Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 6
6
MORGUNSLADID
Föstudagur 2. okt. 1964
ÚTVARP REYKJAVÍK
Þorleifur
Guðmundsson.
Þorleifur Guðmundsson flutti
jpáttinn „Við fjallavötnin fagur-
blá“ sunnudaginn 20. september.
Ræddi hann einkum um Atla-
staðavatn á Hornströndum, en
drap víða niður fæti, óstöðugur í
tíma og rúmi. Byggð er nú af-
iögð i nágrenni vatnsins og veiði
þar því ekki nytjuð lengur,
nema af sérvitrum ferðalöngum
og sportveiðimönnum. Þó eys
sjávaraðfallið sindrandi ljós-
ajjpyasaaa.. bleikju inn í
vatnið. Á bæn-
um Atlastöðum
við Atlastaða-
vatn bjó Atli,
þræll Geirmund-
ar heljarskinns,
en þeir eru báð-
ir frægir úr ís-
lendingasögun-
um.
Ósennileg
finnst mér sú til
gáta Þorleifs, að
byggðarsögu Hornstranda sé lok
ið fyrir fullt og allt. Það er vafa-
laust bráðabirgða fyrirbrigði, að
íslenzkar byggðir liggi ónytjað-
ar Sivaxandi fólksfjöldi ætti að
vera tr^gging fyrir því. Már
kæmi ekki á óvart, þótt blóm-
ieg byggð yrði á Hornströndum
eftir svona 500 ár. Erfitt er hins
vegar að igeta sér til um lifnaðar-
hætti og litarhátt manna þar á
þeim tima.
Haust nefndist dagskrá, sem
þeir Sveinn Einarsson og Gisli
Halldórsson önnuðust á sunnu-
dagskvöldið. Var það klukkutíma
dagskrá í ijóðum og lausu máli,
kvæði og ýmsar umsagnir skálda
og annarra andans manna um
haustið. Flest hin meiri skáld
okkar hafa ort um haustið. Mörg
um hefur það orðið ímyn'd dauð-
ans, öðrum hefur það miðlað sér
stæðri fegurð.
Svo kvað Steingrímur Thor-
steinsson:
Vor er indælt, ég það veit,
þá ástar kveður raustin.
En ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin.
Dagskrá þessi var hin smekk-
iegasta ,enda ágætir menn þar
að verki.
Jón H. Björnsson, skrúðgarða-
arkitekt, talaði um daginn og veg
inn á mánudagskvöldið. Hann
mælti með því, að hér á landi
yrðu gerðar tilraunir með frost-
þol plantna og viðbrigði þeirra
við ýmsum tegundum veðurfars.
Kvaðst hann hafa rannsakað
frostþol ýmissa plantna í Banda-
ríkjunum fyrir 14 árum og sann
faerzt þar um nytsemi slíkra
rannsókna. Hann sagði, að mik-
ið tjón hefði orðið í matjurta-
görðum hér síðla sumars vegna
frosta. í því sam
j§H' bandi hefði stað
setning garð
anna þó mikið
að segja, og
hefðu vel valin
igarðstæði slopp-
I ið furðanlega
[ vel.
Jón sagði, að
nú væri oft erf-
itt að koma börn
H. Björnsson. um j sveit um
sumartímann.
Taldi hann sig lánsmann að hafa
komið öllum sínum börnum í
sveit að þessu sinni. Yngstu börn
um sínum kom hann á sumar-
dvalarheimili fyrir börn, sem
Guðmundur Friðfinnsson, skáld
á Egilsá í Skagafirði, rekur
ásamt dóttur sinni. Hann rómaði
mjö.g það heimili og þá aðbúð.
sem börnin nytu þar. Þaðan
vildu þau helzt ekki aftur fara.
Jón drap einnig á umferðarslys
in og taldi, að hvergi í heimin-
um væru börn eins mikið á göt-
unum og hér á landi. Væri þetta
mikið vandamál. Hann taldi, að
almenningi væri ekki nógu sýnt
um að gera þægilega „íveru-
garða“ í kringum hús sín. Sjálf-
ur sagðist hann gjarnan borða
með fjölskyldu sinni úti í garði
sínum. Gjarnan mætti verðlauna
notagildi húsagarða ekki síður
en fegurð þeirra og snyrtilegheit.
