Morgunblaðið - 31.07.1964, Síða 23

Morgunblaðið - 31.07.1964, Síða 23
Föstudfagur 31. }ð?[ 1§84 MORCUNBLADIÐ 23 Aðalfundi IMorrænu bændasamtakanna lokið MIÐSTJÓRNARFUNDI Nor- rænu bændasamtakanna (N.B.C.) lauk hér í Reykjavik á miðviku- — Gjaldhæstu Framh. á bls. 3. J. Brytijólfss. & Kvaran sf 538.068 Efnagerðin Valur 535.179 Bræðurnir Ormsson hf 527.719 Prentsmiðjan Oddi 501.322 iMarz h.f. 494.260 J. Þorláksson & Norð- mann 403.913 Marco hjf. 482.194 Hraðfrystistöðin í Reykja- . vík 480.103 Siríus h.f. 477.344 J. B. Pétursson sf. 466.221 Björgun h.f. 462.611 P. Stefánsson hf. 459.146 Framkvæmdir h.f. 451.258 Steinavör 443.865 Klúbburinn h.f. 442.828 Almennar trygingar h.f. 438.539 Kristján G. Gíslason 436.319 Edda h.f. 434.842 Davíð S. Jónsson & Co h.f. 426.537 G. J. Fossberg h.f. 416.844 Ágúst Ármann h.f. 413.411 Natihan & Olsen h.f. 409.802 Timburverzlunin Völ- undur 408.130 Verklegar framkvæmdir 366.881 Júpiter h.f. 364.095 Sig. Þ. Skjaldberg h.f. 350.935 G. Helgason & Melsted 347.496 Sveinn Egilsson h.f. 346.324 Timburverzlun Árna Jóns- sonar 266.161 Fálkinn h.f. 264.300 Naust h.f. 256.331 dag. Segir svo m.a. um fundinn í fréttatilkynningu frá samtök- unum: Aðalfundur N.B.C., sem eru félagsskapur bændasamtaka í Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð, var haldinn í Reykjavík 28. og 29. júlá Fyrir fundinum lágu venjulegar skýrsl ur um efnaihagsástandið á Norð- urlöndum, einkum með tilliti til landbúnaðar, og um atþjóðleg markaðsbandalög. í umræðum kom fram mikill álhuigi á því að au'ka hina við- skiptalegu starfsemi innán N.B.C. Fundarmönnum veittist tæki- færi til þess að kynnast íslenzk- um aðstæðum með námsför hinn 30. júlí. Næsti aðalfundur verður hald- inn í Svíþjóð árið 1965. Forseti N.B.C. þangað til var kosinn Ture Bengtsson, lögfræðingur, formaður Sveriges Lantbruks- förband. Bílvelta í Andakíl BORARNESI, 30. júlí. — Milli kl. 16 og 16.30 í dag valt nýr fólks bíll á veginum nálægt Skelja- brekku í Andakíl. Hafði bíllinn ekið utan í lausan vegkant og oltið síðan. Lenti hann á þakinu. Ein kona var í bílnum, og slapp hún ómeidd, en bíllinn skemmd- ist mjög mikið. — H. Gísli Jóhannsson skrifstofustjóri — Minningaroró r F. 5/8/29. — D. 24/7/64. LÍFIÐ og dauðinn eru tvær hiiðar á þeirri tilveru, sem er eilíf. Engu að síður fáum við ekki skilið, er ungir menn í blóma lífsins, sem framtíðin virðist brosa við eru kallaðir burt. Sú harmafregn kom því eins og reið arslag yfir vini og vandamenn Gísia heitins Jóhannssonar, skrif stofustjóra Síldarútvegsnefndar, er það spurðist, að hann væri látinn, aðeins tæplega 35 ára að aldri. Gísli heitinn var fæddur 5. égúst 1929, sonur hjónanna frú Sigríðar Gísladóttur og Jóhanns Guðmundssonar, nú til heimilis að Eyrargötu 21, Siglufirði. Hann ólst upp í foreldrahúsum hér í Siglufirði og átti hér heimili unz hann hóf störf hjá Síldarútvegs- nefnd í Reykjavík að loknu námi í Verzlunarskóla íslands. Sá sem þessar línur ritar, átti þess kost að njóta félagsskapar og vináttu Gísla heitins allt frá því við lékum sem drengir á igötum Siglufjarðar, enda vorum við bekkjarbræður bæði í Gagn- fræðaskóla og Verzlunarskóla og herbergisfélagar þá vetur, sem við vorum við nám í Reykja- vík. Gísli Jóhannsson var gæddur farsælum gáfum og átti til að Ibera þá kosti drenglyndis og órofatryggðar, sem svo miklu máli s'kipta í samskiptum og sam félagi oíkkar. Hann var að eðlis- fari hlédrægur en í vinahópi hrókur alls fagnaðar enda kunnu fáir honum betur að beita léttri kímni og að lífga vinarþel. Gísli kvæntist árið 1952 eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Gunnars, fósturdóttur Gunnars Jóhannssonar, fyrv. alþingis- manns, og frú Steinþóru Einars- dóttur, hinni mætustu konu, sem bjó