Morgunblaðið - 18.08.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1964, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 18. ágúst 1964 13 MORCU NBLAÐIÐ Gísli Jónsson fyrrum alþingism. 75 ára GfSLI JÓNSSON, fyrrum al- þingismaður, var 75 ára í gær. Hann hefur um langt skeið verið forustumaður í íslenzkum stjórn- málum og atvinnulífi. Gísli er fæddur að Litlabæ í Álftanesi hinn 17. ágúst 1889. — Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Hallgrímsson, bóndi að Litla- bæ og síðar í Skildinganesi við Reykjavík og Guðný Jónsdóttir frá Grashúsum á Álftanesi. XJng- ur að árum flutti Gísli með for- eldrum sínum að Bakka í Arnar- firði, þar sem hann ólst upp i fjölmehnum hópi systkina. Gísli lagði stund á vélsmíði á ísafirði 1908—9 og var vélstjóri á skipum árir^ 1911—21. Hann var meðal þeirra fyrstu, sem luku prófi frá Vélstjóraskólanum og hefur vélstjóraskýrteini nr. 1 frá skólanum. Gísli var formaður Vélstjórafélags íslands í mörg ár. Á fjórða tug aldarinnar hóf Gísli atvinnurekstur með stofnuh útgerðar í Reykjavík og fyrir- tækja á Bíldudal. Hann hefur haft afskipti af margskonar at- vinnurekstri, en fyrirtæki sitt, Gísli Jónsson & Co., stofnaði hann 1940. Gísli hefur verið alþingismað- ur í mörg ár og var ávallt með hinum meiri þingskörungum. I fyrsta sinn bauð Gísli sig fram til Alþingis fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Barðastrandarsýslu ár ið 1937, en náði þá ekki kjöri. I næstu kosningum 1942 var Gísli síðan kjörinn þingmaður Barð- strendinga og átti sæti á þingi óslitið til 1956. Gísli var síðan enn kjörinn á þing árið 1959 og sat á þingi fram til síðustu al- þingiskosninga, en þá dró hann sig í hlé. Gísli gegndi mörgum trúnaðarstörfum á þingi og fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Má nefna formennsku þingnefnda, forseta- störf á þingi og setu í Norður-* landaráði. Mbl. óskar þessum aldna heið- ursmanni heilla á þessum tíma- mótum. Rudolf Serkin væntan- legur til íslands PÍANÓSNILLINGURINN Rudolf Serkin, sem nú mun talinn fremsti píanóleikari veraldar, er væntanlegur hingað til lands miðvikudag- inn 2. september. Kemur hann á vegum Tónlistarfélagsins. Rudolf Serkin er ásamt syni sinum, Peter, eitt helzta aðdrátt- arafl á Edinborgarhátíðinni. — Hann heldur síðustu hljómleika sina á hátíðinni hinn 1. september og flýgur síðan næsta dag með flugvél frá Flugfélagi Islands til Reykjavíkur. Mbi. sneri sér til Tónlistar- félagsins í gær og fékk staðfest- ingu á þessari frétt. Serkin held- «r hér tvo hljómleika, laugar- daginn 5. og sunnudaginn 6. sept., fyrir styrktarfélaga Tóniistarfé- lagsins. Hann leikur verk eftir Sehubert, Beethov'en og Brahms. Serkin dvelst hér nokkra daga með fjölskyldu sinni og heimsæk- Rudolf Serkin ir vini sína. Meðal annars hefur hann ráðgert að heimsækja gaml- an vin sinn, Halldóf Laxness. Úrslitin i kvöld og á morgun á Hörðuvöllum Piltar af Gorch Fock leika í kvöld EFTIR eru nú aðeins úrslita- leikir í kvennaflokkum á hand- knattleiksmeistaramótinu utan- húss. Fer annar fram í kvöld, leiika þá í 2. flokki