Morgunblaðið - 26.01.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1965, Blaðsíða 23
ÞriSjudagur 1%. janúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Sovét-listamemn Framhald af bLs. 1 Moskvu að ný réttarhold verði fyrirskipuð gegn hon um. Hinsvegar er litið svo á að greinin í tímaritinu sé skrifuð til þess að skipa Ehrenburg „réttan“ sess í bókmenntasögunni. Greinin í málgagni rithöf- undasamtakanna er skrifuð í tilefni af gagnrýni, sem ný-1 lega birtist á opinberum vett- vangi um nýjustu bækur Ehrenburgs. Er þar sagt að Ehrenburg hafi sætt órétt- mætri gagnrýni fyrir fyrri verk sín. Segir tímaritið sið- an: „En í rauninni gerði Ehr- enburg sig sekan um alvarleg- ar mistúlkanir og rangfærsl- ur í sumum verka sinna rétt eftir byltinguna. Það er engin ástæða til að þegja um þessa staðreynd, jafnvel þótt Ehren- burg hafi seinna yfirunnið þá erfiðleika, sem stóðu í vegi fyrir þróun hans“. Gagnrýnin á Ehrenburg birt ist, sem fyrr segir, á laugar- dag. Svo birtist á sunnudag kveðja yfirvaldanna til ann- arra listamanna. Þá birtir aðal málgagn Sovétstjórnarinnar, Pravda, .forustugrein þar sem sovézkir listmálarar og rithöf- undar eru áminntir um að list- in eigi að stuðla að framgangi stefnuskrár kommúnista. Seg- ir blaðið að flokkurinn krefj- ist þess að listamennirnir séu trúir kenningunni um „hetju Sovétríkjanna". „Menningarsamtökin eiga að sameina félaga sína í barátt- unni fyrir því að áherzla verði lögð á kommúnismann í verk- um þeirra, og þeir berjist ein- dregið gegn upplausninni, sem fylgir borgaralegri list“. Margir sovézkir listamenn vonuðu að brottrekstur Krús- jeffs frá völdum sl. haust táknaði breytingu í stefnu Sovétstjórnarinnar gagnvart Hstinni, en greínarnar tvær, sem nefndar eru hér að fram- an, sýna að svo er ekki, Aldrci mikil fönn við Djúp ÞÚFUM, 23. jan. — Nú er komið ágætt veður eftir frosta og stormakaflann. Hér við Djúp kom aldrei mikil fönn og vegir yfirleitt færir, þó þungt væri fyrir sumsstaðar. Höfum við hér sloppið við fannkyngið, sem sumsstaðar kom. En á Mjóafirði og Skötufirði er is innarlega, sem torveldar samgöngur. Hestar eru yfirleitt á útigangi við góða haga, en sauðfé alls staðar á húsi við gjöf og ú.tbeit. — P. P. — Jón Leifs Framhald af bls. 24 að fá verk sín flutt á fullkom inn háft. Það er aðeins um 1% af mínum verkum, miðað við minútulengd, sem hafa verið ffutt hér á landi og þá á mjög ófullkominn hátt, sem þó kannski gefur einhverjar hugmyndir um þau. Maður veit það ekki. — Annars hef ég alltaf ver ið þeirrar skoðunar að úthluta ætti listamannalaunum jafnt til allra, nema þá gerðar væru undantekningar eins og með Finnlands Akademi, þar sem 12 listamenn og visindamenn fá hæstu laun sem rikið veitir og launaðan aðstoðarmann til að geta helgað sig eingöngu sinni starfsgrein. Það er eitt- hvert vit í því. — Svo er það vinnustaður- inn. Það er enginn staður á landinu, ekki einu sinni kofi, þar sem listamaðurinn getur unnið óáreittur. Gunnar Gunn arsson gaf rikinu Skriðuklaust ur með því fororði, að þyr yrðu tekin frá ein 3 herbergi og eldhús fyrir rithöfunda eða listamann. Það hefur ekki verið gert ennþá. Davíð skáld á trðppum húss síns á Akureyrl. Urai 1100 mamis heim- sóttu Davúðshús Akureyri, 25. jan. U M 1100 manns heimsóttu Davíðshús á Akureyri dagana 21.