Morgunblaðið - 14.08.1964, Page 13
Föstudagur 14. ágúst 1964 ^
MORGUNBLAÐIÐ
13
EINS og frá hefir verið skýrt
i ýtarlegum fréttum og grein-
um hér í blaðinu var hátíð-
legt haldið 75 ára afmæli
Bændaskólans á Hvanneyri
um síðustu helgi. Þegar hefir
verið birt setningarræða skóla
stjórans og aðalræða dagsins,
-
Hvanneyrarstaður eins og hann er i dag
Almenn menntun land-
búnaðarmanna fari fram
■ landinu sfálfu
Ræður Péturs Ottesens og
Ásgeirs Péturssonar á 75 ára
afmæli Bændaskólans á
Hvanneyri
sem landbúnaðarráðherra
flutti. AÍS sjálfsögðu notuðu
ræðumenn tækifærið til að
fjalla um mörg veigamestu
málin, sem efst eru á baugi
í íslenzkum landbúnaði. Það
er því fróðlegt fyrir lesendur
Mbl. að fá að lesa ræðurnar.
Blaðið hefir fengið leyfi
þeirra Péturs Ottesen, fyrrv.
alþingismanns og Asgeirs
■ Péturssonar sýslumanns til
að birta ræður þeirra í lieild
og fara þær hér á eftir:
Ræða Péturs Ottesen
„Vér sem erum saman komin
á Hvanneyri í dag erum stödd
á merku höfuðbóli í sögu þjóðar
vorrar. Kemur 'þar margt til og
þó einkum það, að hér er höfuð-
setur búvísinda í landi voru.
í sjötíiT'og fimm ár, eða þrjá
fjórðunga' úr öld, hafa íslending-
ar sótt hingað að Hvanneyri
fræðslu og þekkingu í landbún-
eðarfræðum. Sú raunsæa fræðsla
og þekking, sem streymt hefir út
um allar byggðir þessa lands hef-
ir reynzt þjóðinni svo haldgóð
og‘ farsæl, að oss hefir, á þessu
tímabili auðnast að reisa þjóðlíf
vort á landbúnaðarsviðinu úr
frumstæðri örbyrgðartilveru á
það svið tækniþróunar, sem gjör-
breytt hefir viðhorfi voru til hag-
oýtingar allra landsins gæða.
í ljósi þess lærdóms, sem oss
hefir fallið í skaut á Hvanneyri
og öðrum menntasetrum land-
búnaðarins, horfum vér íslend-
ingar haukfránum augum til
framtíðar þjóðar vorrar. Við
sjónum vorum blasir hin mikla
víðátta lands vors, hið mikla
landrými og ónumda land sem
breiðir faðminn á móti oss.
Nú er oss ljóst að þessar að-
stæður eru hinn vígði þáttur í
framtíðarlífi og starfi þjóðar
vorrar. Nú vitum vér með fullri
7Íssu og til hlítar að hvern fer-
pumlung af gróðurlandi, sem
liggur neðan vlð hin eiginlegu
jróðurmörk, getum vér ræktað
Bæði til fóðuröflunar og beitar
»f vild vorri. Með hverju árinu
sem líður eykst þekking vor á
landþurrkun, sem víða er undir-
Btaða ræktunarinnar. Sama máli
gegnir með hin blásnu og beru
landsvæðL Nú er oss það leikur |
eum að breyta rjúkandi foksands I
breiðum í blómlegt og frjósamt
gr.óðurlendi. Slíkur er máttur
fræðslu og þekkingar. Búpenings-
j x-æktun vor er á hröðu framfara-
j skeiði, en þó ekki nema svipur
hjá sjón hjá því sem verður í
fyllingu tímans, þegar sókn sú,
j sem nú er hafin í ræktuninni héf-
| ir náð lengra fram og búið hefir
verið betur í haginn fyrir þann
mikla gróðurmátt, sem fólginn
er í hinum frjóa moldarjarðvegi
lands vors. Hætta af grasbresti,
er oft og löngum var mikill skað-
valdur landbúnaðinum og ógnaði
oft lífsafkomu þjóðarinnar, er nú
víða vegna sívaxandi þekkingar
í ræktunarmálum og tilkomu
nýrra áburðartegunda úr sögunni
og kalhættunni er einnig bægt
frá bæjardyrum vorum með
ræktun þolnari grasstofna eins
og röggsamlega er að unnið hér
á Hvanneyri. Hvarvetna, hvert
sem litið er, standa oss fyrir
sjónum ný viðhorf á verklegu
Asgeir Pétursson, sýslumaður.
sviði í landbúnaði vorum, við-
horf sem öll eru til þess fallin
að auka og glæða trú vora og
bjartsýni. Engan veginn skulum
vér láta það raska ró vorri og
stillingu, þótt margt komi á dag-
inn við þá gjörbreytingu í land-
búnaðinum, - að í stað þess að
byggja allt á handaflinu 'einu og
beitingu lélegra og frumstæðra
áhalda, komi vélvæðingin til sög-
unnar. Það skal taka hug vorn
ailan að hér er vissulega til batn-,
aðar breytt, hér erum vér á sig
Urgöngu. Manndómur vor og
menning hefir með þessu fengið
þann vind í seglin er tryggir þjóð
vorri farsæla framtíð og eykur
hróður hennar út á við og inn á
við. Enn stöndum vér nokkuð
höllum fæti um hagnýtingu hey-
fóðurs, að verja heyið skemmd-
um í langvarandi votviðrum. En
þetta er einungis tímaspursmál.
