Morgunblaðið - 14.08.1964, Side 1
24 síður
61 árgangnr
188. tbl. — Föstudagur 14. ágúst 1964
Þyrla
írá varnarliSinu
um kl. 20.30
í Þrengslaskarði,
í gærkvöldi. —
Hún bíður
Ljósm. Sv.
ásamt
Þ.
Iækni éftir fréttum af leitinni að týndu flugvélinni. Myndin er tekin
Lítillar flugvélar saknað á leið frá Eyjum
Einn maður í vélinni - Viðtækrí leit haldið áfram í nótt
ÞEGAR blaðið fór í prentun í nótt stóð yfir umfangsmikil
leit að flugvél frá Flugsýn, Cessnu 140, tveggja manna vél
með einkennisstöfunum TF—AIH, sem lagði af stað frá
Vestmannaeyjum kl. 14.55 í gærdag og áætlað var að lenda
mundi á Reykjavíkurflugvelli kl. 15.50, en týndist á leið-
ínni. Flugmaðurinn, Elmer Róbert Daníels, á þrítugsaldri,
hafði farið til Vestmannaeyja á miðvikudag og hugðist
skreppa til Surtseyjar að gamni sínu, varð veðurtepptur í
Vestmannaeyjum, þangað til í gær vegna þoku. Hann er
vanur flugmaður og hefur flogið víða um land og tók nú vél-
ina á leigu til að skoða Surt. Fréttaritari Morgunblaðsins
í Vestmannaeyjum segir, að hann hafi unað því heldur illa
að vera veðurtepptur í Eyjum og haft orð á því að hann
þyrfti að komast til Reykjavíkur sem fyrst, og brá hann
skjótt við, þegar hanii fékk leyfi til að leggja af stað í gær-
dag. Þá var veður gott í Eyjum, en á leiðinni lenti hann
í þoku, radíósamband slitnaði við vélina og hefur ekkert til
hennar spurzt síðan menn urðu varir við hana skammt frá
Þrengslaveginum. Það var um fjögur leytið í gær.
(Sjá frásögn annars staðar í blaðinu).
Erfið skilyrði til leitar
Morgunblaðið spurði Arnór
Hjálmarsson, yfirfluigumferða-
etjóra hjá Flugumferðastjórninni
Nýlt rússnesbt
geimfar?
Enköping, Svíþjóð, 13. ág. AP
Sérfræðingar í Sviiþjóð og
Finnlandi segja að Rússar
muni sennilega senda mannað
geimfar á loft mjöig bráðlega,
og ber þeim saman við orðróm
sem gengið hefur um Moskvu
undanfarið. Segja sérfræðing-
arnir að óvenju mi’kið hafi
verið um fjarskiptasendingar
í gær á bylgjulengdum, sem
rússneskir geimfarar nota, en
slíkar sendingar séu ja.fnan
undanfari nýrra geimskota.
| sem hefur umsjón með leitinni,
hvernig henni hefði verið hagað.
Hann sagði, að á miðnætti hefði
verið búið að leita allt leitar-
svæðið eins og hægt var, en
vegna slæmra s'kilyrða var leit
erfið og ónákvæm. Frá því leitin
hófst var skyggni ekki nema 20
metrar, en 50 metra skyggni mun
hafa verið um þær mundir sem
vélin var á sveimi yfir Þrengsla-
veginum. Leitarsvæðið í gær og
nótt var frá Sandskeiði, Bláfjöll
Heiðin há, Ölfusið, Kambabrún
og hringnum lokað á Hellisheiði
Ennfremur fór flokikur leitar-
manna úr Hjálparsveit skáta í
Hafnarfirði um Krísuvík,urleið-
ina að Hlíðardalsskóla, en á þeirri
leið var ekki leitað í hlíðum og
hæðum fyrr en komið var rétt
sunnan undir Heiðina háu, það-
an voru hlíðar þræddar alla leið
niður á Þrengslaveginn. Á þess-
uan slóðum var einnig 15 manna
flokikur frá Fiugbjörgunarsveit-
inni. Leitarflokkur frá Selfossi
fór um ölfusið, 15 manna sveit
úr Hjálparsveit skáta í Hafnar-
firði leitaði ásamt 7 manna flokki
úr Flugbjörgunarsveitinni á
Skálafellinu og var Úlfar Þórðar
son læknir í þeim hópi, en Kjart-
an Magnússon læknir var í þyrlu
varnarliðsins sem beið átekta
við Þrengslaveginn, því ekki
var viðlit. að nota hana til leit-
ar eins og aðstæður voru. Þá fór
einnig floklmr úr Flugbjörgunar
sveitinni um Þrengslaveginn að
Sandfelli og enn annar leitaði á
Lambafel'li til Bláfjalla, Slysa-
varnarfélagsmenn leituðu í
Krosisfjöllum og Geitafelli.
