Morgunblaðið - 31.07.1964, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fostudagur 31. júlí 1964
Útgefandi:
Framk væmdast j óri:
Ritstjorar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
HÁAR TEKJUR
ITegna hinna miklu kaup-
" hækkana á síðasta ári og
verðhækkananna, sem í'kjöl-
farið fylgdu, taldi-Viðreisnar-
stjórnin óhjákvæmilegt að
breyta bæði skattstigum og
útsvarsstigum á síðasta þingi
til lækkunar, því ella hefðu
skattar manna orðið óhæfi-
lega háir. Hinar nýju reglur
lækkuðu skatta og útsvör
allra miðað við sömu tekjur
og áður, en hins vegar hélzt
skattalækkun á þeim, sem
hærri tekjurnar hafa varla í
hendur við kauphækkanir og
verðhækkanir, en skattar á
láglaunafólk lækkuðu aftur
mun meira en verðhækkun-
um nam.
Sá háttur að létta fyrst og
fremst byrðarnar af láglauna-
mönnum, þótt það yrði til
þess að ekki yrði hægt að
lækka eins mikið skatta á há-
tekjumönnum, var afleiðing
af þeirri miklu óánægju, sem
reis á síðasta ári vegna tekju-
hækkana þeirra, sem hærri
launin hafa. Varð ljóst, að
tekjulægsta fólkið myndi
ekki sætta sig við óbreytt á-
stand og þess vegna rétt að
reyna að ívilna því í skatta-
álögum, enda víst að sam-
komulag hefði ekki náðst nú
í sumar, ef sú leið hefði ekki
verið farin.
Hitt er svo anríað mál, að
þeir eru orðnir býsna margir
í þjóðfélaginu, sem hafa háar
tekjur, og margir eru þeir
vafalaust, sem bregður í brún,
þegar þeir átta sig á því, að
þeir eru með tekjuhærri
mönnum í þjóðfélaginu og
greiða því þar af leiðandi háa
skatta, þótt þeir séu félags-
bundnir í verkalýðsfélögun-
um og hafi tekið undir kröf-
urnar um það, að skattabyrði
yrði fyrst og fremst létt af
láglaunafólki.
Áður en Viðreisnarstjórnin
tók við völdum voru skattar
hér eins og kunnugt er með
þeim hætti, að fjöldi manna
taldi sig knúinn til að skjóta
undan skatti eða hafa auka-
vinnu, sem hvergi væri fram
talin. — Viðreisnarstjórnin
gerði í þessu efni gagngerðar
umbætur, sem menn mjög
tóku eftir og skattaframtöl
bötnuðu til stórra muna.
Hinu er ekki að neita, að
hin stöðuga verðbólga hefir
jafnharðan kippt stoðunum
undan heilbrigðri skattalög-
gjöf og erfitt hefir reynzt fyr-
ir ríkisvaldið að breyta skatta
álögum jafnharðan þannig,
að engir fyndu fyrir hækkuð-
um sköttum, samhliða stór-
hækkuðu kaupgjaldi.
Því miður hafa menn ver-
ið allt of gjarnir á það hér á
landi að halda, að kjör þeirra
bötnuðu stórlega í hvert sinn,
sem verulegar kaupgjalds-
hækkanir hafa orðið. Því mið-
ur er ekki til neitt slíkt undra
ráð til að bæta kjörin. Það er
framleiðslan sjálf, hin raun-
verulegu verðmæti, sem sköp-
uð eru, sem segja til um kjör
manna, en ekki peningaupp-
hæðin, sem þeir fá í laun.
. Við vaxandi tilkostnað þarf
ríkið og bæjarfélög aukið
fjármagn til að standa undir
framkvæmdum sínum. Það
verður að taka af borgurun-
um. Þetta vita menn raunar,
en þó vill það fara svo fyrir
mörgum, að þegar hann fær
aukið fé í hendur þá bætir
hann þegar kjör sín og kaup-
ir sér eitt og annað, en gleym-
ist þá, að hann á eftir að láta
sinn skerf af hendi rakna til
hins opinbera.
Kauphækkanirnar vilja því
oft verða stundarávinningur,
sem menn hagnýta sér þegar
í stað ,án þess að hugsa til
þess, að í rauninni er fé þetta
ekki allt frjálst til eigin ráð-
stöfunar.
Það ber þannig allt að sama
brunni. Það er heppilegast
fyrir fólk, að jafnvægi geti
ríkt í efnahagsmálum, kaup-
hækkanir komi ekki í stórum
skriðum, heldur einungis þeg-
ar framleiðslan getur undir
þeim staðið. Þá getur ríkið
betur takmarkað álögur sín-
ar og þá vita mennirnir bet-
ur, hvar þeir standa f járhags-
lega.
