Morgunblaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 2. sept. 1964 MORGUNBLAÐIB 15 iiiniiiiiiiiiiiimmiiimiiiimimimiimiinmiimmí Á STJÓRNARFUNDI Lút- herska heimssambandsins, sem nú stendur yfir í Reykja- vik, er staddur dr. Fridtjov Birkeli, hiskup í Stavanger í Noregi, en Birkeli biskup er frumkvöðull þess, að lút- herska kirkjan hefur tekið nútímatæknina í þjónustu sína við trúboð í Afríku og Asíu, en svo sem kunnugt er rekur Lútherska heimssam- bandið kristilega útvarpsstöð í Addis Abeba í Ethiópíu. — Stöðin er að afli til jafnsterk BBC, og nær til hvorki meira né minna en eins milljarðs manna í fyrrgreindum tveim- ur heimsálfum. Ríkisstjórnir * " ' . Aðalskrifstofubygging útvarps Lútherska heimssambandsins í Addis Abeba. Nafn hennar, „Út- varpsrödd GuðspjaUsins“, (Radio Voice of the Gospel), er letrað á bygginguna. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiimiiimiimiimimiimmmimiiiiimi ing), sem hefur aðalstöðvar í || London. = Dr. Aske gat þess, að yfir = 300 manns störfuðu nú við |j útvarpsstöð Lútherska heims- = sambandsins. Stöðin sjálf g hefði kostað yfir tvær millj- || ónir dollara eða um 90 millj- h ónir ísl. kr. og fé þetta hefði || allt verið lagt fram af lúthersk |j um kirkjum og trúboðsstöðv- = um víðs vegar um heiminn. g Stöðin hefði verið formlega s opnuð af Selaisse Ethiópíu- = keisara á sl. ári. Þá gat dr. = Aske þess, að m.a. þeirra, sem = hefðu gagn af stöðinni, væri = íslenzka kristniboðið í Konsó. H Dr. Aske sagði að stöðin út- = varpaði 14 klst. á stuttbylgj- = um daglega og 4 klst á mið- = bylgjum. 70% af efninu, sem ~ væri útvarpað, væri menn- = ingarlegs eðlis, og til upplýs- =| inga og fróðleiks, en 30% væri ^ kristilegs og trúarlegs eðlis. 3 Hann sagði að mikil áherzla 3 Kirk jan á að beita nútíma- tækni í starfsemi sinni — segir Birkelund biskup, frumkvöðull útvarpsstöðvar Lútherska heimssambandsins í Ethiópiu ýmissa þeirra landa, sem stöð- in útvarpar til, hafa nú kom- ig auga á gagnsemi hennar, og víða örva yfirvöldin fólk til þess að kaupa útvarpstæki. í Ethiópíu sjálfri eru víða útvarpstæki á markaðstorgum í þorpum, og eru þau lögð fram af upplýsingamálaráðu- neyti landsins. Fréttamaður Mbl. hitti í gær að máli Birkeli biskup, svo og dr. Sigurd Aske, út- varpsstjóra, sem stjórnar stöð- inni í Addis Abeba. Birkeli biskup sagði að hann hefði fyrir allmörgum árum komizt að þeirri niður- stöðu, að kirkjan ætti að taka í þjónustu sina þau tæki, sem nútímatækni hefði upp á að bjóða, til þess að hún næði til sem flestra. Allt til ársins 1955 hefði verið nokkur tregða af kirkjunnar hálfu í þessum sökum. „En við urð- um að gera okkur grein fyr- ir því, að með hefðbundnum aðferðum breiddist kristin- dómurinn ekki nægile^a ört út“, sagði biskupinn. „Fólki fjölgar nú í veröldinni sem aldrei fyrr, nýjar þjóðir fá frelsi, og nýir heimar eru að opnast fólki. Ef við hefðum haldið okkur við þá stefnu í þessum málum, sem áður rikti, hefðum við staðið í stað. Við ákváðum þess vegna að við yrðum að gera okkur grein fyrir því, að við lifum í ver- öld nútimans, og að kirkjan ætti að nota allt það, sem nútíma tækni hefur upp á að bjóða. En jafnvel á árinu 1958 var kirkjan enn hálfvolg varðandi hvort þetta bæri að gera.