Morgunblaðið - 18.08.1964, Blaðsíða 17
pnö]uciagur 15. agöst 1964
MORCUNBLAÐIÐ
17
Seglbáturinn Ortac í Reykjavík
Skipverfar gengu á lan d í Surfsey
ÞÝZKI seglbáturinn Ortac,
sem lenti í hrakningum aust
ur af Elliðaey árla fimmtu-
dagsmorguns, kom til Reykja
víkur á laugardaginn. Eins og
skýrt var frá í M'bl. aðstoð-
aði vélbáturinn Leó frá Vest
mannaeyjum seglbátinn og
dró hann til Vestmannaeyja.
Fréttamaður Mbl. hitti skip
verja seglbátsins að máli í
gær. Á bátnum eru níu menn,
allt ungir menn. Skipstjóri er
Dr. med. Hellmut Wever.
Þjóðverjarnir komu frá Ham-
borg og voru 10 daga á leið-.
inni yfir hafið til Vestmanna-
eyja. Þeir ætluðu að stíga á
land í Heimaey, en þegar
þangað kom, grúfði sótsvört
þoka yfir — þeir sigldu fram
hjá Bjarnarey og Elliðaey,
þar til þeir voru komnir á
tólf faðma dýpi vestur undan
Holtsósi á Eyjafjallasundi,
um 8 mílur austur af Elliða-
ey. Þá skutu þeir neyðarblys
um á loft — og kom vélbát-
urinn L,eó skjótt á vettvang
og dró bátinn til Vestmanna-
eyja sem fyrr segir.
Hellpiut Wever, skipstjóri,
rómaði mjög gestrisni Vest-
mannaeyinga og kvaðst mjög
þakklátur fyrir hjálpsemi
þeirra. Þeim voru sýndar eyj
arnar og þeir nutu sérstakr-
ar gestrisni Oskars Matthías-
sonar, skipstjóra á Leó. Frá
Heimaey fóru þeir á föstu-
dagskvöld áleiðis til Reykja-
víkur og voru 24 tíma á leið-
inni. Engin vél er í bátnum,
heldur koma seglin í hennar
stað. Þeir komu við í Surtsey
og gengu þar á land. Sagði
hinn ungi skipstjóri, að það
-ævintýri hefði verið í senn
stórkostlegt og ógnvekjandi.
Þeir hefðu staðið agndofa og
horft á glóandi hraunleðjuna.
Það mundi þeim aldrei líða
úr minni.
SegHbáturinn OrtaC er í
eigu klúbbs í Hamborg, sem
starfar með það markmið fyr
ir augum, að fræða ungt fólk
um ókunn lönd og þjóðir. 25
klúbbþegar eru saman um
þennan bát og skiptast á um
að fara í ævintýrareisur sem
þessa. í Reykjavík hverfa þrír
piltar úr hópnum, en aðrir
koma hingað frá Hamborg til
þess að leysa þá af hólmi.
Báturinn, sem er 14 lestir að
stærð, er 14,6 metra langur,
3,4 m. breiður og ristir 2,5 m.
Hann er byggður í Englandi
1937 og er því 27 ára gamall.
í rauninni er hann aðeins
gerður fyrir sex manna áhöfn
en eins og fyrr segir eru Þjóð
verjarnir níu talsins — tveir
sofa á setbekkjum, einn sefur
á gólfinu.
— Mikilvægasta persónan
um borð er kokkurinn, sagði
Wever. Hans starf getur oft
og tíðum verið vandasamt því
að stundum er erfitt að
hemja matarföngin og eldhús
áhöldin. Báturinn veltur tals-
vert, eins og gefur að skilja,
enda hafa skipverjar oft
þjáðst af sjóveiki. Við feng-
um slæmt veður fyrstu þrjá
daga ferðarinnar, en þegar
við vorum komnir fram hjá
Orkneyjum, fengum við lens.
