Morgunblaðið - 19.12.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 19. des. 1964 Krúsjeff — lét stjómast af óskhyggju. Voroshilov — heimskur og klunnalegur. Zukov — ól á persónudýrkun. Kaganoviteh — sannkallað illmenni. Malenkov — bar persónulege ábyrgð á fjöldaoísóknum. Ummæli kommúnistaflokks Sovétríkjanna um leiötoga landsins síöastliöin iÉR birtist í lauslegri þýð- .ngu grein eftir einn af frétta- riturum Associated Press, William L. Ryan. Ef helmingur þess er sannur ,em kommúnistaflokkur So- vétríkjanna hefur sagt um sina eigin leiðtoga, ættu aðr- ar þjóðir heims að standa agn dofa andspænis þeirri stað- reynd, að stjórnmálakerfi Sovétríkjanna skuli hafa lifað af slíka forystu. Ef trúa má orðum flokksins hafa allir æðstu Ieiðtogar Sovétrík'j- anna, frá dauða Lenins fyrir 40 árum, verið illa gefnir og klaufalegir, og um leið haldn- ir mikilmennskubrjálæði. Að sögn flokksins hafa forsætis- ráðherrar Sovétríkjanna, æðstu menn flokksins, yfir- menn lögreglunnar og hersins gert sig seka um ruddalegar ofsóknir á hendur þjóðinni, sýnt heimskulega hegðun á styrjaldartímum, siglt efna- hag landsins í strand, lagt landbúnaðinn í rúst og haft að leiksoppi stefnu Sovétríkj- anna í utanrikismálum og stefnu alþjóðakommúnism- ans. Leiðtogarnir í Moskvu síðustu fjörutíu árin hafa, að sögn flok>j3Íns, fyrst og fremst unnið að því að varpa Ijóma á sjálfa sig og brotið allar þær grundvallarreglur, sem starf flokksins á að byggj ast á. Sá, sem síðast var 'sakaður um klaufaskap í starfi og til- hneigingar til að ala á per- sónudýrkun, er hinn fallni leiðtogi Nikita Krúsjeff. En hann bar sjálfur fyrirrennara sína þungum sökum, og so- vézki kommúnistaflokkurinn og blöð í Sovétríkjunum tóku undir. Ef trúa má kommúnista- flokki Sovétríkjanna, var Jósef Stalín — maðurinn, sem hafði örlög Sovétríkjanna í hendi sér frá dauða Lenins fram á miðja tuttugustu öld- ina — morðingi, sem bar sam- starfsmenn sína rógi og brugg aði þeim launráð. Eftir að Stalín var for- dæmdur á 20. flokksþinginu 1956, sagði Krúsjeff og blöð í Sovétríkjunum, að hann hefði látið viðurkennt flokks- líf lönd og leið, traðkað á grundvallarreglum Lenins um samvirka forystu, beitt ógnar- stjórn að ástæðulausu, alið á viðbjóðslegri persónudýrkun um sjálfan sig, lagt sovézkan landbúnað í rúst, komið So- vétríkjunum í ógöngur í hern aði, notað öfgakenndar að- ferðir til að kú.ga fjöldann, sýnt ruddaskap, misnotað vald sitt, látið handtaka menn og pynta og beitt óhugn anlegum fölsunum. Sömu heimildir segja, að Stalín hafi hafið sjálfan sig yfir flokkinn og þjóðina, og hætt að taka tillit til miðstjórnarinnar, og eftir heimsstyrjöldina hafi hann orðið enn mislyndari en áður, taugaveiklaðri og rudda legri og verið haldinn ofsókn- arbrjálæði á ótrúlega háu stigi. Eftir lát Stalíns, tók Georgi Malenkov við embætti forsætisráðherra. Honum var vikið frá vötdum og komm- únistaflokkurinn lýsti því yfir, að hann hefði tekið þátt I kúgunum of ofsóknum Stalíns á glæpsamlegan hátt, skipulagt fjöldaofsóknirnar á Stalínstímunum