Þetta var á margan hátt gott
erindi. Aðbúð vandalausra barna
í sveit er nú orðin allt önnur og
betri en áður tíðkaðist, enda er
nú oft laigt ríflega á borð með
börnum, sem send eru í sveit.
Áður var það ekki talið einhlítt
til að öðlast barnalán að senda
þau öll til vandalausra.
Gísli J. Ástþórsson opnaði bréf
frá hlustendum þetta kvöld. Ein
húsmóðir kvartar yfir því, að
12000.00 kr. á mánuði geri nú
ekki betur en endast 5 manna
fjölskyldu til framdráttar. Svart
er það, ef satt er. Rósberg G.
Snædal vill fá meiri fjölbreyttni
í fréttir útvarpsins. T.d. finnst
honum síldarfréttir og sérstak-
iega nákvæmar aflafréttir ein-
stakra báta ganga úr hófi fram.
Einn bréfritarinn gerðist svo ó-
frumlegur að fargast yfir ríkis-
bákninu. Hinir yngri bréfritarar
vilja hljómlist allan daginn, en
í næsta þætti les Gísli bréf um
hegðun unga fólksins, og þá verð
ur gaman að hlusta.
Eftir kvöldfréttir flutti Ás-
grímur Kristinsson skínandi þátt
um igöngur og réttir og lét fjúka
í kviðlingum annað slagið.
Gisli Gunnarsson M.A. flutti
fyrri hluta erindis: „Landhelgis-
mál á 17. öld“ á þriðjudagskvöld-
ið Var það frá þeim tíma, er
Hollendingar voru mesta verzl-
unar- og siglingaþjóð í heimi og
elduðu grátt silfur við Englend-
inga og fleiri þjóðir út af fisk-
veiðum m.a. við strendur við-
komandi landa. í Hollandi var þá
blómleg borgaramenning, frjálst
framtak í algleymingi og vax-
andi hagsæld. Raunar var Hol-
land þá aðeins 1 af 7 ríkjum
ríkjasamsteypu Niðurlanda, en
þeirra langvoldugast og ráða-
mest. Kenningar borgarastéttar-
innar á Niður-
löndum voru á
þeim tima næsta
líkar kennmg-
um þeim, sem
Adam Smith
kom siðar fram
með, þ.e. líberal
ismanum. í síð-
ari hluta erindis
ins, sem - Gísli
flutti á fimmtu-
dagskvöldið,
rakti hann á-
fram deilur og stríð Hollendinga
og Englendinga á 17. öld, sem
iauk með því, að Englendingar
náðu forystunni af Hollending-
um á höfunum. Þannig lögðu
Englendingar undir sig New
Amsterdam í Norður-Ameríku
árið 1664 og nefndu NewYork,
og hefur það nafn haldizt síð-
an. Alla 19. öld og fram til 1918
var Bretaveldi auðugasta og
voldugasta ríki í heimi, en þá
tóku Bandaríkin forystuna. Er-
indi Gísla var allt hið fróðleg-
asta.
Á miðvikudagskvöld var að
vanda flutt sumarvaka. Berg-
sveinn Skúlason flutti sjóhrakn
íngasögu frá árinu 1920 og Bald-
Gísli
Gunnarsson.
ur Pálmason flutti skemmtilega
frásögu eftir Torfa Þorsteinsson,
bónda í Haga í Hornafirði. Þessu
næst las Hjörtur Pálsson 5 kvæði
valin af Helga Sæm. Voru þau
eftir Fornólf, Kristján frá Djúpa
læk, Jón Magnússon, Matthías
Johannessen og Jón Þorsteinsson
frá Arnarvatni.
Nú fer líklega að styttast í
sumarvökunum. Þær hafa marg-
ar verið góðar, og má þó segja,
að 17 ára þættirnir hafi á stund
um gert þær svolítið einhæfar.
