Morgunblaðið - 17.09.1964, Page 12

Morgunblaðið - 17.09.1964, Page 12
% 12 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 17. sept. 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. EÐLILEG SAMVINNA VIÐ ÚTLENDINGA | Stóð sovézka leyniþjón- | I ustan fyrir tilræðinu? I jpins og getið var um hér ^ í blaðinu í gær tekur innan skamms til starfa í Hafnarfirði mjög fullkomin niðursuðuverksmiðja, sem sjóða mun niður hvorki meira né minna en milljón dósir síldar á mánuði hverjum, og þar munu milli 80 og 90 manns fá fasta atvinnu. Að stofnun - þessa fyrirtækis standa ungir og athafnasamir menn, og er 90% hlutafjár í félaginu í eigu íslendinga. En frá upphafi hefur verið höfð samvinna við norskan athafnamann, sem ræður yfir dreifingakerfi á frjálsum mörkuðum og tekur að sér að koma framleiðslu verksmiðj- unnar í verð. Á hann 10% í fyrirtækinu og hefur frá byrj- un starfað með hinum ís- lenzku aðilum að því að koma því á fót. Án þessarar samvinnu er næsta ólíklegt að þetta merka fyrirtæki hefði verið reist, markaðir hefðu verið of ó- tryggir til þess að unnt yrði talið að leggja í þessa fram- 1 kvæmd og tæknikunnáttu hefði einnig skort, sem hefði getað valdið margháttuðum mistökum. Stundum heyrist því fleygt, að við íslendingar eigum ekki að hafa samstarf við útlendinga um uppbyggingu atvinnuvega okkar eða mark- aðsöflun. Um slíkt eigum við einir að sjá. Kommúnistar halda slíku auðvitað fram á meðan þeir eru að reyna að tengja okkur efnahagslega við kommúnistaríkin. En til eru menn sem hreyfa þessum sjónarmiðum af einskærum barnaskap. Auðvitað eigum við að 'reyna að hagnýta okkur þá þekkingu og viðskiptasam- bönd, sem unnt er að fá á svip aðan hátt og Norðurstjarnan, hin nýja síldarverksmiðja, gerir. Það er ekki einungis í hag fyrirtækisins, heldur þjóð arheildarinnar um leið. Hitt er annað mál, að síðar kunna fyrirtæki eins og Norður- stjarnan að verða þess megnug að sjá sjálf um sölu sína á er- lendum mörkuðum, eftir því sem fyrirtækinu vex fiskur um hrygg og þekking eykst á markaðsmálum. Þegar Loftleiðir hófu milli- landaflug sitt höfðu þeir nokk urt samstarf við flugfélag í Noregi og eiganda þess. Á því leikur naumast vafi, að hin mikla velgegni Loftleiða bygg ist að verulegu leyti á þessu samstarfi. Án þess hefði félag- inu ekki tekizt að koma svo vel undir sig fótum, sem raun ber vitni. Þetta dæmi ætti að nægja til þess að sannfæra menn um, hve sjálfsagt það er að hafa heilbrigða og eðli- lega samvinnu við erlenda að- ila, meðan verið er að byggja upp nýjar atvinnugreinar. Ó ) SÍLDARIÐNAÐUR NORÐANLANDS 17" ommúnistaforingjarnir, sem fóru til Moskvu, segja, að miklir markaðir séu í Sovétríkjunum fyrir niður- lagða síld. Sjálfsagt er að kanna hvað rétt er í þeim fullyrðingum, því að mikil nauðsyn er að auka síldariðn- að norðanlands, einkum á Siglufirði og Skagaströnd. En bygging niðursuðuverk- smiðjunnar í Hafnarfirði, sem byggist á sölu á frjálsum mörkuðum, sýnir að miklir möguleikar eiga að vera á því að auka síldariðnaðinn frekar hér á landi með tilliti til sölu annars staðar en austan járn- tjalds. Ef stórauka á síldariðnað- inn verða menn þó að horfast í augu við þá staðreynd, að nauðsynlegt er að hafa meiri og minni samvinnu við er- lenda aðila um markaðsöflun og ekki þýðir að spara fé í þeim tilgangi að tryggja sölu afurðanna. Auðvitað er tilgangslaust að framleiða síldarafurðir, sem ekki er unnt að selja, og fyrsta skrefið til undirbún- ings frekari niðursuðu síldar á að vera markaðsöflun. Þeg- ar hún er tryggð ætti ekki að standa á því að menn væru fúsir til að verja fjármunum sínum til þessa atvinnurekstr- ar. — FRAMKVÆ MDIRN- AR í REYKJAVÍK F'yrir síðustu borgar- * stjórnarkosningar voru þrjú mál, sem Sjálfstæðis- flokkurinn lagði megin- áherzlu á. í fyrsta lagi var fjögurra ára áætlun um að leggja hitaveitu í öll skipu- lögð hverfi borgarinnar. í öðru lagi var 10 ára áætlun um að fullgera frágang gatna og í þriðja lagi skyldi skipu- lagi hraðað eins og unnt yrði. Á öllum þessum sviðum hefur verið staðið við fyrir- heitin. Hitaveituframkvæmd- • Tilræðið við vestur-þýaka sendiráðsmanninn