Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 17
Föstudagur 2. okt. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17, Sumaraukaferðir ms Gullfoss í vetur og sumarferðir 1965 NÝLEGA komu út áætlanir um ferðir m.s. „GULLFOSS“ í vet- ur o» á næsta ári. Samkvæmt áætlun verða ferð- Ir skipsins með líkum hætti í vetur og undanfarna tvo vetur. Fargjöld verða lækkuð verulega mánuðina nóvember til marz þ e.a.s. í 3 ferðum fyrir ára- mót og 5 ferðum eftir áramót. Á þessu tímabili er innifalið í fargjaldi gisting um borð í skip inu og morgun- og hádegisverð- ur meðan staðið er við í Kaup- mannahöfn fyrir þá farþega sem ferðast með skipinu fram og til baka. Þá verða skipulagðar ferð ir um Kaupmannahöfn og Sjá- land, meðan skipið stendur við I Kaupmannahöfn, fyrir þá far- þega sem þess óska. Fyrirokmu- iag þetta hefur verið reynt tvo undanfarna vetur við vaxandi vinsældir og er nú þegar nær út selt í 1. ferðina frá Reykjavík 50/10. í öðrum vetrarferðum eru farmiðar ennþá til. Til nýbreyttni í vetrarferðum *ná telja að í desember verður farin ein aukaferð til Kaup- mannahafnar og Leith, jólaferð, sem ekki hefur verið farin áður. Verður brottför frá Reykjavík í þeirri ferð hinn 11. desember og komið aftur til Reykjavíkur á 2. jóladag. Er ailmikið búið að selja af farmiðum í þessa ferð. Næsta sumar verður ferðum m.s. „GULLFOSS“ hagað á sama hátt og undanfarin sumur og verða alis 11 ferðir, sem byrja með brottför frá Kaup- mannahöfn hinn 8. maí og frá Reykjavík hinn 15. maí. Verða ferðirnar hálfsmánaðarlega, sinn hvorn laugardaginn frá Reykja- vík og Kaupmannahöfn með við- komu í Leith á báðum leiðum. Er byrjað að taka á móti far- pöntunum í þessar ferðir. Vegna mikillar eftirspurnar eftir farmiðum með „GULL- FOSSI“ yfir sumarmánuðina hef ur orðið að synja mörgum um farmiða með skipinu, eftir að öll um farþegarúmum hefur verið lofað löngu fyrirfram. Síðan hafa hins vegar viljað verða all mik- il brögð á því að pantaðra far- miða hafi ekki verið vitjað eða farpantanir afturkallaðar með það skömmum fyrirvara að ekki hefur reynzt unnt að láta far- miðana eftir öðrum, sem synjað hefur verið um farþegarúm og skráðir eru á biðlista. Sá háttur hefur því verið tekinn upp, að þeir sem óska eftir að fá far- miða tekna frá löngu fyrirfram, greiða k. 500.00 upp í andvirði farmiða og leysa hann út að fullu eigi síðar en 30 dögum fyrir brottför. Er þess vænzt að þetta fyrirkomulag tryggi það að eng- um verði synjað um farþegarúm, sem síðan yrði svo ónotað. Breytingar hafa ekki orðið á verði farmiða. (Frá H.F. Eimskipafélagi Islands). Njósnamdlið í New York ENN ER verið að velja menn til setu í kviðdóminn sem dæma á í máli rússnesku njósnaranna, Alexanders Sokolovs og konu hans. Enginn þeirra, sem fyrst komu til greina, reyndust til þess hæfir og er gert ráð fyrir að skipan manna í kviðdóminn taki tvo daga til viðbótar. Meðal 200 vitna, sem stjórnin kann að leiða fyrir réttinn og lesin voru þar upp, voru séra Robert K. Baltch, kaiþólskur prestur, Amsterdam, New York og Joy Ann Garber, sem nú er gifit Robert Seskin, í Norwalk, Connecticut. Nöfn þeirra beggja notuðu Sokolov hjónin í heimild arleysi og án þess þau hefðu hugmynd um. Þá verða einnig leidd fyrir réttinn James Oli- ver Jackson og kona hans Bertha Rosalie Jackson, frá Lubbock í Texas, en Sokolov-hjónin höfðu í fóruim sínum vegabréf á þeira nöfnum. Vilja stöðva sölu áfengis til reynslu FYRIR nokkru héldu íslenzkir ungtemplarar ársþing sitt að Jaðri. Þá efndu samtökin til hins árlega Jaðarsmóts, en það sóttu að þessu sinni um 800 manns. Á ársþinginu flutti sé'ra Sig- urður Haukur Guðjónsson at- hyglisvert erindi um vandamál þau, er steðja að í þjóðlífinu, og benti á leiðir til lausnar vandan- um. ÍUT-þingið ræddi mörg mál. Meðal samþykkta þess, var til- laga þar sem íslenzkir ungtempl- ara gera þá kröfu, að lögin um aukna og skipulagða fræðslu um skaðsemi áfengis og tóbaks komi til fullra framkvæmda í skólum landsins í vetur og skorað er á fræðslumálastjórn að bæta þar úr hið bráðasta bæði um