Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 8
8 MORCU NBLAÐID Fostudagur 2. okt. 1964 Leirmunir i Asmundarsal í ÁSMUNDARSAL er nú sýn- ing. á leirmunum og teikning- um eftir ungan listamann, Hauk Sturluson. Þar getur að líta margan fallegan grip, sem vert er, að gaumur sé gefinn. * Haukur Sturluson hefur að undanförnu dvalið erlendis við nám, og verður ekki annað sagt en að árangur sé góður, eins og glöggt kemur í Ijós í þeirn verk- um, er hann sýnir nú í Ásmund- arsal. Leirmunir Hauks eru nokkuð sérstæðir, a.m.k. hér- lendis. Vasar,'föt, könnur o. fl., sem hann sýnir, ber þess greini- lega merki, að hæfileikamaður hefur farið höndum um og ráðið litameðferð. Það er einkennandi fyrir keramik Hauks, að þar er jafnan tekið fullt tillit til sjálfs leirsins og jarðlitir nær ein- göngu ndtaðir við skreytingu. Áferðin er rík og verkar sann- faerandi, stundum hrjúf og skap ar þá fjölbreytni í sjálfu form- inu. Allir virðast munirnir unn- ir út frá aidagamaili hefð, en með nýtízkulegum hugmyndum og tækni — einmitt á þann hátt, sem hæfði leirkerasmiðum fyrir þúsundum ára og hæfir enn. Það er ánægjulegt að sjá þessi verk og vita, að þarna er á ferð íslenzkur leirkerasmiður, sem virðist eiga sér mikla framtíð, »g vonandi, að Haukur verði aldrei smekkleysi fjöldans að bráð. Teikningar Hauks Sturluson- •r eru iifandi og skemmtilega gerðar, en samt finnst mér þær hvergi eins þroskaðar og leir- kerasmíðin. Beztur finnst mér hann, er hann notar einfalt pennastrik, og hann virðist hafa tilfinningu fyrir því, að línan á að lifa eigin lífi á pappírnum, en ekki gegna hlutverki ritaðs máls og leitast við að segja sögu. Það er enginn efi á því, að Haukur Sturluson hefur góða hæfileika sem teiknari, og yfir því mættum við gleðjast. Sann- leikurinn er nú einu sinni sá, að það eru aðeins örfáar hræður hérlendis, sem kunna einhver skil á því, hvað teikning er og hvað ekki. Það er t.d. óskiljan- legt fyrir frændur okkar á Norð urlöndum, hvað hérlendir menn hafa lítið unnið að svartlist og hvað fáir íslendingar safna svartlistarblöðum. Hér skal það vera málverk, ef mark skal á taka. Sumar af pennateikning- um Hauks Sturlusonar verkuðu sérlega vel á mig, og það getur vel verið, að hann eigi sér fram- tíð sem teiknari, en þó er það í leirnum, sem hann sýnir okkur fyrst og fremst, að hann er lista- maður að eðlisfari og skilur, hvað hann er að gera. Mér dett- ur ekki í hug, að hann sé búinn að ná þeim árangri, sem honum er mögulegur. Til þess er hann enn of ungur í faginu. En hér er eftirtektarverð sýning á ferð, sem ég er óhræddur við að mæla með. Ég vona, að sem flestir eigi eftir að hafa ánægju af sýningu Hauks Sturlusonar. Það er nú orðið svo í henni Vík, að maður tekst allur á loft, þegar eitthvað gott kemur fram í myndlist. Það er nægilegt af hinu. Ef ein- hver teljandi listmenning væri raunverulega fyrir hendi í höfuð staðnum, mundi maður laus við ýmsa af þeim Bogasalsmeistur- um, sem veita manni vægast sagt litla ánægju, en sanna lágt menningarstig fjöldans á sviði lista. Valtýr Pétursson. Unglingstelpa óskast til sendiferða á skrifstofu vora. Balletskólinn LAUGAVEGI 31 tekur til starfa 5. október. Kenndur verður ballet í barna- og unglingaflokk um fyrir óg eftir hádegi. Einnig verða hinir vin- saelu dag- og kvöldtímar kvenna. Kennarar við skólann eru: Björg Bjarnadóttir, Krist ín Kristinsdóttir, Lilja Hallgrímsdóttir og Wennie Schubert. - Upplýsingar og innritun fer daglega fram í símum 37359 og 24934 kl. 4—6 e.h. Eldri nemendur ganga fyrir og eru þvt beðnir um að hafa samband við okkur, sem fyrst. 