Morgunblaðið - 31.07.1964, Síða 17

Morgunblaðið - 31.07.1964, Síða 17
r Föstudagur 31. júlí 1964 MORCUNBLAÐIÐ ' 17 Pálmi Skarphéðinsson — Minning PÁLMI Skarphéðinsson var f. 28. okt. 1897 á Oddstöðum í Mið- dölum, Dalasýslu, d. 23. júlí 1964. Foreldrar: Skarphéðinn Jónsson, bóndi þar, Jónssonar bónda í Stóra-Galtardal á Fellsströnd Þorgeirssonar. Kona hans, Krist- ín Pálmadóttir bónda á Sval- barða í Miðdölum, Ólafssonar bónda á Breiðabólsstað og víð- ar, Pálmasonar. Ættfaðir frá því á 17. öld með því nafni, Pálmi Hinriksson bóndi á Breiðabóls- etað og kona hans, Ragnheiður } Eggertsdóttir, lögréttumanns í Snóksdal Hannessonar. Hans ! ættmenn voru löngum bændur á Breiðabólsstað, þó ekki óslitið, en Pálma nafnið mjög títt í ætt- inni, t.d. komu allar 3 dætur Pálma á Svalbarða upp nafni föður síns. Pálmi var elztur systkina sinna og ólst upp með þeim í foreldrahúsum, systkini hans eru: Lára, saumakona í Reykjavík, Jens, vinnur í verksmiðjunni Kletti, Reykjavík og Friðjón, sýslumaður og bæjarfógeti á Ak- ureyri. Foreldrar Pálma áttu eigi mik- ið af þessa heims auði eins og almennt var á þeim árum, en börn þeirra öll vel gefin og stóð hugur Pálma og þrá til menntun- ar og menningar, en féleysi hamlaði því að svo gæti orðið. Hann komst þó í unglingaskóla Ólafs Ólafssonar prófasts í Hjarð arholti veturinn 1915—16 og hafði miklar mætur á séra Ólafi æ síðan. Fékkst síðan við barna- kennslu í Haukadal í Dölum 1918—’20, þar og í Miðdölum 1924—’25 en var við heimilis kennslu 1920—’24, bóndi á Odds- Stöðum 1927—’30, fluttist þá til Akraness og til Reykjavíkur 1934. Vann þar að öðrum þætti hugðarefnis síns, smíðum. Skarp- héðinn faðir hans var völundur á allar smíðar og hugvitssamur um margt er að því laut. Pálmi erfði þær gáfur föður síns í rík- um mæli, enda smíðaði hann og skar út margs konar búsmuni með snilldar handbragði og smekkvísi. Hann var fjölhæfur ejálfmenntaður listasmiður, enda búinn að ávinna sér meistara- réttindi í húsgagnasmíði, og vann óslitið að ýmsum smíðum frá því að hann fluttist úr sveit og þar til á síðastliðnum áramótum, að hann varð að hætta sökum heilsu brests. Mörgum frístundum sínum, jafnvel öllum um árabil, varði Pálmi til lesturs á Landsbóka- eafninu. Hann var þyrstur í all- »n fornan fróðleik og átti senni- lega margt í handriti, einkum um ættir og búendatal í Dölum, gamlar sögur og sagnir, allt var það brunnur er hann vildi drekka úr. Bókasafn mun hann hafa átt ítrúlega mikið og vandað að öll- frágangi og batt sjálfur inn sínar bækur, hafði þó ekki úr öðru að spila en almennum vinnu launum til að sjá um heimili sitt og kosta sonu sína til langskóla- náms, en sparsemi og iðjusemi lögðu þar lóðið. Pálmi var hlédrægur að upp- lagi, og vildi ekki láta á sér bera né verkum sínum, orðmerkur og háttprúður í allri framkomu, fremur fálátur við fyrstu kynni, en kiminn og gamansamur á hóg- væran hátt í kunningjahóp. Ég kynntist Pálma nokkuð á hans yngri árum, en ekki síðan hann fluttist úr héraðinu. Út af þeim kynnum get ég með sanni sagt, að hann var einn með þeim vönduðustu mönnum, í orði og verki, er ég hefi þekkt um dag- ana. Pálmi kvæntist 25. sept. 1926 Guðrúnu Guðmundsdóttur, frænd oknu sinni, íkaboðssonar bónda í Skörðum og konu hans, Hug- borgar Magnúsdóttur, hugþekkri greindarkonu og gæða húsmóð- ur og var sambúð þeirra og