Morgunblaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 6
ð MORGU NBLAÐIÐ Flmmtudagur 17. sept. 1964 ÚTVARP REYKJAVÍK Sunnudagskvöld, 6. september, flutti Axni Óla rithöfundur þátt- inn: „Við fjalla- Arni Óla Snæfellsnesi og nágrenni hennar þjóðsögur ýmsar og sagnir, sem við hana eru tengdar. Bárðar- laug er kennd við Bárð Snæ- fellsás, en hann var frsegastur og máttugastur allra islenzkra land (vætta. Tók hann sér gjarnan bað í „lauginni" og af því er nafn hennar dregið. Bárðarlaug er í botni gamals eldgígs, og er bratt niður að henni. Gamlar sagnir herma, að botn hennar sé undir sjávarmáli og þar gæti flóðs og fjöru, en ekki munu þær sagnir standast dóm reynslunnar. í nágrenni 3árðarlaugar kváðust þeir á Kolbeinn jöklaskáld og Kölski, og veitti Kolbeini betur. I>á varð Kölska að orði: „Þetta er ekki skáldskapur, Kolbeinn“, og munu margir sammála gamla manninum um það, þótt þeir kunni að vera honum ósammála um ýmis önnur mál. í>essar sagn ir og ýmsar fleiri rakti Ámi Óla í þessum skemmtilega erindi sínu. Síðar um kvöldið kom ágæt dagskrá frá Seyðisfirði, sem Kristján Ingólfsson, skólastjóri, hafði tekið saman. Voru þar bæði samtöl við ráðamenn þar eystra , svo og unglinga og full- orðið fólk að starfi við síldar- söltun og fleira. Fram kom, að nú munu um 520 ár síðan Hol- lendingar hófu að salta síld í tunnur, fyrstir manna. Kristján spurði einn vísan mann þar eystra, hvort að því tæki ekki að líða, að við færum að verka síld til útflutnings á annan hátt en nú. Sá svaraði því til, að þar væri þá helzt um að ræða út- flutning á ,,niðurlagðri“ síld, en sem stæði, þá væri erfitt að fá markaði fyrir hana erlendis, meðal annars slægju sum ríki um sig tollum því til hindrunar. Öll var dagskrá þessi hin merkilegasta. t>að er ekki móðu harðindalegt þar eystra, þótt tals vert sé drukkið þar á frívöktum og ástarprocentan í blóði sumra kunni að fara fram úr lögboðn um hömlum á stundum. Slíkar dagskrár sem þessi, með líflegum viðtölum og fróðleik úr atvinnu lífinu, eru mjög 'vinsælar. Hlust endur kunna útvarpinu þakkir fyrir þær. Á mánudagskvöld talaði Ragn ar Jóhannesson, cand, mag, um daginn og veginn Kom hann víða við, en dvaldi fremur stutt á hverjum stað. íslenzk náttúra og náttúrufegurð varð honum upp- spretta margskonar hugleiðinga. í*á, sem ækju með ofsahraða um landið í bílum, taldi hann ekki njóta náttúrunnar sem skyldi og ekki komast í samband við þann „ylm sagna og minninga“ sem angaði víða úr hverri brekku. Kkki kvaðst Ragnar sammála þeim, sem töluðu með lítilsvirð- ingu um íslenzku sjávarþorpin. Hann rómaði náttúrufegurðina á Vestfjörðum og Austfjörðum. I>á ræddi hann um síldveiðarnar á síðar nefndu fjörðunum, þar sem bæði fullorðnir og unglingar tækju þátt í lífrænu starfi. Veit ég ekki hvort sildin fæst til að skrifa undir það, að starfssemi sú sé sérlega lífræn. Ragnar gagnrýndi viss kennsluyfirvöld, sem vildu halda unglingum til skólanáms enn lengur á ári hverju en nú væri. Hann hrósaði kornrækt Sveins á Egilsstöðum og kvað Svein minna sig á annan athafnamann, Ha-rald Böðvarsson á