Morgunblaðið - 26.01.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1965, Blaðsíða 2
2 MORGJJ NBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1965 Handritasýningin opnuð í dag í Ríkisiistasafninu í gær. 25. jan. var fréttamönnum boðið' að sjá Handritasýning- una í Ríkislistasafninu í Kaupmannahöfn. Var þá meðfylgj- andi mynd tekin — en hún sýnir Palle Birkelund forstöðu- mann Konun,gsbókhlöðu með handritið af Flateyjarbók. — Birkelund var einn þeirra, sem árið 1961 útbjuggu lista yfir liandrit er telja mátti að féllu undir afhendingarskilyrði frumvarps dönsku stjórnarinnar. Einkaskeyti til Mbl. 25. janúar. | Á MORGUN, þriðjudag, verður opnuð í Ríkis- listasafninu, „Statens Muse um for Kunst“, sýning á ís- lenzkum handritum, ásamt bókmenntum, er að þeim lúta, og listaverkum og bók menntum, sem orðin eru til fyrir áhrif handritanna. Til þessarar sýningar er stofnað að tilhlutan Árna Magnússonar nefndarinnar, Konungsbókhlöðu og Ríkis- listasafnsins og er að sjálf- sögðu til komin vegna um- ræðnanna um frumvarp stjórnarinnar um handrita- gjöfina til íslands. í sýningarskrá segir þó, að þeir, sem átt hafa frumkvaeð- ið að því, að sýningin er hald- in. hafi ekki þurft annað til- efni en þá þökk, er dönsk menninig hafi alltaf átt að gjalda hinum íslenzka menn- ingararfi og handritunum yfirleitt. Við þetta verður þó að bæta, að aldrei fyrr hafa þeir séð ástæðu til að gefa dönskum almenningi með slíkum hætti innsýn í stöðu handritanna í dönsku menn- ingarlífi. j leit að tákni um mikilvægi hins norræna menningararfs í Danmörku hefur verið gengið svo langt að taka á sýninguna danska bók um samvinnuhreyfing- una, aðeins vegna myndarinn- ar af Heimdalli, sem er á umslagi bókarinnar. Annars verður því ekki neitað, að forráðamenn sýn- ingarinnar hafa lagt sig í líma um að halda hlutleysi. Þar getur að líta ríkulegt úrval ritverka, er byggjast á hand- ritunum og þar skipa þeir Jón Helgason, Sigurður Nor- dal, Finnur Jónsson og fleiri veglegan sess. W Þrjú sýnloigarherbergi. Sýningin er í þremur her- bergjum safnsins. í því fyrsta eru útgáfur, er byggjast á handritunum, auk erfðaskrár Árna Magnússonar. Ennfrem- ur nótnaskrif, sem eiga upp- runa sinn í norrænhi góða- fræði og skáldrit eftir Ohlen- schlæger, Grundvig, Johannes V. Jensen og Thöger Larsen byggð á fornnorrænum efni- við. Af ritum um handritin er bók Paul Möllers, þing- manns hið nýjasta. í næsta herbergi eru sjálf handritin — og er helzt þeirra Jónsbók frá 1264. í>ar er og elzta handritið, sem til er, — tvö blöð úr prédikasafni frá 1160 eða þar um bil. Enn- fremur tvö stór myndskreytt handrit af Jónsbók mynd- skreytt, frá síðari hluta 14. aldar — m.a. með heilsíÖu- mynd af Óla/fi helga. >á íHöfn almanak frá byrjun 13. aldar með heilsiðumynd af Maríu með Jesúbarnið. Af íslend- ingasögum eru meðal annars handrit frá 13. og 14. öid af Egils sögu, Njáls sögu, Lax- dælu og Eiríks íögu rauða. Og af Konungssögum er hið mikla handrit frá u.þ.b. 1400 með Ólafs sögu Tryggvasonar og Ólafs sögu helga. Handrit- in tíu, sem Friðrik III. fékk frá Brynjólfi biskupi Sveins- syni og fimm skinnbækur, sem Torfæus, sagnaritari kon- ungs, komst yfir, njóta sín ljómandi vel á sýningunni. Frá Stokkhólmi hefur Bergs- bók verið fengin að láni. í þriðja herberginu getur að líta myndlist, sem til er orðin fyrir áhrif handritanna. >ar er t.d. hið stóra málverk Constantíns Hansens „Heim- boð Ægis“, frá 1855, sem talið er með helztu verkum málar- ans. Einnig málverk Eckers- bergs frá 1815 — „Dauði Baldurs“, og frummynd Önnu Marie Carl-Nielsens, að lág- myndinni „Egill Skallagríms- son ríður heimleiðis með lík drukknaðs sonar síns“. Lág- myndin