Morgunblaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 26
26 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 2. sept. 196i Tokíd - lágmarki HRAFNHILDUR Guðmundsdóttir ÍR -„synti til Tokíó“ í fyrrakvöld ef svo má að orði komast, því hun var fyrst ísl. sundsfólks til að ná tilskildu lágmarki er Sundsamband ís- lands hafði sett sem lágmarkskröfu fyrir ísl. þátttöku í sundi, Hrafnhíldur synti 100 m skriðsund á i!5 ¥.i m braut í Sundhöllinni á 1.04.3 mín. Er það betra en gildandi met í 25 m braut (1.04.4) og því mjög gott afrek. Lágmarkið sem SSÍ setti var 1.04.5 í 33% m braut. — Hrafnhildur er önn- ur íslendinga til að ná lágmarki til Tokíó. Valbjörn Þor- láksson hefur náð því í tugþraut. Hrafnhildur náði Sprettur Hrafnhildar, sem synti ein og keppnislaust, var sér lega glæsilegur utan það að hún kom mjög illa að markinu — rann síðasta spölinn, hélt markið vera nær en það var. Hefði hún tekið taki meira, telja starfs- menn mótsins, að Hrafnhildur hefði fengið tima undir 1.04.0 mín. Þá fór einnig fram úrtökumót í 4x100 m fjórsundi einstaklinga. I>ar keppti aðeins einn maður Davíð Valgarðsson ÍBK og synti á 5.12.5, sem er hans langbezti tími, en lágmarkið er sett var til Tokíófarar er 5.10.0. Guðmundur Gíslason ÍR sem verið hefur á æfingum að undan förnu 8—10 sek. á undan Davíð var ekki með vegna veikinda, en mun fá annað tapkifæri til að reyna við lágmarkið einhvern næstu daga. Á mótinu var keppt í nokkrum aukagreinum og bar þar til tíð- inda að hin unga sundkona í Ár- manni Matthidur Guðmundsdótt ir synti 400 m. bringus. á nýju isL meti 6.30.2 en eldra metið átti Hrafnhildur Guðmundsdótt ir og var það 6.37.3. Kolbrún Leifsdóttir Vestra synti á 7.05.2 mín. í 200 m bringusundi karla sigr aði Árni Kristjánsson SH á 2.47.6 og Gestur Jónsson SH á 2.52.4 sek., sem er hans langbezti tími. í 100 m flugsundi sigraði Davíð á 1.05.2 en Guðmundur Þ. Harð- arson varð annar á 1.10.3 sem er 3. bezti tími íslendings. Yfir- sté Guðmundur nú hið gamla jnet Péturs Kristjánssonar sem lengi stóð sem bezta afrek íslend ings. iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir Þeir eru hýrir á svip og glaðlyndir Reykjavíkurmeistararnir Fram er þeir taka hér við bikar og verðlaunapeningum af Andreas Bergmann. Fremstir standa fyrirliðinn Baldur Scheving (me3 bikarinn) og Grétar Sigurðsson. Hjá honum er litla dóttir hans, sem fagnaði mjög — enda skor- aði pabbi hennar sigurmarkið. — Ljósm.: Sv. Þorm. Blysför yfir Bandaríkin til ágóða fyrir Tokíóför JESSE OWENS fjórfaldur sigurvegari frá OL í Berlín 1936, hljóp í gær 50 yarda (45.72 m) og hóf með því boð hlaup mikið sem efnt er til í fjáröflunarskyni fyrir banda- risku sveitina á OL í Tokíó. Owens tók við tendruðu blysi úr hendi Robert Wagner borgarstjóra í New York í ráðhúsi borgarinnar, hljóp með það yfir ráðhústorgið og fékk það öðrum hlaupara. Með þesu hófst áætlunin — „Run for the money“ — sem að standa „Junior Chamber of Commerce“ og skófirma eitt sem sér bandaríska íþróttafólkinu fyrir skófatn- aði á OL. Er þetta þáttur þeirra til að hvetja tii auk- inna gjafa í Olympíusjóðinn. Um 3500 hlauparar, þ.