Morgunblaðið - 29.01.1965, Síða 22

Morgunblaðið - 29.01.1965, Síða 22
MORCU N**iAO/Ð Föstudagur 29. janúar 196S «o 4L>£-, Mdðir keypti son sinn á 4 þús. pund Einsdæmi i enskri knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu enskrar knattspyrnu hefur það skeð að leikmaður hefur verið seldur sinni eigin móður. Á miðviku- dag samdi enska 2. deldar ’iðið Charlton að samningi um að selja S-Afríkumanninn Cliff Durandt — og kaupandinn er móðir Cliffs. Mamman, sem heitir frú Letty Durant, kom fyrir þremur vik- um til Lundúna í því eina markmiði að fá son sinn heim til að starfa við fyrirtæki æbtar- innar. En sá var galli á giötf Njarðar að sonurinn hafði und- irritað atvinnusamning við Char- lon-liðið sem gilti til ákveðins tíma — og þar að auki „átti“ félagið sölurétt á drengnum er samningurinn rynni út. Þetta eru ekki aðrar regiur en gidda um hvern þann er gengur at- vinnumennsku í knattspyrnu á hönd. Forráðamenn Charl'bn sögðu gömlu konunni, að þeir vildu ekki láta Ciiff af hendi nema hún greiddi ákveðna peninga- upphæð til félagsins. Upphatf- lega krafðist félagið 5000 sterl- ingspunda eða um 600 þús. ístt. kr. Þegar símað var heim til „pabba gamla“ í S-Afríku fannst honum þetta heldur mik- ið fé og þá byrjaði þrasið um greiðsluna. í gær voru gerðir samningar og var endanleg greiðsla gömiu kommnar fyrir að fá soninn heim til að reka fyrirtækið 4 þúsund sterlingspumd eða um 480 þús. krónur. Skíðaferðir og S km lantís- gangan SKÍÐAFERÐIR um helgina verða á laugardag kl. 2 og kl. 6 og á sunnudag kl. 10 og kl. 1. Á sunnudaginn verður hægt að ganga 5 km skíðalandsgönguna á 5 stöðum eða í Jósefsdal, við Skála ÍR í Hamragili, við skála KR í Skálafejli, við ÍK skálann í Skálafelli og við Skíðaskálann í Hveradölum. Firmakeppni skíða- manna á sunnudag 30 f&rrrni keppa til úrslita FIRMAKEPPNI Skíðaráðs Reykjavíkur 1965 fer fram næsta sunnudag 31. janúar í Hamm- gili við ÍR-skálann. Keppni hefst kl. 1.30, en keppendur mæti fyrir hádegi. Skíðadeild ÍR annast Knattspyrnu- stjörnur d Adamsklælum i ÞAÐ ER víða, sem hneykslin gerast. Nú síðast fóru hinir frægu knattspyrnumenn enska liðsins Everton frá Liverpool yf ir mörg mörk velsæmisins — og var fleygt út af gistihúsi er þeir höfðu flutzt inn í í Leeds. Ever- ton og Leeds eiga að mætast í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn en komu til Leeds þegar á miðvikudag. Og hlutverk sitt á laugardag inn tóku leikmenn alvarlega. Þeir hófu um kl. 2:30 um nóttina, að kasta stólum gistihússins út um glugga og aðrir innanstokksmun ir margir hverjir fóru sömu leið. Var þó lítt hafzt að af hálfu gisti hússins um sinn. En þegar ganga stúlkurnar tóku að kvarta yfir því að leikmennirnir gengju á Adamsklæðum um húsið, þá þótti gistihússtjóranum nóg kom ið og lét fleygja öllum stjörnun um út. — (NTB). framkvæmd mótsins. Bílferðir verða frá B.S.R. kl. 10 og kl. 1 á sunnudaginn. Öll fyrirtæki, sem styðja Skíðaráð Reykjavíkur í keppni þessari eru boðin að korna á mótsstað. Sameiginleg kaffidrykkja með umboðsmönn- um fyrirtækjanna, keppendum og starfsmönnum verður í lR- skálanum að keppni lokinni. Þar sem erfitt er að ná til allra fyrir- tækjanna vonast Skíðaráðið til að fyrirtækin taki boð þetta gilt hér. Um 100 fyrirtæki hafa verið með í undanrásinni, sem farið hefur fram við skála félaganna. f úrslitakeppninni á sunnudag- inn eru 30 firma. 