Morgunblaðið - 21.10.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 21. okt. 1964 Snemma beygist krókur.. MARÍA Maack er 75 ára í dag. Það var ekki fyrir kurteisis- sakir sem ég sagði við hana, þegar ég hringdi til hennar í vikunni: „Þér verðið sjötug- ar á miðvikudag, fröken María?“ „Ekki aldeilis," svaraði hún, „ég er 75 ára.“ „Hvernig átti manni að detta það í hug,“ sagði ég. „Ég hélt að þér væruð nógu skáldlegur til að láta yður detta svoleiðis smámunir í hug,“ svaraði hún. Og ég komst ekki upp með moðreyk. Svo skrapp ég heim til hennar í kaffi og pönnukökur. En ég var ekki kominn í heim- sókn til að tala við þá Maríu sem allir Reykvíkingar þekkja, heldur hina, sem á sér drauma og minningar og allt að því ljóðrænar myndir frá æskuárunum fyrir vestan. Við settumst á rökstóla eins og æsir forðum, og Grunna- víkurhreppur var kominn inn í samtal okkar áður en ég vissi af. „Ég er ekta Vestfirðingur," sagði fröken María. „Ég er fædd á Stað í Grunnavík í Jökulfjörðum, vestustu sveit- inni á þessum slóðum og þeirri sem næst er Snæfjallaströnd. Eaðir minn, Pétur Andrés Maack Þorsteinsson var prest- ur á Stað, en móðir mín Vig- dís Einarsdóttir var frá Stakkadal. Þeir fyrir vestan kannast við þann bæ, um hina hirði ég ekki. Faðir minn fórst í sjóslysi, þegar ég var á þriðja ári. Hann hafði farið í kaupstaðarferð til ísafjarðar, en drukknaði á heimleiðinni ásamt átta mönnum öðrum; þeirra á meðal var formaður- inn á bátnum, Jón Sigurðs- son frá Læk í Aðalvík, en hann var sambýlismaður föð- ur míns á Stað. Einn þeirra sem var á skipinu komst af. Hann flaut upp á tunnu og var bjargað. Það var af- spyrnurok þennan dag. í 11» María Maack að heimili sínu. Spjallað við IVIariu IHaack 75 ára í dag fjallaskörðunum í Grunnavík er svo svipótt að stórhættu- legt er að vera þar í róðrar- báti í slíku veðri. Auk þeirra föður míns og Jóns formanns fórst þarna Ólafur Helgason, bóndi í Nesi. Hann lét eftir sig konu og eina dóttur barna. Hún heitir Soffía og er enn á lífi, býr hjá börnum sínum á Kletti í Gufu- dalssveit. Þar fórust einnig vinnumaður foreldra minna og móðir hans. Sá sem bjargaðist hét Kristján Pétursson, ættaður úr sveitinni. Hann var dugn- aðarmaður og komst ekki af til einskis, því hann eignaðist tíu börn eftir slysið. Það hef- ur þurft þrekmenni til að svamla í sjónum og halda sér uppi á tunnunni í þessu af- takaveðri. Kristján var jarð- næðislaus maður og vann alla ævi ýmiss konar vinnu sem til féll. Ég man ekki eftir föður mínum, minnist einungis ó- Ijóslega einhvers manns sem umgekkst okkur krakkana. Aðra eða persónulegri mynd á ég ekki af honum, en minn- ingin um hann hefur fylgt mér alla tíð.“ Ég spurði um æskuheimil- ið og erfiðleikana eftir slysið. „Vorið eftir kom nýr prest- ur að Stað, sr. Kjartan Kjart- ansson frá Elliðavatni. Báðar ekkjurnar, móðir mín og Jónína Jónsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar formanns, voru enn á Stað. En móðir mín fluttist í fardögum 1894 að Faxastöðum, sem er hinumeg- in við ána, skáhallt frá Stað. Hélst alltaf með þeim bezta vinátta og börnum þeirra. Ég er alin upp á Faxastöðum hjá móður minni og ömmu Maríu Bóthildi Jakobínu Pétursdótt- ur, og var þar til sautján ára aldurs. Skömmu eftir að faðir minn drukknaði fór amma til dóttur sinnar sem búsett var í Þýzkalandi, Gúríu Villedínu, en hún var gift þýzkum manni. Þaðan skrifar amma og býður móður minni að koma til íslands og kenna okkur krökkunum eitthvað. Mamma tók því auðvitað feg- ins hendi og 1897 kom María amma til landsins og setti upp dálítinn skóla fyrir okkur börnin, en kenndi auk þess öðrum börnum í sveitinni og féll kennsla hennar í góðan jarðveg. Hún var ákaflega vel menntuð kona og þroskuð, og þaér móðir mín hjálpuðust að við að ala okkur upp. Og ég held að það hafi tekizt vonum betur, þó allir séu kannski ekki á sama máli um það. María amma var dóttir Pét- urs Andrés Maack, þýzks kaupmanns, sem hingað kom í skjóli Hansakaupmanna 1830, og íslenzkrar konu hans, Þóru Einarsdóttur, Hannes- sonar timburmanns, en Einar þessi fór ungur til Noregs og lærði þar trésmíði og kom upp aftur með norska konu. Það er ævintýr í blóðinu og ekki lítið: flakk og ferðalög. Ég hef yndi af hvorutveggja, eins og þér kannski vitið. Móðir mín átti auðvitað lengi um sárt að binda, en hún var hugrökk kona og dugleg. Hún stóð á ströndinni og horfði á, þegar báturinn fór niður. Það rak ekkert úr honum nema koffort á Hesteyri. Ég spurði aldrei hvað í því hefði verið.