“ Birkeli biskup sagði, að áð- ur en stöðin í Addis Abeba var reist, hefði heimssamband ið keypt útvarpstíma hjá ýms- um stöðvum víðs vegar um heiminn. Um tvennt hefði ver ið að ræða; halda þessu á- fram eða byggja eigin stöð. „Eg er sjálfur sannfærður um að við ættum að nota hvort tveggja“, sagði biskup. Biskupinn sagði að 1958 hefði Lútherska heimssam- bandið ákveðið að stöðin skyidi byggð, og frá þeim tíma og til dagsins í dag hefði stöðin stækkað og þróazt með ótrúlegum hraða. Nú væri það einnig orðin viðurkennd stað- reynd, að kirkjan ætti að beita nútímatækni til þess að ná til sem flestra. Dr. Sigurd Aske hefur ver- ið forstöðumaður útvarps- stöðvarinnar í Addis Abeba frá upphafi. Hann tjáði frétta- manni Mbl. í gær, að Birkeli biskup væri upphafsmaður þeirrar hugmyndar að kirkj- an notfærði sér útvarp og sjónvarp í boðskap sínum. Hefði Birkeli vakið máls á þessu er hann var fram- kvæmdastjóri Heimstrúboðs lútherska sambandsins í Genf, og eftir að hann hafði tekið við biskupsembætti í Noregi hefði hann verið í stöðugu sambandi við forráðamenn út- varpsins. Dr. Aske sagði að Birkeli biskup væri nú einnig forseti Samtaka kristinna út- varpsstöðva (World Associa- tion of Christian Broadcast- væri lögð á fréttir, enda væri það ekki lítils virði í „heimi, þar sem erfitt er að fá að heyra sannleikann." — í>ess má geta, að á samkomu í Þjóð- leikhúsinu annað kvöld mun dr. Aske tala um útvarpsstöð- ina í Ethiópiu, starfsemi henn- ar, tilgang og framtíðarverk- efni. Þá gat Birkeli biskup þess í viðtalinu í gær, að honum væri það mikil ánægja að heimsækja Island, og hann kvaðst vonazt til að samskipti Noregs og íslands myndu enn aukast. „Við höfum heyrt um fyrirhugaðar sumarbúðir ís- lenzku kirkjunnar í Skálholti, og mér er það sönn ánægja, að Noregur hefur lagt því máli lið. Von mín er sú, að samskipti landa okkar muni enn aukast, ekki aðeins á kirkjulega sviðinu, heldur einnig meðal þjóða okkar“, sagði Birkeli biskup að lokum. Birkeli biskup (t.v.) og dr. Aske, útvarpsstjóri, á Hótel Sögu i gær. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þ.). H 1llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllll|llillllllll|||||||l|||||||i||||ll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||ltl|||||||||||||||||||||||||||||<i||||||||||||||||||||||||||||||||{ijl|||||||||l||||||||||||||||{|||||lll||||||||||i;illllllllllllllll)IIIIIIIIIIIIIHIi[g Lútherska kirkjan verður að átta sig á nýjum viðhoríum Kirkjuþingið í Róm beinir gu&- fræðilegum vandamálum inn á Sérsfæö samkoma í Þjóðleikhúsinu í tilefni af stjórnarfundi Lútherska heimssambandsins nýjar A STJÓRNARFUNDI Lútherska heimssambandsins i gær flutti dr. Vilmos Vajata, prófessor við trúarjátningarannsóknarstofnun heimssambandains, skýrslu um annau fund kirkjuþingsins í Róm, en dr. Vajata sat þingið »em einu aí þremur áheyrnarfull truum