Morgunblaðið - 19.12.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1964, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. des. 1964 SÁ TÍMI er nú liðinn er hætt var á, að Indíánarnir í Banda- ríkjunum myndu hverfa úr sög- unni. Fyrir um það bil 40—50 árum voru þessir frumbyggjar nýja heimsins á slíku flæðiskeri staddir, að engu var líkara en þeir myndu deyja úr. En því fer fjarri, að spádóm- ar þessir hafi rætzt. Hlutverk Indíánans hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratugina og hafa lífskjör þeirra breytzt Stórum til balnaðar. Tala Indíána í Bandaríkjunum varð lægst á siðustu árum nítj- ándu aldar, en síðan hefur þeim sífellt farið fjölgandi. Síðustu þrjátíu árin hefur þeim fjölgað um þrjátíu prósent og eru nú orðir vel yfir hálf milljón. Um 285,000 þeirra hafa yfir sínu eig- in landi að ráða, og er landflæmi þeirra alls talið yfir 20 milljón hektarar. Indiánar við listasköpun. er tímar liðu. Aðrir ættstofnar voru neyddir til að yfirgefa lönd sín og urðu að flýja til annarra héraða; flýðu þeir flestir vestur á bóginn og leituðu nýrra heim- kynna þar; nokkrir þessara ætt- stofna búa nú í Oklahoma. Að- eins sterkustu og herskáustu ætt- stofnarnir í vestur- og suðvest- urríkjunum, hafa aldrei yfirgef- ið jarðir sínar. Þessir ættstofn- ar hafa varðveitt talsvert af sín- um upprunalegu siðum og venj- um, og hafa lifað á jörðum sín- um í blíðu og stríðu frá upp- hafi. Hin fráteknu svæði Indíán- anna í dag eru lönd í eigu þeirra ættstofna, sem á þeim búa, og hafa Indíánar eingöngu yfirráð yfir þeim. Hvort tveggja landið og tekjur þær, sem það gefur af sér, er undanþegið skatti. — Félag Indíánamálefna í Banda- ríkjunum sér um alla almenn- ingsþjónustu í löndum þessum, allt frá vegamálum til mennta- mála. Og Indíánar hafa nákvæmlega sömu mannréttindi og aðrir borg- arar í Bandaríkjunum. Lögin um ríkisborgararrétt allra Indíána voru samþykkt árið 1924 og hef- ur þeim verið framfylgt æ síð- an. Indíánarnir hafa kosningar- rétt hvort sem þeir búa á sínu eigin landi eða ekki. í>eir hafa fullan rétt til atvinnuleysistrygg Víða hafa Indíánar samlagazt öðrum íbúum Bandaríkjanna og gegna margir þeirra mikilvægum stöðum í þjóðfélaginu. Allmarg ir lögfræðingar, kennarar, lækn- ar og ríkisstarfsmenn víðs vegar um Bandaríkin eru Indíánar. En þótt fjögur hundruð ár séu liðin frá því að hvítir menn stigu á land í Bandaríkjunum, búa Indí- ánarnir ennþá flestir í sínum eigin héruðum og má búast við áður en það tíðkaðist annars stað ar í heiminum, og áhrifa frá matarmenningu Indíána gætir enn víða í Bandaríkjunum; má rekja uppruna ýmissa þjóðar- rétta til frumbyggjanna. Og á- hrif Indíánamenningar á þjóð- skipulag Bandaríkjanna á sér ennþá dýpri rætur. Grundvallar- skipulag flestra Indíánaættflokka er í eðli sínu slíkt, að það hefur tvímælalaust átt stóran bátt í Indíánar í viðhafnarbúningi. að svo verði enn um ókomin ár. En hvort heldur ameríski Indí- áninn heldur ættareinkennum sínum eður ei, gætir áhrifa þeirra víða í Bandaríkjunum. Þúsundir af Indíánanöfnum, svo sem Mon- ongahela, Minnesota, Appélachi- an, prýða landakort Bandaríkj- anna. Næstum helmingur ríkj- anna sjálfra hafa verið gefin heiti eftir Indíánaættstofnum, svo sem Massashusetts, Illinois, Miss- ouri og Dakota, og önnur eftir öðrum Indíánaorðum. Indíánarn- «• í Ameríku notuðu tóbak löngu uppbyggingu stjórnskipulags þess, sem ríkir í Bandaríkjunum. En hvernig var menningu Indí ánanna í Ameríku háttað, þegar hvítir menn stigu þar fyrst á land? Svörin við þeirri spurningu eru margþætt og flókin, því sann leikurinn er sá, að það er engin ein Indíánamenning til; það voru yfir 600 Indíánaættflokkar í