og borið persónulega ábyrgð á þeim. Einnig hefði hann alið á lög- leysu. Eftir fall Malenkov tók Nikolai Bulganin við forsæt- isráðherraembættinu, en það fór eins fyrir honum og fyrir- rennara hans, og Krúsjeff var fremstur í flokki þeirra, sem felldu hann 1958. Var Bulg- anin m. a. gefið að sök að vera í hópi andstæðinga flokksins, sem sætu á svik- ráðum við hann og málstað hans. Búlganin var sagður hafa snúizt á sveif með Malen kov af fúsum vilja, þótt hann hefði vitað, að Malenkov væri bragðarefur, sem trúa mætti til alls hins versta. Einnig var Búlganin sagður landráða- maður, sem tekið hefði þátt í svívirðilegu laumuspili. Hinn aldni bolsévíki, Klim- enti Voroshilov, sem lengi var forseti Sovétríkjanna, var, ef trúa má sovézkum blöðum, heimskur, klunnalegur gamall maður, sem gekk í lið með samsærismönnunum gegn flokknum vegna þess að hann vissi ekki betur. Lazar Kaganovich, sem var um tíma trúaðarmaður flokks ins í Úkrainu og hægri hönd Stalíns, var fordæmdur fyrir að hafa safnað um sig hópi manna, sem smjöðruðu fyrir honum, en virtu grundvallar- reglur flokksins að vettugi. Einnig var hann sakaður um að hafa auðmýkt leiðtoga verkamanna, ógnað þeim og haft ánægju af, enda hafi hann verið sannkallað ill- menni. Ef trúa má umsögnum kommúnistaflokksins, var það Molotov, fyrrv. utanríkisráð- herra og forsætisráðherra á Stalinstímunum, sem bar mesta ábyrgð á fjöldaofsókn- um gegn starfsmönnum flokks ins og einnig segir, að hann hafi gert sér leik að því að fótumtroða sovézk lög. Sovézka stríðshetjan Georgi Zukov marskálkur, var varn- armálaráðherra hluta valda- tímabils Krúsjeffs. Flokkur- inn segir, að hann hafi alið á persónudýrkun og haft að markmiði að auka eigin völd. Einnig hafi hann verið mót- fallinn því, að embættismenn flokksins störfuðu innan hers- ins, móðgað undirmenn sína, sýnt óvenju mikla hégóma- girni og ekki átt til flokks- lega hæversku. Krúsjeff lækk aði Zukov í tign 1957, en áður hafði marskálkurinn aðstoðað forsætisráðherrann við að vinna sigur á flokksfjendun- um. Nú er röðin komin að Krú- sjeff sjálfum. Honum er m. a. gefið að sök, að hafa unnið sleitulaust að því að byggja upp persónudýrkun um sjálf- an sig, og flokkurinn segir, að hann hafi tekið mikilvægar ákvarðanir að óhugsuðu máli, dregið fljótfærnislegar álykt- anir, látið stjórnast af ósk- ■ hyggju, og slegið um sig með innantómu orðagjálfri og gorti. Sá, sem tók við forystu flokksins af Krúsjeff, Leonid Brezhnev, var skjólstæðingur hans og sama máli gegnir um Alexei Kosygin, sem tók við embætti forsætisráðherra og haldi saga Sovétríkjanna áfram a ðendurtaka sig, kem- ur röðin brátt að þeim. Séu þau sönit, má furðulegt teljast, að sovézkt stfömmálakerfi haf i lifað af Stalín — var morðingi. Molotov — fótumtróð sovézk lög. Búlganin — tók þátt í sví- virðilegu laumuspili. RAFHA- STLSLZ aulomatic SJÁLFVIRK ÁBYRGÐ- O G hrærivélin mcí tíaiastilli EINFÖLD GREIÐSLUSKILMÁLAR NÝJUNG Á HEIMSMARKAÐNUM. STERKBYGGÐ Þ Æ G I L E G FORMFÖGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.