Morgunblaðið - 31.07.1964, Síða 13

Morgunblaðið - 31.07.1964, Síða 13
Föstudagur 31. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ & Ástfangnir Menntamálaráðuneytið hefur undanfarið gengizt fyrir ís- lenzkunámskeiði fyrir nor- ræna menntaskóiakennara, einkum þá sem kenna nútíma- íslenzku eða norrænu við skólana. Námskeiðsstjóri er prófessor Bjarni Guðnason, ' en kennslu annast prófessor Halldór Halldórsson og Bald- ■r Jónsson, mag. art. Auk þess hafa ýmsir aðrir lagt námskeiðinu lið, með kennslu eða á annan hátt, m. a. pró- fessor Einar Ólafur Sveins- son, prófessor Steingrímur J. ÞorsteinSson, dr. Hallgrímur Helgason, Magnús Gíslason, námsstjóri, dr. Sigurður I»ór- arinsson o. fl. Aðdragandi námskeiðs þessa er sá, að Ivar Orgland, sem nú er háskólalektor í Lundi í Svíþjóð og íslendingum er að góðu kunnur fyrir störf sín í þágu menningartengsla ís- lands og Noregs síðan hann var hér sendikennari á árun- um 1952—1960, stóð fyrir ís- lenzkunámskeiðum á vegum Norræna félagsins í Hundorp í Guðbrandsdal í fyrra og hitteðfyrra. Námskeið þessi sóttu um 25 kennarar hvort árið og margir þeirra sem hér eru nú staddir, voru einmiti í Hundorp annaðhvort árið og •umir bæði. f ráði er að endur taka námskeið þessi og senni- lega verður að ári byrjenda- námskeið að Hundorp og síð- an — „ef draumurinn rætist“, sagði Orgland, „námskeið eins og þetta núna á íslandi þriðja hvert ár til þess að fullnuma nemendurna". Þótttakendur í námskeiði þessu, 15 talsins, komu niður á ritstjórnarskrifstofur Morg- unblaðsins á miðvikudags- kvöld til þess að skoða blaðið, sem þeim var sent daglega og notað sem hjálpargagn við kennsluna. I>rjú þeirra komu svo að spjalla við blaðamann ásamt ívari Orgland og Kár- unni, dóttur hans, sem er fædd á íslandi og gekk hér einu sinni í Eskihlíðarskólann og fannst agalega gaman. Halfdan Hermansen, lektor f Moss við Oslóarfjörð, hafði orð fyrir þeim félögum og þakkaði Morgunblaðinu fyrrr að senda þeim blöðin og fyrir að sýna þeim hús blaðsins núna. Þá vildi hann koma á framfæri þakklæti þátttak- enda við Reykjavíkurborg fyr ir móttökurnar og fyrir férða- lög á vegum borgarinnar. Einn ig vildi hann flytja þakkir Háskóla fslands og Mennta- málaiáðuneytinu fyrir allan aðbúnað og fyrirkomulag á námskeiðinu, sem væri til fyrirmyndar. Odd Tangerud, lektor í Drammen, grannbæ Oslóar, tók undir orð landa síns og sagði að það væri á við marg- an aukatímann í íslenzku að búa í Hafnarbúðum, því þeir Þorvaldur næturvörður þar og Haraldur Hjálmarsson, sem ræki búðirnar, töluðu við þá sýknt og heilagt og „ekki eitt orð á norsku“ sagði Oddur og kímdi. Þriðji þátttakandinn af nám skeiðinu sem kom til bess að spjalla við okkur, var frú Alina Teppo, sem kennir sænsku og norræna meijning- arsögu við menntaskóla 1 Helsinki. Hún var þarna bæði fulltrúi Finnlands og Darx- merkur, en námskeiðið sótti ein kona fiá hvoru landi. Halfdgn Hermansen h a f ð i ekki sótt námskeið Norræna félagsins hjá Orgland að Hundorp og þetta var í fyrsta skipti sem hann kom hingað. Odd Tangerud hafði aftur á móti verið á báðum námskeið um Orglands og frú Alina á öðru. Siðan hafði frú Alina komið hingað í stutta heim- sókn í fyrra — „og nú er ég komin aftur“, sagði hún og Þáttta'kendur á íslenzkunámskeiði Menntamálaráðuneytisíns fyrir norræna menntaskólakenn- ara. Fremri röð frá vinstri: Erik Skjötskift, Kárunn Orgland, EUen Thorsöe, Alina Teppo, Ivar Olav Takle. Aftari röð, frá hægri: Per Sveinang, Halfdan Hermansen, Per Lorang, Odd Tangerud, Ellen Dresler, (frá Danmörku) Joronn Housken, Arne Grebstad, Ivar Orgland, Reidulv Skjelstad, Nils Nystu (fyrir aftan Reidulv) Torbjörn Storjord og aftast til vinstri er svo prófessor Bjarni Guðnason of þeim öllum IMorrænir menntaskólakennarar læri íslenzku ■ Reykjavík brosti — „og mikið