heim- ilishald allt, með ágætum, fágað í allri framkomu, umgengni, reglu og iðjusemi, ásamt um- hyggju fyrir velferð sona þeirra. Enda þeir ekki brugðizt þeim anda er foreldrarnir ólu þá upp í, svo sem bezt kom í ljós á þeirra lærdómsferli og námsafrekum. Synir þeirra hjóna eru: Skarphéðinn, stærðfræðingur, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, kvæntur Kirstine Olsen frá Færeyjum. Guðmundur, eðlisfræðingur og skákmaður, starfar við jarð- hitadeild Raforkumáladeildar í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Jóns- dóttur. Ólafur magister, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, kvæntur í>óru Davíðsdóttur, kennari. Pálmi lifði það, að vita alla sonu sína hafa lokið langskóla- námi og fullnaðarprófi, hvern í sinni grein, með ágætum, og að þeir væru komnir í virðulegar og mikilsvarðandi stöður í þjóð- félaginu, og að hafa stofnað sín eigin heimili. Þannig sá hann í sonunum rætast sína eigin þrá unglingsáranna. Má því segja, að hann að því leyti væri búinn að ljúka sínu lífsstarfi, enda var vanheilsa hans sú seinustu mán- uði lífs hans, að dauðinn kom ekki að óvörum þeim er kunnug- ir voru. Lífskraftar voru þrotnir, og þá er gott að losna við hin líkamlegu bönd. Þó er það að sjálfsögðu svo, að ástvinum, skyldmennum og vinum, er ætíð harmur í huga þegar hinir nánustu hverfa sýn- um. En huggunin er sú, að minn- ingarnar lifa þó maðruinn deyi. Blessuð veri hans minning öll- um aðstandendum. Jón Sumarliðason. Gísli Jóhannsson Skrifstofustjóri — Mirmingarorð f. 5. ágúst 1929> d. 24. júlí 1964.1 ÉG man ekki til að mér hafi í seinni tíð brugðið meir, en er I mér á nýbyrjuðum samninga- j fundi með fulltrúum Sovétríkj- anna 25. þ.m. var tilkynnt að Gísla Jóhannssonar væri saknað og allar líkur væru til að hann íhefði farizt af slysförum við veiði skap við Ölfusá, sem því miður reyndist rétt Sízt hafði það hvarflað að mér að þegar frestað var samninga- fundinum síðdegis á föstudag, er við kvöddumst lauslega en glað- laga að það væri í síðasta sinn er funum okkar bar saman. Gísli var eins og fyrr segir fæddur 5. ágúst 1929. Fæðingar- staður hans var Þrastastaðir í Stíflu, Austurfljótum. Foreldrar hans Sigríður Gísladóttir ættuð frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd og maður hennar Jóhann Guðmunds son, þáverandi bóndi að Þrasta- stöðum. Ungur fluttist Gísli með foreldrum sínum til Siglufjarð- Hannes B. Árnason Miirning í DAG er borinn til hinztu hvíld ar Hannes B. Árnason, póstaf- greiðslumaður, hér í borg. Hann lézt hinn 25. þ.m. eftir langvinn- an og erfiðan sjúkdóm. Hannes var fæddur 9. ágúst 1917 í Krossgerði á Berufjarðar- strönd. Foreldrar hans voru Árni Sigurðsson, bóndi í Krossigerði og kona hans Hansína Bergsveins- dóttir. Níu mánaða gamalL missti Hannes móður sína og var hann þá tekinn til umönnunar af mág- konu Árna föður hans, Vilborgu Einarsdóttur, er einnig bjó í Krossgerði. Naut sveinninn þar hins mesta ástríkis enda kallaði Hannes hana jafnvel mömmu. Hannes kom 16 ára gamall til Reykjavíkur, þá sjúklingur, og dvaldist meðal annars heilt ár í Sóttvarnarhúsinu. Hann áitti láni að faigna, er hann kynntist lækni sínum Birni Gunnlaugs- syni, sem reyndist honum fram- úrskarandi, enda minntist Hann- es hans jafnan með hlýjum og þakklátum huga. Þegar Hannes var nokkurn veginn kominn til heilsu tók hann að