—24. jan., en þá var húsið al- menningi til sýnis í tilefni sjö- tugsafmælis skáldsins. Er miðað við tölu þeirra, sem rituðu nöfn sín í gestabók hússins, en vitað er um marga, sem komu oftar en einu sinni, og aðra, sem ekki gáfu sér tíma til að standa i biðröð .til þess að komast að bókinni. Sér- staklega var aðsókn mikil á sunnu daginn. Umgengni og framkoma gesta var til fyrirmyndar. Menn gengu 'hljciðlega um húsið. töluðu saman f hálfum hljóðum og undruðust með lotningu og aðdáun hve margt merkilegt var þarna að sjá. Menn skynjuðu helgi húss- ins og stundarinnar og margir drógu skó af fótum sér áður en þeir gengu inn. A sunnudagskvöld, þegar hús- inu var lolcað, flutti Þórarinn Björnsson, skólameistari, nokkur orð til þeirra, sem þar voru þá staddir, og Gunnar Stefánsson, nemandi í V. bekk MA, las, við mikla brifningu, kvæði Davíðs, Stefánssonar, „Segið það móður mittiú". — Sv. P, 25. jan. (AP) Celia Sandys. dótturdóttir Churchills (dóttir Diönu og Dunoan Sandys) og Mmrf Soames, dótir Churchills, á leið til Hyde Park Gate í dag. — 67 ár síðan Framhald af bls. 1 Athöfnin hófst með því, að Har- old Wilson, forsaétisráðherra, las tilkynningu drottningar um út- för Sir Winstons og hún var sam- þykkt samhljóða. I boðskapv drottningar sagði m.a., að hún óskaði, að þingið samþykkti tillögu hennar um út för mannsins. „sem þjónaði landi sínu í meir en hálfa öld og var á mestu hættu tímum leiðtoginn, sem veitti henni styrk og ávann sér aðdáun allra.“ Wilson fkitti sfðan minningar- orð og kvaðst vilja votta virð- in.gu sína miklum stjórnmála- manni, miklum þingleiðtoga og miklum leiðtoga þjóðarinnar. Síð an sagði Wilson m.a. „Sir Slys Laust eftir kl. 10 á laugar- dagskvöld varð árekstur skammt fyrir sunnan Hvaleyrarholt á Keflavíkurvegi er fólksbifreið með sex farþegum lenti saman við vörubifreið. Farþegar fólks- bifreiðarinnar voru fluttir á Slysavarðstofuna í Reykjavík og slösuðust sumir allmikið, en eng inn að talinn er mjög hættulega. Um miðnætti á föstudagskvöld valt lítill fólksbíll á svipuðum sló'ðum og var ökumaður einn í binum, en slasaðist ekki að marki. Washington, 25. jan. (NTB). JOHNSON, Bandaríkjaforseti, lagði í dag fyrir þingið fjárlaga- frumvarp stjórnarinnar fyrir árin 1965—66. En fjárlagaárið er frá og til 1. júlí. Samkvæmt frumvarpinu eru útgjöld ríkisins áætluð $09,7 þús. milljónir næsta ár, og er þá reiknað með auknum fjárveiting um til almannatrygginga. Útgjöld til varnarmála lækka nokkuð, og sömuleiðis skattar einstaklinga. ' Úraþjóinaður | UM KL. 6 á sunnudagsmorg- ) un, að því er talið er, var sýn I 1 ingargluggi í úraverzlun Búa 1 Jóhannssonar, Þingholtsstræti / 1, brotinn með stórum steini. ) Úr glugganum var stolið sex I eða sjö vönduðum karlmanns- 1 úrum af gerðunum Pierpoint í og Certina. Málið er í rann- / sókn, en þeir sem einhverjár ) upplýsingár gætu gefið, um 1 i'mannferðir við verzlunina i o. s. frv. aðfararnótt sunnu- / dags, eru vinsamlegast beðnir ) að hafa samband við rannsókn I 1 arlögregluna. í Winston Ohurohill og sú þjóð- saga, sem hann varð löngu áður en hann lézt, ei1 ekki aðeins eign Englands e'ða brezka samveld- isins. heldur alls heimsins, ekki aðeins okkar tíma, heldur sögunn ar.“ Wilson talaði um sigra og ósigra Churohills í þinginu og sagði, að hann hefði verið barn Neðri málstofunnar,- afkomandi hennar og jafnframt 1 öllum skilningi, faðir hennar. Hljóð- látt lóíatak fór um salinn þegar forsætisráðherrann lauk ræðu sinni með eftiríarandi or'ðum: „Hann var góður þingmaður." Formaður íhaldsflokksins. Sir Alec Douglas Home sagði m.a. í ræðu sinni, að allir þingmenn Neðri málsstofunnar vissu að nærvera Ghurohills hefði veitt þeim þann heiður að umgangast einn af mestu mönnum sögunnar, sem á styrjaldartímim hafi verið óbifanlegup klettur. Jo Grimmond, formaður Frjáls lyndaflokksins sagði m.a., að Churchill hefði verið mikill ein staklingshyggjumaður hann hafi hvorki látið völdin spilla sér né velgengnina stíga sér til höfuðs. Meðal þeirra, sem sátu á á- heyrandabekkjunum meðan á at höfninni