hefur verið gefin íslenzka ríkinu. í miðjum salnum stendur afsteypa af höggmynd eftir Kai Nielsen. Einnig eru í þessu herbergi teikningar og svartlist. f sambandi við sýninguna hefur verið gefin út 06 síðna bók með heitinu „íslenzk handrit og dönsk menning“. Hefur hún að geyma fimm ritgerðir og er fallega mynd- skreytt, m.a. 15 litmyndum, sem einnig hafa verið gefnar út sem póstkort. Sýningunni lýkur væntan- ‘lega 14. marz n. k. — Rytgaard. hefði lagt grundvöll að stofnun I hill hefði verið mesti persónu- leiki nútímasögu Bretlands. Hann hefði sýnt hreysti og víðsýni — Andi hans Framhald af bls. 1 1 samúðarskeyti til Lady tíhurchill segir de Gaulle Frakk- landsforseti m.a.: .,Við lát Churchills hef ég misst vopna- bróður og góðan vin. Hans mun ætíð vera minnzt fyrir hið mikla framlag sitt frönsku þjóðinni til frelsunar og til frelsis í heim inum. Ég sjálfur, fjölskyída mín og fransika þjóðin öll fylltist djúpri sorg við fregnina um and iát Churc!hills.“ Kanzlari V.->ýzkalands, Lud- wig Erhard, sagði í gær, er hann fregnaði lát Sir Winstons, að Þjóðverjar þekktu hann sem mikinn og ósættanlegan fjand- mann á ófriðartímum en á frið artímum sem mann fullan sátt- fýsi. ,.Hann stjórnaði styrjöld- inni með krafti og hörku“, segir Erhard. „en að henni lokinni var haún fyrstur stjórnmálaleiðtoga sigurvegaranna til þess að rétta fram hönd til sátta, í því augna- miði að sameina Evrópu." Robert Menzies, forsætisráð- herra Ástralíu. sagði m.a.: „Allt mannkyn stendur í þakkarskuld við Sir Winston." V Thant, framkvæmdarstjóri S> sagði: „Churchill var eitt af mikilmennum vorra tíma og allra alda.“ I samúðarskeyti til Lady Churchill sagði Titó Júgóslavíu- focseti m. a.: „Ég er þeirrar trú- ar, að þjóðirnar, sem börðust gegn fasistum minnist allar bar- áttuþreks hans með þakklæti og einnig þrotlauss starfs hans og framlags hans til sigurs banda- manna í heimsstyrjöldinni síðari. Eisenhower, fyrrv, Bandaríkja- forseti, sagði um Churchill: „Bret ar hafa misst einn af sínum mikil bæfustu leiðtogum og heimurinn eitt aí mikilmennum nútímans. Hinn óbilanói kjarkur Sir Winstons og trú hans á samfélag frjálsra þjóða er öllum fordæmi.“ Attl'*e lávarður, varaforsætis- ráðherra, í stjórn Churchitls á árum síðari heimsstyrjaldarinnar sagði m. a. : „Heimsstyjöldin gaf Sir Winston tækifæri til að beita öllum sínum miklu hæfileikum, og hann var einstaklega vel til þess fallinn að vera leiðtogi þjóð- ar sinnar á alvarlegum tímum.“ Truman, fyrrv. Bandaríkjafor- seti sagði m. a. : I>ótt Sir Winston sé látinn mun andi hans iifa um aldir. Hann er tákn vilja manns- ins til að verá frjáls og hugrekkis mannsins til þéss að berjast til sigurs gegn þeim, sem ógna freisi hans. Mér veittist sú á- nægja að kynnast Sir Winston og starfa með honum á örlaga- tímum sögunnar, þegar hugrekki hans réð úrslitum í baráttunni gegn öflum myrkursins." Adenauer, fyrrv. kanzlari V- Þýzkalands, sem Churchill sagði eitt sinn að væri mesti maður, er Þýzkaland hefði alið eftir Bis- marck, sagði, að afstaða Sir Winstons 'hefði gert Þjóðverjum kleift að setjast á bekk með hin- um frjálsu þjóðum heims og Þjóðverjuni hlytu að verá þakk- látir fyrir framlag hins mikla ■ stjórnmálamánns á því sviði. Poul Reynaud, sem var for- sætisráðherra Frakka 1940, er Þjóðverjar gerðu innrásina sagði, að mesti maður vorra tíma og sá mesti í sögu Bretlands væri nú horfinn af sjónarsviðinu. Rithöfundurinn Sofnerset Maugham, sem hélt í dag upp á 91. afmælisdag sinn var vinur Churchills í, 59 ár. Hann sagði: „Fregnin um andlát hans hryggir mig mjög. Við höfum misst mesta mann vorra tíma og persónulega hef ég misst gamlan og góðan vin.