Morgunblaðið - 29.01.1965, Side 15

Morgunblaðið - 29.01.1965, Side 15
Fostudagur 29. Janúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 FANGARIMIR í ALTONA The Condemned of Altona (I Sequestrati di Altona). — Frönsk-ítölsk mynd með ensku tali. 113 mín., Nýja Bíó. Hand- rit: Abby Mann of Cesare Zavattini eftir leikriti Jean- Paul Sartre. Aðalkvikmyndari: Roberto Gerardi. Framleiðandi: Carlo Ponti. Leikstjóri: Vitt- orio De Sica. Söguþráðurinn: Gerlach (Fred- ric March), hið harða höfuð fjöl- skyldu sinnar, hefur fengið þann læknisdóm, að hann eigi stutt eftir ólifað vegna krabbameins í hálsi. Hann kallar á sinn fund soninn Werner (Robert Wagner) ásamt konu hans Jóhönnu (Sophia Loren). Werner, hinum veikgeðja, er ætlað að taka við hinu mikla fyrirtæki, en dóttirin Leni (Francoise Prévost) talar sífellt um að sonurinn Franz (Maximilian Schell), sem þó er talinn látinn, eigi að taka við. Og Jóhanna kemst brátt að því að hann er enn á lífi og býr uppi á háalofti, hálfgeggjaður af sam- vizkubiti vegna glæpa sinna og þjóðarinnar þýzku. Hann hefur urinn, og þá fyrst og fremst leik- ur Fredric March. Parinu De Sica-Loren, sem tókst allvel upp í Tveim konum, mistekst að leika sama leikinn aftur í þessari mynd. Enda eru þau einhverjar síðustu manneskjurnar, sem manni gæti dottið í hug að ættu að túlka Sartre. Og það sem er átakanlegast í myndinni er leik- ur eða vanleikur Sophiu Loren, þótt henni sé í verndarskyni sleppj við átakamestu hluta leiks ins. Að vísu er hlutverkið ill- höndlanlegt, en hin átakanleg- ustu augnablik hennar verða þó enn átakanlegri fyrir áhorfand- ann, a.m.k. undirritaðan. Sökin á þessu liggur hjá þeim sem skipa þessa annars góðu leikkonu í óhæfandi hlutverk. En það sem ber myndina uppi er frábær leikur Fredric March í hlutverki Gerlachs, hörkulegur en samt mannúðlegur og er gam- an að bera saman hvað mikið svipar til túlkun hans og Brynj- ólfs Jóhannessonar á sömu per- sónu. Og raunar þurfa íslenzku leikendurnir í leikriti Sartres ekki að minnkast sín við saman- burð á frammistöðu þeirra og Fredric March og Maximilian Schell. tekið „syndir heimsins á sínar herðar.“ í myrkri einverunnar lifir hann aðeins í frásögnum systur sinnar af upplognum þján- ingum þjóðarinnar. Hann lifir á ostrum og kampavíni og benz- endrini sem systir hans færir honum og mök hans eru aðeins við hana. En Jóhanna leiðir hann í allan sannleika. Fátæktar og eymdarsagan er aðeins blekking. Þýzkaland er orðið stórveldi á ný. Hinir endanlegu samfundir feðganna (sem er lítt skil gerð í myndinni samanborið við leik- ritið) verða til þess að Franz gerir — vegna þáttar síns og föð- ur síns í glæpum Þýzkalands — snöggan endi á líf beggja. En vöxtur Þýzkalands heldur áfram. En hvort það er í átt til friðar- veldis eða nýnazisma veit eng- inn enn. Eitt sinn var Vittorio De Sica einn mesti kvikmyndastjóri heimsins. Það var á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hver kvikmyndin á fætur annarri færðu heim sanninn um þetta: Reið- hjólasmiðurinn, Sciuscia, Krafta- verk í Mílanó, Umberto D. Eftir því sem árin liðu fölnaði þessi stjarna neo-realismans og nú á síðustu árum er fátt í kvikmynda stjórn hans, sem gæti fengið mann til að trúa því að þessi maður hafi eitt sinn verið mikill kvikmyndaskapari. Það sem gef- ur Föngunum í Altona mest gildi er ekki leikstjórnin heldur leik- kvikmyndaleikaranna, sízt af öllu Helgi Skúlason, sem vel getur hampað sínum Silfurlampa fram- an í hinn Oscars-verðlaunaða Maximilian Schell. Þetta er ekki. sagt til að gera lítið úr hlut Schells sem sýnir magnþrunginn skynsemdarleik. Og ekki má gleyma ágætum leik Francoise Prévost í hlutverki Leni. En mis- tökin Robert Wagner bera vitni um Hollywood-isku De Sica sein- ustu árin. Hver skyldi hafa trúað því að De Sica, einn bezti túlkandi hins einfalda lífs hversdagsmannsins, ætti eftir að verða verkfæri aug- lýsingamanna, sem bjóða sýnend- um myndarinnar að auglýsa hana með „Soffíu-cocktailum" og að framreiða málsverði í veitinga húsum fyrir fólk sem geðjast að „matseðlum fyrir megrunarfólk, sem vill vera í Altona-stílnum“ („Menus for«Dieters Who Want to Be Altona“), þar sem eingöngu er borið fram ostrur og kampa- vín, sem var aðalfæða Franz Gerlachs. Því ekki að hafa benz- endrine á matseðlinum líka og reisa nokkra gasklefa í auglýs- ingaskyni? Það er ekki auðvelt að geta sér til hvað komið hefur De Sica til að kvikmynda leikrit Sartres, því hann er alls ekki „intellectúal“ leikstjóri. Heimur sá sem De Sica hefur skapað og heimur Cartres eru óskyldir heimar, enda reyn- ast flestar tilraunir hans áhrifa- Framthald á bls. 23 CHERRY RED LITAR VEFNAÐ VEL DRUMMER UTIJR GULBLEIKT 3 v: < 3 c*c. ÉG ER LÍKA NÝLITUÐ MEÐ DRUMMER TAULIT DRUMMER LITAR: NYLON BÓMULL • LÍN ULL SILKI GERFISILKI RAYON ACETATE SILKI „CELANESE" ÓPLÍSERAÐ „TRICEL"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.