Bandaríkjunum, þegar Kólumbus fann Ameríku, og hver þeirra hafði sína sérstöku menningu. Tungumál þessara ættflokka I voru af misjöfnu bergi brotin, og var skyldleiki þeirra engu meiri en skyldleiki japönsku og ensku eða pólsku og Urdu. Að ytra útliti voru þeir harla ólíkir; voru sumir þeirra háir vexti en aðrir smávaxnir; sumir voru dökkir á hörund en aðrir fíla- beinsgulir. Og sama er að segja um venjur þeirra og háttarlag, sem gat verið æði ólíkt; nægir þar að minnast hinna friðsömu Pueblos Indíána úr suðvestrinu annars vegar og hinna herskáu Iropuois norðaustursins hins veg- ar. Og hvað þá um þá ímynd Indí- ánans, sem kvikmyndir og ævin- týri hafa gert svo frægan; hinn gamalkunna, herskáa hestamann í skrautlegum búningi og með fjaðraskúf, sem þeysir ófriðlega um lönd og jarðir, og gerir aðsúg að ferðamönnum með óhljóðum og ófriði? Hvað sögulegum stað- reyndum viðvíkur, á þessi lýsing eingöngu við vissa ættbálka, þar á meðal hina frægu Sioux Indí- ána, sem bjuggu á hinni miklu víðáttu milli Missisippidalsins og Klettafjalla. Þá á þessi lýsing aðeins við á „hestaöld" þessara Indíána, sem byrjaði seint á átj- ándu öld og stóð yfir skemur en eina öld. En h»ort heldur um var að ræða veiðimenn, fiskimenn eða búendur; hirðingjaræningja eða friðsamlega þorpsbúa, áttu Indíán arnir það allir sameiginlegt, að þeir höfðu hinn mesta ímugust á hvítum innflytjendum í land þeirra. Er ekki að undra þótt þeim fyndist sér misboðið við komu hinna óboðnu gesta, sem óðu yfir lönd þeirra svo að þeir biðu óbætanlegt tjón af. Þannig hafa sumir ættflokkar, sérstak- lega í austurríkjunum, horfið með öllu; var þeim ýmist eytt, er hvítir menn tóku undir sig lönd þeirra, eða þeir sameinuð- ust smám saman hinum hvítu og töpuðu ættareinkennum sínum inga, ellilífeyris og hvers kyns annarar ríkisþjónustu. Þó er ekki þar með sagt, að ekki gæti nokkurs misréttis gagn- vart Indíánum enn þann dag í dag. Þótt þeir hafi lögum sam- kvæmt sömu mannréttindi og hvítir menn, gætir nokkurs mis- réttis sums staðar í Bandaríkjun- um, ekki sízt hvað snertir mat- söluhús, húsnæði og ýmsa þjón- ustu, sem ekki nær til yfirráða ríkisstjórnarinnar. Allt eru þetta áminníngar um, að vandamálið er ekki leyst ennþá. Það sem mestu máli skiptir er þó hitt, að málefni Indíána hafa tekið Imiklum framförum, enda eru þau einn liðurinn í að gera þá hugmynd sjálfstæðisyfirlýsingar- innar að veruleika, að „allir menn séu fæddir jafnir“. 1 löndum Indíána eru nú 260 skólar með um 39,000 nemend- um, en auk þess stunda um 70 þús. Indíánabörn skóla annars staðar í Bandaríkjunum. Sérstök áherzla er á það lögð að bæta heilsuvarnir í löndum Indíána, og hefur heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna gera sérstakar ráðstafanir til að byggja upp heilsuvarnir í löndum þeirra. Á ráðstefnu, sem haldin var í Chicago árið 1961 um málefni Indíána voru 700 Indíánaþátttak endur úr 70 ættflokkum. Kom glöggt fram á ráðstefnunni, að Indíánar óska eindregið eftir að halda landareignum sínum og kæra sig ekki um að blandast hvítum fyrir fullt og allt, eða telja sig ekki reiðubúna til þess. Ef Indíánar hins vegar yfirgefa heimkynni sín, er það hlutverk félags Indíánamálefna að greiða fyrir þeim veginn annars staðar. Venjulega flytjast þeir þá til borganna og blandast þá fljót- lega öðrum kynflokkum. Enda þótt hinir mörgu ætt- flokkar Indíána í Bandaríkjun- um hafi verið skiptir og talað 200 misjafnar tungur, hafa þeir komizt að raun um, að vanda- mál þeirra og annarra kynflokka mannkynsins eru lík, og að bezta leiðin til að ráða bót á þeim, er sameiginleg átök og samvinna þeirra allra. Indíánarnir í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.