Scwirk- mann, sem frá var skýrt um síðustu helgi, hefur lítt orðið til þess að auka vinsældir Nikita Krúsjeffs, forsætisráð- herra í Vestur-Þý zkalandi eða búa í haginn fyrir væntanlega heimsókn hans þangað V- þýzka ríkisstjórnin hefur sent Sovétstjórninni harðorð mót- mæii og krafizt þess, að málið verði rannsakað til hlítar og tilræðismanninum hegnt. Það bar við sunnudaginn 6. sept. s.l., að Horst Scwirk- mann, sem er sérfræðingur 1 radíótækni, var ásamt öðru starfsfólki v-þýzka sendiráðs- ins staddur í kirkju Sagorsk- klaustursins um 70 km. veg frá Moskvu, og hugðist starfs fólkið, sitja þar kaþólska messu. Skyndilega fannst Scwirkmann, sem væri hann sleginn léttilega á lærið og er hann leit niður sá hann, að önnur buxnaskálm hans var rennvot. Nokkrum klukku- stundum síðar fór hann að finna til óþæginda í fætinum, sem ágerðust mjög fljótlega og irnar ganga samkvæmt áætl- un og fær nú hvert hverfið af öðru heitt vatn. Gatnagerða- framkvæmdirnar í sumar eru svo miklar, að malbikun fer fram úr áætlun, enda horfa menn á hverja götuna af ann- arri breytast úr malargötu í fullkomið malbikað stræti með gangstéttum. Þessar miklu gatnagerðar- breiddust kvalirnar út um líkamann. Læknir frá bandaríska sendi ráðinu rannsakaði hann og úr skurðaði, að þrautirnar stöf- uðu af eiturefni einhvers kon ar og væri ráðlegast að hon um yrði komið í sjúkrahús í V-Þýzkalandi þegar í stað. Til stóð, að Scwirkmann færi frá Moskvu tveim dögum síðar, 8. september, þar sem hann hafði þá lokið erindi sínu. Hafði hann verið sendur til Moskvu, eftir að upp komst um hin leyndu hlustunartæki í byggingu bandaríska sendi- ráðsins í borginni og átti hann að grennslast fyrir um, hvort slík tæki væru einnig í bygg- ingu v-þýzka sendiráðsins. Svo reyndist vera. Scwirk- mann fann fjöldan allan af hlustunartækjum í ljósakrón- um og vegglömpum, bak við myndir og víðar, og rauf sam band þeirra. Scwirkmann átti því pant- að far með sovézkri flugvél til Varsjá 8. sept., en á mánu- dagsmorgun voru gerðar til- raunir til að koma honum þeg ar í stað og beint til Bonn. Öll viðleitni í þá átt strand- framkvæmdir vekja sérstaka ánægju, enda má segja að það sé meðal brýnni þarfa borgar- innar að fá göturnar fullgerð- ar, bæði vegna þæginda, sparn aðar við ökutæki og hrein- lega af heilsufarsástæðl m. Loks er svo eins og kunn- ugt er unnið mjög ötullega að því að fullgera heiidarskipu- lag Reykjavíkur og nágrennis. aði hins vegar á þeirri stað- = hæfingu opinberra aðila, að 3 allar flugvélar frá Meskvu s væru fullsetnar þann daginn. 3 Var því ekki um annað að =3 ræða en senda Scwirkmann 3 heim um Varsjá þann 8., er | hann átti pantað far. Þegar j§ hann komst loks í sjúkrahús 3 í Bonn, var hann mjög þungt H haldinn. Var þar staðfest, að 3 um „sinnepsgas“-eitrun hefði — verið að ræða, en það eitur- || efni er kunnugt frá heim- 3 styrjöldinni fyrri. Þegar Dr. Ludwig Erhard, 3 kanzlari, skýrði ráðuneytinu 3 frá tilræðinu við Scwirkmann, 3 kvaðst hann hafa fengið ör- =s ugga vitneskju um, að sovézk = yfirvöld hefðu með ráðnum 3 hug komið í veg fyrir, að 3 Sswirkmann kæmist ekki frá 3 Moskvu fyrr en 8. sept. — j= hefði rannsókn leitt í Ijós, að j| ekki hefðu verið uppseldir far 3 miðar með sovézku vélunum 3 mánudaginn 7. sept. Jafnframt 3 kvaðst hann hafa sterka vís- = bendingu um, að tilræðið 3 hefði verið gert fyrir tilstuðl- 3 an sovézku leyniþjónustunn- = Hafa borgaryfirvöld unnið þar mikið starf með sérfræð- ingum sínum og hinum er- lendu skipulagsmönnum, sem ráðnir voru í þágu borgarinn- ar. — Allt sýnir þetta að mikill þróttur er í framkvæmdum og störfum borgaryfirvalda og forystan í borgarmálum í traustum höndum. ar. 3 _ i iiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiniiiiHiiiiiiiHHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu stefnið á skipinu á myndinni. Hafði hún verið skilin eftir í gangi, en fór skyndilega af stað. Jarðvinnuvélar áttu ýtuna og var brugðið við, froskmaður kom taugum á hana og í bát. Trukkur og önnur ýta unnu við björgunina og náðist þessi óþæga ýta upp á þurrt land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.