Akranesi. Báðir væru þeir mjög opnir fyrir öllum framför- um, þótt teknir væru að reskjast. Hann sagði, að Sveinn á Egils- stöðum og synir hans ræktuðu nú korn á 30 hekturum lands, en á öllu Héraði væri nú ræktað korn á 150 hekturum. Væru miklar vonir tengdar þar eystra við framtið islenzkrar kornræktar. Víðar kom Ragn ar við, en hér nem ég staðar. Hann þeysti of víða til að hægt sé að gera erindi hans teljandi skil i saman- þjöppuðu formi. Tíðum brá fyrir skáldlegu ívafi í erindi hans, sem er fremur fá- gætt í dags og vegs rabbi, en fer síður en svo illa, ef vel er á haldið. Síðar á mánudagskvöld las Gisli J. Ástþórsson bréf frá Ragnar Jóhannesson hlustend'um. Gamla fólkið heldur áfram að krefjast sérstaks þátt ar, en unga fólkið stendur fast á sínu og finnst enda of mikið gert fyrir gamla fólkið. bá var tímabær ádrepa á strætisvagna bilstjóra fyrir frá munanlegan stirðbusahátt og ó- kurteisi í störfum. Með nokkrum heiðarlegum undantekningum, virðast strætisvagna bílstjórar líta á viðskiptavini sína sem ein- hverja óæðri manntegund, sem ekki ætti að leyfa sér þá ókurt eisi að mæla „almennilegt fólk“ orðum. Virðast þeir telja, að sá hluti þjóðarinnar, sem ekki hef ur efni á að keyra í dýrum „kádiljákum", sé naumast við- talshæfur. En þar sést þeim yfir eitt: Séu þeir, sem „financera“ strætisvagnana fyrirlitlegir, hvað skal þá segja um þá menn, sem leggjast svo lógt að taka lifibrauð sitt úr pyngjum slíkra aumingja? Á þriðjudagskvöld fletti Jón- R. Hjálmarsson, skólastjóri, gömlu söguskjölum og ræddi um „blóðbrúðkaupið" í París 1572 og Hinrik fjórða Frakkakommg. Lýsti hann þeim hroðalegu at- burðum, er þúsundir Kalvins- trúarmanna í Frakklandi (huge nottar) voru myrtir samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, nótt- ina milli 23. og 24. ágúst 1572. Aðalhvatamaður þessara morða var Katrín af Medici, ekkja Hinriks annars Frakkakonungs. Sannaðist þar enn hið forn- kveðna, að köld eru jafnan kvennaráð. Eins og títt er um illvirki, þá bar þetta ekki árangur, sem til var ætlazt, heldur þj^ppaði þeim mótmælendum í Frakklandi, sem eftir lifðu, enn fastar saman, svo að þeim tókst bráðlega að rétta hlut sinn verulega, þótt ekki yrðu þeir aftur kallaðir til lífsins, sem myrtir voru. I>að er hrapalegt, hve margir hafa verið teknir af lífi í nafni kristinnar trúar í gegnum aldirnar. Við íslendingar höfum sloppið þar vonum betur, enda taldir manna trúlausastir. Á miðvikudagskvöld var lesin frásaga Sigurlinna Péturssonar, byggingameistara, af því, er Goðafoss strandaði Við Straum- nes í nóvember 1916. f>á var leikin íslenzk tónlist, en siðan las Egill Jónsson 5 kvæði fyrir milligöngu Helga Sæmundssonar. Kvæðin voru eftir: Kristján Jónsson, Guðmund Guðmunds- son, Guðmund Daníelsson, Gunn ar Dal og Einar H. Kvaran. Á fimmtudagskvöld greindi Sigríður Einarsdóttir frá Munað amesi frá dvöl sinni í Svílþj óð á s.l. vori í boði sænskra sam- vinnusamtaka. Kvað hún Sænska mjög hrifna af íslending um og auk þess vera manna kurteisasta. Hún sagði, að ekkert bryddi á því, að Svíar ofmetn- uðust yfir þeirri lagni