skelfing er það gaman“. Frú Alina og Oddur minntust gamalla daga á námskeiðunum í Noregi og sögðu, að allt væri þetta Org- land að þakka — „hann kenndi okkur að syngja á is- lenzku og það áður en við bárum það við að tala hana“. —• Og hvað kenndi hann ykkur að syngja? spurði blaða maðurinn. — Allt mögulegt, íslenzl: ættjarðarljóð, „Ó fögur er vor fósturjörð“, „Öxar við ána“, „Ó, blessuð vertu, sumarsól", „Ég bið að heilsa“ — það var langvinsælast — „Góða veizlu gjöra skal“, „Ríðum, ríðum.. “ o. fl. o. fl. Orgland lét fjölrit.a handa okkur sönghefti með þessum og mörgum fleiri ís- lenzkum lögum og svo sung- um við .. Þau líta hvort á annað, frú Alina og Oddur og það munar mjóu að þau taki lagið þarrta á stundinr.i. — Það hafði afskaplega mik ið að segja að syngja svona. það eru svo mikil viðbrigði að fá sönghæft mál inn í skólana í staðinn fyrir „gamalnorsk“, segir Oddur, og nú fá norskir nemendur að velja, þar sem því verður við komið. Odd Tangerud kvaðst hafa verið á báðum námskeiðun- um í Noregi og beðið eftir tækifæri til þess að komast til Islands. — Ég hlakkaði mest til þess að geta komizt svo niður í málinu, að ég gæti les- ið „den fine islandske dikt- ningen“ — geta lesið Gest Pálsson, Einar Benediktsson, Tómas og Stein Steinarr .. og rödd Odds er eins og hann væri ástfanginn af þeim öll- um. -— En það er ég líka, segir Oddur. — Það er það sem Orgland hefur gert okkur, sem verið höfum á námskeið- unum hjá honum, við erum öll orðin ástfangin af íslandi fyrir bragðið. Og þegar mað- ur svo kemur þessu áleiðis — þegar ég les með nemendum mínum smákvæði eins og „Konan sem kyndir eldinn minn“ og þau finna allt í einu, að þetta er ekki bara evlent kvæði, sem þau eru að læra í skólanum, heldur er þetta eitthvað annað og meira, að þetta er eitthvað sem snertir þau, eitthvað sem þau sjá sjálf og finna að er algild lisl, að þráin hjá Steinari, íslenzk Ijóðlist yfirleitt, er ekki fyrir ísiendinga eiria, heldur er þetta nokkuð sem allir geta átt hlutdeild í, að íslenzk skáld yrkja ekki bara fyrir landa sína heldur fyrir allan heiminn .... Oddur tekur sér málhvíld sem snöggvast .. þá er gaman að vera til. Halfdan tók undir þetta og sagði, að það væri einmitt það sem mest væri um vert við íslandsdvölina, að þátttakend ur fengju ekki aðeins tæki- færi til þess að læra að taia íslenzku, heldur líka til þess að komast inn í íslenzkt and- rúmsloft, kynnast íslandi og íslenzkri menningu innanfrá .... Ferðirnar gera líka sitt til, sagði Halfdan, við skoðuð- um Borgarfjörðinn, við fórum á Þingvöll, við fórum á slóðu Njálu, við skoðuðum Gullfoss. — í rigningu, auðvitað? — Já, í afskaplega íslenzka veðri! Ég hefði ekki viljað skipta á því og fá að sjá Guli- foss í sólskini, .sagði Halfdan og brosti við. Við megum heldur ekki gleyma að geta þess hve aí- skapiega hrifnir — „imponert“ — við þátttakendurnir erum af því hve vel námskeiðið er skipulagt og hve mikið mann- val er þar okkur til leiðbein- ingar. Ég hef verið á fleiri námskeiðum, segir Halfdan, m. a. í Svíþjóð og Bandaríkj- unum, en þetta tekur öliu því fram sem ég hef áður kynnzt. Og að maður eins og Einar Ólafur Sveinsson, einn merk- asti og virtasti fræðimaður landsins, leggi það á sig að fara með okkur sem leiðsögu- maður á slóðir Njálu og ti’ Þingvalla og eyði til þess tveim frídögum sínum — það er alveg einstakt. Frú Alina tekur undir það og segir að námskeiðið hafi allt verið einstaklega „inten- sivt“ — eins og íslendingar yfirleitt eru „intensivir“ í öilu sem þeir gera — og mikið skelfing vinnið þið mikið, segir hún. Svo bætir hún við: — Mig lanigar eiginlega líka til að þakka þeim Islendingum, sem þolinmóðir hafa hlustað á okkur mishöndla mál þeirra og hafa leiðbeint ok'kur og stutt með ráðum og *dáð. Og mig langar líka til að þakka norsku