stunda ýmsa vinnu, eink um bifreiðaakstur. Starfaði hann nokkurn tíma á bifreiðastöð Steindórs. Hinn 1. júní 1942, var Hannes ráðinn sem póstbifreiðarstjóri hér í borg og gegndi því starfi af miklum dugnaði og ósérihlífni þar til hann var skipaður póst- aflgreiðslumaður frá því 1. jan. 1956, sem hann gegndi til ævi- loka. Póststörf urðu þannig ævi- starf Hannesar. Póststarfið er margþætt og reynir tals'vert á hæfileika þeirra sem við það fást. Þessi marg- þættu störf fóru Hannesi alltaf vel úr hendi því maðurinn var bæði glöggur, aðgætinn og sam- vizkusamur. En ' þótt Hannes rækti póststörfin af mestu prýði og hefði glöggt auga fyrir mörgu sem betur mátti fara í rekstrin- um, hygg ég þó að annað hafi staðið ennþá nær huga hans, en þar voru véltæknistörf allskonar. Hann var aflburða hagur maður, völundur á margt, sem bæði þurfti kunnáttu til og handlag. Hann hafði um tíma yfirumsjón með bifreiðum pósthússins og þekkti vélar þeirra út og inn og igætti þess jafnan að gert væri að þeim í tíma. í frítímum sín- um stundaði hann úrsmíði hjá Midhelsen, úrsmíðameistara, og hafði á heimili sínu verkstæði til viðgerða á hinum margbrotnu saumavélum. Ég er sannfærður um, að hefði Hannes gert þetta starf að ævistarfi, hefði hann orð ið einn hinna fremstu manna í þeirri grein. Hannes kvæntist 15. maí 1939, Hiíf Bjarnadóttur, mikilhæfri og glæsilegri konu, sem staðið hef- ur sem hetja við hlið ástvinar síns alla hans löngu og strönigu sjúkdómstíð. Þau eignuðust fimm syni og misstu elzta soninn 18 ára igamlan, efnis- og myndar- pilt. í vor áttu þau hjón silfurbrúð- kaup og þann dag hugðist hús- bóndinn efna til þafcklætishátíð- ar með vinum og vandamönnum. En það fór á annan veg. Leiðin lá þann sama dag til sjúkrastof- unnar, því varð ei afstýrt. Hannes Árnason og ég, sem þessar línur rita, vorum starfs- félagar nokkur ár. Hann varð mér handgengnari fremur öðrum °g því gafst mér kostur á að kynnast honum að talsverðu leyti. Mér var það mikil ánægja. Þar kynntist ég manni heilsteypt um að lundarfari, glaðlyndum en þó undir niðri alvörugefnum. Við áttum í sumarleyfum nokkr- ar veiðiferðir saman. Þar kynnt- ist óg enn einni hlið þessa ljúfa drengs. Það var hrifnæmi hans fyrir fegurð og stórfengleik ís- lenzkrar náttúru, enda vaxinn upp í næsta námunda hins undur fagra Breiðdals. Ég kveð með sárum söknuði kæran samstarfsmann og vin og vottum við hjónin sonum henn- ar tengdadóttur og barnabarni innilegar samúðarkveðjur. Ma,gnús Jochumsson. ar og vakti bá þegar athygli fyrir prúðmennsku og farsælar náms gáfur. Gísli fór ungur í Verzlunar- skóla íslands og laufc þaðan prófi 1948 með góðum vitnisburði. Árið 1952 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Gunnars, fósturdóttur Steiniþóru Einarsdótt ur og Gunnars Jóhannssonar fyrrv. alþingismanns. Þau hjón eignuðust 3 börn, dreng 12 ára og 2 stúlkur 8 og 2ja ára. Mér var kunnugt um að Gísli lét sér mjög annt um heimili sitt og var góður heimjlisfaðir. Einnig var einkar kært á milli hans og hinna öldruðu tengdaforeldra, sem oft dvöldu á heimili hans. Má nærri geta að hið sviplega fráfall hans er þeim mikill miss ir og enn meiri harmur. Þó að ég þekkti Gísla sem ungmenni á Siglufirði, var það þó fyrst þeg- ar hann réðist til Sílarútveigs- nefndar fyrir 14 árum að ég fór að kynnast honum. Sú kynning fór vaxandi og álit