MOLDVIÐRI
Cjtjórnarandstæðingar reyna
^ að þyrla upp hinu mesta
moldviðri í sambandi við
skattana og ætla að hagnýta
sér það, að nú sem áður hljóta
ýmsir að vera óánægðir með
þau gjöld, sem á þá eru lögð.
Dæmi um þetta birtist í mik-
illi forsíðufregn í kommún-
istablaðinu í gær. Þar er því
blákalt haldið fram að síðan
1958 hafi útsvör á félög í
Reykajvík aðeins hækkað um
8 milljónir króna, og þannig
sé verið að ívilna félögum á
kostnað einstaklinga.
Hér er um freklegustu
blekkingu að ræða. Árið 1958
greiddu félög í útsvör eins og
blaðið segir réttilega 53,3
milljónir króna, að meðtöldu
veltuútsvari, sem þá var á
lagt. Nú hefir veltuútsvar
hins vegar verið afnumið, en
aðstöðugjald tekið í staðinn
og nú greiða félög í útsvör
NÚ fyrri helgina fer fram á
Miami Beach í Flórida alþjóð
leg fegurðarsamkeppni um
titilinn „Miss Universe".
Þetta er önnur keppni en sú
sem Guðrún Bjarnadóttir tók
þátt í á Langasandi í fyrra.
Keppnin sjálf mun fara
fram á föstudag en úrslit gerð
á laugardag. Fulltrúi íslands
vestur á Flóridaströnd er
Thelma Ingvarsdóttir.
Stúlkurnar komu flestar til
Miami Beach fyrir nokkrum
dögum, og hefur verið
skemmt á ýmsa vegu meðan
þær bíða þess að- keppnin
hefjist fyrir alvöru. Meðfylgj
andi myndir eru teknar í garð
boði sem fegurðardísunum
var haldið á sunnudag í Viz-
oaya-görðunum á MiamL
„Þær hljóta að hafa talað um veðrið“, stóð undir þessari
mynd, sem tekin var í boðinu í Vizcayagörðunum suður
í Flórida á sunnudag. Eins og sjá má, er stúlkan ttt
hægri engin önnur en hún Thelma okkar Ingvarsdóttir,
en hin heitir Susan Marlin og er frá Fairbanks í Alaska.
i
!
Þrjár að sunnan í þjóðhúningum sínum: Vzt til vinstrl er Angela Pereira frá Brasilíu, þá
kemur Emmanela Stramana, frá Ítalíu og til hægri er Alba Ramírez, frá Kólombíu.
og aðstöðugjöld, sem er sam-
bærileg upphæð við þá, sem
áður var nefnd, 128,1 milljón
króna, og er hækkunin 74,8
milljónir króna eða 140%.
Einstaklingar greiddu hins
vegar árið 1958 í útsvör, og
þar með talin veltuútsvör
þeirra einstaklinga, sem at-
vinnurekstur stunda, 172
milljónir króna, en nú er út-
svar og aðstöðugjöld einstakl-
inga 392,3 milljónir króna.
Hækkunin er þannig 220,3
milljónir eða 128%.
Útsvör og aðstöðugjöld á
fyrirtækjum hafa þannig
hækkað mun meira en útsvör
á einstaklingum, en ekki
gagnstætt eins og kommún-
istamálgagnið vill halda fram.
En fullyrðing þess er í sam-
ræmi við öll skrif stjórnar-
andstöðublaðanna um skatta
þessa dagana.
RÖKFRÆÐI
TÍMANS
Af öllum íslenzkum blöðum
er Tíminn frægastur fyr-
ir rakaleysi, útúrsnúninga og
blekkingar. í gær segir blað-
ið t.d. í ritstjórnargrein, að
útsvör í Reykjavík hafi hækk
að um 100% á tveim árum
og síðan segir orðrétt:
„Að vísu hafa orðið nokkr-
ar hækkanir á reksturskostn-
aði á þessum tveim árum. Þær
hækkanir eru þó vitanlega
langt innan við 100%. Útsvör-
in hafa því verið hækkuð
langt umfram það, sem auk-
inn rekstrarkostnaður hefir
krafizt. Framkvæmdir hafa
verið nokkuð auknar, en þó
fer f jarri því að þær hafi tvö-
faldazt.“
Það er röksemdafærslu á
borð við þessa, sem í raun-
inni hefir dæmt Tímann úr
leik í pólitískum umræðum;
gjörsamlega er vonlaust að
ætla að ræða málefnalega við
það blað.