Súgþurrkun og votheýsgerð er úr
bót en ekkert endamark til lausn-
ar á þessu vandamáli. Lausnin
er heyþurrkunarstöð á hverju
heimili, þar sem heyið eins og
það kemur af Ijánum er látið
inn í annan enda þurrkarans, en
Pétur Ottesen, fyrrv. alþingis-
maður.
kemur svo þurrt út úr hinum og
að því loknu blásið inn í hlöðu.
Þetta mál er ekki enn leyst frá
kostnaðarins hlið, tæknilega er
þetta auðvelt. En við getum ver-
ið viss um það, að hugvitið og
tæknin, sem nú er að verða alls
ráðandi, muni áður en langt um
líður leysa þetta og gera þetta
kleift kostnaðar vegna. En þá er
stóru og gildisríku takmarki náð
í íslenzkum landbúnaði. Þá skyld
um vér eigi láta okkur yfirsjást
um það hve mikil auðlegð er fólg
in í jarðhitanum, sem víða í landi
voru streymir upp úr iðrum jarð-
ar. Sú auðlegð er ekki tengd
landbúnaðinum einum. Þar njóta
fleiri góðs af. Reykjavík er eini
bærinn í víðri veröld, sem hitað-
ur er upp með jarðhita. En hlut-
ur landbúnaðarins er þar eigi að
síður stór. Gróðurhúsastarfsem-
inni hefir vaxið ásmegin hin síð-
ari ár. Enn sem komið er, er
framleiðslan eigi umfram það
sem notað er í landinu sjálfu. En
þess er ekki langt að bíða að
útflutningur hefjist. Útflutning-
ur á skrautblómum er á næsta
leiti og það allan ársins hring,
einkum þó að vgtrarlagi, því vönt
un á sólarljósi á þeim árstíma
verður bætt upp með jafngildri
birtu, sem framleidd er við raf-
magn. Skammdegið getur orðið
engu síður en sólarmánuðirnir,
dýrðartími gróðurhúsastarfsem-
innar. Svona má lengi telja, því
það er fjölmargt sem stefnir rak-
leitt til vaxtar og þroska í ís-
lenzkum landbúnaði.
En minnast skyldum vér þess
æ og ævinlega í sambandi við
hugleiðingar vorar Um landbún-
aðinn og framkvæmdir á því
sviði, að jjekking er máttur. Það
hefir reynsían sýnt okkur eins
og að er vikið í upphafi þessara
orða minna. Hér dugir ekki brjóst
vitið eitt þótt mikilsvert sé og
enginn skyldi lítið úr því gera.
Vísindi og þekking í hverju við-
fangsefni er óhjákvæmileg, ekki
sízt að því er tekur til landbún-
aðarrekstrar. Vísindin er sameign
allra þjóða. Frjósemi uppfinn-
inga, nýsköpunar og tækniþróun-
ar, er skiljanlega mest að vöxt-
um í fjölmenninu í heiminum. En
allir njóta þar góðs af. Vér ís-
lendingar erum þar ekkert utan
garðs eins og reynslan sýnir.
En þess skyldum vér gæta
gaumgæfilega að samhæfa þau
vísindi, er oss berast erlendis
frá þeim verkefnum, sem vér
ætlum að beita þeim að. Á þetta
ekki sízt við um landbúnaðinn.
Það á ekki hið sama við hér og
víða annars staðar, svo að niður-
stöður sem fengizt hafa við aðr-
ar og ólíkar aðstæður, eru ekki
raunhæfar til þess að byggja á
hér. Hér verðum vér því að
vinna að slíkum tilraunum á sjálf
stæðan hátt. Öll málefnaleg rök
hníga að því að slíkt sé gert á
sveitasetri í skauti grósku og
gróðurs í víðfeðmi sveitabyggða
vorra.
Hér á Hvanneyri er þróunin á
tilraunum og búvísindum, sem
byggð eru á þeim, lengst á veg
komin á landi hér. Hér eru starf-
ræktar árlega merkilegar gras-
ræktar- og áburðartilraunir, sem
leitt hafa i ljós merkar bending-
ar um hvað oss henti bezt í þeim
efnum. Hér hefir verið stofnuð
og starfrækt nú um nokkurt ára-
bil framhaldsdeild, vísir að bún-
aðarháskóla, sem búnaðarþing
hefir gert ályktun um að hér
yrði stofnsettur.