félögunum okkar, sem 'hafa lagzt á eitt með fslending unum um að gera mér otg stallsystur minni frá Díin- mörku dvölina sem ánægjuleg asta. Við höfum verið um- kringdar norskum og íslenzk- um brosum, hvert sem við litum, sagði fm Alina og brosti sjálf við. Hálfdán var heldur ekki seinn á sér að mótmæla og sagði að það hafi þvert á móti' verið danska og finnska bros- ið, sem sett hafi svip sinn á námskeiðið, það hafi einmitt verið svo gaman og afskaplega „værdifullt", að ekki skyldu eintómir Norðmenn sækja það, heldur fulltrúar annarra Norðurlanda líka, það hafi munað miklu um gildi nám- skeiðsins og eins og gefið því meiri fyllingu. Að þessum gagnkvæmu kurteisisyfirlýsingum lokn- um, ljúka þau öll upp einum munni um, að það sé svq indælt að vera á Islandi, hér séu allir svo elskulegir og ein- hvern veginn þannig í við- móti, að þeim finnist þau ekki vera hér á erlendri grund. — Þetta á kannske einkum við um okkur Norðmennina, segir Hálfdán, — mér finnst að minnsta kosti ég vera eins og heirna hjá mér. Oddur tekur undir þetta og frú Alina brosir og segir: Já, ég hafði líka af því mikið gaman hér um daginn, að mað ur vatt sér að mér á götu og spurði til vegar og þegar óg svo var, að því er mér fannst, búin að standa í rni'klu stíma- braki við að segja vesalings manninum að ég ætti óhægt með að leiðbeina honum eitt ■ eða neitt í borginni, ég væri sjálf gestkomandi hér, anzar hann með mestu hægð: Nei, ég heyri það nú, að þér eruð ekki úr henni Reykjavik heldur — og einhvern veginn var þetta skemmtilega tákn- rænt fyrir dvölina hér — það var eins og við værum að vísu „ekki héðan úr bænum“ en a.m.k. einhvers staðar úr ná- grenninu. — Uppskerustörf Framhald af bls. 6. um tilfellum. En þá er einmitt éríðandi, að vagnstjórar, upp- skipunarmenn, pakkhúsmenn ©g aðrir, sem með vöruna fara, gæti varúðar, muni, að hér er um lifrænan, ferskan ávöxt, vöru að ræða, sem aldrei er far ið nógu vel og varlega með. Dreifing til neytenda En þó garðávextirnir, eða sem hér um ræðir kartöfiurn- ar séu afgreiddar í viðunandi á- standi til heildsölu, sem hér er í Reykjavík Grænmetisverziun landbúnaðarins og annara um- boðsfyrirtækja hennar út um land, þá er það ekki síður áríð- andi, að vel megi takast með pökkun, umbúðir og geymslu þeirra þann tima, sem eftir er, þar til þær komast á disk neyt- andans. Eftir að uppskeran hefur ver- ið kæld hæyl. niður, þurfa kart- öflurnar að geymast í hæfilega rökum og köldum stað, ekki sízt sumaruppskeran, eða í 4 til 7 gráðu hita C., sem talið er sam- kvæmt sænskum tilraunum, sem nýlega hafa verið gerðar varðandi þessi atriði. Það er því engin furða, þó þær skemmist fijótt í dreifingu, þegar þær eru settar í fremur þéttar neytendaumbúðir og síð- an geymdar í búðum nokkra daga, nálægt heitum miðstöðv- arofni eða settar útvið búðar- gluggann, þar sem hitasveiflur geta oft orðið um 20 giráður C yfir sólamringinn. Húsmóðirin verður einnig að hjálpa til með að varan skemm ist ekki með því m.a. að geyma hana á kri dum stað og taka kartöflurnar úr umbúðunum, straks beg. r heim er komið eða að minnsta kosti opna pokan.n vel. Æskilegast er að geyma kart- öflurnar á köldum, dimmura stað í opnu iláti og kxsa þær úr söluumbúðunum, eins og áður getur, hvort heldur um plast eða pappírsumbúðir er að ræða, se-m þær eru afgreiddar í frá smásala. Frá Akranesi KL. um ellefu í gærkvöldi komu átta af skipshöfn Höfrungs II. heim með leigubíl frá Selfossi. Heilagur Þorlákur gætti þeirra á leiðinni heim til kvenna og barna. Fjórir gæta báts þeirra, sem liggur í Þorlákshöfn. Vegna sunnain-suðaustanstorms- ins komu humrabátarnir allir með tölu inn í gærkvöldi. Vb. Haraldur kom hingað kl. sjö 1 gærkvöldi og landaði 280 turui- um síldar, sem hann fékk við Eyjar. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.