Morgunblaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 15
Fimmludagur 17. sept. 1964
MORGU NBLAÐIÐ
15
— Minnisblöð
Framhald af bls. 10.
verkalýðsstéttin getur tek-
ið völdin í þjóðfélagi sem
hefur ekki breytt um
bongaralegt eðli sitt og þá
hvort hægt sé að breyta
smám saman því eðli með
baráttu innanfrá. f löndum
þar sem kommúnistahreyf
ingin er orðin öflug, eins og
hjá okkur (eða í Frakk-
landi), er þetta mál mál-
anna í allri hinni pólitísku
baráttu. Af því leiðir auð-
vitað aukna róttækni þess-
arar baráttu og undir
henni mun svo aftur kom-
in vígstaða okkar síðar“.
Fólitisk mistök og Stalín
í lok minnisblaðanna ræðir
Togliatti tengsl kommúnista
við nýlendur og nýfrjáls
lönd. Segir hann, að hafa
eigi samvinnu ekki aðeins við
kommúnistaflokka í þessum
löndum, heldur einnig við
„framfaraöfl“ til þess að
koma sér saman um ákveðna
stefnuskrá til leiðsagnar í bar
áttunni gegn „heimsvalda-
sinnum". Að lokum er svo
íjallað um vandamálin í
kommúnistaríkjunum og
Btalín.
Orð hans um þau atriði eru
athyglisverð því að hann var
sá maður utan Sovétríkjanna,
sem var hvað mestur sam-
starfsmaður Stalíns og vinur.
Hann var einnig mikill ráða-
maður í alþjóðahreyfingu
kommúnista, Komintern.
Honum þykir Krúsjev oig
rússneskir kommúnistar ekki
enn hafa leyst vandamálið
vegna Stalíns og harðstjórnar
hans. Um það segir Togliatti:
„Þess er ekki að dyljast
að gagnrýnin á Stalín hef-
ur skilið eftir alldjúp spor.
Einna alvarlegast er í því
sambandi að mönnum,
einnig þeim sem standa
okkur nærri hættir til að
taka af tortryggni fréttum
af nýjum efnahaigslegum
eða pólitískum ávinning-
um. Auk þess verður að
álíta að enn hafi ekki verið
ráðinn sá vandi, hver voru
upptök Stalínsdýrkunar-
innar og hvernig hún gat
komið upp. Það er ekki
hægt að fallast á þá skýr-
ingu að allt hafi það staf-
að af persónulegum göll-
um Stalíns. Reynt er að
grafast fyrir um hver hafi
getað verið þau pólitísku
mistök sem áttu sinn þátt
í upphafi dýrkunarinnar.
Um þetta fjalla saignfræð-
ingar og reyndir forvígis-
menn flokksins. Við letj-
um þá ekki, vegha þess að
þetta leiðir af sér dýpri
skilning á sögu byltihgar-
innar og erfiðleikum henn-
ar. En við ráðleggjum
þeim að vera varfærnir í
dómum og að fylgjast
með því sem birt er og
þeim rannsóknum sem
gerðar eru í Sovétríkjun-
um.
En vandamálið sem okk-
ur varðar mestu í dag þeg-
ar Sovétríkin og önnur
lönd sósíalismans eiga í
. hlut er hvernig sigrazt
verður á því stjórnarfari
réttindaskerðingar og af-
náms á lýðfrelsi og al-
jnennum mannréttindum
sem Stalín kom á. Það er
ekki sömu sögu að segja
frá öllum sósíalistísku ríkj
unum. Þegar á heildina er
litið fær maður hugboð um
seinagang og viðnám gegn
afturhvarfi til hinnar
lenínsku aðferðar, sem
tryggir mönnum skoðana-
írelsi bæði innan flokks
©g utan, ekki aðeins á sviði
menningar og lista, held-
ur einnig um stjórnmál.
Við eigum erfitt með að
skilja þennan seinagantg
©g þetta viðnám, einkum
eins og nú horfir, þegar
ekki er lengur um að ræða
umsát auðvaldsríkjanna
og hinir stórfenglegustu
sigrar hafa unnizt í
uppbyiggingu efnahagslífs-
ins“.
Þessi minnisblöð hins látna
kommúnistaleiðtoga eru mjög
athyglisverð og varpa Ijósi á
vandamál og stefnu komm-
únistaflokkanna um þessar
mundir. Ekki er síður at-
hyglisverð birting minnis-
blaðanna í Pravda og birting
„Þjóðviljans“ á þeim daginn
eftir. Þegar L’Unitá, blað
ítalskra kommúnista birti
minnisblöðin, þá var það í
óþökk Rússa og raunveruleg
uppreisnartilraun. Þegar
Pravda birtir minnisblöð-
in, þá hefur Kreml gefið
linuna um minnisblöðin
og höfuðinntak þeirra. „Þjóð-
viljinn" birtir þau því óðar
og línan frá Kreml hefur ver-
ið gefin.