Nú hefur landbúnaðarráðherra
gefið merka yfirlýsingu um auk-
ið fjárframlag til starfseminnar
á Hvanneyri, sem reynast mun
sterkur þáttur í því áð efla bú-
vísindi hér og stuðla að vexti
og þróun framhaldsdeildarinnar,
og að allt þetta verði til þess að
veita brautargengi því, sem fram
kemur í samþykkt búnaðarþings
ins, að á Hvanneyri rísi upp í
fyllingu tímans búnaðarháskóli.
Bændaskólinn á Hvanneyri hef-
ir reynzt mikil þjóðnytjastofnun.
En á búvísindasviðinu eru"enn
stærri verkefni fram undan en
nokkru sinni fyrr. Framþróunin
tekur engan enda. Þar fara í fylk
ingu ný og ný viðhorf, sem þarf
að íklæða holdi og blóði raun-
veruleikans. Það er .höfuðnauð-
syn þjóð vorri að landbúnaðar-
fi-æðslan og búvísindastarfsemin
skipi jafnan veglegan sess i skóla
og fræðslukerfi voru.
Að lokum þetta.
Það er rótgróin sannfæring
mín að landbúnaðurinn hafi öll
skilyrði til þess að gegna for-
ystuhlutverki með þjóð vorri,
verða sá burðarás í þjóðlífi voru,
sem stærstu hlassi veltir, höfuð
atvinnuvegur vor og upþspretta
auðs og farsældar í landi voru.
Það er því vissulega ánægju-
legt og þroskavænlegt að vera
ungur maður á íslandi í dag.“
Ræða Ásgeirs Péturssonar
„Á þessum merku tímamótum
í sögu bændaskólans á Hvann-
eyri vil ég- af hálfu íbúa í Borg-
arfjarðarhéraði, færa skólastjóra,
kennurum og öðru starfsliði skól-
ans, svo og nemendum og öllum
velunnurum hans, árnaðaróskir
og þakkir fyrir þjóðnýt störf,
sem þetta hérað hefur ekki sízt
notið góðs af, sökum náinna
tengsla og nærvistar skólans hér
í Borgarfirði.
Þáttur sýslunefndar Borgar-
fjarðarsýslu í stofnun búnaðar-
skóla á Hvanneyri var sá, að vafa
samt er að hér hefði nokkurn
tíma risið upp þessi stofnun, ef
forgöngu sýslunefndarinnar hefði
ekki notið við. Það var hinn 16.
júlí 1885, að sýslunefndin sam-
þykkti að kaupa jörðina Hvann-
eyri í því skyni, að koma þar
upp bændaskóla. Fyrir þetta
frumkvæði erum við þakklát öll-
um þeim Borgfirðingum, sem
annað hvort áttu sæti í sýslu-
nefndinni, eða studdu að fram-
gang'i málsins á annan hátt. Þeir
eru nú allir látnir, en minning
þeirra er heiðruð á þessum bjarta
degi.
Um þær mundir, sem þessi
skóli tók til starfa, voru flestir
þættir þjóðlífs okkar, þó einkum
atvinnulífs, rrieð svipuðum hætti
og verið hafði óbreytt öldum sam
an, - í þessu landi. Tekið var þó
að morgna í frelsisbaráttu þjóð-
arinnar, undir forystu Jóns Sig-
urðssonar forseta. Hann gerði sér
glögga grein fyrir því, að skil-
yrði þess að þjóðin gæti náð
fullu frelsi og sjálfstæði, voru
m.a. þau, að efla atvinnulíf og
efnahagslega afkomu lands-
manna, sem þá var vissulega bág
borin. Hann sá og skyldi, að án
efnahagslegs sjálfstæðis, var von
lítið að stjórnmálalegt sjálfstæði
næðist, eða fengi staðizt til lengd
ar. Svo framsýnn var forsetinn
og áhuginn brennamdi á umbót-
um, að hann skrifaði sjálfur m.a.
tvær bækur um atvinnumál.
Önnur þeirrá heitir „Lítil varn-
ingsbók" handa bændum og bú-
mönnum á íslandi. Kom hún út
á árinu 1861.
Það er engum vafa undirorp-
ið að þessi bók hefur vakið
marga til umhugsunar um að
nauðsyn væri að hrista hlekkina.
Hún hefur glætt skilning manna
á því að undanfari stjórnmála-
legs sjálfstæðis, hlaut að vera
efnalegt sjálfstæði. Þau orð, sem
Jón Sigurðsson ritaði um þessi
efni fyrir rúmum 100 árum, eiga
við enn í dag og eru jafn sönn.
og tímabær nú og þau voru þá.
Hann segir m.a.: „Jörðin verður
þá aðeins fögur og nytsöm eign,
þegar hún verður gjörð sein
Framhald á bls 15.