1965 árgerð Chevrolet Impala Sport Coupé. eÞssi bifreið var ásamt öðrum Chevrolet-bílum fyrst sýnd almenningi hinn 24. september síðastliöinn. 1965 árgerðir af bifreiðum G.M. VÉLADEILD Samband íslenzkra samvinnufélaga hélt fund með blaðamönnum síðastl. mánudag, í tilefni af því, að General Mot- ors, sem S.f.S. hefur söluumboð fyrir á íslandi, er um þessar mundir að sýna 1965 árgerð bif- reiða sinna. Sala á bílunum hefst eftir nokkra daga. Meðal þess, sem forstöðumenn Véladeildar- innar skýrðu blaðamönnum frá, er eftirfarandi: Chevrolet býður nú 45 gerðir í 5 stærðarflokkum, þæ.a.s. Chevrolet, Chevelle, Chevy II., Corvair og Corvette. Allar þssar gerðir hafa náð fótfestu á íslandi hema Corvette, sem ekki hentar aðstæðum hér á landi. Hinn eiginlegi Chevrolet hefur um langt skeið haldið sæti sínu sem heimsins söluhæsta bifreið. Útlit hans hefur síðan 1961, eða um fjögurra ára skeið einkennzt af beinum látlausum línum. — Áhrifa tilbreytingaleysis mun ekki hafa gætt fyrr en undir það siðasta, enda sýnir Chevrolet „flaggskip“ sitt í ár með all- nýstárlogu útliti. Helztu einkenni þess eru mjúkar, sveigðar línum og ber mest á þeim í gluggalín- unni. Þetta útlit, sem menn nefna „bylgjulínuna“ er reyndar sameiginlegt einkenni flestra G. M. gerða í ár. Chevrolet hefur lengst um 8 cm. og breikkað um 6 em., en er hins vegar 1 cm. lægri en s.l. ár. Chevrolet er nú byggður á rafsoðna stigagrind, í stað x laga grindar áður. — Enn fremur eru allar rúður sveigðar, og aðhæfast þannig enn betur hinu nýja útliti. CHEVEÍLLE kemur nú fram í annað sinn og hafa aðeins litlar breytingar verið gerðar á hon- um. Þegar Chevelle kom fyrst á markaðinn fyrir ári, vakti útlit hans mikla athygli og má segja að þar hafi G.M. „prufukeyrt" þau útlitseinkenni, sem nú ráða mestu. Helzti kostur Chevelle er annars stærð hans, hann er að lengd og breidd jafnstór Chevro let 1966. Þessi stærð þykir hent- ug til aksturs í bæjum, jafnframt því að vel fari um 6 farþega. Stærð sem þessi er vinsæl meðal atvinnubílstjóra, t.d. tók Bif- reiðastöð Steindórs 10 slíka bíla í notkun á árinu. CHEVY XI er að mestu leyti óbreyttur frá síðasta ári, aðeins breytt krónlögn og vatnskassa- hlif, en bodyskelin hin sama. — Chevy stingur því nokkuð í stúf við aðrar gerðir Chevrolet í ár, þar sem hann heldur útliti sínu, með béinum látlausum línum, sem hann hefur haldið frá því hann fyrst kom út, árið 1962. Þetta má e.t.v. rekja til þess, að G.M. gerir ekki meiriháttar breyt ingar á smærri gerðum nema á 5 ára fresti, eins og sjá má á Corvair. CORVAIR kemur nú á mark- aðinn í sjötta sinn, og í fyrsta skipti í nýjum ham. Hann hefur fengið bylgjudregna gluggalínu, og hefur öll breytingin miðað að því, að minna á sportbíla. Eina og kunnugt er ,hafa amerísku verksmiðjurnar auglýst af ákafa nýjar gerðir ódýrra bifreiða setn minna á sportbíla og eiga að hæfa ungu fólki. Einna minnst hefur borið á G.M. í þessu kapp- hlaupi til þessa. Aðrir amerískir bílar frá G.M. fylgja að mestu sömu stefnu og Chevrolet, Buick, Oldsmobile og Pontiac sýna stærri