sinni að „sitja hjá“ í siíðustu heimsstyrj- öld. Er það sjálfsagt rétt, að Svíar sýni engan ofmetnað í þeim sökum. Hefðu allar þjóðir sýnt sömu lagni og Svíar í skipt um við Þýzkaland nasismans, þá hefði semnilega engin styrjöld orðið, heldur hefði Hitler tekizt að skipa málum Evrópu eftir eigin höfði, án þess að til styrj- aldar hefði komið. Hitler var nefnilega friðarsinni, svo lengi sem hann fékk óskir sínar upp- fylltar átakalaust. Húsbóndi einn, sem sennilega er ekki vanur að fá margar ungar stúlkur í heimsókn, varð sár og reiður, þegar gestir eyðilögðu gólfdúkana hjá hon- um — og skrifaði okkur þá eftirfarandi bréf. f>að er sjálf- sagt að birta það í heild, því þetta vandamál hefur ekki bor- ið á góma hjá okkur nýlega. Hann hefur hér orðið: Skaflajárn „í>að er mjög farið að tíðk- ast að skaflajárnaðar stúlkur æði inn á dúk og teppalögð gólf, bæði í íbúðarhúsum og samkomuhúsum og skólastof- um, og eyðileggi þannig dúka og teppi. Ég býst við að ekki þætti gott, ef teymdir væru járnaðir hestar inn í stofur manna, en munurinn er nú ekki annar en sá, að hestarnir eru þyngri og stærri, og væru þess vegna fljótari að eyði- leggja. Enn þá er nú varla að ræða um nema stúlkur, sem ganga þannig skaflajárnaðar, en vel má vera að karlmenn fari að taka það eftir, þó að ég voni að svo verði ekki, og alveg er víst að karlmenn mundu leysa af sér mann- brodda — ef þeir gengju á þeim — áður en þeir færu inn í stofur eða samkomuhús. bað er heldur leiðinlegt, þegar fólk með ærnum kostnaði er búið að dúkleggja gólf eða teppaleggja, þá koma skafla- járnaðar „dömur“ og traðka um gólfin, þar til dúkarnir eru gegnum stungnir eða svo hol- óttir að ómögulegt er að halda þeim hreinum, og ef teppi eru, þá eru þau gegnumstungin trusuð og ónýt á fáum árum. Ætti að banna Það er nú ekki hægt í lýð- frjálsu landi að fyrirskipa fólki hvernig það eigi að klæð- ast, en á almennum samkomu- stöðum, mætti banna skafla- járnuðum stúlkum aðgöngu. Það er sumstaðar, sem mönn- um er ekki leyfð innganga, nema þeir séu sæmilega til fara, og væri þá ekki síður ástæða til að athuga fótabún- aðinn, að menn séu á sæmilega hreinum skóm, og stúlkur ekki skaflajárnaðar eða karlmenn á mannbroddum, sem er hlið- stætt. Ef slíkt bann væri í skól- um og öllum opinberum stöð- um, mundi það fljótt hafa nokk ur áhrif. Mætti þá standa yfir dyrunum: Skaflajárnuffu fólki bannaður inngangur. Einstaklingar réðu svo hvort þessum skaflajárnuðu stúlkum væri leyfð innganga í einka- íbúðir. Mér finnst það blátt áfram skylda skólanna að Guðmundur Böffvarsson banna skaflajárnuðum stúlkum aðgang. Milljónatjón Æskilegast tel ég að bann- aður væri innflutningur á skóm með járnhælum, því ég hefi ekki heyrt að þeir væru framleiddir hér. Ég sé ekki neitt við það að athuga, þó að bannaður væri innflutningur á svona skóm, þar sem þeir valda tjóni sem nemur tugum þúsunda, ef það skiftir þá ekki milljóna tjóni. Það er talið heimilt að banna það sem er til skaða fyrir þjóðfélagið. Það eru fleiri gólf en þau sem eru dúka eða teppalögð, sem ekki þola skaflajárnin. Tré ög parket