Brunalykt við Hlíðardalsskóla
Þegar flugvélin var ekki kom-
in fram á tilsettum tíma, flaug
Sverrir Jónsson, skólastjóri Flug
sýnar austur og hugðist reyna að
Framhald á bls. 2
Prentsmiðja Morgunblaðsiiu
Uppreisnar
menn á
undanhaldi
í Kongó
Elisabethville, Kongó,
13. ágúst (AP-NTB)
UPPREISN ARMENN í Kongó
virðast nú vera á undanhaldi á
flestum víg-stöðvum. 1 fréttum,
sem bárust í dag til Elisabeth-
ville segir að sveitir uppreisnar-
manna séu að undirbúa brott-
flutning hersveita sinna frá Al-
bertville, höfuðborg Norður-
Katanga héraðs. Einnig bárust
fréttir um það í dag að uppreisn
armenn hafi þegar yfirgefið
borgina Kabalo, um 400 kíló-
metrum fyrir vestan Albertville,
en borg þessa tóku uppreisnar-
menn fyrir rúmum mánuði. Þá
hafa borizt fregnir til Leopold-
ville þess efnis að stjórnarher-
inn hafi hrakið sveitir uppreisn
armanna á flótta I grennd við
bænn Bukavn. Þar hefur stjórn-
arherinn beitt flugvélum af gerð
inni T-28, sem fengnar eru frá
Bandarikjunum.
Uppreisnarmenn hafa haft Al-
bertville á sinu valdi frá því
í júníbyrjun, og er ekki vitað
hversvegna þeir búa sig nú und
ir að yfirgefa borgina. Segir
innanrikisráðherra Austur-Ka-
tanga, Alexis Kishiba, að upp-
reisnarmenn hafi komið fram af
mikilli grimmd gagnvart ka-
þólskum trúboðum og öðrum
evrópskum mönnum í Albet-
Framhald.á bls. 2
Grikkir neita samningaviðræðum
við I Tyrki
um Kýpur
Ankara og Aþenu, 13. ágúst.
— (AP-NTB) —
TYRKNESKA stjórnin lýsti
því yfir í dag að hætti ekki
gríska stjórnin takmarkalaus-
um stuðningi sínum við Mak-
arios erkibiskup á Kýpur, geti
svo farið að 12 þúsund grísk-
ættuðum íbúum Tyrklands
verði vísað úr landi.
Gríska stjórnin tilkynnti í
kvöld að hún gæti ekki fallizt
á tilmæli Inonu, forsætisráð-
herra Tyrkja, um beinar samn
ingaviðræður til að leysa deil-
una um Kýpur. Telur stjórn-
in að allar samningatilraunir
eigi að gera á vegum Samein-
uðu þjóðanna.
Thimayya hershöfðingi, yf-
irmaður herliðs SÞ á Kýpur,
kom í dag til Kokkina á norð-
Framhald á bls. 23.
Makarios erkibiskup, forseti Kýpur, í heimsókn hjá einum
þeirra manna, sem særðust i ioftárás tyrkneskra flugvéla á þorp-
ið Polis binn 9. þ. m.