Lútherska heimssambands ins á öðrum fundi Kirkjuþings kaþólskra, og mun sitja þriðja fund þess í Róm, sem hefst um jniðjan mánuðinn. Komst dr. Vajata m.a. að þeirri niðurstöðu að lútherska kirkjan yrði að átta fcig á því, að kirkjuþingið í Róm beiudi nú öllum guðfræðilegum vaudatuálum og rannsóknum á brautir þeim inn á nýjar brautir. „Að- eins endurlífgun innan kirkju okkar getur gert hana svo úr garði, að hún geti mætt þessum nýju viðhorfum,“ sagði dr. Vajata. Dr. Vajata er guðfræðingur að mennt, fæddur í Ungverjalandi, en hefur sænskan ríkisborgara- rétt. Hann hefur nýlega tekið vrð fyrrnefndri prófessorsstöðu en áður var hann í 11 ár fram- kvæmdastjóri guðfræðiráðs heimssam/bandsins. Dr. Vajata sá í ræðú sinni í gær bæði kost og löst á áhrifum kirkjuþingsins í Róm á róm- /ersk-kaþólsku kirkjuna, svo og mótmælendakirkjur. Þá gat hann þess m.a. að páf- inn væri hlynntur því að fara hinn gullna meðalveg varðandi 'oreytingar innan kaþólsku kirkj unnar, þannig að um leið og stefna hennar væri hin sama, kæmi til endurlifgun kirkjunnar mnan frá. Dr. Vajata sagði í þessu sambandi að endurlífgun kaþólsku kirkjunnar hefði ekki gerzt sökum þess að hún hefði hlustað á rödd umbótanna, held ur hefði hún af sjálfsdáðum snú- :ð aftur til ritningarinnar og skoðað kenningar sínar í nýju ljósi. Taldi dr. Vajata þetta nánast áskorun á lúthersku kirkj una, sem einnig þyrfti á umbót- um að halda. Margt fleira kom fram í skýrslu dr. Vajata og að flutn- ingi hennar loknum urðu um hana talsverðar umræður þar til þingi lauk kl. 18 í gær. ANNAÐ kvöld, fimmtudags- kvöld, verður sérstök samkoma haldin í Þjóðleikhúsinu i tilefni af stjórnarfundi Lútherska heims sambandsins, sem hér stendur nú yfir. Er samkoman öllum opin meðan húsrúm lcyfir og aðgang- ur er ókeypis. Sóknarnefndum og sérstökum starfsmönnum safn aðanna í Reykjavík og nágrenn is t.d. söngfólki, hefur sérstak- lega verið boðið til samkomunn- ar og sæti tekin frá fyrir það i sal. Samkoman mun hefjast kl. 20,30 með ávarpsorðum biskups- ins yfir Íslandi, herra Sigur- björns Einarssonar. Á samkom- unni flytja ræður þeir dr. Rajah B. Manikom biskup í Indlandi, sem mun tala um Indland og kirkjurnar í Asíu, og dr. Sigurd Aske, útvarpsstjóri stöðvar Lút- herska heimssambandsins í Addis Abeba. Dr. Aske mun tala tun starf útvarpsstöðvarinnar ag áætlanir í sambandi við rekstur hennar. Forseti Lútherska heimssam- bandsins, dr. Fredrik A. Schiötz, Bandaríkjamaður af norskurn ætt um mun ávarpa samkomugesti og framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins, dr. Kurt Schmidt-Clausen, mun í fáum orðum rekja sögu sambandsins. Þá mun Pólýfónkórinn syngja undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar, og einnig mun Sigurður Björnsson, óperusöngvari syngja andleg ljóð eftir Gellert við tón list Beethovens. Undirleik ann- ast Guðrún Kristinsdóttir. Þá er einnig ætlunin að með- limir framkvæmdastjórnar Lút- herska heimssambandsins verði kynntir fyrir samkomugestum í samkomulok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.