á.m. fyrrum Olympíukappar, kunn- ir athafnamenn og íþrótta- menn, hlaupa með blysið 240 km. á degi hverjum. Boðhlaup inu lýkur í Los Angeles 27. sept. n.k. Á ýmsum stöðum á leiðinni verður áS5 með blysið og hátíðir haldnar með ýms- um glæsibrag og skemmtun- um. Það vakti athygli. hve Ow- ens hljóp vel og í hve góðri þjálfun hann virtist vera, en fyrir 28 ára vann hann gull- verðlaun I 100 og 200 m. hlaupi, langstökki og var í sigursveitinni í 4x100 m. boð- hlaupi. _ 51 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUlillllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllil:iii‘dtllllllll[illllllllllllllllilllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÞMIIMíf Enskn knattspyrncn 3. UMFERÐ ensku deildarkeppn innar feór fram s.l. laugardag og urðu úrslit þessi: 1. deild. Arsenal — Aston Villa 3—1 Birmingham — Stoke 1—2 Blackburn — Liverpool 3—2 Blackpool — Sheffield W. 1—0 Chelsea — Sunderland 3—1 Everton — Tottenham 4—1 Leeds — Wolverhampton 3—2 Leicester — Manchester U. 2—2 Sheffield U. — Burnley 2—0 W.B.A. .— Fulham 2—2 West Ham — N. Forest 2—3 2. deild. Sundmót Ungmenna- sambands Skagafjarðar Sauðarárkróki 17. 7. ‘64. SUNDMÓT Ungmennasambands Skagafjarðar var haldið í Sund- laug Sauðárkróks sunnudaginn 12. júlí Keppendur voru yfir 30 frá tveim félögum, Umf. Tinda- stóli og Umf. Fram. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu þessi: 50 m. bringus. karla. 1. Birgir Guðjónsson T. 39,4 sek. 200 m. bringus. karla. 1. Birgir Guðjónss. T. 3:10,4 mín. 50 m. skriðs. karla. 1. Birgir Guðjónsson T. 32,0 sek. 500 m. frj.aðf. karla. 1. Birgir Guðjónss. T. 7:32,2 mín. 50 m. baks. karla. 1. Birgir Guðjónsson 8. 40,0 sek. 50 m. flugs. karla. 1. Þorbjörn Árnason T. 40,3 sek. 100 m. bringus. kvenna. 1. Helga Friðriksd. T. 1:36,2 mín. 200 m. bringus. kvenna. 1. Helga Friðriksd. T. 3:30,9 mín. 50 m. skriðs. kvenna. 1. Ágústa Jónsdóttir T. 38,7 sek. 50 m. baks. kvenna. L Helga Friðriksd. T. 44,1 sek. 50 m. bringus. drengja. 1. Jón Björn Magnúss. T. 49,8 sek. 50 m. skriðs. drengja. 1. Birgir Friðriksson T. 42,2 sek. 50 m. baks. drengja. 1. Valgeir Kárason T. 59,2 sek. 50'm. skriðs. telpna. 1.—2. Unnur G. Björnsd. T. 48,9 1.—2. Kristín Guðbrandsd. T. 48,9 50 m. skriðs. telpna. 1. Inga Harðardóttir T. 37,4 sek. 50 m. baks. telpna. 