eftirlit og framkvæmdir. Þingið vill minna á að ekki hef ur enn verið gerð tilraun með að öll sala áfengis verði stöðvuð um t.d. þriggja mánaða tíma, eins og tillaga kom um í fyrra, svo að ráðrúm fengist til að athuga á- hrif áfengissölunnar á glæpi og slys í landinu. En þetta væri hið nauðsynlegasta rannsóknarefni. Skorar þingið á borgarlækni og yfirvöld að koma rannsókn þess- ari í framkvæmd sem allra fyrst, þar eð hún væri langt um mikils- verðari en öll önnur ráð, sem reynd hafa verið til að bæta menningarástand og heilsufar þjóðarinnar. Ennfremur ítrekaði þingið fyrri samþykktir um stuðning við aðgerðir, er miði að því að bæta stöðu þeldökkra í S-Afríku. Hvet- ur þingið meðlimi ÍUT og aðra að kaupa ekki vörur frá Suður- Afríku. Þá fagnaði þingið minnkandi tóbaksnotkun í landinu og skor- aði á landsmenn að fylgja vel eft- ir þeim árangri, s ;m náðst hefur á þessu sviði. Lýst var yfir sérstakri ánægju með og þakklæti fyrir þau skipu- lögðu bindindismót, sem haldin hafa verið um verzlunarmanna- helgina og hvatt er til þess að haldið sé áfram á þeirri braut og þessi starfsemi sé aukin þannig að hún nái t. d. til hvítasunnu- helgarinnar. Þá fagnaði þingið starfi æskulýðsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem það taldi til fyrirmyndar. Var látin í ljós ósk um að til slíkrar starf- semi yrði stofnað á sem flestum stöðum. f tillögu, sem þingið samþykkti, er vakin athygli á hinni miklu þörf fyrir fleiri æskulýðsleiðtoga og félagsforingja ungs fólks og skorað er á borgarstjórn Reykja- víkur og fræðsluyfirvöld að styðja með fjárframlögum nám- skeið fyrir ungt fólk, sem vill taka að sér slíkt forystuhlutverk. Minnir þingið á, að í Bretlandi og víðar þar sem slíkum málum er komið í skipulagt horf eru tveggja ára skólar styrktir af ríki og borgum ætlaðir til þess- arar sérmenntunar, og æskulýðs- leiðtogar og leiðbeinendur laun- aðir af ríkinu. En hér er allt slíkt starf að mestu eða öllu leyti sjálf- boðastarf. ÍUT-þingið 1964 sóttu um 20 fulltrúar. í stjórn sambandsins fyrir næsta starfsár voru kosnir: séra Árelíus Níelsson, formaður, Grétar Þorsteinsson, varaformað- ur, Gunnar Þorláksson, ritari, Kristinn Vilhjálmsson, gjaldkeri, Jóhann Larsen, meðstjórnandi, Einar Hannesson og Alfreð Harð- arson. VETTVANGUR Jón E. Ragnarsson skrifar vettvanginn í dag — sambúðin við varnarliðið — strangar reglur hafa náð tilgangi sínum — umgengni við erlenda menn — hversvegna erum við að fela ísland — eitthvað þarf að koma á móti — verk- efni fyrir frjáls samtök borgaranna. VARNARLIÐ Bandaríkjamanna hérlendis er ekki fjölmennt, en Islenzk þjóð er fámenn. Dvöl þess suður á Miðnesheiði getur því við fyrstu sýn virst þjóðfé- lagslegt vandamál, sem sé ill- leysanlegt. Sumir telja þennan vanda slíkan, að þegar af þeim *ökum sé réttara að láta landið varnarlaust og stofna í hættu fullveldi þess. Hér er þó ekki í ráði að fjalla um slíka „raun- *æis“- og bjartsýnismenn", held ur ganga út frá þeim staðreynd- um, sem fyrir hendi eru, um þjóðina og dvöl varnarliðsins, og spá nokkuð í þær. Þegar betur er að gáð, kann það að koma á óvart, hve varn- arliðið er raunverulega fámennt miðað við fjölda landsmanna. Það mun vera innan við fjögur af hundraði íbúa Faxaflóasvæð- isins og rúmir tveir af hundraði miðað við íbúatölu landsins. Hér er þó engu að síður um vandamál að tefla, því að hópur þessi hefur mjög ákveðin sér- einkenni og sérhagsmuni, talar erlent tungumál, eru útlending- ar, sem ekki er ætlað að aðlaga sig íslenzkum lifnaðarháttum og íslenzkri þjóð, eins og um innflytjendur væri að ræða. Þá má nefna starf og tilgang, en dvöl hermanna þykir oft efla önnur og meiri vandámál gagn- vart umhverfinu af ástæðum, sem þekktar eru allt frá dögum Caesars. V Herbúðir skapa oft mikil fé- lagsleg vandamál í héraði, hvort sem það er í heimalandi hermannanna eða erlendis. Þeg- ar þetta er haft í huga, þá vek- ur það nokkra undrun, hve góð sambúðin hefur verið milli varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli og þess fólks, sem þar býr um