gólf þola þau ekki, og senni- lega þola plastflísarnar þau ekki heldur. Sárafá gólf í íbúð- arhúsum þola þessa járnhæla, og ef þau eru til þá eru þau gólf allt of hörð fyrir fólk á venjulegum skóm, að standa á þeim. Sjálfsagt er ekki til neins að skora á stúlkurnar að hætta að ganga á þessum járnhæla skóm, þær þramma á þeim meðan þeir eru í tízku, en þegar þeir ganga úr tízku, þá veit ég að þeim þykja svona skór með járnhælum alveg við- bjóðslegir, en þeir verða áður búnir að eyðileggja mikið. Það Þetta kvöld var þátturinn: „Raddir skálda", að þessu sinini helgaður Guðmundi Böðvars- syni, skáldi. Stefán Jónsson ræddi fyrst um skáldið og verk þess. Þá lásu Jón Óskar og Þorsteinn Q. Stephensen upp úr verkum skáldsins, og loks laa Guðmundur sjálfur kvæði eftir sig. Var þetta ágætur þáttur. Guðmumdur er fæddur 1. sept. 1904 og þlví sextugur að aldri. Fyrsta ljóðabók hans „Kyssti mig sól“, kom út 1936, en alls hefur hann gef- ið út 8 ljóða- bækur og eina skáldsögu: „Dyr í vegginn“, sem út kom 1958. ís- lenzkir ljóðaunn endur hafa fyrir löngu tekið Guð mund í tölu þjóðskálda, en það er til marks um þverrandi áhuga almerminga á ljóðagerð, að enn hittir maður fullorðið fólk, sem kannast naum ast við nafln skáldsins. Það mætti líkja því fyrirbæri við það, a3 fólk hefði ekki kannazt við nafn Steingríms Thorsteinssonar t.d^ á síðasta fjórðungi 19. aldar. En sagt er að listverki liggi aldrei á og víst er um það, að fegurð sumra kvæða Guðmund- ar á rætur í eilífðinni. Hins veg ar sýnist það ástæðulaust mein- lætalíf fullvöxnum samtíma- mönnum að láta hjá líða að lesa kvæði hans. Á föstudagsklvöid flutti Erlend ur Haraidsson íyrra erindi sitt Framhald á bls. 17. er fullkomin ástæða til að gjöra eitthvað í þessu máli. —■ Þetta er ekkert gamanmál — tjónið sem þetta veldur er svo gífurlegt, að full ástæða er til að þing og stjórn taki það til athugunar, ef kvenfólkið vill ekki breyta til. — L.-‘ Tízkubrjálæðið Þetta segir sá ágæti maður og vafalaust taka margir hús- ráðendur undir með honum, þegar þeir fordæma þðssa eyð- andi kvenhæla. Til eru ein- hverjar plasthlífar á þessa skó hæla og er sjálfsagt að hvetja kvenfólk til að nota þær, þvi ekki er skemmtilegt að valda gestgjöfum eða öðrum stór- tjóni af hirðuleysi einu. Að banna innflutning á kvenskóm þessarar gerðar er tæpast fært — og væri þá alveg eins hægt að skipa kvenfólkinu að ganga í skinnskóm. — Tízkubrjálæðið hefur margt neikvætt í för með sér. Það er ekkert nýtt. Eða hvað segja menn um Bítilinn, sem ók út af fyrir austan og var næstum búinn að drepa sig af því að hann sá ekki beygj- una á veginum fyrir hárlubb- anum, sem hékk niður fyrir augu? Ef banna ætti innflutn- ing á tiltekinni gerð skófatnað- ar ætti Siysavarnafélagið líka að gangast fyrir því að fá það lögfest, að allir karlmenn i landinu yrðu snoðklipptir. Það mundi vafalaust lyfta rakara- stéttinni í æðra veldi, en fáum öðrum. KAUPFÉLÖG Nú er rétti tíminn tH a« panta. rafhlööur fyrir veturinn. Bræffurnir Ormsson hf Vesturgötu 3, simi 11467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.