stóð, voru tvær dætur Sir Winstons. frú Mary Soames og Saráh Ohurohill og sonarson- ur hans Winston. Meðal þeirra, sem minntust, Sir Winstons í lávarðadeildinni var Attlee lávarður, sem var aðstoðar forsætisráðherra í stjórn hans á styrjaldarárunum. Frétt frá frönsku fréttastof- unni Afp hermir, að Wilson, forsætisráðherra, hafi lagt til að sæti Sir Winstons í Neðri málsstofunni verði autt um ó- komna framtíð tíl minningar um manninn. sem sat þar um ára- tugabil. ÞJÓÐARLEIDTOGAR TIL LONDON Meðal þeirra, sem tilkynnt hafa komu sína til London í til— efni útfarar Sir Winstons, eru de Gaulle, Frakklandsforseti, og Ludwig Erhard, kánzlari V.Þýzka lands. Ekki er enn vitað hvort Johnson Bandaríkjaforseti vei'ð Ur vrðstaddur útförina. en lækn- ar hans munu skera úr um það einhvern næstu daga. Hefur Johnson lýst því yfir, að hann fari til London svo framarlega sem læknarnir leyfi. Annars verða Hubert Humph- rey, varaforseti og frú Johnson, fulltrúar Bandaríkjanna. Einnig verður Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi Bandaríkjaforseti viðstaddur útförina. Ólafur Noregskonungur, Frið rik Danakonungur og Konstan- tín Grikkjakonungur hafa til- kynnt komu sina til London, en Bertil prins verður fulltrú* sæ nsku konungstjölsky Idumiar. Gert er ráð fyrir áð forsætis- ráðherrar allra ríkja innan hezkíi samveldisins komi tii útfarar Sir Winstons. Sovétstjórnin hefur enn ektci ákveðið hver verði fulltrúi henn ar, en' Quaison-Sakey, forseti Allsherjarþings' Sameinuðu þjóð anna, verður fulltrúi samtakanna við útförina. ÚTFÖRIN Athöfnin á laugardag hefst kL 9.35 að staðar tíma (8.35 ísl. tími) og verður kista Churchills flutt á íallbyssuvagni frá West minster Hall til St. Páls kirkj- unnar. Frá þeim tíma til miðnætt is á laugardag, mun hin fræga klukka, Big Ben, vera hljóð. Fall byssuvagninn, sem ber feistu Churchills er sá sami og ,bar Georg VI konung við útför hans. Á leiðinni frá Westminster Haíl til St. Pálskirkjunnar fylgja ætt ingjar Sir Winstons kistu haos, einnig um 7 þús. hermenn úr öllum deildum brezka hersins. Elísabet Englaridsdrottning, aðr ir þjóðhöfðingjar og eriendir gestir verða ekki i líkfylgdinni, en koma til kirkjunnar skömmu á undan henni. Líkfylgdin fer um eftirfarandi götur: New Pai- ace Yard, Parliament Stéeet, Whitehall, Trafalgar-torg, Strand Fleet Street og Ludgate Hill. Athöfnin í St. Páls kirkjunni hefst kl. 10 að staðar tíma og stendur ti> kl. 11.30, en hana framkvæmir erkibiskupinn a£ Kantarabbrg. Að henni lokinni heldur likfylgdin til bryggju við Thgmes, nálægt Tower of Lond- on. Á þessari leið verður Skotið 90 skotum, jafn mörgum og ár- in voru, sem Sir Winston lifði. Frá bryggjunni við Thames .verð ur líkkistan flutt upp eftir Tham es með fljótabátnum „Haven- gore" að Westminster^bryggju bg herflugvélar fljúga yfir. í fjölskyldugrafreít Frá Westminster bryggju yerð ur kistan flutt til Waterloo-stöðv arinnar, en þar bíður sérátök járn brautarlest, sem flytur kistuna til Handborough, járnbraatar- stöðvarinnar nálægt heimili f»r- feðra Sir Winstons ífBlenheim. Með lestinni verða aðeins ætt- ingjar hins látna. í lítilli kapellu í Bladon verður 20 mínútna at- höfn, en síðan verður Sir Win- ston jarðsettur í fjölskyldugraf- reit i Bladon-kirkjugarði. Það var hertoginn af Norfolk, sem skýrði frá tilhögun útfarar- innar á fundi með fréttamörmum í dag. Hann sagði, að ekki yrði fyrirskipuð þjóðarsorg í Bret- landi vegna láts Sir Winstons. Fjölskylda hans vildi að hveíjttm einstökum væri frjálst að bejðra minningu hans að eigin ósk. Þó befur Lady Churohill beóið uin, að engin blótn verði send.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.