Morgunblaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 2. sept. 1964 HERMIIMA BLACK: Eitur og ást — Það er of stórt handa þeim. Og auk þess fer Philip héðan und ireins og hann hefur lokið greftr inum. Ég þori að veðja um að Sandra togar hann með sér til Englands og sér um að hann verði þar kyrr. Hvernig lízt þér annars á hana- — Hún er mjög glæsileg. — Ég játa það. En að því slepptu finnst þér ég ekki hafa rétt fyrir mér — Rétt fyrir þér — í hverju? — Láttu ekki eins og þú skilj- ir ekki hvað ég meina! Hún gift- ist Philip vegna peninganna. Eins og þú veizt á hann nóg af peningum. Annerlysfólkið lapti dauðann úr skel. Húsið þeirra var veðsett upp í rjáfur. Og ef eitthvað var afgangs þá átti rík- ið það. feau urðu að flæmast úr íbúðinni í London. Og Sandra hatar fátæktina, hatar að eiga heima uppi í sveit. Og þó hún sé skrautgripur hafði enginn nógu ríkur beðið hennar. Hún er orðin tuttugu og sjö ára, og ég býst við að henni hafi verið farið að volgna undir uggunum. Hún er þannig, að menn geta orðið hrifnir af henni í svipinn, en aldrei til lengdar. Hún komst svo langt að trúlofast Miles Vern on, en fjölskylda hans var mjög mótfallin því. Hún um það — en svo féll hann í stríðinu. — Það var þungbært fyrir hana — ef henni hefur þótt vænt um hann. — Ég efast mikið um það. Vesl ings drengurinn, ég hugsa að hann megi vera glaður, að sleppa. Hún hefði gert honum helvíti heitt . . . Þú veizt að ég er engin ótukt, Blake, hélt hún áfram. — Mér þykir vænt um geðslegar, hispurslausar stúlk ur, og ég hefði getað gert ýmis- legt fyrir Söndru. En hún hafði blátt áfram andstyggð á mér. Hver veit nema hún hafi verið enn ólmari_ í að ná í Philip þessvegna. Ég vona að hún fari að stillast úr þessu, ,svo að Phil- ip fái eitthvað í aðra hönd fyrir alla peningana, sem hann eys í hana. En ég treysti henni ekki . . . Jæja, nú sklum við ekki tala meira um Söndru í kvöld — ég vona bara að hún fari ekki að bera í þig víurnar. — Þú ert að slá mér gullhamra, frænka. Ég held sannast að segja að ég sé alls ekki eftir hennar smekk, sagði hann. — Og hún er ekki eftir mínum smekk heldur, og jafnvel þó ég girntist giftar konur, verður þú að muna að Philip er vinur minn. Frú Glenister kinkaði kolli og hellti cherry-brandy á glösin. — Og hvað segirðu mér af sjálfum þér? spurði hún. — Mér þykir afar vænt að þú skyld- ir koma, en mér fellur ekki þetta með hestastrákinn, sem þeir drápu. Ég er líklega farin að gamlast. 17 — Maður hefur sízt gaman af þannig atburðum — hvort maður er ungur eða gamall, svaraði hann. — En ég hefði gaman af að þú segðir mér nánar frá þessu. — Ég veit fátt um það að segja — annað en það, að pilturinn var einu sinni hjá Simoni Zenou pous. Það vitnaðist í morgun, — ég frétti það núna um nónið. — Þú ert að gefa í skyn að . . . ? — Eins og þú veizt trúi ég þeim hrappi til alls. En samt held ég nú ekki að Zenoupous hafi myrt hann sjálfur. Blake horfði hugsandi á ösk- una á vindlingnum sínum, en frú Glenister gat ekki ráðið neitt af svip hans. — Annars var það eitt enn, sem ég vildi segja um Söndru, sagði hún eftir dálitla þögn. — Ég er viss um að ung og geðs- leg stúlka eins og Corinna, vek- ur allt það sem verst er í henni. Og ég er staðráðin í að láta barn ið ekki verða fyrir hnjaski. — Philip sér vafalaust um það, sagði Blake. — Það fer fyrir ofan garð og neðan hjá Philip. Skyldi hún ekki vera — flækt í eitthvað í Englandi? Hann hló hátt: — Hvernig ætti ég að vita það, góða frænka? — Hún gæti hafa trúað þér fyr ir