mitt á honum að sama skapi, enda var Gísli ágætur starfsmaður og ör- uggur mjög í starfi. Ég þori að fullyrða að hin seinustu ár var kynning okkar orðin að vináttu, sem báðir vildu auka. Gísli tók við störfum sem skirfstofustjóri Síldaútvegsnefndar 1959 og fór vaxandi í starfi, svo sem vænta mátti. Hann sá um allt bókhald nefnd arinnar hér syðra, sem hann reyndar hafði gert áður, trygg- ingar allar, opnun — rem- 'bursa — fyrir innflutningsvörum og útflutningspappíra, og sást þá ekki fyrir að leggja nótt við daig ef á þurfti að halda. Málamaður var Gísli ágætur, einkum ensku- maður. Árið 1960 fór hann með síldar- matsstjóra, Leó Jónssyni ,til Sov étríkjanna. Gaf hann um þá ferð sína ítarlega skýrslu um það sem fyrir bar og að gagni mátti vera. Var þar margan fróðleik að finna, sem kom sér vel að vita. Einnig fór hann verzlunarferðir til meg ir.lands á vegum Síldarútveigs- nefndar. Gísli var oft í fyrirsvari fyrir samstarfsmenn sína i launamál- um og öðru sem tryiggja mátti hag þeirra og framtíð. Hann var ákveðinn í skoðunum, rólegur en einarður og lét ekki hlut sinn fyrir neinum ef hann taldi sig hafa á réttu að standa. Mér er sérstaklega minnisstætt starf hans í því að tryggja starfsmönn um Síldarútvegsnefndar aðild að eftirlaunum úr eftirlaunasjóði opinberra starfsmanna. Þar vann hann mikið starf og aflaði víð- tækra upplýsinga. Síðastliðið ár tókst að koma þessu máli í höfn með fullu samkomulagi við þá aðila sem hlut áttu að máli. Hygg ég að á engan sé hallað þó full- yrt sé að þar hafi hann átt stærst an hlut. Það voru miklar vonir bundn- ar við framtíðarstarf þessa unga manns, sem féll í valinn fyrir aldur fram. Hann var trúr í starfi og vann sínu fyrirtæki vel. Fyrir það vil ég þakka. Ég vil enda þessi fáu orð með því að flytja ástvinum hans öll- um innilegar samúðarkveðjur frá mér og öllum samstarfsmönn um hans. Ég bið ástvini hans að minnast þess að þó að missir- inn og harmurinn sé mikill þá má það vera hin mesta huggun að ungur maður lauk miklu dags verki og þeir sem kynntust hon- um virtu hann og dáðu. Erl. Þorsteinsson. Skrifstofur okkar verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarðar farar Gisla Jóhannssonar skrifstofustjóra. SÍLDARÚTVEGSNEFND. tarttovt?f fcRB RIKISiNS Ferðaáætlun M.s. Herjólíur í byrjun ágúst: 1. /8. laugardag frá Vestm. kl. 13 til Þorlákshafnar, þaðan aftur kl. 18 til Ve. Miðnæturferð til Surts- eyjar kl. 2i3. Farmiðar seldir fyrir hádegi. 2. /8. sunnudag frá Ve. kl. 1)5 til Þorl.h., þaðan aftui kl. 09 til Surtseyjar og Ve.; þaðan kl. 20 til Þorl. (23,30) og áfram til Rv. Frá 3./8. til 5./8. verða ferðir eins og venjulega, en þar sem mánud. 3.8. er frídagur verzlunarmanna, er reiknað með að flestir sendi vörur í hús útgerðarinnar fyrir helgina. — Athugið einnig að þá eru að verða síðustu forvöð að senda vörur til Vestm. fyrir Þjóðhátíð, því að miðvikudagsferðin gefur minni möguleika um vöru- flutning. 6./8. fid. kl. 17 frá Ve til Þorl. —• — kl. 21 frá Þorl. til Ve. 7/8 fd kl. 05 frá Ve. til Þorlh. 7/8 fd. 09 frá Þorlh — Ve. 7/8 fd. kl. 14 frá Ve. — Þorlh. 7/8 fd. kl. 18 frá Þorlh' — Ve. 7/8 fd kl. 22 frá Ve. til Horna fjarðar. 8/8 ld. kl. 13—19 á Hornafjörð 9/8 sd. kl. 10 frá Ve. til Þorlh. 9/8 sd. kl. 14 frá Þorlh. — Vt. 9/8 sd. kl. 19 frá Ve., Þorlti. og Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.