“ ★ Ég hef ekki komið í Grunna- víkurhrepp og langaði tii að skreppa þangað i hugan- um, ganga um tún og hjalla með fröken Maríu að leið- sögumanni. „Fyrir ofan bæinn Faxa- staði er falleg hæð, full af aðalbláberjalyngi, og þurftum við krakkarnir ekki nema rétt út fyrir túnið að tína ber. Staðar-megin í víkinni er einnig mjög falleg hlíð, sem heitir Staðarhlíð, og er einnig full af aðalbláberjalyngi. Þeg- ar ég hugsa um lyngið, dettur mér i hug fyrsta jólatréð okkar. Vinnufólkið á bænum voru hjón sem hétu Guðný og Jósep. Þegar María amma kom frá Þýzkalandi, lét hún Jósep smíða jólatré . handa okkur krökkunum. En þegar við spurðum hann, hvað þetta væri, setti hann upp sakleysis- svip og sagði: „Blessuð maddaman á þetta, og ég má ekki segja hvað það er.“ Við spurðum ömmu, en hún sagði: „Farið og tínið falleg- asta lyngið sem til er í hæð- fimSíiqt- inni, því þá er hægt að setja það á líkkistuna mína, ef ég dey í vetur." Þá fórum við að gráta, en hún sagði: „Þið skulið ekki gráta yfir þessu, af því við eigum öll að deyja, og ef maður er veikur er gott að fara til guðs, þá líður manni svo vel.“ Við glöddumst yfir þessum orðum ömmu og tíndum fall- egasta lyngið sem við gátum fundið. Það var svo notað á jólatréð okkar; það er falleg- asta jólatré sem ég hef séð, með þýzkum pappírsrósum, íslenzku lyngi og sykurengl- um, sem við borðuðum seinna. Hitt skrautið var geymt. En nú ætla ég að halda áfram með yður um sveitina. Við endann á Staðarhlíð er lágur háls, sem heitir Staðar- heiði, og þar liggur vegurinn inn á sveit og norður á Strandir. Fjallið fyrir ofan heiðina til hægri handar, þeg- ar farið er inn sveitina, heit- ir Hildarhaugur, hátt fjall, og hermdu munnmæli, að þar væri gullkista fólgin, sem margir hefðu reynt að ná en ekki tekizt. Eitt sinn lá þó við borð að þeir næðu kistunni, en þá varð þeim litið heim til bæjarins og sýndist hann standa í björtu báli. Þeir létu þá kistuna liggja og héldu heim, en þar var þá enginn eldur í húsum. Aðra þjóðsögu heyrði ég um Hildarhaug: maður nokk- ur hafði komið undir kistuna böndum og hafði einnig kom- ið böndum í hankana og ætl- uðu félagar hans að lyfta henni. Þá segir sá sem er niðri: „Nú fer kistan upp, ef guð vill.“ En annar sem uppi er svarar: „Hún fer upp, hvort guð vill eða ekki.“ í sömu svipan slitna böndin og kistan fellur niður og maðurinn und- ir hana og er dauður. En þeir héldu hankanum og er sagt, að hann sé hringurinn í kirkjuhurðinni á Stað I Grunnavík. Þessa sögu heyrði ég, þegar ég var smábarn, en margar slíkar sögur voru festar við sveitina, enda fólkið hjátrúar- fullt og margt með sínu sniði. Sumt gamla fólkið vildi t. d. ekki borða nema með horn- spæni úr tréöskum, því þótti betra bragð að matnum úr öskum en borða hann með alúminíumskeið úr spilkom- um, sem voru litlar leirskál- ar. Þetta gamla fólk átti sitt sérstaka tungutak, sem ég er nú að mestu búin að gleyma, því miður. Líklega hef ég þó einhvern tíma talað þetta mál, því ég var mjög hand- gengin Guðnýju vinnukonú, sem sagði aldrei annað, þegar hún bað mig um að gera eitt- hvað fyrir sig en eitthvað I þessa átt: „Fardu og gerdu þetta fyrir mig.“ Og ef ég átti að lyfta einhverju sagði hún: „Heldurdu að du gedir loftað dessu.“ Svona var talað af gömlu fólki, eins og þér hafið heyrt. Þetta fólk átti mergjað tunugtak og . sér- kennilegt, sem gaman hefði verið að varðveita. Það sagði, að einhver væri hálfgert skít- seiði, ef því líkaði ekki við hann. -Svo spurði það ekki hvar hnífurinn væri, heldur „hvar er keppan“ eða „viltu rétta mér keppuna". Þegar við fórum upp fjöll var sagt, að maður gengi neðan, eins og sjá má af vísunni: Ganga neðan gelming með, í gráum peys og trefju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.