kvenna Ár- mann og Valur kl. 6.45. Á undan Xeiknum leika unglingar úr FH gegn liði al þýzka skólaskipinu Gorcih Fook. Hefst sá leikur kl. 6 Annað kvöld eru svo úrslit í meistaraflokki kvenna milli Fram og Vals sem unnið hafa Kina riðla. Á laugardag unnu Haukar Ár- mann með 17-11 í m.fl. karla. Var það síðari lei'kiur í karla- flokki bar varð lokastaðan þessi. FH 8 stig Haukar 5 stig Ármann 4 stig Fram 3 stig ÍR 0 stig ...VWH.W• «• •• •■••• 'WV -W X• • • < yv **■■'*«■ ■ ■.•"■< m % •*■• .<■ .w i- ■ ** ■'"■-* »- ’T--' , ý . :■ #>” v:. ...» • Commandant Bourdals. Franskt herskip í Reykjavíkurhöfn í REYKJAVÍKURHÖFN er nú franska herskipið Comman dant Bourdais og í gær mátti' sjá skrautlega klædda franska sjóliða ganga um göt- ur borgarinnar. Veðrið var ákaflega gott og notuðu sjó- liðarnir tækifæri og sleiktu sólskinið eða veiddu kolann í höfninni. Tíðindamaður Morg unblaðsins hitti tvo sjóliða á förnum vegi og notaði tæki- færið til þess að spjalla örlítið við þá. Fyrst kom auðvitað þessi sí' gilda spurning: Hvernig líkar ykkur við það, sem þið hafið séð hér? Þeir kváðu sér vel líka. Annar þeirra hafði komið hér áður. Sögðust þeir fara á mið- vikudaginn kemur til Ný- fundnalands. í þessu gekk fram hjá okk- ur ung og lagleg stúlka. Báð» " - ' ,:.X ir sjóliðarnir sneru sér við og horfðu góða stund á eftir henni svo ég notaði tækifærið til að spyrja þá hvernig þeim litist'á' íslenzku stúlkurnar. — Úlala. — Þið ætlið ef til vill á dansleik í kvöld? Þeir játtu því. Sögðust þeir hafa heyrt urri einhvern stað, er héti „Pórskaffi" og ætluðu þangað. Við gengum niður að skipi þar sem það liggur við bryggju. Er það mjög renni- legt eins og sjá má hér á myndinni. Þar fengum við þær upplýsingar að skipið væri að koma frá Noregi og færi næst til Nýfundnalands í þeim tilgangi að færa frönskum togurum þar vistir og aðstoða þá á annan hátt. litanríkisráðlierra ■ opin- bera heimsókn til Finnlands París, 15. ágúst (NTB) • HENRY Cabot Lodge, fyrrverandi sendiherra Banda ríkjanna í S-Vietnam er kom inn til Parísar. I dag og í j kvöld mun hann skýra frönsku stjórninni Oig fulltrú- um NATO í aðalstöðvunum frá sjónarmiði Bandarikja- 1 stjórnar varðandi ástandið í SA-Asíu. 1 UTANRÍKISRÁÐHERRA Guðmundur í. Guðmundsson og kona hans Rósa Ingúlfsdóttir fara í dag í opinbera heim- sókn til Finnlands. Heimsóknin mun standa yfir í 4 daga, og hef ir dagskrá heimsóknarinnar ver ið ákveðin á þessa leið. Utanríkisrððherrahjónin munu koma til Helsingfors laust eftir kl. 11 í dag, 18. þ.m., og munu þar taka á móti þeim finnskir ráðamenn. Eftir hádegi mun utanríkisráðherra svo heim sækja finnska utanríkisráðherr- ann, Hallama, forsætisráðherr- ann, Lehto og verzlunar- og iðn aðarmálaráðherrann, Mattila. Því næst verða skoðaðir merkir staðir í Helsingfors. Kl. 19 um kvöldið hefur svo finnski utan- rikisráðherrann kvöldverðarboð. Miðvikudaginn 19. ágúst fara utanríkisráherrahjónin í hádegis verðarboð, sem Kekkonen Finn- landsforseti heldur þeim á sveita setri sínu, Gullranda, en það er um 2 klukkustunda bílferð frá Helsingfors. Um