Morgunblaðið - 18.08.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1964, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18. ágúst 1964 MORGVNBLADIÐ 15 Sérleyfi og þjónusta Á VEGTJM Flugfélags fslands Ihefur til fleiri ára verið auglýst flug til Kópaskers og Raufarhafn ar samkv. sérleyfi þess félags. Flugleiðin hefur þá alla jafna verið um Akureyri báðar leiðir Ferðir þessar eru hinar hag- kvæmustu og oft nauðsynlegar íbúum þessara útbyggða eins og eðlilegt er. En því nú að vera að geta Raufarhafnar í auglýsingum þeim, er snerta þessar ferðir. Sannarlega hefur engin þjónusta verið framkvæmd af hálfu þessa flugfélags í sambandi við þarfir og nauðsyn Raufarhafnarbúa En svo virðist sem afgreiðslu Flugfélags fslands á Kópaskeri ihafi verið gefið það vald í þess- um málum, að hún geti hagað ferðum og fyrirgreiðslu, í sam- bandi við flugið, eftir eigin geð- þótta, hvað snertir íbúa Raufar- hafnar og nágrennis. Afgreiðsl- an á Kópaskeri mun því hafa afgreiðsluna hér sem einskonar útibú. Ferðir og fyrirgreiðsla eru óþekkt, fyrirbryggði, ef ekki er um beinan og helzt mikinn hagn- að að ræða, vitánlega er það sama hvort ríienn eru að fara til eða frá. Þrásinnis eða í sambandi við meiri hlutann af þessum áætl- unarferðum, verða farþegar sjálf- Veitt úr Minnmg arsjóði dr. Rögn- valds Péturssonar SVO sem áður hefir verið skýrt frá, hefur ekkja dr. Rögnvalds Péturssonar, frú Hólmfríður Pét- ursson í Winnipeg, og dóttir þeirra, ungfrú Margrét Péturs- son, stofnað sjóð við Háskóla ís- lands með myndarlegu fjárfram- lagi, svo að sjóðurinn er meðal hinna stærstu við Háskólann. — Sjóðurinn heitir Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar til efl- ingar íslenzkum fræðum. Skal fé hans varið til að styrkja kandí- data í íslenzkum fræðum til fram haldsnáms og undirbúnings frek- ari vísindastarfa. Getur sjóðs- stjórnin ákveðið, að styrkþegar flytji fyrirlestra við Háskólann um rannsóknarefni sín, og skulu þeir tengdir nafni dr. Rögnvalds Péturssonar. Stjórn sjóðsins, sem skipuð er háskólarektor og prófessorunum dr. Halldóri Halldórssyni og dr. Steingrími J. Þorsteinssyni, hefir úthlutað styrk í fyrsta skipti úr sjóðnum. Hlaut styrkinn magist- er artium Ólafur Pálmason til rannsókna á bókmenntastarfsemi Magnúsar Stephensen dómstjóra. —Segni og Togliatti Framthald af bls. 12 unum í deilu þessari. Togliatti var t.d. mjög mótfallinn ráð- stefnu allra kommúnistaflokka heims og taldi það horfa til sundr ungar með flokkunum ef úr yrði. ítalski kommúnistaflokkurinn er óvenjulega stór (félagatala um 1.700.000) og, skoðanamunur manna innan hans oft mjög mikill. 'Ifafa flokksmenn því oft haft af því áhyggjur, að ítalska kommúnistaflokknum væri hættara en flestum öðrum við áhrifum kínverskra komm- únista og þakka það engu meir en styrkri forystu Togliattis og persónuleika hans, að þeirra gæt ir lítið og að flokkurinn skuli hafa haldið velli svo sem raun her vitni. í koshingunum 1963 hlaut flokkurinn 2S,3% greiddra atkvæða. Yrði Togliatti að láta af flokksforystunni myndi það verða Sovétríkjunum og áhrifum þeirra töluverður hnekkir. ir að sjá sér fyrir fari, hvört sem þeir eru að fara með flugi eða fljúga heim. En vegalengd frá Kópaskeri til Raufarhafnar er 55 km. Ef svo margir farþegar eru til staðar að ferð borgi sig vel, þá eru engin vandkvæði á ferð- inni, og andi þjónustunnar ligg- ur utan á öllum og svífúr yfir vötnum. Ekki veit ég hvort einhverjum finnst þetta sjálfsagt. En víst er, að allur þorri Raufarhafnarbúa og nágrennis er mjög óánægður með þetta bjálfalega ástand í sam göngu- og þjónustumálum þeirra. Þetta fyrirkomulag kemur sér oft mjög illa, þó ekki sé um farþega að ræða, heldur aðeins póst og bögglasending, því að jafnvel á sumrin er ferðum frá Kópaskeri frestað eftir flug, ef Iþeim, sem málunum ráða, býður svo við að horfa, og heitir þetta þá bilun á bíl og þess háttar, en nóg er nú af þeim og ekki þarf alltaf fjölmennisvagna til þess- ara ferða, en þeir eru þar óvenju lega mólaðir, vegna annarra á- ætlunarferða. Verður því niður- staðan sú, að það, sem á að ber- ast fljótt og eðlilega hingað, fer með klyfjagangshraða. Já, þung- lamaleg er þjónustan. Geta má þess og gæta skal þess að íbúar Raufarhafnar og ná- grennis nota þessar flugferðir meira en þeir, sem búa í ná- grenni Kópavogs, af