því. — Hún þekkir mig varla. — En hún bjargaði þó lífi þínu. — . . . og þess minnist ég með þakklæti. En þar fyrir hef ég ekki leyfi til að ræða einkamál hennar. — Þú ert talsvert eldri en hún, sagði frú Glenister dálítið neyð arlega. — Þú getur haft — áhuga fyrir henni, eins og eldri bróð- ir. Ef þetta væri Kairó eða Lux or — sérstaklega ef þeir staðir væru eins og þeir voru áður — væri vandalítið að ná í verulega traustan og góðan mann handa henni. — Aldnei geturðu hætt að vera giftingamiðlari! — Er nokkuð út á það að setja? Allar vænar stúlkur þurfa góð- an mann . . . Hún leit hvasst á hann. — Annars finnst mér mál til komið að þú farir að eignast konu, Blake! — Hættu nú að bulla, frænka, sagði hann. — Það sem ég sagði um vænar stúlkur gildir líka góða unga menn. Það er ekki gott að mað- urinn sé einsamall, stendur þar. — Það var sú kenning sem olli öllu uppistandinu í aldingarðin um Eden, sagði Blake og hló. — Ég ætla að aðvara þig í eitt skipti fyrir öll, frænka: Ég strýk héð- an ef þú ætlar að fara að kuðla mér í hjónaband . . . Hann stóð upp: — Nú verð ég að skrifa nokkur bréf, og það er mál til komið að þú farir að sofa. Svo að nú býð ég þér góða nótt. Hún tók í höndina á honum og leit á hann angurblíðum augum. — Mér er alvara, Blake. Ég vildi óska að þú færir að giftast. — Það verður ekki við þig átt, frænka. Slepptu öillu þesskonar, að því er mig snertir. Ég ætla mér alls ekki að fara að njóta heimilsfriðarins, sem þú kallar. Og ég held að ég hafi sagt þér það áður, að mér dytti aldrei í hug að bjóða nokkurri stúlku að taka þátt í mínum ævikjörum, hversu mikil „vérnd“ henni væri í því, svo að ég noti þin eigin orð. — Ætli það fari samt ekki svo, sagði hún. — Það fer alltaf svo á endanum. Það var gagnslaust að reiðast Josephine frænku .Hann brosti aftur þegar hann fór, frá henni. En hann skrifaði ekki bréfin strax, þó að hann segði það satt að hann vildi hafa þau tilbúin handa manninum, sem átti að koma á hverjum morgni og vitja um þau bréf og skilaboð, sem Blake þurfti að koma frá sér. Blake afréð að fara út meðan hann væri að ljúka við vindling- inn. Hann fór út á svalirnar og labbaði hægt fram og aftur. Fyrst fór hann að hugsa um þennan arabadreng, sem hafði verið drepinn. Líklega . hafði þetta orðið upp úr orðasennu — eða ef til vill hafði hann verið drepinn af slysni. Hinsvegar var oft hægt að búa til keðju, ef maður hafði nægilega marga hlekki. Hann afréð að hugsa um eitt- hvað skemmtilegra, og minntist nú þess, að hann ætlaði að fara á hestbak með Corinnu í fyrra- málið. Hún var mjög heillandi og einstaklega falleg stúlka. En það kom ekki þessu bulli Josephine frænku við. Lífið var of ann- ríkt og ótryggt til þess að hann gæti leyft sér að flækjast í þess- konar. Hann horfði yfir garðinn og minntist orða frú Glenister: — Þú ert talsvert eldri en hún. En ekki var hann þó neinn Metúsa- lem . . . Hve gömul skyldi — Ég hef einmitt mann handa yður. Mjög gæöalegan og næf> sýnan. Corinna vera? Tuttugu og eins? Kannske tuttugu og tveggja. Ekki nema 7—8 ára aldursmun- ur, og það var alls ekki mikið . . . Hann fleygði vindlingsstúfn- um. Hvað gengur eiginlega að mér? hugsaði hann með sér. Var það rósa-anganin? Eg- ypzka tunglið, sem speglaðist í Níl? Stjörnusveimurinn á flauels bláum himninum? Josephina frænka getur verið dálítið þreytandi stundum, sagði hann við sjálfan sig. Hún skraf- ar of mikið . . . Corinna fór svo snemma á fæt ur að hún borðaði morgunmat- inn með Lediard prófessor. Þau höfðu verið að