gerðir sínar með bylgjulínu en minni gerð- irnar nær óbreyttar. Yfirleitt virðast „Coupé“ bilar bera af, hvað fegurð snertir í ár, og eina ig eru hinir nýju „station“ bílar með „skyroof“ til augnayndis. VAUXHALL-verksmiðja G.M, I Englandi kemur fram með Velox og Cresta lítilsháttar breytta. Viva, minnsti bíllinn, verður eins, en í hópinn bætist sendibíll. Von er á nýjum Victor um áramótin en mikil leynd hvíl ir yfir þeim breytingum. OPEL sýnir allar gerðir ó- breyttar, en býður nú ríkuleg- ustu milligerðirnar, Rekord „L* og sportbílinn Rekord Coupé, einnig með 6 strokka, 115 ha. Kapitan vélum. Eftir um það bil einn mánuS hyggst Véladeild SÍS sýna al- menningi nýjustu gerðir Chevro- let bifreiða í hinu nýja húsnæði sínu í Ármúla 3. Rit um einangrun íbúðarhúsa Frá IðnaðardeilcJ Atvinnudeildar IÐNAÐARDEILD Atvinnudeild arinnar hefur sent frá sér rit um einangrun íbúðarhúsa, en það er fyrsti þáttur í kynningar- starfsemi, sem áformað er að efla varðandi íbúðarbyggingar. En rannsóknir á einangrunar- efnum voru eitt af fyrstu verk- efnum Iðnaðardeildarinnar eftir að hún var stofnuð 1937. Guð- mundur Halldórsson, verkfræð- ingur, hefur unnið ritið í sam- ráði við sérfæðinga bæði innan stofnunarinnar og utan. í inngangi bókarinnar er m.a. bent á eftirfarandi, ef einhver skyldi efast um gildi góðrar ein- angrunar: 1) Aukin einangrun minnkar hitakostnað og er því heppileg bæði fyrir einstaka hús eigendur og þjóðina í heild. Láta mun nærri að við íslend- ingar eyðum árlega til upphit- unar íbúðarhúsa um 200 millj- ónum króna 2) Vel einangrað hús endast betur vegna minni rakaskemmda 3) Góð einangrun veldur jafnari hitadreifingu, þannig að herbergin nýtast bet- ur 4) Illa einangrað hús er hins vegar heilsuspillandi og er allt- af óþægilegur dvalarstaður. Þannig mæla gild rök með góðri einangrun, en til að kostirnir komi skýrt í ljós, þarf m. a. að taka tillit til eftirfarandi atriða: a) Samræmi verður að vera í einangrun hússins. T. d. er lítið gagn að mjög góðri einangrun á gólf, veggi og þak, ef síðan er notað einfalt gler í glugga b) Vandað skal til uppsetning- ar einangrunarinnar, því að rif- ur og holur gegnum einangrurv- arlagið auka mjög varmatap frá húsinu. c) Létta húshluta (t. d. úr tré) þarf að einangra allt að helmingi betur en þunga, M. a. af þeim sökum þarf að ein- angra þök sérlega vel. d) Raki eykur varmaleiðni einangrunar- efnisins og þar með varmatap- ið frá húsinu. Þarf því að verja einangrunina gegn raka með réttri notkun rakavarnarlaga. e) Fyrir hverja gráðu, sem með- alherbergishiti er hærri en 20 stig C, vex varmatap frá húsinu um 6%. Því er hagkvæmast að herbergishitinn sé sem jafnast- ur í kringum 20 stig C, en slíkt er bezt tryggt með því að láta sérfróðan mann reikna út mið- stöðvarkerfið. Þá er minnt á nokkur atriði er valda því að erfitt er að gefa algildar reglur um einangrun húsa, svo sem veðurfar (meðalhiti ársins um 2 stigum lægri á Norðurlandi en SuðuúlandiX hitunaraðferð og rakavarnarlög. Ritið um einangrun íbúðar- húsa er 67 bls. að stærð og í þvi aö finna miklar upplýsingar fyr- ir þá sem þurfa að taka ákvarð- anir um einangrun húsa. f henni er mikið af töflum og skýrmtj- artextum. Fólk vantar til frystihússtarfa FI8KUR hf. Hafnarfirði. — Sími 5Ö-M3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.