þeirri ein- földu ástæðu að þeir eru fleiri, þó ekki sé annað nefnt, svo sem sérstaða hér hvað atvinnurekstur snertir og fleira. Sérleyfi er mjög hátíðlegt orð fyrir þá, sem eftir því sækjast. En það þýðir áreiðanlega meira og annað en beita því og rækja það algjörlega eftir því hvort hver ferð skilar hagnaði eða ekki. Vitanlega er bezt að svo geti verið. En þegar öflugar félags- heildir standa að þessum málum, er hættan ekki mikil þó að þjón- ustunnar sé gætt. Búast má við því að þeir, sem láta sig skipta hag þessa byggð- arlags, reyni að komast að samn- ingum við einhvern aðila, sem sér sér fært að veita viðunandi þjónustu í þessum efnum, eða brjótast með einhverjum ráðum undan þessum ófögnuði, sem við búum við í dag. Lítill flugvöllur er hér og þó ófullkominn sé hefur hann bjarg að mörgum mannslífum. Á sjálfri jólahátíð lenti hér eitt sinn lítil flugvél, með hjálp ófullkominna olíuljósa á vellinum. Var hún að sækja lítið barn, sem þurfti að komast til uppskurðar strax. Svo sterk geta atvikin verið, að þau hrópi á betri þjónustu en nú er, í sambandi við önnur eins þjóðþrifamál og flugmálin eru. Komið hefur það fyrir að póst- ur hefur legið á afgreiðslu flug- félagsins á Kópaskeri svo dögum skiptir. Verst af öllu er það þó fyrir þá Raufarhafnarbúa, sem óhjá- kvæmilega þurfa að skipta við þessar samgönguferðir, að svo lítið er gert til þess að láta af- greiðsluna hér vita um ferðir flugvélanna, sem vitanlega getur seinkað, jafnvel fallið niður, eða bílferðir í framhaldi af þeim, að það er engu líkara en verið sé að grafa upp leyndarmál, ef beð- ið er um einhverjar upplýsingar á þessu sviði. Að lokum læt ég fylgja þess-| um línum litla sögu frá byrjun þessa sumars, og er áreiðanlega hægt að fá staðfesta hvenær sem er, og er hún á þessa leið. Flogið var til Kópaskers á sumardaginn fyrsta. Dálítill pakki var þá sendur frá Reykja- LL FERÐIR GUÐMUNDUR JÓNASSON Miðhálendis- ferð 22.—20. ágúst __ 9 daga Verð kr. 3690.00 — FÆÐI INNIFALIÐ — LÖND LEIÐIR SPARIÐ VINNUAFL - AUKIÐ AFKÖSTIN notið YALE CAFFALLY FTIVACNA Okkar sérfræðilega tækniþjónusta, mun með ánægju gera athugun á því hvernig vandamál yðar verða hagkvæmast leyst. YALE NAFNIÐ SEM ALLUR HEIMURINN ÞEKKIR OG TREYSTIR. Einkaumboðsmenn: G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 Reykjavik — Sírni 2-4250. vík til fjölskyldu á Raufarhöfn. Voru í pakkanum ávextir, sem ætlaðir voru til afmælisglaðn- ingar. Ferð fellur þennan dag eins og aðra fimmtudaga og eru þær á vegum kaupfélagsins á Kópa- skeri. Eftir vikudvöl þar er pakk inn ekki sendur. Talað er svo við eigandann frá Rvík, og vitnast þá að pakkinn hefur ekki komið til skila. Nú kostar eigandinn símtal til afgr. á Kópaskeri, til þess að ganga ekki framhjá þessum fyrirmynd- ar afgreiðsluháttum, eða lítils- virða ekki stofnunina með þegj- andaskap. Svarið er mjög ein- falt: Það hefur ekki fengizt ferð. En einhver einn af hundrað, sem átti nú sa-mt ferð, fær af náð að taka pakkann. En þá var ástand ávaxtanna orðið þannig að þeir hefðu vart greitt legkaup sitt í pakkhúsinu á Kópaskeri. Þannig eru dæmin. Og betur má ef duga skal til sæmdar. Snæbjörn Einarsson. Cabot Lod^e kom- inn til Parísar París, 17. ágúst. — AP. HENRY Cabot Lodge, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Sai- gon, hefur nú lagt upp í sérlega sendiför'að beiðni Johnsons for seta, til þess að kynna banda- mönnum Bandaríkjanna stefnu þeirra í málum Suðaustur Asíu. í dag kom Lodge til Parísar og ræddi þar góða stund við Louis Joxe, sem nú gegnir störf- um þeirra beggja Maurice Couve de Murville. utanríkisráðherra og Georges Pompidou, forsætisráð- herra. Ræddu þeir einkum Viet- nam og Laos og sagði Lodge að - fundinum loknum, að viðræður iþeirra hefðu verið mjög vinsam- legar og einlægar. Lodge mun sitja fund fasta- ráðs Atlantshafsbandalagsins á morgun, þriðjudag, og flytja þar ræðu. Tíminn flýgur-Því ekki bö? \/x 1-8823 Flúgvétar okkar geta !ent a öllum. flugvöllum flutt yðup alla leið — fljúgandi FLUGSÝN oun^iðurhkeinsuniNI VATNSSTIG 3 SfM! 18740 REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sœng- AÐEINS ORFA SKREF FRA' LAUGAVEGI urnar.eigom dún-og fijurheld ver. ELJUM ædarduns-og gæsodúnssæng- ur og kodda at ymsum stærdum. ■ GLÓBUSS SÍMI 11555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.