Ekki er nóg með að allt sé á
tfleygí'erð í 'bátnum, þegar
sjór er úfinn, heldur vill bát-
urinn þá fyllast af sjó, þanm"
ig að við verðum sífellt að
grípa til dælunnar. Siglinga-
tæki okkar eru ekki marg-
brotin, — aðeins radíó, mið-
unarstöð og sextant.
Hinir ungu skipverjar sögð
ust ekki vera smeykir við að
velkjast á hafinu á svona litl
um báti. Gúmmíbjörgunarbát
ur er um borð, ef eitthvað
skyldi bera út af, og í honum
eru matvæli fyrir 10 menn.
sem endast í viku. Ennfrem-
ur hafa þeir meðferðis sér-
stakt tæki, sem sendir sjálf-
krafa frá sér SOS merki í
sólarhring.
Þjóðverjarnir verða í
Reykjavík til 23. þessa mánað
ar. Það fer eftir veðrinu,
hvert stefnan verður tekin
næst. Annað hvort til Græn-
lands eða umhverfis ísland
og heim aftur.
Matvæli hafa ekki meng-
azt af skordýraeitrun
-Nónari athugun fer fram á
farminum úr Brúarfossi
BLAÐINU barst I gær eftirfar-
«ndi tilkynning frá skrifstofu
borgarlæknis:
„Árlega eru nokkur brögð að
Jjví, að skordýr berist til lands-
ins með fóðurvörum, bæði til
Reykjavíkur og til annarra hafna
á landinu. Hafa sum þessara skor
kvikinda orðið hér landlæg.
Fyrir skemmstu fannst óvenju
inikið af skordýrum í fóðurkorni
í Brúarfossi, og hafði hluta farms
ins verið skipað upp, er borgar-
Jækni barst vitneskja um málið.
Þar eð hætta gat verið á því,
•ð skordýrin gætu borizt í mat-
væli, gaf borgarlæknir eigendum
fóðurkornsins fyrirmæli um, að
láta eyða skordýrunum áður en
fóðurkorninu yrði dreift. Víðtæk
ar rannsóknir benda eindreg-
ið til þess, að matvæli hafi ekki
mengast af skordýrunum, enda
yrði sala á matvælum, sem skor-
dýr hafa komizt í ekki leyfð, svo
sem áður hefur verið lýst yfir.
Að svælingu lokinni voru tek-
in sýnishorn af fóðurkorninu, og
virtist svælingin hafa borið til-
ætlaðan árangur.
í síðustu viku barst þó kvört-
un um skordýr í fóðurkorni í
hænsnabúi einu hér í borg. Rann-
sókn leiddi í ljós, að hér var um
að ræða m.a. eina af þeim teg-
undum skordýra, sem fundizt
höfðu í Brúarfossi. Fer nú fram
að nýju athugun á umræddum
fóðurkornsfarmi, m.a. með tilliti
til að egg skordýranna kynnu
að hafa lifað svælinguna af. Að
athugun þessari afstaðinni verða
teknar ákvarðanir um frekari
aðgerðir og haft um það samráð
við hlutaðeigandi ráðuneyti."
Mbl. hefur frétt, að menn hafi
Málflutningsskrifstofa
Vagns E. Jónssonar
Gunnars M. Guðmundssonar
Austurstrajti 9
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrai'a að auglysa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
orðið varir við kornbjöllur f
farmi, sem Jökulfell flytur til
landsins. Kom þetta í ljós við
uppskipun á fóðurkorni í Þor-
lákshöfn, á Sauðárkróki og Húsa-
vík.
— EINSTAKLINGSFERÐ —
N
Þýzkaland
Reykjavík — L.uxemburg —
Frankfurt. —
10 daga ferð — kr. 11:082.—
Innifalið: Flugferðir — Gi«t
ingar — Morgunverður —
— Brottför alla daga —
• 1
I KIRKJUHVOLL < Pi -1
< .3
1 Dómikirk'ja e- T 5?
\ UJ
V KIRKJITSTRÆTI
tLEBAUQMRHÚSIB
TEMPLAR ASUNDI 3 {homið]