Vandamál kommúnista hafa
aukizt mjög við - deilur
Moskvu og Peking. Það er
gegn þessum klofningi, sem
Togliatti er að mæla öðrum
þræði. Stefna hans er sjálf-
stæði kommúnistaflokkanna í
borgaralegu þjóðfélagi. Hin
erlenda yfirstjórn sé þeim
fjötur um fót og einangri þá.
Það er þó athyglisvert, að
á sama tíma og kommúnista-
flokkar Vestur-Evrópu krefj-
ast aukins sjálfstæðis frá
Moskvu, þá eru yfirráð
Moskvu yfir kommúnistum á
íslandi áréttuð o,g auglýst, en
það hefur ekki verið á yfir-
borðinu í mörg ár.
Frá gagnfræðaskólum
Reykjavíkur
Nemendur mæti í skólunum föstudaginn 18. þ.m.,
kl. 3—6 síðdegis, til skráningar (1. og 2. bekkur)
og til staðfestingar umsóknum sínum (3. og 4.
bekkur).
1. bekkur.
Skólahverfin verða hin sömu og s.l. vetur.
2. bekkur.
Nemendur mæti hver í sínum skóla.
3. bekkur. LANDSPRÓFSDEILDIR:
Þeir sem luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, Hagaskóla, Vogaskóla og Réttarholtsskóla,
mæti hver í sínum skóla. Nemendur frá Lindargötu-
skóla komi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en nem-
endur frá Langholtsskóla í Vogaskóla. Aðrir, er sótt
hafa um landsprófsdeild, komi í Gagnfræðaskóla Vestur
urb^æjar við Vonarstræti.
3. bekkur ALMENNAR DEILDIR:
Nemendur mæti hver í sínum skóla, með eftirtöldum
undantekningum: Nemendur frá Laugarnesskóla komi
í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Nemendur frá Mið-
bæjarskóla í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og nem-
endur frá Langholtsskóla komi í Vogaskóla.
3. bekkur VERZLUNARDEILDIR:
Nemendur frá Miðbæjarskóla og Laugarnesskóla
komi í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Nemendur
frá Langholtsskóla komi í Vogaskóla. Aðrir umsækj-
endur um verzlunardeild mæti þar, sem þeir luku
unglingaprófi.
3. bekkur FRAMIIALDSDEILDIR:
Framhaldsdeildir munu starfa við Vogaskóla og Gagn
fræðaskólann við Lindargötu. Umsækjendur mæti þar,
sem þeir hafa fengið loforð um skólavist.
3. bekkur VERKNÁMSDEILDIR:
Hússtjórnardeild: Umsækjendur komi í Gagnfræða-
skólann við Lindargötu.
Sauma- og vefnaðardeild: í Gagnfræðaskólann við
Lindargötu komi umsækjendur, er unglingaprófi luku
frá þeim skóla og frá Miðbæjarskóla. Aðrir umsækj-
endur, um sauma- og vefnaðardeild komi í Gagnfræða-
skóla verknáms Brautarholti 18.
Trésmíðadeild: Umsækjendur mæti í Gagnfræða-
skóla verknáms.
. .Járnsmíða- og vélvirkjadeild: Umsækjendur mæti í
Gagnfræðaskóla verknáms.
Sjóvinnudeild: Umsækjendur komi í Gagnfræðaskól-
ann við Lindargötu.
Umsækjendur 3. bekkjar liafi með sér prófsskírteini.
4. bekkur:
Umsækjendur mæti þar, sem þeir hafa fengið skóla-
vist.
Nauðsynlegt er, að nemendur mæti eða einhver fyrir
þeirra hönd, annars eiga þeir á hættu að missa af
skólavist.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Sendill
Drengur eða stúlka óskast til sendistarfa. — Upp-
lýsingar veittar á skrifstofunni, Vesturgötu 17.
Engar uppl. veittar í síma.
Vinnufatagerð íslands hf.
REYKJAVÍK.
Sendisveinn óskast
strax hálfan daginn.
Olíufél. Skeljungur hf.
Suðurlandsbraut 4.
VDNDUÐ II
FALLEG
ÖDYR U
öiqurþórjónsscm &co
^ Jldflkltytinli >t
Semjið við okkur um kaup á
VARMA-plast einangrunarplötum og pípuplasti á íbúðina.
VARMA
VERKSMIBJAN
Röðu//
V v r-rr rrrrrrr. •. • r. s »»(««. v <■ ’ s\v.w. %
PLASTEINANGRUN á vcggi og pípur.
ARMA PLAST
SðluumboS: P. ÞORGRÍMSSON & CO. - SuSurlandibraut 6 . Simi *>9*K,
AfKreUSala á plasti úr vorufeynulunni Suðurlaudsbrcut (.
HELGA og BARRY WICKS
★
Eyþór er kominn aftur, og skemmtiir í kvöld með
nýja hljómsveit ásamt grínlistamönnunum Helgu
og Barry Wicks. — Söngkona er Didde Sveins.
Matur framreiddur frá kl. 7. — Sími 15327.