kring. Einnig sambúð her- stjórnar og innlendra yfirvalda. Hér er að vísu um vinsamlegt varnarlið að ræða, sem hingað er komið samkvæmt gagnkvæm um samningi. Þar er á mikill munur og hernámsliði í sigruðu landi. Engu að síður hefur sam- búð vinsamlegra erlendra her- manna og íbúa í ýmsum löndum Evrópu oft verið brösótt og gef- ur slíkur samanburður enn á- stæðu til undrunar og aðdáunar á sambúðinni suður á Miðnes- heiðL Hér má nefna undarlegt fyrir bæri. Því nær, sem fólk býr varnarstöðinni, þvi betra orð liggur því til varnarliðsmanna, en því fjær, sem menn búa, þeim mun fyllri eru þeir kvört- unum og fordómum. Hér er vita skuld um almenna reglu að ræða, sem á eru undantekning- ar. Skýringin á þessu er góð sambúð. Það fólk, sem nær býr og á horfir, verður síður fyllt með rógi og áróðri um sambúð- ina. Það veit betur. Ósvífnir undirróðursmenn gefa á þessu þá skýringu, að umhverfis varn arstöðina á Keflavíkurflugvelli búi nú að mestu fégráðugt hug- sjónasnautt fólk, sem þangað hafi safnazt og þar sé á spena. Ef einhver heldur því að mér, að Suðurnesjamenn séu ódýrari og ginkeyptari en aðrir íslend- ingar, þá vil ég láta segja mér það tvisvar. V Varnarliðsmenn verða að hlíta íslenzkum lögum innan og utan varnarsvæðisins, skv. varn arsamningnum, og um mál þeirra, sem þar af spretta, er fjallað af íslenzkum dómstól- um. Það er einsýnt sjónarmið af hálfu íslendinga, að íslenzk lög gildi á íslenzku landsvæði. Um ferðir varnarliðsmanna utan varnarsvæðisins gilda mjög strangar reglur og í mörg- um efnum einstrengingslegar. Varða þær tíma, tíðleika og fjarlægðir slíkra ferða. Regl- urnar eru mikill og næstum ó- sanngjarn fjötur á varnarliðs- menn og gerir þeim lífið leitt. Astæður þessara reglna eru einkum tvær. Að girða fyrir hugsanlegar hættur, sem stafa kunna af frjálsum umgangi er- lendra hermanna við íbúa og koma í veg fyrir árekstra, sem frjáls samgangur kynni að valda. Svonefndir hernámsand- stæðingar telja slíka árekstra og óhöpp mikið vatn á myllu sína og beita slíkum atburðum óspart í áróðri sínum. Er þó vandséð, hvað slík tíðindi snerta umræður um þörf Islands fyrir varnir eða hlutleysi. En litlu verður Vöggur feginn og lík- legt er, að hernámsandstæðing- ar mundu beita sér fyrir sem frjálsustum samgangi, ef þeir raunverulega réðu, því að þá aukast líkur á árekstrum og ó- vandara mundi að etja til þeirra langþráðu illinda, sem ósk- hyggjan í málflutningi þeirra gefur til kynna, að þeir telji æskileg. V Reglurnar um ferðir varnar- liðsmanna hafa náð þeim til- gangi, senrt þeim var ætlað. Dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, sagði á blaðamanna- fundi fyrir skömmu, að hann teldi ekki ástæðu til að breyta þeim reglum, sem nú giltu um ferðir varnarliðsmanna frá Keflavíkurflugvelli. Þessar reglur eru fyrst og fremst settar með hagsmuni ís- lendinga fyrir augum og dómar um tilgang og reynsluna því auð vifað dæmdir frá okkar bæjar- dyrum séð. Minna er hinsvegar gert að því að reyna að sjá þess- ar reglur frá sjónarmiði þeirra, sem undir búa, varnarliðsmann- anna sjálfra, sem hingað eru komnir til þess að verja land vinaþjóðar. Réttindi og skyldur í sambúð eru ekki einhliða, heldur gagnkvæmar. Þessu höf- um við gleymt, en fullyrða má, að varnarliðsmönnum þykir undantekningarlaust öllum þeir búi við nokkurt harðræði hér- lendis og snúa margir heim eft- ir fslandsferðina úfir í lund í garð hinnar gestrisnu vinaþjóð- ar. Hér er rétt að geta þess, að reglurnar um samgang við varn arliðið eru tvíþættar og varða einnig ferðir íslendinga á fund varnarliðsmanna á Keflavíkur- flugvelli. Þær reglur eru sjálf- sagðar. Þær miða að sama til- gangi og reglur um ferðir varn- arliðsmanna, en hafa ekki sömu skörpu brúnirnar. Á völlinn hafa íslendingar lítið að gera í ólögmætum erindum eða að þarflausu. V Við íslendingar erum stoltir af fegurð lands okkar og menn- ingu. Hversvegna erum við að reyna að dylja þessar eignir fyrir varnarliðsmönnum? Til- gangur reglnanna er að girða Framh. á bís. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.