12 verðlaun (farandgikarar) verða veitt, og fer verðlaunaafhendingin fram við kaffidrykkjuna í skálanum eftir keppni. Skíðaráð Reykja- víkur þakkar öllum þeim, er styrkt hafa starfsemi ráðsins. Leðurverzlun Jóns Brynjólfs- sonar(Ásgeir Úlfarsson, KR); L. H. Múller (Valdimar Örnólfs- son, ÍR) Korkiðjan (Asgeir Christiansen, VÍK); Gufubað- stofa v..Kvisthaga (Arnór Sig- urðsson Á.); Skósalan (Theódór Blöndahl, KR); Sælgætisgerðin Víkingur (Eyþór Haraldsson, ÍR) Heildverzlun Bjarna Björnssonar (Guðmundur Ingólfsson. Á); Nesti hf (Hinrik Hermannsson, KR); ölgerðin Egill Skallagríms- son (Þorbergur Eysteinsson, ÍR; Herradeild P.Ó. (Björn Ólafsson, VÍK); Jöklar hf (Sigurjón Guð- jónsson, Á.); Austurbæjarbíó (Einar Þorkelsson, KR); Otto A. | Skytturnar hafa tekið ser stöðu. Efst t. h. situr hjá eina konan er þátt tók í keppninni. Hún skaut [ þremur skotum, slökkti á kerti í einu, klauf spil í öðru en misnotaði eitt. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Slökkt á kertum og spil klofin meö byssukúlu að Hálogalandi SKOTFÉLAG Reykjavíkur heldur uppi félagsstarfsemi sinni vetur sem sumar. Að vetrarlagi er æft að Háloga- landi en á sumrin eru æfing- ar ög kennsla í meðferð skot- vopna og skotreglna á svæði félagsins við Hamrahlíð. Skotfélagsmenn efna til margvíslegra æfingamóta og bregða þá á leik á hinn skemmtilegasta hátt. Ein slík Hér er skotstjóri keppninnar, Leo Schmidt, með tvö spilanna, sem skytturnar hafa klofið. Michaelsen (Helgi Axelsson, ÍR) ; Tinaburverzl. Völundur (Magnús Jónsson, VÍK.); Almenna verzl- unarfélagið (Tómas Jónsson, Á); Sveinn Björnsson (Gunnlaugur Sigurðsson, KR); Dagblaðið Tím- inn (Sigurður Einarsson, ÍR); Síld & Fiskur (Þorsteinn Ás- geirsson, Á); Hydrel hf (Einar Gunnlaugsson, KR); Eggert Kristjánsson hf (Þórir Lárusson, ÍR); Bæjarleiðir sf (Bergur Ei- ríksson, Á); Byggingarvöruverzl. Isleifs Jónssonar (Ólafur Níels- son, KR); Steinvör hf (Guðni Sigfússon, ÍR); Skeljungur hf (Örn Kjemested, Á); Sjóklæða- gerð íslands (Bogi Nilsson, KR); Eimskipafélag Lslands hf (Björn Bjarnason,ÍR); Heildverzlun Rolf Johansen (Bjarni Einarsson, Á.); Skóverzlun Péturs Andréssonar (Hilmar Steingrímsson, KR); Verzlunin Sport (Þórður Sigur- jónsson, iR); Einar J. Skúlason (Georg Guðjónsson,Á). keppni var haldin í fyrra- kvöld að Hálogalandi og var jafnframt til örlítillar fjáröfl unar fyrir félagið. Takmarkið var að slökkva á logandi kerti með einni byssukúlu og mátti þó ekki skemma kertið á neinn hátt. Ef svo fór kom 5 kr. sekt til. Þetta tókst skotmönnunum misjafnlega en sumir voru næsta lagnir við verkefnið. Önnur þraut var sú að spil- um var stilt upp þannig, að röndin sneri að skotmönnun um. Voru þeir í 20 m fjar- lægð og var þá illt að sjá rönd ina. En á bakvið var skot- skífa, venjuleg, með svörtum punkti og sá sem. hitti hann örugglega hitti í rönd spils- ins, sem klofnaði við skotið. Þetta tókst mörgum einnig á- gætlega en allmörg voru einn ig hin misheppnuðu skot. Ein kona var með í keppn- inni og stóð hún sig með mestu prýði. Margir hafa áhuga á skot- fimi. Hún reynir ekki mikið á líkamlegt þrek, en þeim mun meir á einbeitingu, ákveðni og sjálfsaga. Starf Skotfélagsins hefur alltaf verið með allmikl um blóma og vart fleiri komist Spilunum stillt upp þannig, að þau snúa rönd aö skyttunum, sem eru í 25 m fjarlægð. að einkum yfir vetrartímann þegar félagið fær fáa tíma til umráða að Hálogalandi en eng inn annar salur er nógu lang ur til skotkeppni — og Háloga landssalurinn er einnig helzt til stuttur. Kveikt á einu kertanna. Takið eftir hinum sérkennilegu kössum sem „grípa“ skotin og drepa skotkraft þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.