miUj.
kr., eða hefur m.ö.o. verið næst-
um helmingi meiri. Það er sömu-
Ieiðis alrangt, að heildarfjárfest-
ingin hafi verið minni á á'runum
1960 tii 1963 en á jafnlöngu
skeiði, hallabúskaparins. Miðað
við verðlag 1960 hefur heildar-
fjárfesting áranna 1960 til 1963
numið 9654 millj. kr., en heildar-
fjárfesting áranna 1955-’58 nam,
miðað við sama verðlag, 8327
millj kr., eða var m.ö.o. 1300
millj. kr minni“.
Látlausar blekkingar
^ímans
Og enn segir ráðherrann:
„Sannleikurinn um þau efni,
sem Timinn hefur nú undanfarn-
ar vikur farið með látlausar
blekkingar um, er augljóslega
sá, að þegar núverandi stjórnar-
flokkar tóku við völdum í árs-
lok 1959, hafði um langt skeið
verið aivariegur greiðsluhalli í
utanríkisviðskiptum þjóðarinnar,
liann hafði verið jafnaður með
lántökum til alltof stutts tíma,
en lánstraustið erlendis var í
raun og veru þrotið. Það tókst
á tiltölulega stuttum tima, að
breyta þessum greiðsluhalla í
greiðsluafgang og safna allgild-
um gjaldeyrissjóði".