manni sínum hið bezta heim- ili. Þau eignuðust þrjú börn, einn so.n og tvær dætur, hið elzta 12 ára. Með Gísla JÓhannssyni er genginn góður drengur, sannur vinur vina sinna, sem vann öli fiín verk af alúð og samvizku- fiemi oig iagði ætíð gott til allra miála. Það er vissulega skarð fyrir skildi í hópi bekkjarsystkina sem útskrifuðust úr Vei-zlunar- skóla íslands vorið 1948, er Gísli Jóhannsson er allur, en minning hans mun lifa með okkur og yfir henni verður ætíð heiðríkja. Mestur er þó harmur eigin- ':onu og barna, foreldra og syst- kina, sem nú kveðja Gísla Jóhannsson, er svo ungur leggur upp í för til fyrirheitna landsins, frá öllum þeim björtu vonum, sem við hann voru bundnar, frá svo glæstum starfs- ferli, sem hann hafði skapað sér, frá öllum þeim verkefnum, sem hann hafði hug á við að glíma. Ég sendi venzlafólki hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Og á þessari kveðjustund eru mér efst í huga þakkir til þessa látna vinar míns fyrir árin öll og allar stundirnar, sem við átt- um saman í leik og starfi, og fyrir þá vináttu og tryggð, sem ■var svo ríkur þáttur í skapshöfn hans. Far þú heill, góði vinur, veg- inn til vorsins, sem við öll eig- um eftir að ganga; og verk þín og hjartalag tryggja þér: „að þar eru vinir í varpa, sem von er á gesti“. Siglufirði, 28. júlí 1964. Stefán Friðbjarnarson. — Borgarisjaki Framhald af bls. 24 undir yfirborðinu. Skallarif er blindsker, og hafa skip stundum strandað þar. Séð frá einni hlið virðist jakinn helzt líkjast aftur- byggðu skipi á siglingu eins og sjá má á annarri myndinni. Kortið sýnir, hvar jakinn er. Ljósm.: Magnús Eymundsson. — Hrunhætta Framhald af bls. 1. sem lokaðir eru inni í nám- unni. Mjög kalt er og rakt I nám- unni. Martinet bað björgunar- menn að fara mjög varlega, því að búast mætti við, að minnsta rask gæti komið af stað nýju hruni. Til mála hefur komið að reyna að sprengja burt stóran stein, sem nú er aðal Þrándur í götu. Við björgunina er notazt við bora, og björgunartæki sömu tegundar, sem beitt var við slys- ið í Lengeden í V-Þýzkalandi í fyrra. Unnið er dag og nótt, en sakir hættunnar á hruni, hefur orðið að fara hægt í dag. Því er ekki gert ráð fyrir, að takast megi að ná til mannanna, fyr en um helgi. Borgarstjórinn í Champagnole sagði í dag, að mennirnir væru í mikilli hættu, og litlar líkur væru á því taldar, að takast mætti að bjarga þeim. Sildin Framhald af bls. 24 80 sjómílur norðaustur af Langa- nesi, er feit og stór og ágæt til söltunar. — K. S. § Aflaskýrsla miðviku- dag/fimmtudag Eftirtalin skip tilkynntu veiði frá miðvikudagsmorgni til fimmtudagsmorguns (aflinn tal- inn í tunnum); Hafrún ÍS 1200, Steingrímur trölli SU 1000, Hilmir II KE 500, Loftur Baldvinsson EA 600, Guð- björg ÓF 900, Anna SI 450, Ás- kell ÞH 600, Ögri GK 500, Guð- rún GK 500, Vigri GK 500, Sigl- firðingur SI 350, Ólafur Magnús- son EA 400, Fagriklettur GK 400, Guðbjartur Kristján ÍS 1000, Björgúlfur EA 800, Snæfell EA 1100, Faxi GK 800, Björgvin EA 900, Framnes ÍS 500, Skálgberg NS 100, Grótta RE 500, Jörundur II RE 1500, Jörundur III RE 2800, Sigurður SI 550, Einar Hálfdáns ÍS 400, Súlan EA 800, Engey RE 800, Margrét SI 1600, Oddgeir ÞH 1200, Sigurpáll GK 1800, Sæfaxi NK 450, Auðunn GK 400, Gylfi II EA 350, Sraumnes ÍS 300, Arn- firðingur RE 400, Hannes Haf- stein EA 500, Sæþór ÓF 1000 og Héðinn ÞH 200. Forseti settur í em- bætti á laugardag HERRA Ásgeir Ásgeirsson tekur á ný við forsetaembætti laugar- daginn 1. ágúst n.k. Athöfnin hefst í Dómkirkjunni klukkan hálf-fjögur, en afhending kjör- bréfs fer siðan fram í sal neðri deildar Alþin,gis. Er kjörbréf hefur verið afhent, mun forseti koma fram á svalir þinghússins. Þeir, sem ætla að vera við kirkjuathöfnina, eru beðnir