Kvöldvökur vetrarins eru í nánd
og vonandi verður reynt að
gæða þær sem fjölbreyttustu
efni. Þegar útvarpið hefur tekið
upp sérstakan þátt fyrir gamla
fólkið, eins og pósthólf 120 gerir
nú harðar kröfur til, þá væri ekki
úr vegi að taka upp stuttan létt-
an þátt í kvöldvökurnar, fyrir
unga fólkið. Mér detta í hug
eftirhermur, glettnar ástarfars
smásögur, rokkstemdar gaman-
vísur o.fl. í þeim dúr. Þá er áfram
haldandi kvæðalestur nauðsyn-
legur á kvöldvökunum, e.t.v. þó
með breyttu sniði.
Ingólfur Kristjánsson annaðisl
þáttinn „Raddir skálda" á
fimmtudagskvöldið. Var hann
að þessu sinni helgaður Guð-
mundi G. Hagalín, rithöfundi.
Lesnar voru eftir hann smásög-
urnar „Sætleiki syndarinnar"
og „Ásbjörn geistasmali“. Upp-
lýst var, að Hagalín hefur skrif-
að á fimmta tug bóka, auk ótelj-
andi blaða- og tímaritagreina,
því að honum er fátt mannlegt
óviðkomandi. Auk hinna lengri
skáldsagna eru smásögur hans
margar meistaraverk, en skáld-
ið hefur birt á annað hundrað
smásögur og hafa ýmsar verið
þýddar á erlend mál. Þá má
segja, að Guðmundur Hagalín
sé frumkvöðull nýs skóla í ævi-
sagnaritun, og voru „Virkir
dagar“ fyrsta verkið í þeim dúr.
íslenzk skáldsagnaritun stend-
ur enn með blóma, eins og m. a.
Guðm.
Hagalin
A VANKUNNATTA
GLÖGGUR maður kom að
máli við mig í gær og sagðist
hafa heyrt, að einn eða fleiri
helztu síldarskipstjórar lands-
ins mundu ætla að hætta veið-
um innan skamms. Þeir þyldu
ekki þessa spennu öllu lengur,
því óneitanlega hefði andlega
áreynslan verið miklu meiri en
sú líkamlega, eins og sam-
keppnin er orðin.
Maður þessi hefur töluverð
afskipti af sjávarútvegi og full-
yrti, að mjög margir þeirra
skipstjóra, sem lítið öfluðu, en
væru samt með fullkomnustu
tæki um borð, kynnu bókstaf-
lega ekki að nota alla tæknina.
Auðvitað gengi mönnum mis-
jafnlega að klóra sig áfram og
læra þetta af eigin rammleik,
því litla aðstoð fengju þeir við
að læra að nota tækin úti á sjó.
★ FYRIRTAKS KENNARAR
Og hann vildi koma því á
framfæri, að aflasælir skip-
stjórar, sem hættu að stunda
sjóinn vegna þess að þeir þyldu
ekki spennuna lengur, yrðu
fengnir til að kenna þeim, sem
þörf hafa fyrir leiðbeiningar
við síldveiðar.
Tugir útgerðarmanna og skip
stjóra mundu vilja fá slíka
aðstoð, sagði heimildarmaður
minn — og ekki væri ástæða til
annars en borga „kennara-
skipstjórunum" fullan skip-
stjórahlut. Jafnvel þótt út-
gerðarmaðurinn teldi sig ekki
geta greitt nema hluta af því
mundi áhöfnin vafalaust vilja
leggja sitt af mörkum til þess
að fá þaulvanan og viður-
kenndan aflamann með í eina
eða tvær veiðiferðir.
* BETRI NÝTING
Þannig væri „gömlú' skip-
stjórunum séð fyrir góðum
launum, þeir mundu losna við
taugaspennuna og heilsuleysið,
sem væri samfara keppninni
— og, það, sem e.t.v. væri
mikilvægast: Betri nýting yrði
á öllum þeim milljónum, sem
lagðar hafa verð í kaup á nýj-
um skipum og fullkomnum út-
búnaði til sildveiða.
Ég kem þessu á framfæri,
því hugmyndin er góð, e.t.v.
eitthvað fyrir samtök útvegs-
manna að hugleiða.