1. Inga Harðardóttir T. 42,5 sek. 4x50 m. boðs. fr.aðf. karla. Sveit Tindastóls 2:37,0 mín. — Fram 2:51,3 — 4x50 m. boðs. frj.aðf. kvenna. A-sveit Tindastóls 2:43,0 mín. 4x50 m boðs. frj.aðf. drengja. Sveit Tindastóls 3:04,6 mín. — Fram 3:31,6 — Aðalúrslit mótsins urðu þau að Umf. Tindastóll hlaut 126 stig og Sundmótsbikarinn í 5. sinn og til eignar. Umf. Fram hlaut 26 stig. Grettisbikarinn vann Birgir Guðjónsson í fyrsta sinn, en um hann er nú búið að keppa í 24 ár í 500 m frjálsri aðferð karla. Birgir setti nú nýtt skagf. met á þessari vegalengd. Waage bikarinn. Helga Frið- riksdóttir vann bikarinn nú í 2. sinn. Um hann er keppt í 200 m. bringus. kvenna. Flugsundsbikarinn vann Þor- björn Árnason í fyrsta sinn í 50 m. flugsundi karla. Setti hann og skagf. met í þessu sundi. Bringusundsstyttuna fyrir 200 m. bringus. karla vann Birgir Guðjónsson í fyrsta sinn. Nokkur skaf. met voru sett á mótinu, auk þeirra, sem áður getur. f upphafi sundmótsins flutti Rögnvaldur Finnbogason, bæjar- stjóri ávarp og setti sundmótið, en mótsstjóri var Guðjón Ingi- mundarson. — jón. Bolton — Coventry 1—3 Derby — Bury 3—1 Ipwich — Preston 1—5 Manch. C. — Northampton 0—2 Middlesbr. — Huddersfield 0—0 Newcastle — Southampton 2—1 Playmouth — Cardiff 3—1' Portsmouth — Charlton 2—3 Roterham — Norwich 4—0 Swansea — Chrystal Palace 2—1 Swindon — Leyton O. 1—0 í Skotlandi fór fram 6. um- ferð bikarkeppninnar og urðu úr slit m. a. þessi: Aberdeen — St. Mirren 2—2 Rangers — St. Johnstone 3—1 Falkirk — Dundee 2—3 Staðan er þá þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Everton 3 3_0—3 7:1 6 Chelsea 3 3—0—0 8:2 6 Léeds 3 3—0—0 9:5 6 Blackpool 3 2—1—0 7:4 5 Birmingham 3 0—1—2 6:8 1 Sunderland 3 0—1—2 5:10 1 W'ol verham.pt. 3 0—0—3 4:9 0 Aston Villa 3 0—0—3 3:7 0 2. deild. (efstu og neðstu liðin) Ooventry 3 3—0—0 8:2 6 Middlesibrou.gh 3 2—1—0 4:0 5 Rotherham 3 2—1—0 8:2 5 Gharlton 3 2—1—0 6:4 5 Bolton 3 0—1—2 3:6 1 Ipswich 3 0—1—2 2:8 1 Crystal Palace 3 0—0—3 3:7 0 M0LAR TVÖ norsk sundmet voru sett í gærkvöldi í Bergen. Örjan Madsen synti 400 m. fjórsund á 5.54.2. Rússneska Oiympíuiiðið í körfuknattleik sigraði í gær- kvöld landslið Egypta með 85 stigum gegn 61. Leikurinn fór fram í Moskvu. Úrtökumót Bandaríkjanna í sundi stendur yfir og hafa mörg met verið sett. í gær setti 15 ára gömul stjarna heimsmet í 100 m. flugsundi kvenna. Þetta Var Siharon Stouder og tíminn var 1.05.7. * Á sama móti bætti Marilyn Ramenofsky heimsmet sitt í 400 m. skriðsundi. Hún er 17 ára en tími hennar 4.39.5, sem er 2.2 sek. betra en gamla heimsmetið. Það verður Austur-Þjóð- verji sem verður aðalfarar- stjóri þýzka liðsins í Tokíó. Er það í fyrsta sinn sem svo er og stafar af því að nú eru 179 A-Þjóðverjar í liðinu en 155 frá Vestur-Þýzkalandi. Etftir er að vísu að velja kepp endur í einstaka greinar en ekki er búizt við að það breyti hlutfallinu. Japanir vonast eftir að vinna 15 gullverðlaun á Tokiióleikunum. Telja Jap- anir sig hafa mesta mögu- leika í fimleikum, frjálsíþrótt um og judo. Þá eiga þeir atf- reksmenn í blaki, lyftingum og glímu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.