“ Þegar Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna kom saman til fundar í dag, var Sir Winstons minnzt og fundi slitið að því loknu. Forseti Allsherjarþingis- ins, Qualson-Sakey sagði, að Churchill hefði verið mesti stjórn málamaður aldarinnar og lögð var áherzla á að Sir Winston SÞ. Á fundi Evrópuráðsins í Strasbourg var Sir Winstons minnzt í dag og einnig í höfuð- stöðvum Atlantshafsbandalags- ins. Manlio Brozio, framkvæmda- stjóri bandalagsins hélt stutta minningarræðu og sagði m.a., að hann vildi minna á, að Sir Winst- on hefði hvatt til vináttu Frakk- lands og V.-Þýzkalands og með því vísað leiðina til samstarfs Evrópu og hins vestræna heims, eins og það væri í dag með Efna- hagsbandalagið og Atlantshafs- bandalagið í fararbroddi. Blöð í Bandaríkjunum minnt- ust Churchills rtieð aukablöðum og í lengra máli, en nokkurs eriends stjórnmálamanns til þessa. „The New York Tjmes“ segir m.a., að hann gnæfi eins og skýjakljúfur, yfir aðra merka stjórnmálamenn“. Frá því í byrjun 19. aldar hef- ur brezka blaðið „The Times“ notað fórsíðu sina undir auglýs- ingar. Á árum fyrri heims- styrjaldarinnar voru tvisvar fréttir á síðunni, en sl. 50 ár hefur fyrri venja haldizt óbreytt á hverju sem hefur gengið þar til í dag, að blaðið minnzt Churc- hills með grein á forsíðu. „Izvestija“ málgagn Sovét- stjórnarinnar fer lofsamlegum orðum um Churchill fyrir bar- áttu hans í síðari heimsstyrjöld- inni, en gacgnrýnir hann fyrir heimsvaldastefnu, and-kommún- isma og segir hann upphafs- mann kalda stríðsins. Fréttaritarar í Póllandi segja, að þar hafi Sir Winstons verið minnzt með vinsemd. Blað kommúnistaflokks Tékkó- slóvakíu „Rude Pravo“ sagði m.a., að þrátt fyrir andstöðu sína gegn kommúnismanum, hafi Churchill ekki hikað við að taka höndum saman við Sovétríkin gegn fasistum. Útvarpið í Tékkó- slóvakiu sagði ma„ að Churc- í baráttunni gegn nazismanum, en téjckneska þjóðin hefði aldrei getað sætt sig-við hve sjónarmið hans voru fjandsamleg kommún- istum. Tékkum hafi ekki fallið ræður hans, sem hafi átt mikinn þátt í því að kalda stríðið hófst, segir útvarpið, en þeir hafi um leið virt hann eins og hans eigin landsmenn gerðu, fyrir fram- göngu hans á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Vatnslaust á Akranesi AKRANESI, 25. jan. — Vatns- laust verffur hér í bænum á morgun, þvi aff affalvatnsæff sprakk efst í bænum fyrir of- an mjólkurstöðina á Esju- braut 2. Kennsla fellur því niður í öllum skóliim hér á morgun. ólafur Þrosteinsson, verkstjóri, bjóst við að takast mætti að gera við vatnsæðina á einum degi. — Oddur. Tveir skipverjar slasast á Uranusi f GÆRMORGUN kom togari >n Úranus liingað með fjór-* slasa ja skipverja. Þrír þeirra höfffu slas- ast er hnútur lenti yfir skipíff. Tveir mannanna fótbrotnuðu, annar með opiff brot, og voru báðir fluttir á sjúkrahús. Hinn þriffji var lítillega haltur og fór meff skipinu á veiffar aftur. Skipið var nýkomið á veiðar og hafði tekið fyrsta halið. Var skipið á reki ag voru fyrrnefndir skipverjar að netaaðgerð. Fjórði skipverjinn hafði orðið fyrir wírstungu og var gert sð meiðslum hans og hélt hann út með skipinu þegar í gær. Sex útköll SLÖKKVILIÐIÐ í Reykja -ík var kallað 6 sinnum út um heig- ina en ekkert útkallið var vegna alvarlegs bruna, nema að Austur- stræti 3, þar sem^ kviknaði í á efstu hæð. Var þá gert allsherjar- útkall, því þarna eru í hætcu mörg gömul timburhús saman. í GÆR var vindur suðlægur kaldi og þurrt en víðast skýj- og hlýtt hér á landi. Talsverð- að. í New York var hiti um ur vindur var vestan lands en frostmark og svipað má segja úrkomulítið. Á N-landi var un* Norðuilöndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.