kvöldið býður Norrænafélagið til kvöldverðar. Fimmtudaginn 20. ágúst verður flogið til Knopio og komið þang- að um kl. 10 f.h. Bær þessi, sem er um 300 km. norðaustur frá Helsingfors, er nýtízku iðnaðar- borg og jafnframt eru þar ein- hver mestu vatnasvæði Finn- lands. Verður bærinn skoðaður, þar á meðal verkamannabústaðir, en því næst býður bæjarstjórnin til hádegisverðar. Að honum lokn um verður farið í um 2 klukku- stunda vatnaferð. Ráðgerð er móttaka hjá „landshöfðingja“, en að henni lokinni verður flogið til Helsinfors. Föstudaginn 21. ágúst verður fyrrihluta dagsins varið í heim- sókn á sveitabæ í nágrenni Hels- ingfors, en eftir það býður Hels- ingfors-borg til hádegisverðar. Um kvöldið halda utanríkisráð- herrahjónin kvöldverðarboð og lýkur þar með hinni opinberu heimsókn í Finnlandi. í fylgd með utanríkisráðherra- hjónunum verða Árni Tryggva- son, ambassador íslands í Finn- landi, og kona hans Sigrún Ög- mundsdóttir. (Fréttatilkynning frá utanrík- isráðuneytinu). New York, 15. ágúst (NTB) • FULLTRÚI v-þýzku stjórnarinnar afhenti í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóð- a«na í dag ávísun á hálfa milljón dollara, er ‘ ganga skulu til friðargæzlustarfs samtakanna á Kýpur. Áður hafa v-þýzk stjórnarvöld lát- ið af hendi sömu upphæð til Kýpur-starfsins. Engin veiði - bræla á miðumim ENGIN síldveiði var um helg- ina, enda bræla á miðunum. Að- eins eitt skip, Sif ÍS tilkynnti afla sinn á sunnudag, 100 mál. Á mánudag og í gær var enn hræla og skipin ýmist í höfri eða landvari. Síldarleitarskipið Pét- ur Thorsteinsson leitaði í gær 90 mílur austur af suðri frá Langanesi og fann nokkra síld, en hún var dreifð. ESKIFIRÐI, 17. ágúst. — Síldar bræðslan hér hefur tekið á móti 110.110 málum. Hér hefur verið saltað í 17815 tunnur. Skiptist söltun þannig á milli stöðva: Auðbjörg 9.300 tunnur; Askja 3115; Bára 2300; Eyri 2300 og Oddi 900 tunnur. G.W. BREIÐDALSVÍK, 17. ágúst. — Síldariðjan hefur brætt 16.040 mál frá bátum og 3870 mál frá síldarsöltunarstöðvum. Saltað hef urverið í rúmlega 2500 tunnur. Fréttaritari. Stjórn S-Viet-Nom biðst iansnar Saigon, 17. ágúst NTB." NGYUEN Khanh, hershöfðingi, hinn nýi forseti Suður-Viet- Nam, fór í dag flugleiðis til d’Alat, norð-austur af Saigon, til stjórnarmyndunar. Stjórn sú, sem setið ’ hefur til þessa, baðst lausnar á sunnudag, en Khanh hefur beðið hana að sitja enn um sinn unz ný stjórn hafi verði mynduð. Er gert ráð fyrir því að það taki um þrjá daga. Embættistaka Nguyen Khanhs sem varð forseti fyrir tilstilli hersins í Suður Viet-Nam, er tók þar öll völd í sína hendur um helgina, hefur mælzt misjafn- lega fyrir. Eru uppi áform bæði I í Saigon og norðar í landihu, um kröfugöngur til að mótmæla þess ari ráðstöfun herstjórnarinnar ásamt fleirum, m. a. yfirlýsing- unni um hernaðarástand í land- inu, sem gefin var út fyrir 10 dögum, vegna atburðanna á Tonkin-flóa og fyrirhuguðum stjórnarskrárbreytingum. Khanh hefur ekki viljað taka upp forsetaheiti og kallar sig að- eins formann stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.