að vera komnir í sæti fyrir klukkan hálf-fjögur. í alþingishúsinu rúmast ekki aðrir en boðsgestir. Gjallarhornum verður komið fyrir úti svo að menn geti fylgzt með því, sem fram fer í kirkju og þinghúsi. Lúðrasveit mun leika á isturvelli. (Frá forsætisréðuneytinu) — Forsætis- ráðherra Framh. af bls. 1- lendingadagsnefndar, en munu síðan halda vestur að Kyrrahafs- strönd í boði Þjóðræknisfélags- ins og heimsækja byggðir Vestur- íslendinga í Kanada, eftir því sem við verður komið. Heimsókn inni í Kanada Iýkur hinn 14. ágúst. Þá hefur forsætisráðherra þeg- ið boð Lyndons B. Johnsons, for- seta Bandaríkjanna, um að koma í óformlega heimsókn til Was- hington hinn 18. ágúst til við- ræðna. Ráðgert er, að þau hjón haldi heimleiðis frá New York hinn 19. ágúst með ms. Brúarfossi. ATHUGIÐ í Morgunblaðinu en öðrum er langtum óýrara að auglýsa að borið saman við útbreiðslu blöðum. — Um öræfi Framhald af bls 10 smækkuð Þórsmörk, jökull- inn inn af dalbotninum og hlíðin vaxin kjarri öðru meg- in. Þar hefðum við þurft að eyða nokkrum dögum.“ „Viljið þér mæla með því, að fólk feti í fótspor ykkar á Hornströndum?“ „Já, svo sannarlega. Þetta ætti að vera öllum fært, úr því að ég komst það. Þó hugsa ég, að það væri hentugra, að vera fleiri saman, einkum vegna byrðanna. Stóri draum- urinn okkar Gunnars er að fara í aðra ferð svipaða þess- ari. Við erum ekki ennþa bú- in að vinna úr öllum minnð- ingum Hornstrandaferðarinn- ar í huganum. Ég hef aldrei óskað þess eins heitt að vera pennafær og þegar við kom- um heim úr þessari ferð. Hún hefur orðið okkur ógleyman- ieg. Og ekki var hún dýr, svo að kostnaðurinn ætti ekki að verða mörgum fjötur um fót.“ „Hittuð þið margt fóik á Hornströndum? “ „Nei, á leið okkar var ekk- ert byggt ból, nema Horn- bjargsviti. Alls staðar í fjörð- um og víkum standa auð hús. Fyrir utan Jóhann Pétursson og hans fólk, hittum við að- eins einn mann, Bjarna Pét- ursson, sem var að refaveið- um í Hornvík. Hann hafði bú- ið á Hesteyri og átti þar eyði- býli. Bauð hann okkur gist- ingu í húsi sínu síðustu nótt- ina á Hornströndum. Daginn eftir fórum við yfir til Aðal- víkur og tókum okkur far með báti, sem annaðist flutn- inga þangað fyrir Bandaríkja- mennina, sem þá dvöldust þar.“ „Hvert farið þið næst?“ „Ég veit það ekki. Við eig- um eftir að skoða hér í nám- unda við Reykjavík, en þar er einmitt ótæmandi náma náttúrufegurðar. Ef fólk vildi bara skilja bílinn sinn eftir helgi og helgi. Það gæti tekið börnin með sér og gengið á fjöll eða fjörur. Þetta fer nú kannski að koma úr því að búið er að stofna „Stíflufé- lagið“. Það er einkennilega töfrandi að príla upp fjalls- hlíðar og sjá alltaf meira og meira, eftir því sem ofar dreg- ur. Svo er maður forvitinn að komast að því, hvað er hinum megin. Og sannleikurinn er sá, að það virðist ómögulegt að fá sig fullsaddan af nátt- úrufegurð, fremur en flestu öðru í heiminum-“ — Johnson Framhald af bls. 1. hverri fjölskyldu í heiminum — því að geislavirkt úrfall, hversu lítið sem það kann að vera, felur í sér hættu. Við verðum að gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að tryggja framtíð Bandaríkj- anna. Er fréttamenn beindu talinu að kosningunum í haust, sagði Johnson, að hann gæti enn ekkert um það sagt, hver yrði í framboði fyrir demokrata tU varaforseta. Kvað hann það mál vart til lykta leitt, fyrr en lands- þing demokrata yrði haldið í Atlantic City, 24. ágúst. Einkaritari Stúlka sem er fær í ensku, vön vélrUun og getur unnið sjálfstætt, óskast til aðstoðar við rannsókna- starfsemi. Laun 10 — 12 þúsund kr. á mánuði. Tilboð iiieð mynd og upplýsingum um fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Einkarilari — 4234“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.