Vinna saman í gærkvöldi, og nú átti hún að vél rita og raða niður öllum minnis greinunum að fyrsta kaflanum í bókinni hans. Og svo ætlaði hann að lesa henni fyrir framhaldið. Philip Lediard hafði alls ekki fallið vel við að Corinna ætti að borða kvöldverðinn ein, eftir leiðis. Hún hafði fullvissað hann um að hún vildi það fremur, en samt fór hann að tala um þetta við Söndru. — Hún vill helzt hafa það svona, góði, sagði Sandra. — Hún þykist kannske frjálsari ef hún þarf ekki að borða með okk- ur að staðaldri. Hún les einhver ósköp, er það ekki? — Jú, hún gerir það líklega, sagði prófessorinn, sem enn efað- ist um að þessu væri svona varið. — En þetta er ung stúlka, og ég er hræddur um að henni finnist hún vera einmana. Þú fyllir oft húsið af ungu fólki, eins og sjálf sagt er. Það gæti verið gaman fyr ir hana að . . . En Sandra stóð á því fastar en fótunum að Corinna hefði ósk- að að hafa þetta svona. En hún skyldi bjóða henni að koma nið- ur hvenær sem hún óskaði þess. Prófessorinn var ekki ánægð- ur enn og minntist á þetta yfir morgunverðinum: — Ég kann alls ekki við að þér sitjið einar á hverju einasta kvöldi, Corinna. KALLI KUREKI Teiknari; J. MORA — Hefur einhver ykkar rekizt á Flóka, Lalla eða Jónas? — Ég ætla að skjóta þeim ref fyrir rass og spila þá upp úr buxunum í púkki! — Púkk? Það er sko ekkert fútt í L- púkki, lambið mitt. Því ekki að taka nokkra slagi af póker? — Ja, hemm......Póker er nokkuð viðamikið fyrirtæki fyrir mína buddu. — Með því að leggja nokkra aura undir? Geturðu verið að fárast yfir því? Og ef þú dettur í lukkupottinn, gæti svo farið að þú ynnir til þess sem svarar andvirði nýs söðuls! — Jæja. . . Það væri reynandi. Ég vona, að þér ímyndið yður ekki að það sé einum of margt ef við erum þrjú? — Alls ekki, sagði hún. — Því að þér vitið að við borS um mjög sjáldan kvöldverð ein. Hún — við — höfum nærri því alltaf einhverja gesti. — En ég vil helzt borða uppi, sagði Corinna afdráttarlaust. — Ég hef svo margt að hugsa á kvöldin, — með því móti hef ég frjálsari hendur á daginn. Að minnsta kosti þangað til þér far ið að lesa mér fyrir að staðaldrL — Þér skuluð ráða því, sagði hann. — En mig langar til að þér komið upp í skálina til okk- ar einhvern daginn. — Það angrar mig, sagði hún. Og svo lét hann þetta gott heita, og sagði að sér þætti vænt um að hún væri orðin vinurfrú Glen- ister og ætlaði að koma á hest- bak á hverjum degi. — Ég ætla að fylgja yður til h'ennar, sagði hann. — Þá get ég hitt Blake um leið. En Blake var þegar kominn á leið til að sækja Corinnu, og þau mættust miðja vegu milli hús- anna. — Jæja, loksins léztu verða úr því að fá þér frí, sagði Blake. — Ég vona að þú tollir hérna dálitla stund. — Það er ekki undir mér ein- um komið, eins og þú veizt. En líklega verð ég að koma og fara fyrsta kastið. Það er bara verst að hún Josephine frænka dekr- ar of mikið við mig . . . Hún er komin út í hesthús núna — ef þú ætlar að hitta hana. — Ég hitti hana þá ekki í dag, því ég er orðinn of seinn fyrir. Segðu henni að ég muni reyna að hitta hana í kvöld. Og gáðu vel að Corinnu fyrir mig, sagði prófessorinn og fór. Corinna varð einkennilega feimin þegar hún var orðin ein með Blake. Hún óskaði þess heitt að hún hefði ekki þegið þessa útreiðartúra. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- Iandi, svo og til fjölda ein- staklinga um allai. Eyjaf jörð og víðar. Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri er Stef- án Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.