* ÚTGÁFA í SVÍÞJÓÖ
„Mætti gera fyrirspurn til
hr. Eiríks Hreins Finnbogason-
ar í tilefni greinar hans Frá
Svíþjóð í Mbl. í gær (8. sept):
f greininni stendur að í Svíþjóð
séu 24.000 krónur „sennilega
má sjá af skrám
yfir væntanleg-
ar jólabækur I
ár. Yngri höf-
undarnir standa
í þakkarskuld
við hina eldri
bi-auðtryðjend-
ur, því að þótt
þeir hafi mikið
numið af utan-
pollsmönnum,
þá hafa flestir
þeirra sótt mest
an auð í íslenzkan skáldskapar
skóla. Af hinum eldri, núlifandi
skáldsagnahöfundum okkar
munu þeir Gunnar Gunnarsson,
Laxness, Hagalín og Kristmann
standa fremstir.
Á föstudagskvöld náðu konur
útvarpsstöðinni á sitt vald og
héldu henni fulla þrjá stundar-
fjórðunga. Útvörpuðu þær mjög
fjölskrúðugri dagskrá á vegum
menningar- og minningarsjóðs
kvenna. Sigurveig Guðmunds-
dóttir reið á vaðið og rakti hlut-
verk og aðstöðu konunnar I
gegnum aldirnar, allt frá Evu
Adams til kvenréttindakonu nú-
tímans, með viðkomu í kvenna-
búrum, konungshirðum, nunnu-
klaustrum og öðrum menning-
arstofnunum. Konur hafa notið
mismunandi virðingar í gegnum
aldirnar. Um skeið var um það
deilt, hvort konan hefði sál, að
því er Sigurveig upplýsti. Nú
mun ekki ríkja lengur ágrein-
ingur um það, að konan hefur
sál, enda uppfyllir hún ágæta
vel það grundvallarskilyrði, sem
vísindamenn nútímans telja að
sálarverur þurfi að uppfylla,
þ.e. að geta látið hugsanir sínar
í ljós með orðum.
Á laugardag heimsótti Jónas
Jónasson Málleysingjaskólann
undir leiðsögn Brands Jónsson-
ar, skólastjóra. Þar er heyrnar-
lausum eða heyrnarlitum bön-
um kennt að tala, en það er
erfitt verk og tímafrekt, þegar
þau heyra ekki sitt eigið taL
Eins og fram kom í þættinum,
heppnast þetta þó oft ágæta vel.
Á Laugardagskvöld lauk leik-
ritinu: „Gamla skriflabúðin“
eftir Charles Dickens og Mabel
Framhald á bls. 23.
meðalárslaun opinberra starfs-
manna, en rithöfundurinn Per
Lagerkvist hafi 218.640 kr. í
árstekjur Oig vísnasöngvarinn
Evert Taube tæpar 170.000 kr.
Hvaða krónur eru þetta, sænsk-
ar eða íslenzkar.
í greininni segir að höf. hafl
ekki orðið var við „nema“ þrjár
íslenzkar bækur væntanlegar
á haustmarkað í Sviþjóð. Höf.
virðst telja þetta undir meðal-
lagi. _ Einhversstaðar var sagt
að íslendingasögurnar hefðu
komið út með tölu í Svíþjóð á
þessu ári. Lpca var sagt að
Sólon íslandus eftir Davíð
Stefánsson hefði komið út á ár-
inu. Ef til vill hafa þessar bæk-
ur komið á vormarkaðinn og
því ekki taldar. Hvað eru ann-
ars vanar að koma margar ís-
lenzkar bækur á haustmarkað
í Svíþjóð úr því hægt er að
segja að í haust komi ekki
„nema“ þrjár? Og hvað koma
vanalega margar íslenzkar bæk
ur á vormarkað, eða öðrum
tímum árs, þar í landi? Gaman
væri til samanburðar að vita
hvað margar sænskar bækur
komi út hér á íslandi að meðal-
tali árlega. — Á.S.“
RAUÐU
KAFHLUÐURiViVR
fyrir transistor viðtæki.
Bræðurnir Ormsson hf
Vesturgötu 3. — Sími 11467.